Fimm spurningar í kjölfar bresku þingkosninganna

Theresu May mistókst að auka við meirihluta íhaldsmanna á breska þinginu. Kosningaúrslitin breyta stöðunni í breskum stjórnmálum í aðdraganda Brexit-viðræðnanna.

Það verða engin vistaskipti í bústað forsætisráðherra Bretlands við Downingstræti 10 í kjölfar kosninganna. Theresa May stýrir búinu áfram en er þó búin að gera leikinn örlítið flóknari fyrir sig og stuðningsmenn sína.
Það verða engin vistaskipti í bústað forsætisráðherra Bretlands við Downingstræti 10 í kjölfar kosninganna. Theresa May stýrir búinu áfram en er þó búin að gera leikinn örlítið flóknari fyrir sig og stuðningsmenn sína.
Auglýsing

Breski íhalds­flokk­ur­inn tap­aði meiri­hluta sínum á þingi í þing­kosn­ing­unum í Bret­landi í gær. Það var þvert á vænt­ingar Ther­esu May, for­manns flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sem hafði boðað til kosn­ing­anna til þess að styrkja umboð sitt og rík­is­stjórnar íhalds­flokks­ins fyrir Brex­it-við­ræð­urnar sem hefj­ast síðar í þessum mán­uði.

May boð­aði til kosn­ing­anna 19. apríl síð­ast­lið­inn. Í til­tölu­lega stuttri kosn­inga­bar­áttu hugð­ist May og hennar teymi láta kosn­ing­arnar snú­ast um útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og þannig treysta umboð rík­is­stjórnar sinnar í breska þing­inu vegna þeirra fjöl­mörgu laga­breyt­inga sem þurfa að fara fyrir þingið í kjöl­far Brex­it.

Þá taldi hún að sterk­ari staða sín heima í Bret­landi myndi nýt­ast sem vopn í við­ræð­unum við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) þar sem samið verður um skil­mála og fram­hald sam­starfs Bret­lands og ESB.

En það fór allt í vaskinn.

Auglýsing

Hvað klikk­aði?

Strax á fyrstu metrum kosn­inga­bar­átt­unnar varð ljóst að Brexit yrði aldrei það kjöl­festu­mál kosn­ing­anna sem ákveðið hafði verið að láta kosn­inga­bar­áttu „Camp May“ snú­ast um. Auk þess var May sjálfri helst teflt fram og atkvæði með íhalds­flokknum áttu að þýða atkvæði með Ther­esu May.

Jeremy Corbyn getur glaðst yfir betri úrslitum en Verkamannaflokkurinn gat vænst eftir. Hann er hins vegar enn í stjórnarandstöðu og ekki er útlit fyrir að hann verði forsætisráðherra í bráð. Þingsætaaukningin í kosninunum nú er sú mesta fyrir Verkamannaflokkinn í áratugi.Verka­manna­flokkn­um, undir stjórn Jer­emy Cor­byn, tókst að snúa kosn­inga­bar­áttu May á haus. Stefnu­yf­ir­lýs­ing verka­manna­flokks­ins varð aðal­málið í kosn­inga­bar­átt­unni og verka­manna­flokk­ur­inn sótti á í skoð­ana­könn­un­um.

Tvær mann­skæðar hryðju­verka­árásir í Bret­landi breyttu einnig gangi kosn­inga­bar­átt­unnar sem fjall­aði á síð­ustu metr­unum helst um örygg­is­mál og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir slík ódæð­is­verk. May-liðar áttu erfitt með að svara fyrir nið­ur­skurð til lög­gæslu­mála sem varð þegar Ther­esa May var inn­an­rík­is­ráð­herra.

Nið­ur­staða kosn­ing­anna varð sú að eng­inn flokkur hlaut hreinan meiri­hluta atkvæða. Í Bret­landi er það kallað „hung parli­ament“, þe. kosn­ing­arnar skil­uðu engum sig­ur­veg­ara og nið­ur­staðan „hangir í lausu loft­i“.

Hver verða næstu skref?

Ther­esa May hefur þegar fundað með Elísa­betu II Eng­lands­drottn­ingu og óskað eftir umboði til þess að mynda nýja minni­hluta­stjórn íhalds­flokks­ins. Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn í Norð­ur­-Ír­landi hefur sam­þykkt að ræða sam­starf við íhalds­menn um að verja minni­hluta­stjórn­ina falli og kjósa með lyk­il­málum svo þau fái fram­gang.

Ekki verður um eig­in­lega sam­steypu­stjórn að ræða (eins og þegar David Cameron og Nick Clegg mynd­uðu stjórn saman árið 2010) heldur hafa norð­ur­-írskir sam­band­sinnar sam­þykkt að standa með May í erf­iðum mál­um.

Sam­an­lagður þing­manna­fjöldi þess­ara flokka dugar til þess að mynda meiri­hluta á þingi, en það munar bara tveimur þing­sæt­um. Verk­efni Ther­esu May í Brex­it-við­ræð­unum heima fyrir er þess vegna orðið mun flókn­ara en það var áður en hún boð­aði til kosn­ing­anna.

Theresa May flutti ræðu í kjördæmi sínu í nótt eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð þar. Þá þegar höfðu íhaldsmenn sett sig í samband við sambandssinna í Norður-Írlandi.

Hvað þýðir nið­ur­staðan fyrir Brex­it?

Bret­land mun ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu þrátt fyrir þennan kosn­inga­ó­sigur sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Allt bendir til þess að Ther­esa May verði áfram for­sæt­is­ráð­herra í minni­hluta­stjórn og hefur þess vegna enn umboð til þess að leiða útgöngu­við­ræð­urn­ar.

Í kosn­inga­bar­átt­unni var aðeins einn flokkur sem bauð fram á lands­vísu sem lof­aði að efna til nýrrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Brex­it. Það voru frjáls­lyndir demókratar sem hlutu aðeins 12 sæti á þing­inu. Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins næst stærsta flokks­ins á breska þing­inu eftir kosn­ing­arn­ar, hafði lýst því yfir að hann mundi virða nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar í fyrra og leiða við­ræður um útgöngu úr ESB hlyti hann til þess umboð.

May boð­aði til þess­ara kosn­inga til þess að efla meiri­hluta sinn á þing­inu og tryggja þannig umboð sitt til þess að leiða við­ræð­urnar um útgöngu úr ESB. Það þótti mik­il­vægt enda þarf að greiða atkvæði um fjöl­marg­ar, og veiga­miklar, laga­breyt­ingar í tengslum við Brex­it. Jafn­framt átti stærri meiri­hluti á þingi að nýt­ast sem vopn í samn­inga­við­ræð­unum við ráða­menn í Brus­sel.

Ljóst er að nið­ur­staða kosn­ing­anna flækir útgöngu­ferlið nokkuð og setur áætl­anir Ther­esu May í nokkuð upp­nám. Í ræðu sinni fyrir utan Down­ingstræti 10 í hádeg­inu í dag, að loknum fundi sínum með drottn­ing­unni, lagði May áherslu á að í krafti flestra þing­sæta allra flokka væri íhalds­flokk­ur­inn eini stjórn­tæki flokk­ur­inn í Bret­landi.

Hvað þýðir nið­ur­staðan fyrir sjálf­stæði Skotlands?

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn tap­aði 21 þing­sæti á breska þing­inu í kosn­ing­unum í gær og eru nú með 35. Flokk­ur­inn fékk sína lang­bestu kosn­ingu í kosn­ing­unum 2015; Hlaut þá 56 sæti. Í sögu­legu sam­hengi er kosn­ing flokks­ins í kosn­ing­unum í gær nokkuð góð. En þegar litið er á stöð­una nánar eru nið­ur­stöð­urnar nokkur von­brigði.

