Hvenær á ríkisstjórn að skila lyklunum?

Auglýsing

Það er hlut­verk rík­is­stjórnar á hverjum tíma að leiða saman þjóð­ina, skapa sátt í sam­fé­lag­in­u[...]en ekki að efna til átaka, svika og sundr­ungar í sam­fé­lag­in­u.“ Þetta sagði stjórn­ar­and­stöðu­þing­maður í pontu Alþingis 14. des­em­ber 2012. Í kjöl­farið spurði hann: „Hvers vegna ekki bara að skila lyklunum nú þeg­ar?“

Þremur dögum áður hafði MMR birt könnun sem sýndi að ein­ungis 28,9 pró­sent þjóð­ar­innar studdu þá rík­is­stjórn sem sat að völdum á þeim tíma­punkti, rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur. Miðað við stuðn­ing­inn var það rétt mat hjá þing­mann­inum að rík­is­stjórn­inni væri að mis­takast að leiða saman þjóð­ina. 

Sú rík­is­stjórn hafði þá setið að völdum í þrjú og hálft ár og kosn­ingar voru fram und­an, í apríl 2013. Það skipti því ekki öllu máli hvort að rík­is­stjórnin myndi „skila lyklun­um“ þarna í des­em­ber 2012. Kjós­endur létu hana skila þeim í kosn­ing­unum þar sem stjórn­ar­flokk­arnir biðu afhroð.

For­dæma­lausar aðstæður en aug­ljós mis­tök

Til að gæta sann­girni verður að segja að verk­efnið sem rík­is­stjórn Jóhönnu fékk var lík­ast til það erf­ið­asta sem nokkur rík­is­stjórn hefur fengið í fang­ið; til­tekt eftir hrun­ið. Félags­hyggju­rík­is­stjórnin þurfti að lækka greiðslur til aldr­aðra og öryrkja, draga úr greiðslum í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð, skera blóð­ugt niður í rík­is­rekstri á sama tíma og auka þurfti álögur á alla þegn­anna, ekki til að byggja upp aukna þjón­ustu heldur til að halda í horf­in­u. 

Auglýsing
Á sama tíma þurfti að end­ur­reisa eitt stykki banka­kerfi, glíma við her kröfu­hafa sem reyndi allt til að hafa áhrif á fram­vind­una, finna leiðir til að rétta atvinnu­líf sem var að mestu leyti tækni­lega gjald­þrota við og létta undir með almenn­ingi sem sá hús­næð­is­lánin sín tíma­bundið þjóta upp, verð­bólgu fara yfir 18 pró­sent, atvinnu­leysi fara í tveggja stafa tölu og heimt­aði blóð gagn­vart þeim sem hann taldi bera ábyrgð á aðstæðum þeirra, svo fátt eitt sé nefnt. Hvað sem fólki finnst um verkin verður vinstri­st­jórnin aldrei ásökuð um að hafa verið verk­laus. Flest þess­ara flóknu verk­efna leysti rík­is­stjórnin með því að horfa raun­sætt á aðstæður en ýta póli­tískum kreddum til hlið­ar. Vegna þess varð til við­spyrnu­gólf sem við njótum góðs af í dag.

En rík­is­stjórn Jóhönnu gerði líka fjölda­mörg afdrifa­rík mis­tök. Hún hélt mjög illa á Ices­a­ve-­mál­inu til að byrja með, leyndi upp­lýs­ingum og leyfði því að hel­taka þjóð­ina. Sú leið sem var farin við end­ur­skipu­lagn­ingu atvinnu­lífs­ins leyfði fyr­ir­tækjum að hanga uppi lif­andi dauðum og ganga þannig frá sam­keppn­is­að­ilum sem höfðu lifað af hrun­ið. Aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu, án þess að vera með meiri­hluta fyrir aðild á Alþingi né á meðal þjóð­ar­inn­ar, ofan í til­tekt­ar­starfið var afleit hug­mynd og skað­aði alla fram­tíð­ar­mögu­leika Íslands á því að ganga inn. Hin póli­tíska akvörðun um að heim­ila Spari­sjóðnum í Kefla­vík að starfa áfram, þrátt fyrir að fyrir lægi að hann ætti enga raun­hæfa mögu­leika á því að lifa af, var for­kast­an­leg og jók skað­ann sem af honum hlaust umtals­vert. Aðkoma rík­is­ins að trygg­inga­fé­lag­inu Sjóvá, sem leiddi af sér fjög­urra millj­arða króna tap fyrir skatt­greið­end­ur, var sömu­leiðis ámæl­is­verð. 

Þá var óskilj­an­legt að sam­þykkja að starfs­menn Lands­bank­ans, rík­is­banka, myndu frá greidda bónusa sem eru millj­arða virði fyrir að vera dug­legir við að rukka inn tvö lána­söfn fyrir kröfu­hafa gamla bank­ans. Og kjör­dæma­potið hvarf auð­vitað ekk­ert með til­komu vinstri­st­jórn­ar. Vaðla­heið­ar­göngum var til að mynda svindlað fram fyrir önnur verk­efni á sam­göngu­á­ætlun með þvi að dul­búa fram­kvæmd­ina sem einka­fram­kvæmd, þegar hún var, og er, það aug­ljós­lega ekki.

Þegar rík­is­stjórn Jóhönnu hafði setið í sjö mán­uði mæld­ist stuðn­ingur við hana 43,9 pró­sent. Hann fór hratt lækk­andi næstu mán­uði og ár og sveifl­að­ist til. Þegar rík­is­stjórnin fór frá í apríl 2013 studdu 31,5 pró­sent hana.

Panama­skjöl létu Leið­rétt­ing­ar­stjórn skila lyklunum

Við tók rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Hún byrj­aði í miklum með­byr sem að mörgu leyti var sóttur til þess leiks Fram­sókn­ar­flokks­ins að taka 72,2 millj­­arða króna úr rík­­is­­sjóði og milli­­­færa til hluta þjóð­­ar­innar – að stærstum hluta þeirra sem áttu eða þén­uðu mest – í stað þess að not­­ast í sam­­neysl­una. Til­gang­ur­inn var að borga fyrir kosn­inga­sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins vorið 2013 og upp á það kvitt­aði Sjálf­stæð­is­flokk­ur, gegn betri vit­und, til að kom­ast í rík­is­stjórn.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs þurfti líka að takast á við mjög erf­iðar aðstæð­ur, til að mynda skref í átt að losun hafta og lausn á mál­efnum þrota­búa föllnu bank­anna. Efna­hags­að­stæður höfðu hins vegar snú­ist og mik­ill hag­vöxtur var allt það tíma­bilið sem hún sat við stjórn­völ­inn, aðal­lega vegna mak­ríl­veiða, ferða­manna­straums og jákvæðra áhrifa geng­is­hruns á við­skipta­jöfn­uð.

Þrátt fyrir það missti rík­is­stjórnin fljótt flugið og stuðn­ing þjóð­ar­inn­ar. Haugur af íviln­un­ar­samn­ingum við stór­iðju­fyr­ir­tæki, flest í heima­sveit og kjör­dæmi þáver­andi iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, lækkun á veiði­gjöld­um, hug­myndir um áburð­ar­verk­smiðju og stans­laus afskipti for­sæt­is­ráð­herr­ans af skipu­lags­málum sem áttu ekk­ert að koma honum við spil­uðu þar ugg­laust inn í.

Rík­is­stjórnin brot­lenti síðan í apríl 2016, þegar Panama­skjölin opin­ber­uðu að for­sæt­is­ráð­herr­ann og for­maður Fram­sóknar var kröfu­hafi sem hafði átt millj­arða í aflands­fé­lagi og laug þegar hann var spurður út í það í nú heims­frægu við­tali, og að fjár­mála­ráð­herr­ann og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði átt félag á Seychelles-eyjum utan um eign í Dubai þrátt fyrir að hann hefði sagt í Kast­ljósi ári áður að hann ætti engin aflands­fé­lög.

Þá mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn þeirra 26 pró­sent. Það leiddi til þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann sagði af sér og kosn­ingar voru boð­aðar um haust­ið. Aðstæður voru metnar þannig að ekk­ert annað væri í stöð­unni en að skila lyklunum til þjóð­ar­inn­ar. Og reyna að ná þeim aftur í haust­kosn­ing­um.

Óánægja að innan og utan

Nú hefur rík­is­stjórn setið í rúma sjö mán­uði. Hún tók við eftir einar lengstu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður Íslands­sög­unnar þar sem allir mát­uðu sig við alla, nema Fram­sókn. Nið­ur­staðan varð þriggja flokka bræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar með minni­hluta atkvæða á bak við sig og minnsta mögu­lega þing­meiri­hluta. 

Í fyrstu skoð­ana­könnun eftir valda­skipti mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 35 pró­sent. Það er erfitt að halda því fram að hún hafi þurft að glíma við neinar áskor­anir sem kom­ast í hálf­kvisti við þær sem fyrri tvær rík­is­stjórnir þurftu að takast á við. Svo virð­ist raunar sem að flokk­arnir sem að rík­is­stjórn­inni standa séu ekki sam­mála um neitt annað en að vera í rík­is­stjórn og því er stefnu­yf­ir­lýs­ing hennar moð­grautur af vilja­yf­ir­lýs­ingum sem soðin var til að friða sem flesta kjós­endur flokk­anna þriggja. Lyk­il­maður innan Við­reisnar sagði í grein sem birt var á Kjarn­anum í sumar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ein­ungis farið fram á skatta­lækk­anir og ann­ars óbreytt ástand í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um.

Þessi óvin­sæla rík­is­stjórn er ósam­mála um hvernig eigi að breyta land­bún­að­ar­kerfi lands­manna, hvernig eigi að haga gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og hvort það sé raun­veru­lega gott eða slæmt að ríkið beiti sér fyrir því að laun kvenna séu þau sömu og laun karla. Stjórn­ar­þing­menn eru ósam­mála um hvort að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi að vera áfram í Vatns­mýr­inni, hvort hækka eigi virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu (sem er lyk­il­breyta í fjár­mála­á­ætlun stjórn­ar­inn­ar), hvort selja eigi áfengi í búð­um, hverjir eigi að fá að end­ur­skoða búvöru­samn­inga, um aukn­ingu á einka­rekstri í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu og hvaða gjald­mið­ill eigi að vera í land­inu.

Það virð­ast líka vera sýni­legar sprungur í bak­landi stjórn­ar­flokk­anna og stuðn­ingi þess við rík­is­stjórn­ina. Í könnun sem gerð var mán­uði eftir að hún tók við völdum kom í ljós að ein­ungis 14 pró­sent kjós­enda Bjartrar fram­tíðar voru ánægðir með rík­is­stjórn­ina. Áður hafði rúmur fjórð­ungur stjórnar flokks­ins greitt atkvæði gegn stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Innan Við­reisnar virð­ist sem margir helstu fjár­mögn­un­ar­að­ilar stjórn­mála­flokks­ins séu í her­ferð gegn Bene­dikt Jóhann­essyni og vilji setja hann af sem for­mann, meðal ann­ars vegna áforma hans um hækkun virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu.

Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er líka megn óánægja með rík­is­stjórn­ina. Nokkrir þing­menn flokks­ins hafa alla tíð viljað aðra kosti fyrir flokk sinn. Helsti gagn­rýn­andi hennar er þó fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, and­legur leið­togi sér­hags­muna­afl­anna innan hans og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Davíð Odds­son. Í leið­ara sem birt­ist um síð­ustu mán­aða­mót, skrif­aði Dav­íð: „Ís­lenska rík­is­stjórnin hefur setið í hálft ár og þegar misst allt álit þótt hún hafi ekki gert neitt sem öllum almenn­ingi mis­lík­ar. Hún stendur ekki fyrir neitt. Mál­efna­samn­ingur hennar hrópar það framan í fólk. Þar er ekk­ert hand­fast nema helst langur kafli sem virð­ist und­ir­strika að nauð­syn­legt sé að fjölga inn­flytj­end­um. Sú nauð­syn var ekki orðuð í kosn­ing­un­um.“ 

Hann end­ur­tók sömu orð að mestu í Reykja­vík­ur­bréfi 4. ágúst. Og bætti svo við: „Ein­hverjir eru í spyrja sig og aðra, með hlið­sjón af fallandi stuðn­ingi, hvort þessi rík­is­stjórn sé við það að falla. En það er með öllu óvíst að hún sé fær um það. Rík­is­stjórn, sem sam­kvæmt sam­eig­in­legum sátt­mála sínum stendur ekki fyrir neitt, á ekki auð­velt að finna sér mál til að falla á.“

Davíð Odds­son styður því ekki rík­is­stjórn undir for­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Sem hlýtur að vera eins­dæmi.

Sam­einar rík­is­stjórn með fjórð­ungs stuðn­ing?

Þrátt fyrir að koma sára­fáum stefnu­málum á alvöru rek­spöl, og taka sér gríð­ar­lega langt sum­ar­frí frá rík­is­stjórn­ar­fundum, vaxa óvin­sældir rík­is­stjórn­ar­innar á meðal almenn­ings nán­ast dag­lega. Nú þegar stytt­ist í að þing hefj­ist að nýju segj­ast ein­ungis 24,5 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sex pró­sent Við­reisn og 3,6 pró­sent Bjarta fram­tíð. Það þýðir að flokk­arnir myndu sam­an­lagt ein­ungis fá um þriðj­ungs­fylgi ef kosið yrði í dag og væru með sam­bæri­legt hlut­fall þing­manna.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hefur aldrei mælst minni. 27,2 pró­sent þjóð­ar­innar seg­ist styðja hana. Eftir sjö mán­aða starfs­tíma. Það er vart hægt að halda því fram að rík­is­stjórn sem ein­ungis rétt rúm­lega fjórði hver lands­maður styður sé að leiða þjóð­ina sam­an. Skapi sátt í sam­fé­lag­inu. Komi í veg fyrir átök og sundr­ungu.

Stuðn­ing­ur­inn er minni en hann var við hina veð­ur­börðu rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur í des­em­ber 2012, tæpu hálfu ári fyrir boð­aðar kosn­ing­ar, þegar þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins bað hana að skila lyklun­um.

Sá þing­maður er nú for­sæt­is­ráð­herra og heitir Bjarni Bene­dikts­son. Það verður áhuga­vert að sjá hvort hann telji það sama eiga við um sína rík­is­stjórn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari