Danir þurfi að læra meira um Færeyjar og Grænland

Fánadagar í danska konungsríkinu urðu 19 í ár þegar færeyskum og grænlenskum fánadögum var bætt við. Þessi sáttahendi danskra stjórnvalda er hins vegar orðin hálf lympuleg því Danir flögguðu vitlausum fána fyrir Færeyjar.

Svona er færeyski fáninn; rauður kross með bláum borða á hvítum fleti.
Svona er færeyski fáninn; rauður kross með bláum borða á hvítum fleti.
Auglýsing

Enn rak veg­far­endur í Dan­mörku í rogastans þegar þeir sáu annan fánan en Dannebr­og, þjóð­fána Dan­merk­ur, blakta við opin­berar bygg­ingar síð­ast­lið­inn laug­ar­dag þegar fyrsti opin­beri fær­eyski fána­dag­ur­inn var í Dan­mörku. Áður höfðu Danir velt fyrir sér að morgni sól­stöðu­dags 21. júní hvers vegna græn­lenski þjóð­fán­inn blakti við allar stjórn­ar­bygg­ingar og á stræt­is­vögn­um, eins og Dannebrog gerir á opin­berum fána­dög­um. Ástæðan var sú að þá var fyrsti græn­lenski fána­dag­ur­inn í Dan­mörku.

En það var ekki vegna þess að fyrsti fær­eyski fána­dag­ur­inn var í Dan­mörku laug­ar­dag­inn 29. júlí sem fólki brá í brún þegar það báru fán­ana aug­um, heldur vegna þess að lit­unum hafði verið snúið við í fær­eyska flagg­inu. Í stað þess að rauður kross með bláum borða lægi á hvítum fleti var kross­inn blár og með rauðum borða.

Auglýsing

Dönum tókst nefni­lega að flagga vit­lausum fána á þessum fyrsta opin­bera fána­degi Fær­eyja í Dan­mörku og þykir málið hið vand­ræða­leg­asta fyrir dönsk stjórn­völd og Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra. „Þetta und­ir­strikar — þyngra en tárum taki — punkt­inn minn um að við þurfum að vita meira um hvort ann­að,“ skrif­aði Rasmus­sen á Twitter þegar mis­tökin uppgvöt­uð­ust.



Fær­eyski stjórn­mála­mað­ur­inn Sjúrður Skaale lét svo hafa eftir sér á danska vefnum Politiko að hann hafi fyrst haldið að mynd­irnar hefðu verið skrum­skældar í tölvu. „Þetta sýnir ótrú­lega mik­inn skort á þekk­ingu meðal Dana á Fær­eyj­um. Það eru margir Fær­ey­ingar sem telja sér sýnd mikil van­virð­ing með þessu.“

Vit­lausu fán­ana fram­leiddi elsta fána­sauma­stofa í Dan­mörku. Dahls Flag­fa­brik stærir sig af því á vef­síðu sinni að danski fán­inn, Dannebr­og, hafi aldrei selst upp í versl­un­inni nema dag­inn sem Dan­mörk var leyst undan járn­hæl Þýska­lands eftir seinni heim­styrj­öld­ina 5. maí 1945. Peter Øster­bye, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, segir málið vera allt hið vand­ræða­leg­asta.

Færeyski fáninn réttur og rangur.

Töldu fánastangir í jan­úar

Stjórn­völd í Dan­mörku ákváðu upp­hafi árs að fjölga opin­berum fána­dögum úr 17 í 19 þetta árið. Opin­ber græn­lenskur fána­dagur yrði 21. júni á þjóð­há­tíð­ar­degi Græn­lands og á þjóð­há­tíð­ar­degi Fær­eyja, Ólafs­deg­inum 29. júlí, yrði opin­ber fær­eyskur fána­dag­ur. Það var hins vegar ekki til­kynnt fyrr en eftir sér­lega flaggstanga­taln­ingu í danska rík­inu.

Í jan­úar sl. bár­ust for­­stöð­u­­mönnum danskra rík­­is­­fyr­ir­tækja og stofn­ana rík­­is­ins bréf frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Þótt þeir væru ýmsu vanir þegar kemur að erindum og fyr­ir­­spurnum frá því virð­u­­lega ráðu­­neyti var inn­i­hald bréfs­ins ólíkt öllu því sem áður hafði borist. Þeim var semsé gert að telja þær flaggstangir sem til­­heyrðu við­kom­andi stofnun og senda fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu upp­­lýs­ing­­arn­­ar. „Maður er nú öllu vanur úr þess­­ari átt“ sagði for­­stöð­u­­maður einnar rík­­is­­stofn­unar og bætti við „hvað skyldu þeir háu herrar vilja fá talið næst?“ Ekki kom þó til þess að óskað væri eftir upp­­lýs­ingum um fjölda hand­lauga og fata­hengja, eins og einn for­­stöð­u­­maður lét reyndar fylgja með þegar hann upp­­lýsti að hjá sinni stofnun væri ein flagg­­stöng, sem því miður hefði nýlega brotn­að. 

Fjöl­mið­l­­arnir gerðu sér mik­inn mat úr þessu taln­inga­­máli sem þeir köll­uðu „Flagstangs­ga­te“ og veltu fyrir sér til­­­gang­in­­um. Emb­ætt­is­­menn­irnir voru þög­ulir sem gröf­in, vís­uðu á for­­sæt­is­ráð­herr­ann þegar spurt var.

Nokkrum dögum eftir að taln­ing­­ar­­skip­un­­ar­bréfið var sent út upp­­lýsti for­­sæt­is­ráð­herr­ann um málið á fés­­bók­­ar­­síðu sinni. Sér væri mjög hlýtt til Græn­­lend­inga og Fær­ey­inga (Sól­­run, eig­in­­kona ráð­herr­ans, er fær­eysk) og nú hefði hann ákveðið að Græn­­lend­ingar og Fær­ey­ingar fengju sér­­stakan fána­dag. „Þegar farið var að ræða um þetta kom í ljós að í fórum rík­­is­ins voru engar upp­­lýs­ingar til um fjölda opin­berra flaggstanga í kon­ungs­­rík­­in­u,“ sagði ráð­herr­ann. Til að allar stofn­­anir gætu fengið þjóð­­fán­ana væri nauð­­syn­­legt að vita hve marga þyrfti að útvega. Ráð­herr­ann til­­kynnti svo síðar að fána­dag­­arnir yrðu 21. júní fyrir Græn­land og 29. júlí fyrir Fær­eyj­ar

Flaggstang­irnar eru 534

Svör við spurn­ingu ráðu­­neyt­is­ins bár­ust fljótt og vel. Opin­berar flaggstangir reynd­ust 534 tals­ins. Nokkrir for­­stöð­u­­menn til­­kynntu um brotnar stangir en það stæði til bóta. Þegar stanga­­fjöld­inn lá fyrir gátu emb­ætt­is­­menn fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins pantað þann fjölda fána sem til þurfti og þeim var svo komið til stofn­ana rík­­is­ins um land allt og send­i­ráða Dan­­merkur víða um heim.

Á opin­berum fána­dögum í Dan­mörku, sem telja almenna hátíð­is- og tylli­daga auk afmæl­is­daga fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hildar Dana­drottnign­ar, er flaggað við opin­berar bygg­ingar og stræt­is­vagnar aka um götur bæja og borga með fána­veif­ur. Þar til græn­lenski fán­inn var dreg­inn að húni að morgni dags 21. júní hafði eng­inn fáni annar en danski þjóð­fán­inn, Dannebr­og, blakt á opin­berum flagg­stöngum í Dan­mörku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None