Nicola Sturgeon grét þegar talið var úr kjörkössunum.Á und­an­förnum árum hefur Skotum gengið vel að koma sjálf­stæði sínu á dag­skrá stjórn­valda í London. Árið 2014 sam­þykkti David Camer­on, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í Skotlandi um sjálf­stæði. Skotar völdu hins vegar að vera áfram í sam­bands­rík­inu Bret­landi. Í kjöl­far Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­unnar fyrir um ári síðan komst krafan um sjálf­stæði á nýjan leik í umræð­una, enda hafði meiri­hluti Skota valið að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu.

Þrýst­ing­ur­inn á stjórn Ther­esu May var orð­inn mik­ill í vet­ur. Við­búið er að slag­kraftur sjálf­stæð­is­bar­átt­unnar verði minni nú, þegar þjóð­ar­flokkur Skota hefur færri þing­menn í London.

Ástæður þess eru marg­þætt­ar. Fyrir það fyrsta þá tap­aði skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn flestum þing­sætum sínum til íhalds­manna í Skotlandi. Meðal þeirra sem töp­uðu sætum sínum til íhalds­ins voru þeir Angus Robert­son og Alex Salmond. Robert­son hafði verið leið­togi þing­flokks­ins á breska þing­inu og Salmond er fyrr­ver­andi for­maður þjóð­ar­flokks­ins.

Nicola Stur­ge­on, leið­togi skoska þjóð­ar­flokks­ins, var ekki í kjöri í þing­kosn­ing­un­um. Hún var hins vegar von­svikin eftir að talið hafði verið úr kjör­köss­un­um. Hún sagð­ist ætla að íhuga stöð­una vand­lega og kynna næstu skref á næst­unni.

Hvernig er breska kosn­inga­kerfið frá­brugðið því íslenska?

Til breska þings­ins er kosið í svoköll­uðum ein­menn­ings­kjör­dæm­um. Kjör­dæmin eru jafn­mörg og þing­sæt­in, 650, og í hverju kjör­dæmi er aðeins einn þing­maður kjör­inn.

Sá fram­bjóð­andi nær kjöri sem fær flest atkvæði. Ekki þarf að ná meiri­hluta atkvæða heldur aðeins fleiri atkvæði en aðrir ein­stakir fram­bjóð­end­ur.

Í þessu kerfi getur farið svo að þing­manna­fjöldi flokka sé ekki í neinu sam­ræmi við hlut­falls­legan stuðn­ing við flokka. Eins og sést á nið­ur­stöðum kosn­ing­anna í gær þá hlutu íhalds­menn um 49 pró­sent þing­sæta en aðeins 42 pró­sent atkvæða.

Á Íslandi eru 63 þing­menn valdir í sex kjör­dæmum og mis­margir þing­menn koma úr mis­mun­andi kjör­dæm­um.

Skipting þingsæta

Hér er skipt­ing þing­sæta á breska þing­inu eftir kosn­ing­arnar þegar öll þing­sæti nema eitt hefur verið skip­að.

  • Íhalds­flokk­ur­inn – 318 (-12)
  • Verka­manna­flokk­ur­inn – 261 (+31)
  • Frjáls­lyndir demókratar (LD) – 12 (+3)
  • Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn (SNP) – 35 (-19)
  • Lýð­ræð­is­legi sam­bandsfl. (DUP) – 10 (+2)
  • Sjálf­stæð­is­flokkur Bret­lands (UKIP) – 0 (0)
  • Græn­ingjar – 1 (0)
  • Aðrir – 12

326 sæti þarf til þess að ná hreinum meiri­hluta á breska þing­inu. Kosn­inga­þátt­taka var 68,7 pró­sent kjör­gengra. Það er besta kosn­inga­þátt­taka í breskum þing­kosn­ingum í 20 ár.

Met­fjöldi kven­kyns þing­manna var kjör­inn í kosn­ing­unum í gær.

Útgöngu­spár sem gerðar voru í gær og kynntar í gær­kvöldi sýndu mjög svip­aða nið­ur­stöðu og úrslit kosn­ing­anna urðu svo. Íhalds­flokk­ur­inn fékk örfáum sætum meira í kosn­ing­unum sjálf­um, sem gerir það að verkum að hægt er að mynda minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi lýð­ræð­is­lega sam­bands­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiErlent