Skjáskot/RÚV Guðni Bergsson Mynd: Skjáskot/RÚV
Skjáskot/RÚV

Alvarlegar ásakanir um þöggun skekja KSÍ – Fum og fát í viðbrögðum sambandsins

Nú gustar um Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og formann sambandsins eftir atburðarás síðustu daga og vikna þar sem frásagnir af kynferðisofbeldi og áreitni landsliðsmanna í knattspyrnu hafa komið upp á yfirborðið. Þjarmað var að KSÍ í kjölfarið en sambandið neitaði ítrekað að slík mál hefðu „komið á þeirra borð“. Mikið ósamræmi er aftur á móti í svörum KSÍ og gögnum og vitnisburðum sem liggja fyrir. Kjarninn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör frá KSÍ en fyrirspurnir miðilsins hafa gengið á milli upplýsingafulltrúa og stjórnenda án afgerandi svara.

Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem ger­endur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera ger­enda­með­virk og fórna stúlkum og konum á alt­ari keppn­iskar­la? Er það afstaða sem hreyf­ingin vill standa fyr­ir?“

Að þessu spurði Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­ari við Borg­ar­holts­skóla og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, í aðsendri grein sem birt­ist á Vísi þann 13. ágúst síð­ast­lið­inn sem velti snjó­bolta af stað en ennþá er ekki fyr­ir­séð um afleið­ingar þeirrar atburða­rásar sem hófst í kjöl­far­ið.

Vís­aði hún til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010 en ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta. „Fleiri frá­sagnir eru um lands­liðs­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­ferð­is­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­gengni þess­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­ars í grein­inni.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans snýst málið sem um ræðir um atburði sem áttu sér stað eftir leik Íslands og Dan­merkur þann 7. sept­em­ber 2010 í Kaup­manna­höfn. Jafn­framt hefur Kjarn­inn heim­ildir fyrir því að vit­neskja sé um málið innan KSÍ.

Grein Hönnu Bjargar vakti mikla athygli og sá KSÍ sig knúið til að senda út yfir­lýs­ingu fjórum dögum síðar þann 17. ágúst þar sem því var hafnað að sam­bandið tæki þátt í því að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um. Í yfir­lýs­ing­unni sagði jafn­framt að „dylgj­um“ um slíkt væri alfarið vísað á bug.

Yfirlýsing KSÍ 17. ágúst 2021

Að gefnu tilefni

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram koma ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.

Ef tilkynningar um mál sem tengjast einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins er tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar.

Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála.

KSÍ getur ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.

KSÍ er ávallt tilbúið til að gera betur og víkur sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því er samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið.

Hanna Björg brást við yfir­lýs­ing­unni með því að rita aðra grein þar sem hún sagði að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafði varpað frá sér allri ábyrgð. Hún sagði það áhuga­vert að KSÍ hefði kallað mál­flutn­ing sinn „dylgj­ur“, „í ljósi þess að þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eru gjarnan sagðir með dylgjur þegar þeir stíga fram og segja frá ofbeld­in­u“.

„Kvart­anir um meint brot ein­stakra leik­manna hafa ekki borist inn á borð KSÍ“

Í kjöl­far umræðu um meint kyn­ferð­is- og ofbeld­is­brot lands­liðs­manna og þöggun KSÍ sendi Kjarn­inn fyr­ir­spurn á deild­ar­stjóra sam­skipta­deildar KSÍ, Ómar Smára­son, þann 18. ágúst með eft­ir­far­andi spurn­ing­um:

Almennar fyr­ir­spurn­ir: Hefur KSÍ ein­hvern tím­ann haft vit­neskju um ásak­anir um kyn­ferð­is­brot eða ofbeldi á hendur lands­liðs­manna í fót­bolta, sér í lagi áður en verk­ferlar voru end­ur­bætt­ir?

Hefur KSÍ ein­hvern tím­ann haft afskipti af málum sem tengj­ast slíkum ásök­unum gegn lands­liðs­manni, sér í lagi áður en verk­ferlar voru end­ur­bætt­ir?

Hefur KSÍ hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda eða leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála ef og þegar grunur hefur verið um lög­brot?

Sér­tæk fyr­ir­spurn: Hafði KSÍ vit­neskju af meintu atviki eftir lands­leik Dan­merkur og Íslands í Kaup­manna­höfn í sept­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn voru ásak­aðir um kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn stúlku? Ef svo er, í hvaða verk­ferla fór það mál?

Auglýsing

Tveimur dögum síðar barst svar frá Ómari.

„Takk fyrir að hafa sam­band og afsak­aðu hversu seint svarið berst.

Eins og fram hefur komið getur KSÍ ekki tjáð sig um eða vísað til ein­stakra mála. Kvart­anir um meint brot ein­stakra leik­manna hafa ekki borist inn á borð KSÍ. Ber­ist sam­band­inu slíkar kvart­anir liggja fyrir skýrir verk­ferl­ar. Eins og fram kemur í yfir­lýs­ingu á heima­síðu sam­bands­ins 17. ágúst sl., leggur sam­bandið áherslu á fag­leg vinnu­brögð þegar fram koma ábend­ingar eða kvart­anir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starf­semi innan hreyf­ing­ar­inn­ar. KSÍ tekur skýra afstöðu gegn ofbeldi og hvers konar ofbeldi verður ekki liðið innan hreyf­ing­ar­inn­ar.

Hvað verk­ferla varðar þá er rétt að taka fram að í kjöl­far fyrstu #Metoo bylt­ing­ar­innar var farið yfir þá verk­ferla sem þá voru til staðar og þeir end­ur­bættir eftir þörfum og eftir til­vikum í sam­ráði við aðra arma íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Allir slíkir verk­ferlar eru jafn­framt í stöðugri þróun enda hefur þjóð­fé­lag­ið, sem betur fer, tekið miklum fram­förum þegar kemur að því að eiga við mál af þeim toga sem þú vísar til í fyr­ir­spurn­inn­i.“

Deild­ar­stjóri sam­skipta vísar á fram­kvæmda­stjóra sem vísar á for­mann­inn

Kjarn­inn sendi ítrekun á fyrri spurn­ingum þar sem ekki var ljóst af svari KSÍ að dæma ann­ars vegar hvort KSÍ hefði haft vit­neskju um ásak­anir um kyn­ferð­is­brot eða ofbeldi á hendur lands­liðs­manna í fót­bolta og hins vegar hvort KSÍ hefði haft afskipti af málum sem tengj­ast slíkum ásök­unum gegn lands­liðs­manni. Í síð­asta lagi hvort KSÍ hefði ein­hvern tím­ann hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda eða leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála.

Dag­inn eft­ir, þann 21. ágúst, svar­aði Ómar fyrir hönd KSÍ og sagði: „Eins og áður hefur komið fram getur KSÍ ekki tjáð sig um eða vísað til ein­stakra mála nema til að segja að kvart­anir um meint brot ein­stakra leik­manna hafa ekki borist inn á borð KSÍ.“

Kjarn­inn spurði í þriðja sinn sam­dæg­urs: „Hefur KSÍ eða starfs­menn KSÍ haft vit­neskju um mál eða beitt sér­/haft afskipti í málum án þess að kvörtun hafi borist á borð KSÍ?“

Þremur dögum seinna, 24. ágúst, ítrek­aði Kjarn­inn fyr­ir­spurn­ina þar sem svar hafði ekki borist. Sama dag svar­aði Ómar tölvu­póst­in­um: „Takk fyrir póst­inn og eft­ir­fylgn­ina. Best væri ef þú myndir fylgja fyr­ir­spurn­inni eftir við Klöru fram­kvæmda­stjóra.“

Kjarn­inn sendi í fram­hald­inu sömu fyr­ir­spurn til Klöru Bjart­marz fram­kvæmda­stjóra KSÍ. Dag­inn eftir ítrek­aði Kjarn­inn fyr­ir­spurn­ina þar sem ekk­ert svar hafði borist. Seinna um dag­inn hafði Kjarn­inn sam­band sím­leiðis við Klöru til að athuga hvort fyr­ir­spurnin hefði verið mót­tek­in. Í því sam­tali kom fram að fyr­ir­spurnin hefði skilað sér til hennar og að hugs­an­lega væri von á svari. En hugs­an­lega myndi hún vísa fyr­ir­spurn­inni beint á Guðna Bergs­son for­mann KSÍ.

Þann 27. ágúst sendi Kjarn­inn aðra ítrekun og fékk svar sam­dæg­urs frá fram­kvæmda­stjór­an­um. „Ég er búin að vísa þess­ari fyr­ir­spurn á Guðna. Þykir leitt hvað þetta hefur tekið langan tíma hjá okk­ur.“ Enn hefur ekk­ert svar borist frá Guðna við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Landsliðsþjálfarar spjölluðu við blaðamenn um þá leiki sem framundan eru. Stemningin var þung á fundinum í ljósi umræðu síðustu vikna.
Skjáskot/Vísir

Hélt því fram að engar til­kynn­ingar um ofbeldi hefðu komið inn á borð KSÍ í for­mann­s­tíð hans

Í milli­tíð­inni var lands­liðs­hópur Íslands fyrir kom­andi verk­efni kynntur eða þann 25. ágúst. Lands­liðs­þjálf­arar og aðrir for­ystu­menn KSÍ neit­uðu meðal ann­ars að ræða mál Gylfa Sig­urðs­son­ar, sem grun­aður er um kyn­ferð­is­brot gegn barni á Englandi. Arnar Þór Við­ars­son lands­liðs­þjálf­ari stað­festi þó að „ein­hver“ innan KSÍ hefði verið í sam­bandi við Gylfa.

Sama dag sagði Guðni Bergs­son, for­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, í sam­tali við Frétta­blaðið eftir blaða­manna­fund í höf­uð­stöðvum KSÍ að sam­bandið hefði ekki fengið inn á sitt borð til­kynn­ingar um að leik­menn lands­liða Íslands hefðu und­an­farin ár beitt ein­hvers konar ofbeldi.

„Við höfum ekki fengið neinar til­kynn­ingar né ábend­ingar um slíkt inn á okkar borð síðan ég tók við for­mennsku en hins vegar erum við með­vituð um frá­sagnir á sam­fé­lags­miðl­um. Það er auð­vitað erfitt að alhæfa hvort að slík mál hafi komið inn á borð sam­bands­ins frá upp­hafi en ef að við fáum ábend­ingu um að leik­maður okkar hafi eða sé að beita ofbeldi, þá skoðum við það auð­vitað og grípum til aðgerða eins og við á og hægt er,“ sagði Guðni við Frétta­blað­ið.

Dag­inn eftir fór hann í Kast­ljós­við­tal á RÚV og end­ur­tók þá stað­hæf­ingu að engar kvart­anir eða til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot hefðu komið inn á borð KSÍ. „Okkur er mjög umhugað um öryggi okkar iðk­enda og almenn­ings og hegðun okkar iðk­enda gagn­vart umhverf­inu. Við höfum vissu­lega ekk­ert farið var­hluta af þeirri umræðu sem hefur verið upp á síðkastið og und­an­farin ár, við tökum mið af því, en við verðum að fá ein­hvers konar til­kynn­ingu eða eitt­hvað slíkt, frá vitnum eða þolend­um, og ef það ger­ist gætum við þess að þol­and­inn fái ákveðna aðstoð og hjálp og við tökum á því af ábyrgð og festu, og við stöndum svo sann­ar­lega gegn öllu ofbeldi, ekki síst kyn­bundnu og kyn­ferð­is­of­beldi, við gerum það.“

Guðni sagði enn fremur að gagn­rýni á KSÍ vegna þessa væri ómak­leg.

Guðni sagði að þau hjá KSÍ hefðu ekki fengið neinar tilkynningar né ábendingar um ofbeldisbrot inn á þeirra borð síðan hann tók við formennsku en hins vegar væru þau meðvituð um frásagnir á samfélagsmiðlum.
Úr safni

Furðar sig á ummælum for­manns­ins

Miklar vend­ingar urðu í mál­inu í gær­kvöldi þegar kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kyn­ferð­is­legri áreitni af hálfu lands­liðs­manns í knatt­spyrnu árið 2017 steig fram í fréttum RÚV og greindi frá sam­skiptum við KSÍ. Hún furð­aði sig á að for­maður KSÍ full­yrti að engin til­kynn­ing hefði borist sam­band­inu um kyn­ferð­is­brot leik­manna. Konan sagði að lög­maður á vegum KSÍ hefði boðið henni þagn­ar­skyldu­samn­ing sem hún hafn­aði. Sjálfur hefði lands­liðs­mað­ur­inn geng­ist við brot­inu og greitt miska­bæt­ur.

Hálfu ári eftir umrætt atvik ætl­aði faðir kon­unnar að fara á vin­áttu­lands­leik. Þegar hann átt­aði sig á að umræddur fót­bolta­maður væri í lands­liðs­hópnum sendi hann starfs­fólki KSÍ tölvu­póst og greindi frá kærunni.

Hann sendi á aðal­póst­fang KSÍ, Gunnar Gylfa­son sem starf­aði meðal ann­ars sem fjöl­miðla­full­trúi hjá sam­band­inu, Hauk Hin­riks­son yfir­lög­fræð­ing KSÍ, Jóhann Ó. Sig­urðs­son á sam­skipta­deild KSÍ, Klöru Bjart­marz fram­kvæmda­stjóra KSÍ, Óskar Örn Guð­brands­son á sam­skipta­deild KSÍ, Þor­vald Ingi­mund­ar­son sem starfar meðal ann­ars sem heil­inda­full­trúi KSÍ og Guðna Bergs­son for­mann KSÍ.

Auglýsing

Yfir­skrift tölvu­pósts­ins var: „Of­beldi og Lands­liðið í fót­bolta á enga sam­leið.“ Í póst­inum lýsti hann meðal ann­ars furðu sinni á því að mað­ur­inn sem dóttir hans kærði hálfu ári áður fyrir „lík­ams­árás og grófa kyn­ferð­is­lega áreitni“ væri í lands­liðs­hóp fyrir kom­andi verk­efni.

„Má vera að við­kom­andi sé sterkur kandídat til að senda and­stæð­inga okkar heim af HM með skottið á milli lapp­ana en síð­ast þegar ég heyrði þá er eng­inn þeirra með píku til að rífa í og setja leik þeirra þannig úr skorð­u­m,“ stóð í póst­in­um.

Fékk hann svar frá Guðna sem sagð­ist taka málið alvar­lega. Í kjöl­farið ræddi hann við báða for­eldra kon­unnar í síma og sagði að það yrðu afleið­ingar af þessu máli.

Faðir stúlkunnar sendi stjórnarmeðlimum KSÍ tölvupóst í mars 2018 og greindi þeim frá máli dóttur sinnar.
Skjáskot/RÚV

„Minnti að þetta brot hefði verið ofbeld­is­brot og ekki af kyn­ferð­is­legum toga“

Í ljósi fyrri ummæla for­manns KSÍ spurði frétta­maður RÚV hann hvers vegna hann hefði svarað með þeim hætti sem hann gerði í Kast­ljós­við­tal­inu dag­inn áður. Guðni svar­aði og sagði að það hefðu verið mis­tök að segja að engin til­kynn­ing hefði borist sam­band­inu um kyn­ferð­is­brot af hálfu leik­manns í lands­liði karla í knatt­spyrnu.

„Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeld­is­brot og ekki af kyn­ferð­is­legum toga. En miðað við það sem þú sendir á mig og ég las svo yfir þá sé að svar mitt var ekki nákvæmt og í raun og veru ekki rétt miðað við þessa atvika­lýs­ingu. Og ég biðst vel­virð­ingar á því að sjálf­sögð­u,“ sagði Guðni.

KSÍ neitar að lög­maður á þeirra vegum hafi haft sam­band við þol­anda

KSÍ sendi frá sér til­kynn­ingu í gær­kvöldi eftir umfjöllun RÚV en í henni vildi sam­bandið taka skýrt fram að það hefði ekki verið lög­maður á vegum KSÍ sem hefði haft sam­band við kon­una og beðið um þagn­ar­skyldu í umræddu máli. Brást hún við á sam­fé­lag­miðlum og sagð­ist muna vel að þetta hefði verið lög­fræð­ingur á vegum KSÍ þar sem henni hefði orð­rétt verið boðið á fund með „stjórn­ar­með­limum KSÍ og til­teknum lands­liðs­manni“ þar sem bera átti undir hana þagn­ar­skyldu­samn­ing­inn.

„Ég man hversu miklum kvíða það olli mér sú til­hugsun að labba inná fund með nán­ast ein­göngu karl­mönnum og standa ein á móti þeim. Og líkt og ég tók fram náð­ist sátt þar sem ég skrif­aði ekki undir neina þagn­ar­skyldu og það var með lög­fræð­ing lands­liðs­manns­ins ásamt honum sjálf­um,“ skrif­aði hún á Twitter í gær­kvöldi.

Konan sagði jafn­framt í sam­tali við frétta­stofu RÚV í dag að umræddur lög­maður hefði kynnt sig sem lög­maður leik­manns­ins þegar hann hafði sam­band. Hann hefði verið að fiska eftir upp­lýs­ingum um hvað hefði átt sér stað og hvernig ofbeldið hefði ver­ið. Hún hefði í fram­hald­inu sett sig í sam­band við rétt­ar­gæslu­mann sinn sem hefði aflað sér frek­ari upp­lýs­inga um málið og hann síðan tjáð henni að umræddur lög­maður hefði verið á vegum KSÍ.

Hún sagði að það hefði síðan verið á fundi hennar og ann­ars lög­manns, sem var lög­maður leik­manns­ins, þar sem sátt náð­ist. Leik­mað­ur­inn ját­aði það sem Þór­hildur sagði hann hafa gert sér og greiddi henni miska­bæt­ur.

Stjórn KSÍ fund­aði í hádeg­inu í dag. Ekki náð­ist í Guðna Bergs­son for­mann KSÍ við vinnslu frétta­skýr­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar