Auglýsing

Á mið­viku­dag kom fram frum­varp um að lækka veiði­gjöld á útgerðir um 1,7 millj­arða króna í ár. Frum­varpið var lagt fram þegar örfáir dagar eru eftir af þing­inu. Það var ekki lagt fram af ráð­herra og sam­þykkt í rík­is­stjórn. Af hverju það var ekki gert hefur ekki verið skýrt. Þess í stað var meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lát­inn leggja það fram. Hann mynda þing­menn stjórn­ar­flokka, meðal ann­ars Vinstri grænna, og þing­maður Mið­flokks, sem á líka útgerð­ar­fyr­ir­tæki og hagn­ast per­sónu­lega beint af breyt­ing­unni.

Ástæðan sem gefin var fyrir þess­ari lækkun var að afkoma útgerða lands­ins væri orðin svo léleg. Þessu er haldið fram í alvöru þrátt fyrir að hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja – vöxtur eigin fjár og arð­greiðslur –  hafi vænkast um 366 millj­arða króna frá hruni og til loka árs 2016. Bara arð­greiðslur til eig­enda námu 66 millj­örðum króna frá 2010 og út árið 2016. Á sama tíma greiddu þessir illa settu útgerð­ar­eig­endur alls 45,2 millj­arða króna í veiði­gjöld.

Sama dag og flokk­arnir sem standa að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, og eig­andi útgerð­ar, ákváðu að lækka álögur á atvinnu­veg sem hefur haft for­dæma­lausar tekjur af nýt­ingu nátt­úru­auð­lindar á und­an­förnum árum, birti rík­is­skatt­stjóri lista yfir þá 40 ein­stak­linga sem greiða hæsta skatta á Íslandi, og hafa þar af leið­andi hæstar tekj­ur. Nær allir sem raða sér þar í efstu sætin eru fólk sem til­heyrir fjöl­skyldum sem selt hafa hluti sína í útgerð­ar­fyr­ir­tækjum að und­an­förnu fyrir marga millj­arða króna. Útgerð­ar­fyr­ir­tækja sem fengu á sínum tíma gef­ins kvóta.

Þrota­mennska gefur vel

Aðrir sem eru fyr­ir­ferða­miklir á list­anum eru karlar sem vinna við að selja eignir þrota­búa fall­inna banka. Þeir sem eru þar eftir á blaði voru með 56 millj­ónir króna í laun á mán­uði á síð­asta ári. Það eru 187 sinnum lög­bundin lág­marks­laun á Íslandi, sem eru 300 þús­und krónur á mán­uði. Árs­laun þess­ara tveggja manna, sem vinna hjá Glitni HoldCo, eru sam­an­lagt 1.344 millj­ónir króna. Til að setja þá tölu í sam­hengi þá væri t.d. hægt að reka Kjarn­ann í um 19 ára fyrir það sem þeir tveir þéna á ári fyrir að sinna þrota­starf­semi.

Auglýsing
Tekjublöðin sem birt voru í gær sýndu að það er gósentíð hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem margir hverjir vinna hjá óhag­stæðum bönkum sem voru búnir til á grund­velli neyð­ar­lag­anna í októ­ber 2008 og fylltir af eignum og inn­stæðum sem færðar voru með handafli rík­is­ins inn í þá, eða fylgitunglum þeirra sem búa til pen­inga í gegnum þóknana­greiðslur fyrir að færa til pen­inga líf­eyr­is­sjóða og ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þar eru hund­ruð starfs­manna, meðal ann­ars rík­is­banka, með laun sem eru frá 1,5 milljón krónum á mán­uði og upp í 7,6 millj­ónir króna á mán­uði.

Sjálf­taka opin­berra starfs­manna

For­stjórar einka­fyr­ir­tækja, sem sum hver eru skráð á ofsa­lega grunnum mark­aði þar sem líf­eyr­is­sjóðir eru uppi­staðan í eign­ar­hald­inu, og starfa mörg á fákeppn­is­mark­aði inn­an­lands, hafa það líka ágætt. Í tekju­blaði Frjálsrar versl­unar kemur til að mynda fram að 50 launa­hæstu for­stjór­arnir séu með laun frá 3,5 millj­ónum króna á mán­uði til 25,8 milljón króna á mán­uði. Það eru 12 til 86föld lög­bundin lág­marks­laun. Við­mæl­endur Kjarn­ans úr þessum heimi segja að búið sé að skapa nokk­urs konar sjál­þjón­andi eilífð­ar­vél. For­stjóri A er hækk­aður í launum og for­stjóri B notar þá hækkun til að kalla eftir sam­bæri­leika við kollega í launa­kjör­um. Og svo koll af kolli.

For­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja fengu margir hverjir tug­pró­senta hækk­anir í fyrra þegar ákvörðun um laun þeirra var færð frá kjara­ráði og til póli­tískt skip­aðra stjórna þeirra. Laun for­stjóra tíu rík­is­fyr­ir­tækja eða stórra stofn­ana voru að með­al­tali á mán­uði í fyrra á bil­inu 1,3 til 2,4 millj­ónir króna. Mán­að­ar­laun þeirra í dag eru þó í flestum til­fellum hærri, þar sem launa­hækk­anir flestra komu til fram­kvæmda um mitt síð­asta ár.

