Auglýsing

Sótt­varna­ráð­staf­anir eru til að bjarga manns­lífum og draga úr álagi á heil­brigð­is­kerf­ið. Í vopna­búri aðgerða við heims­far­aldri eru ein­fald­lega engar góðar leiðir í boði, heldur mis­mun­andi vond­ar. Hér­lendis hafa yfir­völd fylgt ráð­legg­ingum sótt­varna­læknis og valið oft­ast nær þann kost sem honum hefur þótt skást­ur, að tak­marka sem mest sýk­ing­ar. 

Því fylgja fjöl­margar nei­kvæðar afleið­ing­ar, bæði efna­hags­legar og heilsu­fars­legar utan COVID-19 veik­inda. Þús­undir hafa misst vinn­una vegar efna­hags­sam­drátt­ar, fjöl­margir sjá á eftir lífs­við­ur­væri sínum eða fyr­ir­tækjum í geirum sem verða fyrir miklum tekju­sam­drætti og heild­ar­á­hrif á and­lega líðan eða geð­heilsu eru víð­tæk. 

Á Íslandi hefur verið lögð áhersla á sam­vinnu milli almenn­ings, fyr­ir­tækja og yfir­valda um að fram­fylgja þeim tak­mörk­unum sem settar hafa verið til að vinna á fjölgun smita. Það hefur gengið vel og um 83 pró­sent lands­manna hefur breytt venjum sínum til að forð­ast smit. Svo vel að þrí­eykið svo­kall­aða var hafið upp til skýj­anna eftir fyrstu bylgju far­ald­urs­ins sem nokk­urs konar bjarg­vættir þjóð­ar, og verð­launuð með Fálka­orðu for­seta­emb­ætt­is­ins fyrir þeirra fram­lag.

Þar skipti traust milli þeirra og fólks­ins sem þau sögðu fyrir verkum öllu máli. Þótt mörgum hafi þótt nóg um þessa upp­hafn­ingu, og verið ljóst að venju­legar mann­eskjur standi ekki undir henni, þá geng­ust yfir­völd upp í þessu ástandi. „Hlýðum Víði“ var við­kvæð­ið, með vísun í vin­sæl hvatn­ing­ar­skila­boð sem Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varn­ar­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, flutti í lok þrí­eyk­is­funda í fyrstu bylgju. Fras­inn var form­festur þegar yfir­maður Víð­is, Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri, lauk máli sínu á einum fund­inum með eft­ir­far­andi orð­um: „Þetta er ekki búið, við þökk­um fyr­ir þessa sam­heldni og sam­­stöðu, þetta snýst um að hlýða Víð­i.“ 

Víðir sjálfur sagði í við­tali við Morg­un­blaðið í byrjun apríl að það væri fínt að „Hlýðum Víði“ væri orðið slag­orð verk­efn­is­ins. Það væri auð­velt fyr­ir fólk „að hlýða“ þar sem hann væri með trú­verð­ugan mál­stað, væri heið­ar­leg­ur og sann­ur og með góð rök.

Ein­stak­lings­hyggjan

Síðan eru liðnir margir mán­uðir og þreyta fólks á yfir­stand­andi ástandi er orðin sýni­legri. Áþreif­an­legri. Þrýsti­hópar hafa mynd­ast sem vilja hætta öllum almennum aðgerðum og setja frelsi ein­stak­linga til athafna ofar þeim ávinn­ingi sem fylgir lág­mörkun smita. Það fólk vill lífs­stíl­inn sinn aftur og klæðir þann vilja jafn­vel í hug­mynda­fræði­legan bún­ing til að gefa honum aukið vægi.

Auglýsing
Tveir stjórn­ar­þing­menn úr Sjálf­­stæð­is­­flokki, Sig­ríður Á. And­er­sen og Brynjar Níels­­son, hafa skipað sér í sér­staka and­stöðu­hreyf­ingu gegn stefnu rík­is­stjórn­ar­innar sem flokkur þeirra til­heyrir í þessum mál­um. Í yfir­lýs­ingu þess þrýsti­hóps sem þau til­heyra segir m.a.: „Stefnan nú virð­ist vera að stöðva veiruna hvað sem það kostar og bíða eftir bólu­efni. Við teljum þetta ekki vera góða nálg­un.“

Þau hafa fullan rétt á því að viðra þessa skoðun og öll umræða um tak­mark­anir á athafna­frelsi sem lagðar eru til á grund­velli almanna­hags­muna er af hinu góða. Það á að hugsa gagn­rýnið um allt vald­boð stjórn­valda.

En það þýðir ekki að sú gagn­rýna hugsun eigi að skila manni stystu leið á þann jaðar ein­stak­lings­hyggju sem þing­menn­irnir tveir hafa stað­sett sig á. Þótt fólk, eftir yfir­legu og með vísun í stað­reynd­ir, sé enn ósam­mála þeim og segi það upp­hátt þá felst ekki í því tak­mörkun á tján­ing­ar­frelsi þing­mann­anna tveggja og skoð­ana­systk­ina þeirra. Það er bein­línis þreyt­andi að hlusta á harma­kvein um að umræða með umferð í báðar áttir feli í sér ein­hvers­konar þögg­un.

Próf­steinn á sið­ferði

Vil­hjálmur Árna­son, pró­fessor í heim­speki og stjórn­ar­for­mann Sið­fræði­stofn­un­ar, var í mjög áhuga­verðu við­tali við Kjarn­ann um helg­ina um þær sið­ferð­is­legu spurn­ingar sem vakna vegna þeirra ákvarð­ana sem stjórn­völd hafa tekið við for­dæma­lausar aðstæður á þessu ári. Vil­hjálmur er meðal ann­ars höf­undur bók­ar­innar Sið­fræði lífs og dauða en í henni fjallar hann um öll helstu sið­ferði­legu álita­mál í heil­brigð­is­þjón­ustu, og veit því hvað hann er að tala um. Lík­ast til eru fáir Íslend­ingar sem hafa velt þessum hlutum jafn ítar­lega fyrir sér og hann.

Í við­tal­inu benti Vil­hjálmur á að við Íslend­ingar höfum almennt notið mik­illa for­rétt­inda en að ástandið sé mis­erfitt fyrir fólk. Hann minnt­ist á hópanna sem fjallað er um hér að ofan, sem kvarta yfir því að frelsi þeirra sé skert. Hann tal­aði um fólk í fram­varð­ar­sveitum sem hafi iðu­lega stigið fram og biðlað til fólks að sýna sam­stöðu. Um heil­brigð­is­stéttir ýmsar sem þurft hafa að tak­marka ferðir sínar um sam­fé­lagið mikið meira en gengur og ger­ist vegna hættu á smiti hjá við­kvæmum hóp­um. Allar þessar sögur sýni að sýn okkar er mis­mun­andi eftir því hvar við erum stödd. „Þetta kallar á það enn meira en áður að reyna að setja okkur í ann­arra spor. Þetta er próf­steinn á sið­ferði okkar í svo mörgu til­lit­i.“

Að standa með þeim verst settu

Með þess­ari litlu setn­ingu hittir Vil­hjálmur naglann á höf­uð­ið. Aðstæður sem þessar reyna á hversu sterkt sam­fé­lags­legt lím okkar er. Ef flestir geta sett heild­ar­hags­muni, og hags­muni ann­arra hópa, fram yfir eigin vilja og sér­tæka hags­muni, þá erum við að sýna okkur sem sið­legt sam­fé­lag. Ef okkur tekst það ekki þá eru önnur gildi, birt­ing­ar­myndir ein­stak­lings­hyggju, orðin ráð­andi, og sam­fé­lagið ekki lengur réttu megin við sið­ferði­legu lín­una. 

Vil­hjálmur sagði í við­tal­inu það aldrei rétt­læt­an­legt að fórna ein­stak­lingum og að horfast verði í augu við það að fórn­ar­kostn­aður af hörðum aðgerðum sé óhjá­kvæmi­legur vegna afleið­inga fyrir lýð­heilsu síðar meir. „Spurn­ingin er hvernig hægt er að standa mann­úð­lega að þessu og í sam­ræmi við þau gildi sem viljum vernda. Það er þessi sam­staða sem liggur sið­ferði okkar mikið til grund­vall­ar, að standa með þeim sem geta ekki varið hags­muni sína sjálf­ir. Það reynir á okkur í svona ástandi að standa með þeim verst sett­u.“

Sam­staðan byggir á trausti

Allar kann­anir benda til þess að við höfum verið á réttum stað. Sam­staðan hefur hingað til verið til stað­ar.

Í nýj­ustu könn­un Gallup, sem hefur kannað afstöðu almenn­ings til ýmissa þátta heims­far­ald­urs­ins frá því í mars, kemur til að mynda fram að 93 pró­­sent lands­­manna treysta almanna­vörnum og heil­brigð­is­yf­­ir­völdum til að takast á við COVID-19. Þegar spurt er að hvort almanna­varnir séu að gera næg­i­­lega mikið til að takast á við far­ald­­ur­inn segja 91 pró­­sent lands­­manna að þær séu að gera hæfi­­lega mikið eða að þær ættu að gera meira. Ein­ungis níu pró­­sent telja að það ætti að gera minna. Vert er að taka fram að þessar tölur mæla ekki hversu margir fylgi fyr­ir­mælum heldur hvað fólki finnst um þá sem setja þau. Aukin fjöldi fólks í t.d. versl­unum og upp­taktur í fjölda smita nýverið benda til þess að fleiri séu að slaka veru­lega á.

Til þess að sam­staðan haldi þarf að vernda traust milli þeirra sem aðgerð­unum er beint að, og þeirra sem setja þær. Það þarf að vera skýrt að við séum öll í þessu saman og að sér­reglur gildi ekki um sum­a. 

Þess vegna er það grafal­var­legt mál þegar valda­fólkið bregst og hegðar sér öðru­vísi en það er að biðja allan almenn­ing um að gera.

„Cumm­ings-á­hrif­in“

Bretum hefur gengið illa að takast á við COVID-19 og efna­hags­leg áhrif á ríkið verða ein þau alvar­leg­ustu í vest­rænum heimi. Ein ástæða þess að illa hefur tek­ist til eru kölluð „Cumm­ings-á­hrif­in“. 

Þann 23. mars ávarp­aði Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, bresku þjóð­ina og til­kynnti um nær algjört útgöng­u­­bann. Fólk í Bret­landi átti vera heima, með örfáum und­an­­tekn­ing­­um. Ein­ungis tveir máttu koma saman á almanna­­færi, nema þeir byggju á sama heim­ili. „Þið verðið að vera heima,“ sagði for­­sæt­is­ráð­herr­ann. 

„Þú átt ekki að hitta vini. Ef vinir þínir biðja þig um að hitta sig, þá ættir þú að segja nei,“ sagði John­son og bætti við að ef fólk færi ekki að reglum hefði lög­­regla heim­ild til þess að beita sektum eða til þess að leysa upp sam­kom­­ur. 

Nokkrum dögum eftir ávarp John­son ákvað Dom­inic Cumm­ings, þá helsti póli­tíski ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herr­ans, að ferð­ast rúm­lega 400 kíló­metra, frá London til Dur­ham þar sem for­eldrar hans búa, með eig­in­konu sinni og ungu barni. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hjónin væru bæði með ein­kenni sem svip­aði til COVID-19 sjúk­dóms­ins.

Síðar gáfu vitni sig fram og sögð­ust hafa séð Cumm­ings og eig­in­konu hans tví­vegis utan heim­ilis for­eldra hans í apr­íl. 

Jóhn­son varði Cumm­ings og hann var ekki rek­inn vegna þessa. 

En rann­sókn The Uni­versity Col­lege London, sem birt var í hinu virta tíma­riti The Lancet, sýndi að áhrifin af atferli Cumm­ings voru gríð­ar­leg. Traust á aðgerðum stjórn­valda dróst mikið saman eftir að í ljós kom að ekki voru gerðar sömu kröfur til eft­ir­fylgni á þeim til efsta lags­ins í valda­stig­anum og allra hinna. 

Takt­laus mis­tök sem leiddu af sér skaða

Á Íslandi þá höfum við upp­lifað nokkur atvik þar sem áhrifa­fólk hefur ekki hegðað sér í sam­ræmi við það sem stjórn­völd hafa kraf­ist af venju­legu fólki. Fyrsta skýra dæmið átti sér stað um miðjan ágúst, þegar Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra og vara­­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, fór í vin­konu­hitt­ing. Af þeim hitt­ingi voru birtar myndir af vin­kon­un­um, sem komu úr mis­mun­andi sveit­ar­fé­lögum og hitt­ast ekki reglu­lega, í einum hnapp, og ekki að virða hina svoköll­uðu tveggja metra reglu.  

Rík­­is­­stjórn­­in, sem Þór­­dís Kol­brún situr í, hafði nokkrum vikum áður hert reglur vegna þess að önnur bylgja kór­ónu­veirusmita var að gera vart við sig. Þór­­dís Kol­brún hafði auk þess skrifað grein um aðgerð­irnar í Morg­un­­blaðið með fyr­ir­­sögn­inni: „Þetta veltur á okk­­ur“. Föst­u­dag­inn 15. ágúst ákváðu stjórn­­völd að herða veru­­­lega tak­­­mark­­­anir á landa­­­mærum Íslands, sem í reynd lok­uðu land­inu að mestu fyrir komu ferða­­­manna. Við það tæki­­færi skrif­aði Þór­­dís Kol­brún í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book að áfram væru „per­­­són­u­bundnar sótt­­­varnir langöflug­asta tækið til að berja þessa veiru niður og hert­­­ari aðgerðir á landa­­­mærum koma aldrei í stað­inn fyrir það. Við búum í góðu sam­­­fé­lagi. Sterku sam­­­fé­lagi. Og við erum heppin með það teymi sem ráð­­­leggur okkur í gegnum þann þátt þessa risa stóra verk­efn­­­is.“

Vin­konu­hitt­ing­ur­inn átti sér svo stað dag­inn eft­ir, laug­­ar­dag­inn 16. ágúst. Þór­dís hefur síðar sagt að mynda­takan í hitt­ingnum hafi verið „takt­­laus og mis­­tök“ en að einn helsti lær­dóm­ur­inn af honum væri fyrir hana per­sónu­lega. „Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera mann­eskja, að gera mis­­tök, vera takt­­laus, hafa ekki alltaf hugsað hlut­ina til enda.“ 

Skað­inn var þó lík­ast til skeð­ur. Ber­sýni­legt var að margir hugs­uðu að þeir ættu ekki að fórna sínum lífs­gæðum fyrst ráða­menn­irnir sem voru að skipa þeim fyrir fylgdu ekki eigin fyr­ir­mæl­um.

Stjórn­mála­leið­togi fer í golf

Í byrjun októ­ber voru tak­mark­anir hertar á ný, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vegna mik­illar aukn­ingar á smit­um. Á meðal þess sem þetta fól í sér var að golf­völlum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var lok­að. Golf­­­sam­­­bands Íslands (GSÍ) sendi auk þess út til­mæli um að kylf­ing­ar á höf­uð­­borg­­­ar­­­svæð­inu leit­uðu ekki til golf­valla utan þess til að svala fýsn sinni.

Auglýsing
Þann 9. októ­ber var til­kynnt um lokun vallar Golf­­­klúbbs Hvera­­­gerðis fyr­ir öðrum en fé­lags­­­mönn­um frá há­degi þann dag. Einum degi síð­ar, 10. októ­ber, spil­aði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, sem býr í Hafn­ar­firði og er ekki með­limur í klúbbn­um, golf í Hvera­gerði. Hún baðst afsök­unar á Face­book og skrif­aði: „Það stóð aldrei til hjá mér að fara fram­hjá neinum regl­­um. En þetta voru mis­­tök sem ég mun læra af.“

Þótt Þor­gerður Katrín sé ekki í rík­is­stjórn þá er hún for­maður stjórn­mála­flokks, sem tekur þátt í umræðu, stuðn­ingi við og gagn­rýni á aðgerðir stjórn­valda. Þegar hún fer ekki eftir settum reglum þá hefur það áhrif. 

Skila­boðin eru þau sömu og hjá Þór­dísi Kol­brúnu, að aðrar reglur gildi um stjórn­mála­el­ít­una en almúg­ann, algjör­lega óháð því hvort þær ætl­uðu að senda þau skila­boð eða ekki.

Víðir fer út fyrir vald­svið sitt

Um miðjan októ­ber fóru fram lands­leikir í fót­bolta. Í aðdrag­anda eins leiks­ins greind­ist starfs­maður Knatt­­spyrn­u­­sam­­band Íslands (KSÍ) með COVID-19 og sam­kvæmt öllu áttu þjálf­arar liðs­ins, og ýmsir aðrir því tengdu, að vera í sótt­kví, en starfs­menn sam­bands­ins höfðu orðið upp­vísir af því að virða hvorki nálægð­ar­mörk né grímu­skyldu í sjón­varp­inu fyrir framan alþjóð.

Víðir Reyn­is­son, sem hefur starfað fyrir KSÍ sem örygg­is­full­trúi, ákvað hins vegar að veita þjálf­urum liðs­ins und­an­þágu til að fylgj­ast með leik sem fór fram eftir að smitið greind­ist í gegn­um gler á efri hæðum Laug­ar­dalsvall­ar­ins. Með því fór Víðir að eigin sögn út fyrir vald­svið sitt, enda sótt­varna­lækn­is, ekki lög­reglu­manns, að gefa út slíkar und­an­þág­ur. 

Víðir við­ur­kenndi á upp­lýs­inga­fundi í kjöl­far leiks­ins að hann hefði gert mis­tök og sett af­­skap­­lega slæmt for­­dæmi með ákvörðun sinni. Hún hafi litið sér­stak­lega illa út miðað við fyrri störf hans fyr­ir KSÍ. Þjálf­ar­arnir áttu aldrei að fá horfa á leik­inn úr gler­búr­inu. Það var sér­með­ferð sem Víðir veitti þeim. 

Víðir til­kynnti að hann myndi ekki koma frekar að ákvörð­unum um íþrótta­mál í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.

Fólk kemur í heim­sókn

Um miðja síð­ustu viku var greint frá því að Víðir væri með COVID-19. Það er ekki ein­ungis alvar­legt út frá per­sónu­legu heil­brigði Víðis og hans nánustu, heldur líka vegna þess að hann starfar á hverjum degi með því fólki sem er hjartað í öllum aðgerðum yfir­valda til að takast á við far­ald­ur­inn. 

Á laug­ar­dag greindi Víðir frá því að alls hefðu tólf manns orðið útsett fyrir smiti vegna kór­ón­u­veirusmits eig­in­­konu hans, að honum með­­­töld­­um. Ekki hefur tek­ist að rekja upp­­runa smits­ins. 

Um er að ræða fjöl­­skyld­u­­með­­limi og vina­­fólk sem var gest­kom­andi á heim­ili þeirra hjóna laug­­ar­dag­inn 21. nóv­­em­ber, alls um tíu manns. Fimm þeirra sem komu í heim­­sókn smit­uð­ust af veirunni. Þeirra á meðal er vina­­fólk hjón­anna, sem býr á lands­­byggð­inni en komu til höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins síð­­asta laug­­ar­dag og dvelja tíma­bundið á heim­ili Víðis sökum þess að þau þurftu að sækja lækn­is­­þjón­­ustu í borg­ina. „Dætur [vina­­fólks­ins utan af landi] kíktu stutt í kaffi á sunn­u­deg­in­­um. Vin­­kona okkar kom stutt við í kaffi líka. Börn okk­­ar, tengda­dóttir og barna­­barn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vina­hjón sem stopp­uðu stutt,“ skrif­aði Víðir á Face­book.

Hann sagði að þau hjónin væru búin að fara vel yfir öll sam­skiptin og höfðu fundið út að fjar­lægð sem var haldin var um eða yfir tveir metra við alla. „Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sam­eig­in­lega snertifleti. Vatnsskanna, kaffi­bollar og glös hafa senni­lega verið sam­eig­in­legir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“

Dóm­greind­ar­brestur hefur afleið­ingar

Um þetta þarf ekk­ert að deila mik­ið. Skila­boð yfir­valda, sem Víðir hefur oft séð um að koma á fram­færi, eru að tak­marka öll sam­skipti við þá sem deila ekki með þér heim­ili. Setja hags­muni heild­ar­innar framar eigin vilja til sam­neyt­is. Ekki halda upp á afmæli. Ekki fara í jarð­ar­far­ir. Ekki bjóða vina­fólki í mat. Ekki vera með fólk úr öðrum sveit­ar­fé­lögum í gist­ingu. Eða börnin þeirra í kaffi. Verið með mjög þrönga „búbblu“. Og svo fram­veg­is. 

Eftir að upp komst um ferða­lag Dom­inic Cumm­ings í Bret­landi í vor sagði á for­síðu Daily Mail: „Á hvaða plánetu eru þeir?“ Þar var átt við Cumm­ings og for­sæt­is­ráð­herr­ann sem varði hann. Í til­vísun í leið­ara­skrif blaðs­ins á for­síð­unni sagði að Cumm­ings hafi á mjög skýran hátt brotið gegn þeim reglum sem yfir­völd voru að fara fram á að almenn­ingur fylgi. „Með því að gera það þá hefur hann gefið hverri ein­ustu sjálfselsku mann­eskju leyfi til að leika sér að heilsu almenn­ings.“

Hegðun Víðis er ekki í sam­ræmi við það sem hann hefur verið að boða, sem ein helsta rödd aðgerða sem krefj­ast mik­illa fórna frá fullt af fólki. Fórna sem fela í sér fjar­vistir frá ást­vin­um. Félags­lega ein­angr­un, tapað lífs­við­ur­væri og oft á tíðum bæði lík­am­lega og and­lega erf­ið­leika. 

Það gera flestir mis­tök í þessum mál­um, enda flókin í fram­kvæmd. Sá sem þetta skrifar er ekki und­an­tekn­ing þar á. Víðir er mann­legur eins og við hin, hefur staðið sig feiki­lega vel við for­dæma­lausar aðstæður og honum eru sendar bata­kveðj­ur. En það verður að gera rík­ari kröfur til þeirra sem sinna vald­boð­inu að vera fyr­ir­mynd­ir. Sér­stak­lega þar sem yfir­völd hafa geng­ist upp í því að fá fólk til að „Hlýða Víð­i“.

Eftir höfð­inu dansa lim­irn­ir. 

Þegar fólkið í fram­lín­unni sýnir af sér dóm­greind­ar­brest þá hefur það afleið­ing­ar, á Íslandi eins og í Bret­landi. Fleiri hætta að reyna að setja sig í spor ann­arra, og ein­beita sér frekar að eigin spor­um. 

Sam­staðan gæti lið­ast í sund­ur. Og lík­urnar á því að við föllum á sið­ferð­is­próf­inu aukast til muna. 

Von­andi ger­ist það ekki. Það er undir okkur sjálfum kom­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari