Bára Huld Beck

Mótun samfélagsins þarf að vera á forsendum fólksins sjálfs – en ekki fjármagnsins

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Þess er vænst að mörg hundruð milljarða króna tap verði á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda sjá fram á að verða án atvinnu og mörg fyrirtæki standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau komi til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála. Næstur í röðinni er Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Fólkið í land­inu þarf að hafa meira um það að segja hvernig sam­fé­lagið á að mót­ast áfram. Það á að vera á for­sendum þess hvernig við rekum þetta sam­fé­lag – en ekki fjár­magns­ins. Við þurfum að taka höndum saman í því að vinna áfram á þeim for­send­um.“

Þetta segir Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), varð­andi það hvernig hann sér fyrir sér að Íslend­ingar kom­ist út úr þeim efna­hags­legu erf­ið­leikum sem þeir standa frammi fyrir núna í kjöl­far heilsu­vár­inn­ar.

Aðgerðir stjórn­valda hafa komið í nokkrum aðgerða­pökkum og segir Krist­ján Þórður að honum hafi lit­ist vel á margt sem rík­is­stjórnin hafi gert til að stemma stigu við ástand­inu. „Sér­stak­lega í tengslum við kjara­samn­inga sem voru gerðir fyrir ári síð­an. Það er margt í þessu sem skiptir okkar fólk miklu máli – en auð­vitað er það líka alltaf þannig að maður er ekki sáttur við allt sem er gert. En svona heilt yfir þá eru þarna atriði sem skipta veru­legu máli.“

Hann tekur nokkur dæmi um það sem hann telur hafa verið vel gert en meðal þess er breyt­ing á tekju­skatts­kerf­inu. „Það var mjög mik­il­vægt skref fyrir okkar fólk, sem og leng­ing á fæð­ing­ar­or­lofi.“ Hann nefnir sér­stak­lega verk­efnið „Allir vinna“ en hann segir að það hafi reynst félags­mönnum hans gríð­ar­lega vel. Verk­efnið gengur út á það að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið á virð­is­auka­skatti á vinnu við við­halds­verk­efni íbúð­ar­hús­næðis og í bif­reiða­geir­anum en það var fram­lengt út næsta ár.

Auglýsing

„Þetta verk­efni skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir okkar félags­menn. Þetta hefur ýtt undir fleiri verk­efni í okkar grein­um. Við höfum séð að fólk hefur verið mjög dug­legt í nýta sér þetta og sinnt til dæmis við­haldi á bíl­um. Fólk hefur einnig verið mjög dug­legt að fara í fram­kvæmdir heima fyrir og fara í við­halds­fram­kvæmdir á eigin hús­næði. Þetta klár­lega ýtir undir það að verk­efna­staðan sé nokkuð góð í dag,“ segir hann.

Mik­il­vægt að fólk geti tekið þátt í sam­fé­lag­inu – þrátt fyrir tekju­missi

Eins og áður segir telur Krist­ján Þórður að heilt yfir hafi aðgerðir stjórn­valda reynst ágæt­lega. Þó áréttar hann að nauð­syn­legt sé að taka á þáttum sem snúa að fólk­inu sjálfu. Þar tekur hann sem dæmi atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð og atvinnu­leys­is­bæt­ur.

„Við höfum kallað eftir því að þarna verði gripið inn í: Að bætur verði hækk­að­ar, sem og tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bæt­ur. Við teljum að það sé rétta leiðin til að takast á við svona ástand, eins og það sem við erum að upp­lifa núna, til þess að koma í veg fyrir enn meiri sam­drátt í hag­kerf­inu. Þá skiptir það sköpum að þrátt fyrir atvinnu­missi þá geti fólk samt sem áður tekið þátt í sam­fé­lag­inu með nokkurn veg­inn eðli­legum hætti.

Því við vitum alveg að þegar þú missir atvinn­una þá í fyrsta lagi lækkar þú alltaf í tekjum niður í 70 pró­sent af því sem þú hafð­ir. Í öðru lagi er þakið á tekju­tengdu atvinnu­leys­is­bót­unum það lágt að fólk, eins og innan okkar raða, er að með­al­tali að falla um 40 til 50 pró­sent í tekj­um. Það er auð­vitað aug­ljóst að ef þú verður fyrir slíku tekju­tapi þá muntu þurfa að draga saman í öllu sem þú ger­ir.“

Gríð­ar­legar fjár­hæðir farið til fyr­ir­tækj­anna

Það sem veldur Krist­jáni Þórði aftur á móti áhyggjum varð­andi fram­tíð­ina er hvernig ríkið hefur for­gangs­raðað þeim fjár­munum sem það hefur veitt út í rekstur fyr­ir­tækja. „Þetta eru gríð­ar­legar fjár­hæðir sem hafa farið út í fyr­ir­tækin í formi stuðn­ings­greiðslna ein­hvers konar og hvernig þessu hefur verið útdeilt veit maður nátt­úru­lega ekki nákvæm­lega en það sem hefði þurft að vera mjög skýrt er með hvaða hætti þessum fjár­munum er dreift.“

Hann segir að Íslend­ingar verði að horfast í augu við það að þeir fjár­munir sem ríkið útdeilir muni hjálpa til við að tryggja störf áfram. „Það er auð­vitað lyk­il­þáttur í þessu að fjölga störfum við þessar aðstæð­ur. Þess vegna hef ég skiln­ing á því að þessar aðgerðir séu mjög góðar en við munum síðan þurfa að sækja fjár­muni til þess að end­ur­greiða rík­inu. Þá horfi ég til þess að hvernig fyr­ir­tæki muni geta staðið að því. Og auð­vitað munu meiri umsvif hjálpa til.“

Stjórn­völd tóku þá ákvörðun núna í sept­em­ber að lækka trygg­inga­gjaldið um 0,25 pró­sent. Krist­ján Þórður bendir á að gjaldið sé notað til þess að greiða ann­ars vegar fæð­ing­ar­or­lof og hins vegar atvinnu­leys­is­bæt­ur. „Þetta er tíma­bundin ráð­stöfun en í kjöl­far þess verðum við að gera okkur grein fyrir því að það þarf að auka fjár­muni inn í kerf­ið. Við getum ekki dreg­ist saman á þessum tveimur liðum alla­vega. Þannig er ljóst að fyr­ir­tækin munu þurfa að koma til baka með þessa fjár­mun­i,“ segir hann.

Við höfum kallað eftir því að þarna verði gripið inn í: Að bætur verði hækkaðar, sem og tekjutengdar atvinnuleysisbætur.
Kristján Þórður segir að
Bára Huld Beck

Ekki svo svart­sýnn þrátt fyrir erf­iðan vetur framundan

Krist­ján Þórður seg­ist ekki vera svo svart­sýnn varð­andi ástandið þrátt fyrir að vissu­lega verði vet­ur­inn framundan erf­ið­ur. Hann seg­ist jafn­framt vera hræddur um að verið sé að mála mun dekkri mynd af stöð­unni en þörf sé á. „Við sáum það að þegar full­trúar atvinnu­rek­enda reyndu að mála upp eins dökka mynd og mögu­legt væri. Allt slíkt tal hefur síðan gríð­ar­lega slæm áhrif í umhverfi sín­u.“

Þrátt fyrir ákveðna bjart­sýni hjá Krist­jáni Þórði þá er hann með­vit­aður um áhrif far­ald­urs­ins, sér­stak­lega á ákveðnar grein­ar. „Við munum sjá það að í ferða­þjón­ust­unni verður sam­drátt­ur­inn gríð­ar­leg­ur. Miðað við það hvernig veiran er að þró­ast núna þá eru ekki miklar líkur á því að þetta ástand gangi hratt nið­ur. Það sem mun skipta miklu máli er hvenær okkur tekst að fá bólu­efni við veirunni og þegar það ger­ist mun staðan breyt­ast veru­lega.“

Hann bendir enn fremur á að margir félags­menn þeirra í Raf­iðn­að­ar­sam­band­inu starfi í við­burða­geir­an­um, þ.e. í sviðs­list­um. „Þar er staðan alveg skelfi­leg – það er sára­lítið í gangi þar. Sumir hópar eru í mjög vondri stöðu en aðrir enn í mjög góðri.“

Hann segir þó að ef Íslend­ingum tekst að draga úr þess­ari bylgju núna þá ætti vet­ur­inn að geta orðið þol­an­leg­ur. „Ég veit að það er ekki sjálf­gefið að þetta verði þægi­legur eða auð­veldur vetur en með því að grípa til þeirra aðgerða sem við höfum verið að tala um – eins og þetta með atvinnu­leys­is­bætur og að ríkið styðji vel við fólkið – þá ætti okkur að geta tek­ist að kom­ast sæmi­lega í gegnum þetta.“

Þarf að bæta sam­eig­in­lega sýn til fram­tíðar

Verka­lýðs­for­ystan hefur gengið í gegnum miklar breyt­ingar á und­an­förnum miss­erum og árum. Krist­ján Þórður segir að hóp­arnir innan hreyf­ing­ar­innar séu ólíkir og hags­mun­irnir enn frem­ur. Hann segir að stundum hefði sam­staðan mátt vera meiri milli fylk­inga í þeirri bar­áttu sem hreyf­ingin hefur beitt sér fyr­ir. Sam­staðan hafi þó verið þétt að und­an­förnu en betur má ef duga skal. Þannig þurfi að bæta sam­eig­in­lega sýn inn í fram­tíð­ina.

„Við þurfum að fara svo­lítið inn á við og ræða þessa hluti. Heilt yfir finnst mér sam­staðan und­an­farið hafa verið mikil innan hreyf­ing­ar­innar en auð­vitað þurfum við að sætta mis­mun­andi sjón­ar­mið í því sem við erum að gera. Máttur hreyf­ing­ar­innar er samt gríð­ar­lega mik­ill þegar við stöndum sam­an.“

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa stigið út fyrir öll vel­sæm­is­mörk

For­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefur ekki verið ófeimin við að gagn­rýna Sam­tök atvinnu­lífs­ins á und­an­förnum miss­erum og hafa þessar fylk­ingar tek­ist harka­lega á að und­an­förnu. Þegar Krist­ján Þórður er spurður út í kjara­bar­áttu á Íslandi þá segir hann að hún sé að herð­ast gríð­ar­lega.

„Ef við horfum nokkur ár aftur í tím­ann – segjum ára­tug – þá var vissu­lega tek­ist á um mál­efni og var það ekki þannig að það hefði verið auð­velt að gera kjara­samn­inga eða semja um bætt kjör. En hins vegar var ákveð­inn skiln­ingur á því innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins að það þyrfti að eiga góð sam­skipti og eiga sam­talið um þau mál­efni sem skipta máli. Það var ákveð­inn skiln­ingur á því hvernig hlut­irnir þyrftu að ganga fyrir sig en það er í raun gjör­breytt í dag.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa stigið út fyrir öll vel­sæm­is­mörk í sam­skiptum og það er auð­vitað að hluta til að koma fram í þeirri stöðu sem hefur verið uppi núna að und­an­förnu þar sem þeir segja að ekk­ert sam­tal hafi orðið um þessi við­brögð við kjara­samn­ing­um. Það er hins vegar ekki rétt hjá þeim. Það er þannig að ef þú vilt fara í sam­talið þá verður þú að gera það á heild­stæðum nót­um. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa kallað eftir sam­tali á þeirra for­sendum og ef þú ferð inn í sam­tal ein­göngu á for­sendum ann­ars aðil­ans þá skilar það aldrei neinni jákvæðri nið­ur­stöðu fyrir heild­ina,“ segir hann.

Ávísun á slæm sam­skipti

Krist­ján Þórður tekur undir orð margra innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að harkan sé að aukast til muna. „Þegar við sjáum dæmi um að fyr­ir­tæki brjóta á starfs­fólki þá virð­ast þau oft og tíðum ganga eins langt og mögu­legt er til þess að athuga hversu langt þau kom­ast. Ég hef stað­fest­ingu fyrir því hjá nokkrum fyr­ir­tækjum að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi ráð­lagt fyr­ir­tækjum að ganga lengra en kjara­samn­ingar leyfa. „Sjáðu hversu langt þú kemst,“ er sagt.

Bara það að full­trúi fyr­ir­tækj­anna sé að ráð­leggja þeim að ganga í raun gegn kjara­samn­ing­um, sem þeir hafa sjálfir skrifað und­ir, er auð­vitað ávísun á slæm sam­skipti. Það er þessi þáttur sem veldur því að í dag er ekk­ert traust á milli sam­tak­anna eða sára­lítið – og sam­skiptin verða því erfið við þessar aðstæð­ur,“ segir hann.

Þá seg­ist Krist­ján Þórður hafa miklar áhyggjur af því að fram­koma Sam­taka atvinnu­lífs­ins valdi því að það verði meiri harka í sam­skiptum og erf­ið­ara að ná sam­komu­lagi um atriði sem skipta máli. „Ef þú getur ekki treyst því að samn­ingur sem þú gerir standi þá auð­vitað gerir þú ekki samn­ing.“

Bara það að fulltrúi fyrirtækjanna sé að ráðleggja þeim að ganga í raun gegn kjarasamningum, sem þeir hafa sjálfir skrifað undir, er auðvitað ávísun á slæm samskipti.
Kristján Þórður
Skjáskot/RÚV

Ef fyr­ir­tæki brýtur gegn starfs­mann þá á við­kom­andi að fá það bætt

Eitt atriði sem verka­lýðs­for­ystan hefur lagt mikla áherslu á en ekki fengið í gegn við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna er að fá breyt­ingu á starfs­kjara­lög­um. Það er að félags­menn geti sótt févíti þegar brjótið er á þeim. „Það var til þess að gera ákveð­inn fæl­ing­ar­mátt; ef fyr­ir­tæki brýtur gegn starfs­manni þá á við­kom­andi ein­stak­lingur að fá það bætt. Og ekki bara með því að fá greitt sam­kvæmt lág­marks­kjörum heldur að fá við­ur­kenn­ingu á því að brotið hafi verið á hon­um.“

Þá bendir hann á að ef fyr­ir­tæki brýtur á fólki og málið fer fyrir dóm­stóla þá endi það með því að fyr­ir­tækið verði ein­ungis dæmt til að greiða það sem það átti að greiða. „Það er auð­vitað alveg fárán­leg aðferða­fræði að geta farið þann veg og hvetur það til dóms­mála frekar en hitt. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa haldið þessu máli í gísl­ingu und­an­farið ár og það er auð­vitað mjög miður að þau vilji ekki breyta kerf­inu þannig að það kom­ist á ein­hver skyn­sam­leg sam­skipti á vinnu­mark­að­i.“

Þegar Krist­ján Þórður er spurður út hver lausnin sé á þessum vanda þá segir hann að ein leiðin sé sú að stjórn­völd stigi inn og breyti lögum – og setji á févíti. „Ég myndi telja að með því væri hægt að koma í veg fyrir fjölda dóms­mála sem verið er að fara í í dag. Það myndi í raun og veru bæta öll vinnu­brögð á vinnu­mark­að­i.“ Hann bætir því við að auð­vitað geti átt sér stað mis­tök við útreikn­inga og þá yrði það leið­rétt – en þegar verið sé að brjóta vís­vit­andi á fólki með klækjum þá verði að greiða fyrir það.

Nauð­syn­legt að setja meiri pressu á samn­ings­að­ila

Krist­ján Þórður telur að rót­tækar kerf­is­breyt­ingar þurfi að eiga sér stað á mörgum sviðum í sam­fé­lag­inu. Til að mynda þurfi að gera breyt­ingar á vinnu­lög­gjöf­inni.

„Bara ef við horfum á gerð kjara­samn­inga til dæm­is. Þetta ferli er gríð­ar­lega langt og svifa­seint. Ég myndi vilja sjá breyt­ingar á kerf­inu þannig að það yrði meiri agi í vinnu­brögð­um, þannig að samn­inga­við­ræður tækju skemmri tíma. Að mínu mati er eina leiðin til að gera það að búa til meiri pressu á samn­ings­að­ila til að setj­ast að samn­inga­borð­inu og klára samn­inga. Leiðin sem ég sé fyrir mér í því er að skerpa á heim­ildum verka­lýðs­fé­lag­anna til að beita ein­hverjum aðgerðum til að auka þrýst­ing á atvinnu­rek­endur og þá horfi ég fyrst og fremst til þess hvernig verið er að vinna málin á Norð­ur­lönd­un­um. Þar er það þannig að þegar samn­ingar renna úr gildi þá stýra því stjórnir og trún­að­ar­ráð verka­lýðs­fé­lag­anna hvenær verk­falls­að­gerðir myndu hefj­ast ef ekki nást samn­ing­ar,“ segir hann.

Hér á landi þurfi að fara í slíkt ferli; að það væri inn­byggð seinkun í við­ræð­urn­ar. „Þannig að það að auka við heim­ildir til að grípa til aðgerða og reyna að koma meira skikki á mark­að­inn er gríð­ar­lega mik­il­vægt. Ég veit hins vegar að atvinnu­rek­endur eru alls ekki sam­mála því, þeir eru sátt­ari við þetta fyr­ir­komu­lag sem er núna í dag.“

Hann segir að atvinnu­rek­endur hafi beinan hag af því að svara ekki eða vilja ekki funda. Kerfið sé þannig upp byggt að það er lang­dregið og svifa­seint og býr til óþarfa stöðu sem ætti ekki að þurfa. „En það er aug­ljóst að það þarf að koma meiri aga á þessi vinnu­brögð,“ segir hann.

Auglýsing

Fólkið á að vera mið­punkt­ur­inn

Varð­andi fram­tíð­ar­sýn Krist­jáns Þórðar og hvernig sam­fé­lag hann sér fyrir sér eftir COVID-far­aldur þá segir hann að vænta megi mik­illa breyt­inga. „Við erum auð­vitað í þessum aðstæðum að fara inn á við og meta auð­lindir sem við eigum sem sam­fé­lag. Ég myndi vilja sjá í kjöl­far þessa ástands að fólkið verði mið­punkt­ur­inn í því hvernig við sjáum fyrir okkur fram­tíð­ina – ekki fjár­magns­eig­endur eða slíkir aðil­ar. Ég myndi vilja sjá að sam­fé­lags­kök­unni, svo ég noti mynd­mál Sam­taka atvinnu­lífs­ins, verði skipt með jafn­ari hætti svo fólkið njóti meiri ávinn­ings af þeim auð­lindum sem við njótum í sam­fé­lag­in­u.“

Honum finnst mik­il­vægt að Íslend­ingar haldi í þann ávinn­ing sem þeir hafi náð hvað varðar fast­eigna­mark­að­inn. „Við höfum náð alveg gríð­ar­legum árangri í að lækka vaxta­stig hér á landi und­an­farið ár og ég veit að mínir félags­menn horfa mjög mikið í það að við­halda því vegna þess að þetta hefur gríð­ar­leg áhrif á útgjöld heim­il­anna.“ Jafn­framt sé sam­fé­lagið út í miðri á varð­andi mörg verk­efni til þess að bæta fast­eigna­mark­að­inn.

„ASÍ og BSRB gripu til þess ráðs fyrir nokkrum árum að stofna Bjarg íbúða­fé­lag og gengur mjög vel að byggja íbúðir og fjölga þeim. Þetta er auð­vitað kostur fyrir fólk sem er tekju­lágt og á leigu­mark­að­i,“ segir hann.

Krist­ján Þórður nefndir jafn­framt hlut­deild­ar­lánin þar sem ríkið fer með fólki í fjár­mögnum fast­eigna­kaupa og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fast­eigna­mark­aðn­um. „Þessi verk­efni hafa haft mjög jákvæð áhrif á leigu­mark­að­inn í heild sinni en hann hefur verið gríð­ar­lega erf­iður fyrir fólk og óvand­aður á und­an­förnum ára­tug­um. Ég held að við séum að ná að koma honum í betri far­veg.“

„Við erum líka fljót að detta í sama far“

Stundum er talað um að gild­is­mat breyt­ist við ástand sem þetta. Krist­ján Þórður nefnir í þessu sam­hengi við­brögð sam­fé­lags­ins eftir hrunið 2008. Hann segir að margir hafi haft ákveðnar vænt­ingar um að margt myndi breyt­ast í kjöl­far­ið.

„Það er auð­vitað þannig að margt hefur breyst frá þeim tíma, sem betur fer. En auð­vitað hefði maður viljað sjá meiri breyt­ingar á ýmsum svið­um. Ég held að eftir þetta ástand núna sé fólk mikið að fara inn á við í líf­inu. Við nýtum okkur til dæmis tækni­lausnir í rík­ari mæli og ég held að við munum halda því áfram að ein­hverju marki.

Við erum líka þannig að við erum fljót að detta í gam­alt far. Þannig að já, við munum halda í eitt­hvað af því sem við erum að gera í dag en að ein­hverju leyti taka upp gamla sið­i,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal