Vandræði Framsóknar og Samfylkingar áþreifanleg í Reykjavík

Eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki öruggastur með kosningu er í Reykjavík norður. Bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eiga á hættu að fá engan mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Odd­vitar Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, þau Lilja Alfreðs­dóttir og Karl Garð­ars­son, munu tæp­lega ná kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum ef þing­sæta­spáin gengur eft­ir. Þing­sæta­spáin er ítar­leg grein­ing á gögnum Kosn­inga­spár Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings sem birt hefur verið hér á vefnum und­an­farin miss­eri.

Í þing­sæta­spánni fyrir höf­uð­borg­ar­kjör­dæmin er eini full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem verður nokkuð örugg­lega kjör­inn Eygló Harð­ar­dótt­ir, vel­ferð­ar­ráð­herra og odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Lík­urnar á að hún nái kjöri eru 85 pró­sent miðað við 38 pró­sent líkur á að Lilja Alfreðs­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Reykja­vík suð­ur, nái kjöri. Karl Garð­ars­son situr í efsta sæti list­ans í Reykja­vík norður og mælist með 18 pró­sent lík­ur.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk tvo þing­menn kjörna í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum í kosn­ing­unum árið 2013. Aðeins Karl gefur aftur kost á sér af þeim sem kjörin voru þá.

Þing­sæta­spáin er reikni­líkan sem fram­kvæmir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ þar sem nið­ur­stöður fyr­ir­liggj­andi kann­ana eru hafðar til grund­vall­ar. Líkanið hönn­uðu stærð­fræð­ing­arnir Baldur Héð­ins­son og Stefán Ingi Valdi­mars­son með það að mark­miði að reikna líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spána, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Hér að neðan er fjallað um þrjú stærstu kjör­dæmi lands­ins. Það eru Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Sam­tals verða kjörnir 35 þing­menn úr þessum kjör­dæmum til það sitja á Alþingi með full­trúum kjör­dæmanna sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær.

Nánar má lesa um fram­kvæmd þing­sæta­spár­innar á Kosn­inga­spár­vef Kjarn­ans þar sem allar nið­ur­stöður Kosn­inga­spár­innar verða aðgengi­legar fram að kosn­ingum og kosn­inga­úr­slitin að þeim lokn­um.

Suðvesturkjördæmi
13 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 5%
    Óttarr Proppé
  • 40%
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
  • 0.5%
    Karólína Helga Símonardóttir
  • 0%
    Halldór Jörgensson
  • 58%
    Eygló Þóra Harðardóttir
  • 95%
    Willum Þór Þórsson
  • 0.4%
    Páll Marís Pálsson
  • 0.1%
    María Júlía Rúnarsdóttir
  • 97%
    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
  • 39%
    Jón Steindór Valdimarsson
  • 29%
    Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
  • 2%
    Bjarni Halldór Janusson
  • 0.1%
    Margrét Ágústsdóttir
  • >99%
    Bjarni Benediktsson
  • 94%
    Bryndís Haraldsdóttir
  • >99%
    Jón Gunnarsson
  • 59%
    Óli Björn Kárason
  • 59%
    Vilhjálmur Bjarnason
  • 3%
    Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • 81%
    Jón Þór Ólafsson
  • 85%
    Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • 57%
    Andri Þór Sturluson
  • 11%
    Sara Elísa Þórðardóttir
  • 10%
    Þór Saari
  • 46%
    Árni Páll Árnason
  • 4%
    Margrét Gauja Magnúsdóttir
  • 0.1%
    Sema Erla Serdar
  • 60%
    Rósa Björk Brynjólfsdóttir
  • 5%
    Ólafur Þór Gunnarsson
  • 36%
    Una Hildardóttir
  • 0.3%
    Sig­ur­steinn Ró­bert Más­son

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn langstærstur í stærsta kjör­dæm­inu

Í stærsta kjör­dæmi lands­ins, þar sem 13 þing­menn eru kjörn­ir, er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur og fær örugg­lega þrjá þing­menn kjörna. Efstu þrír full­trú­arnir á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu náðu kjöri í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna og eru þess vegna með 100 pró­sent líkur á kjöri í þing­sæta­spánni. Óli Björn Kára­son, sem skipar fjórða sæti list­ans, á einnig mjög góðan séns á að ná kjöri. Hann mælist með 71 pró­sent lík­ur. Vil­hjálmur Bjarna­son, fimmti maður á list­an­um, fær 14 pró­sent.

Fyrr­ver­andi vara­for­maður og ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nú odd­viti Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir mun örugg­lega ná kjöri í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn. Sam­kvæmt þing­sæta­spánni á hún 100 pró­sent líkur á að ná kjöri. Við­reisn er öflug á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í öðru sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er Jón Stein­dór Valdi­mars­son með 90 pró­sent líkur á að ná kjöri.

Raunar er það þannig að öll fram­boðin eiga góðar líkur á að fá þing­mann kjör­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Það má hugs­an­lega skýra með því að benda á stærð kjör­dæm­is­ins. Þó má ekki líta fram hjá því að fyrir utan fylgið sem safn­ast hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ast atkvæðin ætla að dreifast til­tölu­lega jafnt á milli flokka.

Sam­fylk­ingin er veik­ust fram­boð­anna í þessu kjör­dæmi. Árni Páll Árna­son mælist með 74 pró­sent líkur á að ná kjöri, minnst allra odd­vit­anna.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

  • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
  • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 1 full­trúi
  • C-listi Við­reisnar = 2 full­trúar
  • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 3 full­trúar
  • P-listi Pírata = 2 full­trúar
  • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 1 full­trúi
  • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: D4, A2, V2, C3, P3, S2 eða B2*. Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan er S1 lík­leg­astur til að ná ekki inn.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 6%
    Björt Ólafsdóttir
  • 7%
    Sigrún Gunnarsdóttir
  • 0%
    Starri Reynisson
  • 35%
    Karl Garðarsson
  • 25%
    Lárus Sigurður Lárusson
  • 84%
    Þorsteinn Víglundsson
  • 93%
    Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • 0.7%
    Páll Rafnar Þorsteinsson
  • 100%
    Guðlaugur Þór Þórðarson
  • >99%
    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  • 45%
    Birgir Ármannsson
  • 7%
    Albert Guðmundsson
  • 0%
    Herdís Þorvaldsdóttir
  • 100%
    Birgitta Jónsdóttir
  • 95%
    Björn Leví Gunnarsson
  • 98%
    Halldóra Mogensen
  • 14%
    Katla Hólm Þórhildardóttir
  • 0.5%
    Snæbjörn Brynjarsson
  • 0.1%
    Lilja Sif Þorsteinsdóttir
  • 77%
    Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
  • 10%
    Helgi Hjörvar
  • 81%
    Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
  • 91%
    Katrín Jakobsdóttir
  • 35%
    Steinunn Þóra Árnadóttir
  • 70%
    Andrés Ingi Jónsson
  • 2%
    Iðunn Garðarsdóttir

Píratar stela sen­unni

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er heilt yfir stærstur á lands­vísu og í ein­staka kjör­dæmum eiga full­trúar hans sam­an­borið mestar líkur á að ná kjöri; Nema í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi noð­ur. Pírat­ar, með Birgittu Jóns­dóttur í stafni, eru stærstir í þessu kjör­dæmi og munu örugg­lega fá tvo þing­menn kjörna. Í öðru sæti á eftir Birgittu er Björn Leví Gunn­ars­son og náði hann kjöri í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna. Í þriðja sæti lista Pírata situr Hall­dóra Mog­en­sen með 92 pró­sent líkur á því að ná kjöri.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son leiðir lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu. Hann getur verið öruggur með að ná kjöri. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari flokks­ins, má einnig vera nokkuð viss. Hún mælist með 98 pró­sent líkur á því að ná kjöri.

Aðeins einn odd­viti til við­bótar hlaut full­komna kosn­ingu í sýnd­ar­kosn­ing­un­um; Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, mun að öllum lík­indum ná kjöri. Þor­steinn Víglunds­son, efsti maður á lista Við­reisn­ar, á 93 pró­sent líkur á að ná kjöri og Björt Ólafs­dótt­ir, odd­viti Bjartar fram­tíð­ar, mælist með 91 pró­sent lík­ur. Eins og áður sagði er Karl Garð­ars­son frá Fram­sókn­ar­flokki með 18 pró­sent líkur á að ná kjöri.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, mun ná kjöri sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­inn­ar. Hún mælist með 68 pró­sent líkur og er þess vegna veik­ust af þeim sem kosn­inga­spáin telur með. Helgi Hjörvar er í öðru sæti list­ans og mælist með átta pró­sent líkur á að ná kjöri.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

  • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
  • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 0 full­trúar
  • C-listi Við­reisnar = 1 full­trúi
  • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
  • P-listi Pírata = 3 full­trúar
  • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 1 full­trúi
  • V-listi Vinstri grænna = 2 full­trúar

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: A2, P4, B1, C2, V3 eða S2*. Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan er S1 lík­leg­astur til að ná ekki inn.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 4%
    Nicole Leigh Mosty
  • 3%
    Eva Einarsdóttir
  • 0.1%
    Unnsteinn Jóhannsson
  • 78%
    Lilja Dögg Alfreðsdóttir
  • 48%
    Ingvar Mar Jónsson
  • 96%
    Hanna Katrín Friðriksson
  • 39%
    Pawel Bartoszek
  • 5%
    Dóra Sif Tynes
  • 0.1%
    Geir Finnsson
  • 100%
    Ólöf Nordal
  • 46%
    Brynjar Níelsson
  • 100%
    Sigríður Á. Andersen
  • 94%
    Hildur Sverrisdóttir
  • 7%
    Bessí Jóhannsdóttir
  • 100%
    Ásta Guðrún Helgadóttir
  • 7%
    Gunnar Hrafn Jónsson
  • 52%
    Viktor Orri Valgarðsson
  • 4%
    Olga Cilia
  • 0.1%
    Arnaldur Sigurðarson
  • 62%
    Össur Skarphéðinsson
  • 30%
    Eva H. Baldursdóttir
  • 0.1%
    Valgerður Bjarnadóttir
  • 94%
    Svandís Svavarsdóttir
  • 94%
    Kolbeinn Óttarsson Proppé
  • 46%
    Hildur Knútsdóttir
  • 4%
    Gísli Garðarson

Vand­ræði Sam­fylk­ing­ar­innar áþreif­an­leg

Fylgi við fram­boðin dreif­ist jafnar sunnan Miklu­brautar og Hring­brautar í Reykja­vík. Hér eiga fimm full­trúar öruggar líkur á að ná kjöri. Það eru Hanna Kristín Frið­riks­son sem er í efsta sæt­inu á lista Við­reisn­ar, Ólöf Nor­dal og Brynjar Níels­son á lista Sjálf­stæð­is­flokks, Ásta Guð­rún Helga­dóttir odd­viti Pírata og Svan­dís Svav­ars­dóttir á lista Vinstri grænna.

Vegna þess hversu jafnt fylgið dreif­ist eru fjórir full­trúar í öðru sæti list­anna sem eiga meira en 87 pró­sent líkur á að ná kjöri. Það eru Pawel Bar­toz­sek frá Við­reisn (87%), Brynjar Níels­son, Gunnar Hrafn Jóns­son frá Pírötum (97%) og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé (97%) frá Vinstri græn­um.

Í lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­innar munu efstu tveir af listum Við­reisn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, Pírata og Vinstri grænna, ná kjöri og Nicole Leigh Mosty, odd­viti Bjartar fram­tíð­ar. Hvorki Lilja Alfreðs­dóttir né Össur Skarp­héð­ins­son eru nægi­lega sterk til þess að vera talin með í þennan hóp, þó þau séu í bæði hópi þeirra sem eigi séns.

Vand­ræði Sam­fylk­ing­ar­innar eru nán­ast áþreif­an­leg í Reykja­vík. Á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að ljúka hefur flokk­ur­inn átt sam­tals fjóra þing­menn úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um; tvo úr hvoru. Nú eru odd­vitar list­anna í hálf­gerðum bar­áttu­sætum því lík­urnar eru ekki mikl­ar. Nær helm­ings líkur eru á því að Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Reyk­vík­inga til 17 ára, nái ekki kjöri. Hann náði aðeins kjöri í 54 pró­sent 100.000 sýnd­ar­kosn­inga. Í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu er Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir með 68 pró­sent. Aðeins odd­vitar Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ast minni.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

  • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
  • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 0 full­trúar
  • C-listi Við­reisnar = 2 full­trúar
  • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
  • P-listi Pírata = 2 full­trúar
  • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 0 full­trúar
  • V-listi Vinstri grænna = 2 full­trúar

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: B1, S1, D3, P3 eða V3*. Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan er A1 lík­leg­astur til að ná ekki inn.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.

Hverjir geta myndað meiri­hluta?

Umfjöllun Kjarn­ans um þing­sæta­spána heldur áfram á morg­un. Þá verður kafað í þing­manna­fjölda fram­boð­anna á lands­vísu og líkur á því hvaða fram­boð geta sam­an­lagt myndað meiri­hluta á Alþingi að kosn­ingum lokn­um. Öll spá­rit og mynd­rit má finna á Kosn­inga­vef Kjarn­ans hér.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér að vefn­um. Þing­sæta­spáin sem nú er birt byggir á Þjóð­ar­púlsi Gallup 3.–12 októ­ber (vægi 57%) og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 23. sept­em­ber - 5. októ­ber (vægi 43%). Ef fleiri könn­un­ar­að­ilar birta fylgi fram­boða niður á kjör­dæmi ásamt upp­lýs­ingum um fram­kvæmd könn­unar verður þeim upp­lýs­ingum bætt inn í þing­sæta­spánna.

Gallup er eini könn­un­ar­að­il­inn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgis­tölum niður á kjör­dæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjör­dæmi í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var í Morg­un­blað­inu. Fylgi flokka í kjör­dæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 6.–12 októ­ber eða í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 13.–19 októ­ber.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Þingsætaspá - Skýringar

Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

  • 8 þing­menn í 4% til­fella
  • 9 þing­menn í 25% til­fella
  • 10 þing­menn í 42% til­fella
  • 11 þing­menn í 25% til­fella
  • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

  • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
  • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
  • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
  • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
  • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
  • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None