Þá hafa auð­vitað dóm­ar­ar, ráð­herr­ar, þing­menn, aðstoð­ar­menn ráð­herra, skrif­stofu­stjór­ar, prestar og ýmsir aðrir opin­berir starfs­menn fengið óskilj­an­legar launa­hækk­anir frá kjara­ráði á skömmum tíma. Þing­­menn hækk­­uðu til að mynda um 44,3 pró­­sent í launum á kjör­dag 2016. Í stað­inn voru laun kjara­ráðs svo hækkuð af stjórn­­­mála­­mönn­­um.

Nokkur bólga er líka í launum bæj­ar­stjóra í land­inu. Sá hæst laun­aði er t.d. með 2,6 millj­ónir króna á mán­uði, fyrir að stýra um 16 þús­und manna sveit­ar­fé­lagi, sem eru hærri laun er borg­ar­stjórar þekkt­ustu stór­borga heims eru með á mán­uði.

Vel borguð sér­hags­muna­gæsla

Afleit starfs­um­hverfi íslenskra fjöl­miðla end­ur­spegl­ast ágæt­lega í sam­an­tekt á launum þeirra sem starfa í geir­an­um. Ef frá er taldir rit­stjórar og útgef­endur sem vinna fyrir sér­hags­muna­öfl eða ráku fyr­ir­tækin sín fyrir ólög­leg lán frá skatt­greið­end­um, og eru með allt að 5,9 millj­ónir króna á mán­uði, þá eru laun fjöl­miðla­fólks ekki nálægt því sam­keppn­is­hæf við flestar aðrar atvinnu­grein­ar.

Það hlýtur að vera áhyggju­efni að þeir sem stýra hags­muna­gæslu­sam­tök­um, svo­kall­aðir lobbí­istar, geti slagað upp í fimm millj­ónir króna í launum á mán­uði. Nær eng­inn sem vinnur í efstu lögum lobbí­ista-­arma atvinnu­vega á Íslandi er með laun undir 1,6 milljón króna á mán­uði og flestir með tölu­vert umfram það.

Á sama tíma eru laun þeirra sem eiga að gæta almanna­hags­muna, að greina hvað er satt og rétt fyrir les­endur og áhorf­endur og veita stjórn­völdum aðhald, brota­brot af launum þeirra sem vinna við að gæta þröngra sér­hags­muna.

Þetta er ójafn leikur sem gerir það að verkum að alvar­legur speki­leki er úr stétt fjöl­miðla­manna sem leiðir af sér að nær ómögu­legt er að byggja upp sér­hæf­ingu innan geirans. Þessi staða veikir veru­lega stoðir lýð­ræð­is­ins á Íslandi.

Firrt ástand

Ofan­greint launa­skrið hópa sem vinna hjá hinu opin­bera, sem starfa á fákeppn­is­mörk­uðum inn­an­lands, sem hafa laun sín af því að hirða of háar þókn­anir fyrir til­færslu á fé í allt of dýrum en greini­lega sjálf­þjón­andi fjár­mála­heimi, sem vinna við að gera upp þrota­bú, að ná fram þröngum sér­hags­munum eða hafa bara selt kvóta fyrir millj­arða króna sem þeir hafa fengið gef­ins sýnir svart á hvítu hversu firrt þjóð við erum orð­in.

Þessar upp­lýs­ingar koma ofan í það að ríkið sé að lækka gjald­töku á eina atvinnu­grein, sjáv­ar­út­veg, sem nýtir sam­eig­in­legar auð­lindir okkar og að því hefur gjör­sam­lega mis­tek­ist að taka sann­gjarnt gjald af annarri sem gerir slíkt hið sama, ferða­þjón­ustu, þrátt fyrir að vöxtur hennar gangi veru­lega á sam­eig­in­lega inn­viði okk­ar.

Og fyrir liggur auð­vitað að frá 2011 og út árið 2016 jókst eigið fé rík­asta pró­sents lands­manna um 69,4 millj­­arðar króna. Á árinu 2016 einu saman jókst auður þeirra um 53,1 millj­­arð króna og var 612,6 millj­arðar króna. Í lok þess árs áttu 218 fjöl­skyld­ur, sem mynda rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna, 201,3 millj­arða króna í hreinni eign og jók eignir sínar um 14 millj­arða króna á einu ári.

Það getur varla nokkur maður haldið því fram að þorri lands­manna, launa­fólk sem margt hvert lifir mán­uði til mán­að­ar, muni sætta sig við að bera ábyrgð á stöð­ug­leika á land­inu með hóf­legum launa­kröfum í kom­andi kjara­samn­ingum þegar þessi hróp­lega mis­skipt­ing á sér stað beint fyrir framan nefið á því. Þau nýju og rót­tæku öfl sem náð hafa for­ystu í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og boða stríðs­á­tök eru ekki orsök þeirrar stöðu sem blasir við, heldur afleið­ing þess sem lýst er hér að ofan. 

Ef við ætlum að ná stöð­ug­leika, við­halda því vest­ræna lýð­ræð­is­kerfi frels­is, vel­ferð­ar, mann­rétt­inda og hag­sældar sem við höfum komið upp hér, og forð­ast það að popúl­ískir tæki­fær­is­sinnar nýti sér óánægju þeirra Íslend­inga sem hafa ekk­ert boð fengið í veisl­una og horfa á hana utan frá, þá verða þessir sjálf­skip­uðu nátt­úruta­lentar sem verð­leggja sig án inni­stæðu með ofan­greindum hætti að sjá að sér. Vinda ofan af ástand­inu.

Það eru engar for­sendur fyrir þessu. Og engin þol­in­mæði eftir til að kyngja því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari