Mynd: Bára Huld Beck

Sex þingmenn ganga inn á bar ... og voru teknir upp af Báru

Klaustursmálið er stærsta pólitíska hneykslismál þess árs sem nú er senn að ljúka. Pólitískar afleiðingar þess, að minnsta kosti til skamms tíma, eru gífurlegar og fyrir liggur að dómsmál og umfjöllun nefnda um kvöldið afdrifaríka mun dragast vel inn á komandi ár. Hér er málið rakið frá byrjun og að þeim punkti sem það stendur nú.

Þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber fóru sex þing­menn – fjórir úr Mið­flokki og tveir úr Flokki fólks­ins – á bar­inn Klaust­ur, í námunda við Alþing­is­hús­ið. Þar sett­ust þeir nið­ur, drukku áfengi og töl­uðu með niðr­andi og meið­andi hætti um sam­starfs­fólk sitt í stjórn­mál­um.

Þeir stærðu sig einnig að póli­tískum hrossa­kaupum með sendi­herra­stöð­ur, þing­menn Mið­flokks­ins reyndu að telja þing­menn Flokks fólks­ins um að ganga til liðs við sig auk þess sem nið­ur­lægj­andi orð eru látin falla um Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­þing­mann og þekktan bar­áttu­mann fyrir auknum rétt­indum fatl­aðra sem glímir við sjald­gæfan bein­sjúk­dóm, og þekktan sam­kyn­hneigðan tón­list­ar­mann.

Það sem þing­menn­irnir sex, þeir Sig­­­mundur Dav­­íð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins , Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður hans, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, rit­ari flokks­ins, Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins og Karl Gauti Hjalta­­­son og Ólafur Ísleifs­­­son úr Flokki fólks­ins, vissu ekki var að í nálægð við þá sat ein­stak­lingur sem upp­haf­lega kall­aði sig bara „Mar­vin“.Sá tók upp það sem fram fór. Og sendi á vald fjöl­miðla.

Fréttir af tali Klaust­urs­manna birtar

Þann 28. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn hófu fjöl­miðl­arnir DV, Stundin og Kvenna­blaðið að birta fréttir upp úr upp­töku af sam­tali þing­mann­anna. Þær stóðu yfir í nokkra daga. Sam­fé­lagið fór á hlið­ina.

Fyrstur þeirra sem tóku þátt í sam­sæt­inu til að bregð­ast við var Sig­mundur Dav­íð. Hann setti inn stöðu­upp­færslu á Face­book sama kvöld. Þar sagði:

Dag­inn eftir var þó komið annað hljóð í strokk­inn. Mið­flokks­þing­menn­irnir sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir báðu „þá sem farið var ónær­gætnum orðum um í þeim einka­sam­tölum sem þar fóru fram ein­læg­legrar afsök­un­ar.  Það var ekki ætlun okkar að meiða neinn og ljóst má vera að sá talsmáti sem þarna var á köflum við­hafður er óaf­sak­an­leg­ur.  Við ein­setjum okkur að læra af þessu og munum leit­ast við að sýna kurt­eisi og virð­ingu fyrir sam­ferð­ar­fólki okk­ar. Jafn­framt biðjum við flokks­menn Mið­flokks­ins og fjöl­skyldur okkar afsök­unar á að hafa gengið fram með þessum hætt­i.“

Sama dag, 29. nóv­em­ber, óskaði hópur þing­manna eftir því að for­sætis­nefnd tæki upp mál sex­menn­ing­anna.

Næstu daga gerð­ust hlut­irnir hratt. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólks­ins vegna „al­var­legs trún­að­ar­brests“. Gunnar Bragi og Berg­þór, til­kynntu þann 30. nóv­em­ber að þeir myndu fara í leyfi frá þing­störf­um.

Nán­ast allir lands­menn vilja afsögn

Á öðrum degi des­em­ber­mán­aðar birt­ist grein eftir Freyju Har­alds­dóttur á Kjarn­an­um. Þar greindi hún frá sím­tali sem hún hafði fengið frá Sig­mundi Davíð og sagði m.a.: „Ég frá­­bið mér frek­­ari sím­­töl þar sem ófatl­aður karl­­maður í valda­­stöðu talar niður til mín og reynir að útskýra fyrir mér hvað eru fötl­un­ar­for­dómar og hvað ekki. Eina eðli­­lega sím­talið í stöð­unni væri að biðj­­ast ein­læg­­lega afsök­un­­ar, án nokk­­urra útskýr­inga eða mála­­leng­inga, og segj­­ast í ljósi gjörða sinna ætla að axla ábyrgð á ofbeld­inu sem við vorum beittar og segja af sér.“

Þann 3. des­em­ber var birt könnun frá Mask­ínu. Þar kom fram að á milli 74 og 91 pró­­sent Íslend­inga eru hlynnt afsögn alþing­is­­mann­anna sex. Flestum fannst að Gunnar Bragi ætti að segja af sér en næstum jafn háu hlut­­falli fannst að Berg­þór ætti einnig að gera það. Þá töldu 86 pró­sent lands­manna að Sig­mundur Davíð ætti að víkja.

Sama dag var greint frá því að for­sætis­nefnd Alþingis hefði ákveðið að hefja skoðun á Klaust­ur­mál­inu sem mögu­legu siða­brota­máli. Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, bað, fyrir hönd þings­ins, þing­menn sem nefndir voru í upp­tök­un­um, aðra þing­menn en þá sem í hlut áttu að máli, fjöl­skyldur þeirra, og þjóð­ina alla afsök­unar á mál­inu. „Ég vil biðja starfs­fólk okk­ar, kon­ur, fatl­aða, hinsegin fólk og þjóð­ina alla, afsök­un­ar,“ sagði hann.

Eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs bland­aði sér í umræð­una dag­inn eftir og sagði í ummælum á Face­book að hún teldi að íslenskt sam­­fé­lag væri komið á villi­­göt­­ur. „Hat­rið og þörfin fyrir að smána aðra til upp­­hefja sjálfan sig,“ skrifar hún­. „Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hefur gengið á í partýum meðal stjórn­­­mála­­manna síð­­­ustu árin en það kannski segir allt að við SDG höfum gengið út. Þakka ykkur enn og aft­­ur. Ég stend stolt með Sig­­mundi mínum enda veit ég hvaða mann hefur að geyma og veit hver líðan hans er nún­­a.“

Afdrifa­ríkur 5. des­em­ber

Fyrir lá að Klaust­urs­málið var að valda sex­menn­ing­unum miklum póli­tískum skaða. Í fyrstu könnun sem gerð var á fylgi flokka eftir að það kom upp, sem var birt í Frétta­blað­inu að morgni 5. des­em­ber, kom fram að Mið­flokk­ur­inn myndi ein­ungis fá 4,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði þá og þar með falla með öllu út af þingi. Flokkur er í dag með sjö þing­menn eftir að hafa fengið 10,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í fyrra. Í síð­ustu mæl­ingu MMR áður en að Klaust­urs­málið kom upp hafði Mið­flokk­ur­inn mælst með 13 pró­sent fylgi, og hafði aldrei mælst með meira.

Flokkur fólks­ins mæld­ist einnig með fylgi undir kjör­fylgi og á þeim slóðum að afar tæpt yrði að flokk­ur­inn myndi ná inn manni.

Þegar leið á dag­inn tjáði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sig um fund sem Sig­mundur Davíð hafði átt með honum og Bjarna Bene­dikts­syni til að ræða áhuga Gunn­ars Braga á að vera skip­aður sendi­herra, en í frá­sögn Mið­flokks­mann­anna af þessu máli á Klaustri mátti skilja að þeir teldi Bjarna skulda sér greiða vegna þess að Gunnar Bragi hefði skipað Geir H. Haarde sendi­herra á sínum tíma.

Guð­laugur stað­festi fund­inn í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar sagði hann:

Einn þeirra stjórn­mála­manna sem mikið var rætt um á Klaust­urs­upp­tök­unni, á kyn­ferð­is­legan og niðr­andi hátt, er Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Á upp­tök­unum heyr­ist Gunnar Bragi meðal ann­ars segja: „Hjólum í hel­vítis tík­ina“ þegar rætt er um Lilju.

Lilja fór í við­tal í Kast­ljósi 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn sem hefur mælst afar vel fyrir þvert á póli­tískar lín­ur. Þar var hún mjög afger­andi í afstöðu sinni gagn­vart fram­ferði Klaust­ur­fólks­ins., sagði tal þeirra vera „al­gjört ofbeldi“ og að hún væri „of­boðs­lega“ ósátt við það.

Sig­mundur Davíð sár

Sig­mundur Davíð brást við við­tal­inu við Lilju dag­inn eft­ir, 6. des­em­ber, með stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar sagð­ist hann meðal ann­ars hafa verið kall­aður fleiri ljótum nöfnum en hann hafi tölu á. Hann minn­ist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kall­aður ofbeld­is­­mað­­ur. „Ekk­ert sem um mig hefur verið sagt í póli­­tík hefur sært mig eins mik­ið.“

Föstu­dags­morg­un­inn 7. des­em­ber hafði málið staðið yfir í viku og ýmsum kenn­ingum verið fleytt um hvernig staðið hafði verið að upp­tök­unum á Klaust­ur­bar þriðju­dags­kvöldið afdrifa­ríka.

Þennan morgun steig sá sem tók upp sam­tölin fram í við­tali við Stund­ina. Við­kom­andi reynd­ist vera Bára Hall­dórs­dótt­ir, 42 ára fötluð og hinsegin kona sem sagði að sér hefði ein­fald­lega blöskrað orð­færi fólks­ins og ákveðið að taka það upp. „ „Mér bara brá svo þegar ég heyrði hvernig þing­­menn­irnir töl­uðu. Satt best að segja trúði ég ekki mínum eigin skiln­ing­­ar­vit­­um. Svo ég byrj­­aði bara að taka upp, án þess að hugsa það neitt lengra. En því meira sem ég hlust­­aði, því reið­­ari varð ég, því þarna voru saman komnir valda­­miklir menn að spúa hatri yfir minn­i­hluta­hópa á almanna­vett­vangi. Ég held að það hafi verið rétt að upp­­lýsa almenn­ing um það sem þarna fór fram og eftir á að hyggja er ég stolt af því.“

Und­ir­búa mála­rekstur gegn Báru 

Þann 8. des­em­ber sendi fræða­fólk við Rann­­sókn­­ar­­setur Háskóla Íslands í fötl­un­ar­fræðum bréf til for­seta Alþing­is. Í því sagði að Klaust­­ur­s­­málið og ummæli þing­­manna sem þar voru séu þeim „áfall og þung­­bært að verða vitni að þeim nið­­ur­lægj­andi og for­­dóma­­fullu ummælum sem þar voru við­höfð um fatlað fólk, einkum fatl­aðar konur sem við virðum mik­ils og eigum náið og gott sam­­starf við í bar­áttu fyrir mann­rétt­indum og mann­virð­ingu fatl­aðs fólks.“

Þar sagði enn fremur að þeir „djúp­­stæðu for­­dóm­­ar, mann­­fyr­ir­litn­ing, hroki og van­virð­ing sem þar birt­­ast í garð fatl­aðs fólks og ann­­arra jað­­ar­­setra hópa gerir það að verkum að við munum ekki taka þátt í sam­­starfi við vel­­ferð­­ar­­nefnd Alþingis á meðan að Anna Kol­brún Árna­dóttir á sæti í nefnd­inn­i.“

Lilja D. Alfreðsdóttir fór í eitt áhrifamesta Kastljósviðtal síðari ára.
Mynd: Bára Huld Beck

Eftir nokk­urra daga svika­logn greindi Bára Hall­dórs­dóttir svo frá því að lög­maður þing­manna Mið­flokks­ins hefði lagt fram beiðni um vitna­­leiðslur og öflun sýn­i­­legra sönn­un­­ar­­gagna fyrir dómi vegna upp­­­töku á sam­­tölum sem áttu sér stað á Klaust­­ur­bar 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Beiðnin byggir á ákvæði laga um með­­­ferð einka­­mála sem fjallar um öflun sönn­un­­ar­­gagna án þess að mál hafi verið höfð­að. Til­­­gangur þess er að koma í veg fyrir að mög­u­­leg sönn­un­­ar­­gögn spillist.

Í bréf­inu sagði enn fremur að beiðnin verði „ekki skilin öðru­­vísi en svo að dóms­­mál kunni að verða höfðað á hendur þér í kjöl­far umbeð­innar gagna­öfl­un­­ar.“

Ekki hægt að funda vegna og pist­ill Sig­mundar Dav­íðs

Mið­viku­dag­inn 12. des­em­ber stóð til að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd myndi funda um sendi­herra­tal Mið­flokks­mann­anna. Það reynd­ist hins vegar ekki hægt þar sem þeir Gunnar Bragi Sveins­­son og Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son svör­uðu ekki ítrek­uðum boðum um að mæta til fund­­ar­ins. Á fund­inn var einnig búið að boða Bjarna Bene­dikts­­son og Guð­laug Þór Þórð­­ar­­son. Fund­inum var því frestað fram í jan­ú­ar.

Mið­flokk­ur­inn brást við þess­ari stöðu með yfir­lýs­ingu á Face­book þar sem sagði m.a.: „Það er afar fátítt að þing­nefndir séu not­aðar í jafn aug­ljósum póli­tískum til­gangi og átti að gera. Slíkt á ekki að við­gang­ast.“

Þann 16. des­em­ber birti Sig­mundur Davíð svo pistil á heima­síðu sinni þar sem hann gaf í skyn að fjöl­miðlar og stjórn­­­mála­­menn hefðu farið öðru­­vísi með Klaust­­ur­­upp­­tök­­urnar svoköll­uðu ef þeir sem teknir væru upp væru úr vinstri­­flokk­­um.

Í pist­l­in­um, sem ber nafnið „Er sama hver er?“, lagði Sig­­mundur Davíð út frá því að þing­­menn­irnir sex sem sátu að sum­­bli á Klaust­­ur­bar hefðu verið úr Vinstri grænum og Sam­­fylk­ingu og að sá sem tekið hafi upp sam­­tal þing­­mann­anna hafi verið „ungir Heim­dell­ingur og harð­lín­u-frjáls­hyggju­­mað­­ur“ sem hefði „gert ráð­staf­­anir til að njósna um einka­­sam­­tal þeirra klukku­­tímunum sam­­an.“

Sig­mundur Davíð gaf þing­­mönnum og flestum fjöl­miðlum gervi­­­nöfn í pist­l­inum og gekk einnig út frá því að upp­­­tökur á sam­­tölum eins og þeim sem áttu sér stað á Klaust­­ur­bar 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn, væru ólög­­leg­­ar. Í skrif­unum var Stundin t.d. köllum hin ákafa hægri­vef­­síða Tíð­­ar­and­inn og Kjarn­inn fékk við­­ur­­nefnið hægri­vef­­ur­inn Kvörnin sem „hafi lengi helgað sig bar­átt­unni gegn ógnum komm­ún­­isma og krat­isma.“

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans/Kvarn­ar­innar um pistil­inn hér.

Bára dregin fyrir dóm

Mánu­dag­inn 17. des­em­ber kom Bára Hall­dórs­dóttir fyrir dóm vegna krafna Mið­flokks­mann­anna um gagna­öflun og vitna­leiðslur sem var liður í fyr­ir­hug­aðri mál­sókn þeirra gagn­vart upp­ljóstr­ar­an­um. Fjöl­menni mætti til að sýna Báru stuðn­ing. Eng­inn þing­mann­anna sem stóðu að mála­til­bún­að­inum var við­stadd­ur. Þar fór lög­­­maður þeirra fram á að myndefni úr eft­ir­lits­­mynda­­vélum Alþingis og Dóm­­kirkju yrði varð­veitt og lagt fyrir dóm. Á meðal þess sem fram kom í máli lög­manns­ins fyrir dómi var: „ „Um­­bjóð­endur mínir telja að frek­­lega hafi verið brotið á rétti þeirra til einka­lífs. Þetta hafi gerst þegar einka­­sam­­tal á Klaustri var hljóð­­ritað að þeim óaf­vit­andi og gert opin­bert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegn­ing­­ar­laga,“ sagði hann og benti á að þessi hátt­­semi gæti varðað skaða- og miska­bóta­skyld­u.“

Kröfu Mið­flokks­manna var hafnað 19. des­em­ber. Tveimur dögum síðar var greint frá því í Stund­inni að Mið­flokks­þing­menn­irnir hefðu kært úrskurð Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, þar sem hafnað var beiðni sókn­­ar­að­ila um að fram færu vitna­­leiðslur og öflun sýn­i­­legra sönn­un­­ar­­gagna um atburð­ina á Klaustri, til Lands­rétt­­ar.

Í kærunni vakti lög­maður Mið­flokks­manna, Reimar Pét­urs­son, athygli á því að Bára hafi greint frá því í fjöl­miðlum hvernig hún „sperrti eyr­un“ og „þótt­ist“ vera að lesa ferða­­manna­bæk­l­inga sem hún hafði með­­­ferðis þegar hún hljóð­­rit­aði sam­­skipti þing­­mann­anna. Þá vísi Reimar sér­­stak­­lega til myndar sem birt­ist í Stund­inni og var tekin fyrir utan Klaustur „áður en varn­­ar­að­ili hóf aðgerðir sínar nema, ef vera skyldi, að ein­hver annar hafi tekið hana“.

Af þessu dragi hann ályktun um ein­beittan ásetn­ing Báru: „Allt þetta gefur til kynna að þegar varn­­ar­að­ili kom á Klaustur hafi hún komið þangað með það fyr­ir­fram­­gefna mark­mið að njósna um og taka upp sam­­töl sókn­­ar­að­ila. Hún hafi gengið fum­­laust til verka. Hún hafi haft með­­­ferðis bæk­l­inga sem hún not­aði sem yfir­­varp og búnað sem hent­aði til verks­ins. Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukku­­stund­­ir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leið­inni á æfingu á leik­­sýn­ingu sem ætl­­unin var að frum­­sýna tveimur dögum síð­­­ar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaul­­­setu hennar yfir upp­­tök­un­­um.“

Í frétt Stund­­ar­innar segir enn fremur að þing­­menn­irnir telji þetta gefa „ríka ástæðu til að kanna hvort ein­hver annar hafi komið að fram­­kvæmd þess­­arar aðgerðar með varn­­ar­að­ila eða hafi fylgt henni til henn­­ar“. Finn­ist þeim frá­­­sögn Báru vera „öll út og suð­­ur“. Til að mynda segi hún eina stund­ina að sam­talið hafi verið opin­bert en aðra stund­ina lýsi hún erf­ið­­leikum við að greina orða­­skipti. „Trú­verð­ug­­leiki frá­­­sagnar varn­­ar­að­ila er því eng­inn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar