Mynd: Bára Huld Beck

Meirihlutinn í Reykjavíkurborg heldur og bætir við sig fylgi milli kosninga

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað mestu fylgi allra í Reykjavík frá síðustu kosningum en er samt stærsti flokkurinn í höfuðborginni. Miðflokkurinn mælist vart lengur, Framsókn bætir langmest allra við sig en líklegustu meirihlutarnir innihalda Samfylkinguna og Pírata.

Borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn heldur með 49,8 pró­sent atkvæða sem myndi skila honum tólf borg­ar­full­trú­um. Þetta er nið­ur­staða fyrstu kosn­inga­spár Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­sonar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, sem fara fram 14, maí næst­kom­and­i. 

Það er nokkuð meira fylgi en flokk­arnir fjórir sem mynda meiri­hlut­ann: Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn, fengu í kosn­ing­unum 2018 þegar sam­an­lagt fylgi þeirra var 46,4 pró­sent. Fylg­is­aukn­ing upp á 3,4 pró­sentu­stig milli kosn­inga skilar meiri­hluta­flokk­unum þó enn sama fjölda borg­ar­full­trúa, eða tólf af 23. 

Sam­fylk­ingin mælist stærst meiri­hluta­flokk­anna með 23 pró­sent fylgi. Það er 2,9 pró­sentu­stigi minna en hún fékk í kosn­ing­unum 2018 og borg­ar­full­trúum hennar myndi að óbreyttu fækka úr sjö í sex. Fimm efstu á lista Sam­fylk­ing­ar­innar eru þegar borg­ar­full­trúar þannig að eini nýlið­inn sem myndi setj­ast í borg­ar­stjórn úr flokknum er Guðný Maja Riba, sem situr í sjötta sæti list­ans. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri er sem fyrr odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Niðurstöður kosningaspárinnar 7. apríl 2022
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.

Píratar taka mann­inn sem Sam­fylk­ingin missir og fá þrjá borg­ar­full­trúa, en fylgi þeirra mælist nú 13,0 pró­sent sem er heilum 5,3 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu 2018. Dóra Björt Guð­jóns­dóttir er áfram odd­viti Pírata líkt og í síð­ustu kosn­ingum og borg­ar­full­trú­inn Alex­andra Briem er í öðru sæti list­ans. Miðað við stöðu mála í kosn­inga­spánni myndi Magnús Davíð Norð­dahl lög­fræð­ingur kom­ast nýr í borg­ar­stjórn fyrir flokk­inn. 

Við­reisn myndi tapa einu pró­sentu­stigi frá síð­ustu kosn­ingum og fá 7,2 pró­sent atkvæða, sem myndi þýða að þau Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir og Pawel Bar­toszek sætu áfram í borg­ar­stjórn. 

Vinstri græn biðu afhroð í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018, fengu aðeins 2.700 atkvæði eða 4,7 pró­sent allra greiddra. Flokk­ur­inn er aðeins hress­ari nú en þá sam­kvæmt kosn­inga­spánni og mælist með 6,6 pró­sent atkvæða. Það dugar samt sem áður ekki til ann­ars en að halda eina borg­ar­full­trúa Vinstri grænna, Líf Magneu­dótt­ur, áfram í borg­ar­stjórn. 

Fram­sókn á flugi en Mið­flokk­ur­inn nán­ast horf­inn

Sá flokkur sem bætir við sig mestu fylgi í borg­inni frá síð­ustu kosn­ingum heitir Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann mælist nú með 11,7 pró­sent fylgi en fékk 3,2 pró­sent 2018 og náði þá ekki inn manni. Fram­sókn teflir fram nýjum þekktum odd­vita, Ein­ari Þor­steins­syni fyrr­ver­andi frétta­manni, og hann myndi setj­ast nokkuð örugg­lega í borg­ar­stjórn ásamt Árelíu Eydísi Guð­­munds­dótt­­ur, dós­ent við Háskóla Íslands og rit­höf­und­i, sem skipar annað sæt­ið á lista flokks­ins, og Magneu Gná Jóhanns­dótt­ur laga­­nema sem situr í því þriðja.

Einar Þorsteinsson hefur fært sig um set úr Kastljósi í borgarmálin og ætlar sér að leiða Framsóknarflokkinn til áhrifa í Reykjavík að nýju.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Sá flokkur sem tapar mestu fylgi frá síð­ustu kosn­ingum er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en hann mælist nú með 25,1 pró­sent stuðn­ing sem er 5,7 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk fyrir fjórum árum. Borg­ar­full­trú­unum myndi fækka um tvo í sex en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yrði þó áfram stærsti flokk­ur­inn í borg­inni. Auk Hildar Björns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins, myndu tveir sitj­andi og einn fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi ná inn ásamt vara­borg­ar­full­trú­anum Ragn­hildi Öldu Vil­hjálms­dóttur og vara­þing­mann­inum Frið­jóni R. Frið­jóns­syn­i. 

Sós­í­alista­flokkur Íslands bætir lít­il­lega við sig milli kosn­inga sam­kvæmt kosn­inga­spánni og fengi sjö pró­sent atkvæða. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, eini borg­ar­full­trúi flokks­ins, hefur gefið það út að hún vilji áfram leiða hann í kom­andi kosn­ingum og búist er við því að svo verði. Sanna yrði áfram eini borg­ar­full­trúi flokks­ins að óbreyttu.

Flokkur fólks­ins stendur nán­ast í stað milli kosn­inga og mælist með 4,5 pró­sent. Kol­brún Bald­urs­dóttir er odd­viti flokks­ins í dag og eini borg­ar­full­trúi hans. Hún mun leiða Flokk fólks­ins í Reykja­vík áfram. 

Mið­flokk­ur­inn hverfur hins vegar af sjón­ar­sviði borg­ar­stjórnar að óbreyttu. Fylgi hans mælist nú 1,7 pró­sent en flokk­ur­inn fékk 6,1 pró­sent fyrir fjórum árum sem skil­aði Vig­dís Hauks­dóttur í borg­ar­stjórn. Vig­dís til­kynnti í síð­asta mán­uði að hún fari ekki aftur fram. Ómar Már Jóns­son greindi í kjöl­farið frá því að hann sækt­ist eftir odd­vita­sæt­inu en heim­ildir Kjarn­ans herma að brös­ug­lega hafi gengið að manna önnur þeirra 46 sæta sem þarf að manna til að vera með kjör­gengan lista. Flokk­ur­inn hefur út vik­una til að ganga frá því. 

Góðar líkur á meiri­hluta með Sam­fylk­ingu og Pírötum

Sam­kvæmt útreikn­ingum kosn­inga­spár­innar eru 52 pró­sent líkur á því að núver­andi meiri­hluti haldi velli og nái að minnsta kosti þeim tólf sætum sem þarf til að stjórna borg­inni. Lík­urn­arnar á því að Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sjálf­stæð­is­flokkur og Við­reisn gætu myndað meiri­hluta að óbreyttu eru 23 pró­sent og lík­urnar á því að tveir fyrr­nefndu flokk­arnir gætu náð tólf borg­ar­full­trúum án Við­reisnar eru ein­ungis þrjú pró­sent. 

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. Flokkur hennar mun bæta verulega við sig fylgi milli kosninga samkvæmt kosningaspánni.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Ef vilji er til þess að styrkja meiri­hluta­sam­starfið með því að taka Fram­sókn­ar­flokk­inn inn í stað Við­reisnar eru 81 pró­sent líkur á að slíkur meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Fram­sóknar og Vinstri grænna næði meiri­hluta borg­ar­full­trúa. Ef Vinstri grænum yrði skipt út fyrir Við­reisn í þeirri jöfnu eru lík­urnar á meiri­hluta enn meiri, en slíkur meiri­hluti hefði 14 borg­ar­full­trúa miðað við nýj­ustu kosn­inga­spánna.

Fram­sókn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Flokkur fólks­ins eiga hins vegar litla mögu­leika á því að ná saman völdum í höf­uð­borg­inni. Lík­urnar á því að þeir þrír flokkar nái að minnsta kosti tólf sætum eru sem stendur ein­ungis ell­efu pró­sent. 

Hvað er kosn­­­inga­­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­­ar­­legt magn af upp­­lýs­ing­­um. Þessar upp­­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræð­i­­leg­­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­­lifir stjórn­­­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­­­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­­ast svo við að túlka nið­­ur­­stöð­­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­­­mál­anna.

Allar þessar kann­­anir og allar mög­u­­legar túlk­­anir á nið­­ur­­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­­um. Hvor könn­unin er nákvæm­­ari? Hverri skal treysta bet­­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­­andi hefur ekki for­­sendur til að meta áreið­an­­leika hverrar könn­un­­ar.

Þar kemur kosn­­inga­­spáin til sög­unn­­ar.

Kosn­­­­inga­­­­spálíkan Bald­­­­urs Héð­ins­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­lýs­ing­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­inga. Nið­­ur­­stöður spálík­­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­­anum reglu­­lega í aðdrag­anda kosn­­inga.

Athuga­semd rit­stjórn­ar:

Frétta­skýr­ingin hefur verið upp­færð. Fyrir mis­tök voru birtar rangar tölur um fylgi Pírata og það sagt 14,2 pró­sent þegar hið rétta er að það mælist 13 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar