Bára Huld Beck

Nýja bylgjan sem skall á með látum

Eftir fyrstu metoo-bylgjuna árið 2017 héldu kannski einhverjir að samfélagið væri komið á rétta braut varðandi umræðu og aðgerðir í málefnum um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Jú, hlutirnir þokuðust áfram og greina mátti breytt viðhorf en atburðir ársins 2021 í þessum málum sýna það og sanna að Íslendingar eru enn ekki komnir á þann áfangastað sem margir vildu að þeir væru.

Þögnin var rofin enn á ný síð­ast­liðið vor þegar hund­ruð íslenskra kvenna stigu fram opin­ber­lega með sínar erf­ið­ustu minn­ing­ar, í kjöl­far þess að stuðn­ings­bylgja reis upp með þjóð­þekktum manni, Sölva Tryggva­syni, sem tvær konur sögðu að brotið hefði á sér.

Talað var um ger­enda­með­virkni og voru miklar vanga­veltur um það hver lær­dómur sam­fé­lags­ins hefði verið af fyrri metoo-­bylgj­unni árið 2017. Í þetta skiptið voru karlar hvattir til að taka meiri þátt í umræð­unni en á Twitter mátti sjá hol­skeflu af frá­sögn­um, aðal­lega kvenna, af kyn­­ferð­is­­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni.

Árin 2017 og 2018 gaf fjöldi starfs­­stétta og sam­­fé­lags­hópa út yfir­­lýs­ingar þar sem kyn­­ferð­is­­legu áreiti, ofbeldi og mis­­munun var mót­­mælt. Krafan var skýr: Konur vildu breyt­ing­­ar, að sam­­fé­lagið við­­ur­­kenndi vand­ann og hafn­aði núver­andi ástandi. Þær kröfð­ust þess að sam­verka­­menn þeirra tækju ábyrgð á gjörðum sínum og að verk­­ferlar og við­bragðs­á­ætl­­­anir yrðu gang­­sett­­ar.

Tæp­­lega 5.650 kon­ur úr ýmsum starfs­­stéttum sem lifa við margs konar aðstæður skrif­uðu undir áskorun þar sem þær settu fram kröfur sínar og deildu með þjóð­inni 815 lífs­reynslu­frá­sögn­um.

Leit­uðu til Stíga­móta

Nú, fjórum árum síð­ar, var metoo-­bylt­ingin vakin á ný og önnur bylgja hreyf­ing­ar­innar skall á með þunga. Það sem ein­­kenndi umræð­una síð­ast­liðið vor voru ákveðin von­brigði yfir því að sam­­fé­lag­ið, eða hluti þess og ekki síður fjöl­mið­l­­ar, stæði með ger­endum og gegn þeim sem stíga fram og greina frá ofbeldi.

Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir tals­kona Stíga­móta sagði í sam­tali við Stöð 2 í byrjun maí að margir hefðu leitað til sam­tak­anna í kjöl­far nýj­ustu metoo-­bylgj­unn­ar.

„Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vik­unni þegar það allt í einu verður vitni af rosa­legri ger­enda­með­virkni, vilja fólks til að stökkva á vagn­inn og trúa þeim sem er sak­aður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endi­lega og þekkja nokkuð mála­vext­i,“ sagði Stein­unn við Vísi.

Margir hefðu talið að sam­fé­lagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. „Og eðli­lega þegar það koma upp svona umræður um að brota­þolum sé ekki trú­að. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upp­lifir erf­iðar til­finn­ingar í kjöl­farið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augna­blik­in­u.“

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra tjáði sig um hina nýju bylgju og sagði að það væri í raun og veru dap­­­ur­­­legt að Íslend­ingar væru ekki kom­nir lengra þrátt fyr­ir #met­oo-­­bylgj­una sem reið hér yfir árið 2017.

„Það er auð­vitað margt búið að ger­­ast hvað varðar um­bæt­ur í lög­­­gjöf og í fyrra var til dæm­is sam­þykkt þings­á­lykt­un­­ar­til­laga um for­varn­ir gegn kyn­­ferð­is­­­legu of­beldi og áreiti, auð­vitað eru áhrif­in af því ekki enn kom­in fram og það verður að segj­­ast eins og er, að manni finnst þessi mál þok­ast gríð­ar­lega hægt. Því það er auð­vitað al­­gjör mein­­semd í sam­­fé­lag­inu að svona lagað tíðk­ist og á ekki að líðast,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

„Við kærum ekki því að rétt­­ar­­kerfið segir okkur að þegja“

Umræðan rataði í þing­sal í maí. „Enn og aftur er spurt: Af hverju kæra þessar konur ekki? Spurn­ingin ætti hins vegar að vera: Af hverju treystum við okkur ekki til að kæra?“ Þannig hóf Olga Mar­grét Cilia, vara­­þing­­maður Pírata, mál sitt undir liðnum störf þings­ins á Alþingi en þing­­menn VG og Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins lögðu líka orð í belg vegna þeirrar metoo-­­bylgju sem herj­aði á land­ann.

Gaf Olga Mar­grét nokkrar ástæður sem gott væri að hafa í huga. „Enda­­lausar sögur af lög­­­reglu­­fólki sem hlær þolendur kyn­­ferð­is­of­beldis út af lög­­­reglu­­stöð­inni. Dóm­­arar sem gefa beint og óbeint í skyn að þetta hafi verið okkur að kenna því að við drukkum of mik­ið. Kærum er vísað frá vegna skorts á sönn­un­­ar­­gögnum þó að við hefðum gert allt rétt, þ.e. það sem rétt­­ar­­kerf­inu finnst að við eigum að gera eftir að okkur er nauð­g­að; fara á neyð­­ar­­mót­tök­una, tala við lög­­­reglu og lækna og fá svo ávítur fyrir að hafa ekki verið nógu skýr­­ar. En það er bara svo­­lítið erfitt að vera skýr þegar heil­inn og lík­­am­inn er í áfalli. Það er líka svo­­lítið erfitt að vera skýr þegar ger­endur eru okkur svo nákomnir að við hættum á að missa allt okkar bak­land frá okkur ef við segjum eitt­hvað eða að starfs­­fer­ill okk­­ar, orð­­spor og fjár­­hags­­legt bak­land verði fyrir óaft­­ur­­kall­an­­legum skaða fyrir að segja frá,“ sagði hún.

„Við kærum ekki því að rétt­­ar­­kerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í sam­­fé­lag­inu. Ef við segjum frá erum við útskúf­aðar frá fjöl­­skyldum og vin­­um.“

Þing­maður dregur fram­boð til baka

Hin nýja bylgja hafði einnig áhrif á fram­boð þing­manna fyrir kosn­ing­arnar seinna um haust­ið. Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, þing­­maður Vinstri grænna, dró til að mynda fram­­boð sitt í for­vali flokks­ins í Reykja­vík til baka. Þar sótt­­ist hann eftir að vera í öðru sæti á lista flokks­ins í öðru hvoru Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­in­u. Áður hafði Kol­beinn sóst eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suð­­ur­­kjör­­dæmi en náði ekki þeim árangri sem hann sótt­­ist eftir þar.

Í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book sagði Kol­beinn að hann hefði sína djöfla að draga og að ýmis­­­legt væri óupp­­­gerð úr for­­tíð hans. „Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mik­illi van­líðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upp­­lifa sem óeðli­­lega. Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdá­un­­ar­vert að þær geri það og ég vona inn­i­­lega að gott komi út úr því. Á dög­unum var leitað til fagráðs VG með kvart­­anir vegna hegð­unar minn­­ar. Það ferli sem þá fór af stað opn­aði augu mín fyrir því að ýmis­­­legt hefur verið ábóta­vant í minni hegð­un.“

Ekki kom fram í stöð­u­­upp­­­færsl­unni hvað fólst í þeirri hegðun sem Kol­beinn sýndi af sér.

KSÍ á allra vörum

Stærsta mál árs­ins í þessum efnum er án efa KSÍ-­mál­ið. Það hófst þegar Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­­ari við Borg­­ar­holts­­skóla og for­­kona jafn­­rétt­is­­nefndar Kenn­­ara­­sam­­bands Íslands, henti sprengju inn í umræð­una með aðsendri grein sinni á Vísi í ágúst.

„Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem ger­endur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera ger­enda­­með­­­virk og fórna stúlkum og konum á alt­­ari keppn­iskar­la? Er það afstaða sem hreyf­­ingin vill standa fyr­ir?“ skrif­aði hún.

Vís­aði hún til frá­­­sagnar ungrar konu af kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010 en ger­end­­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­­menn Íslands í fót­­bolta. „Fleiri frá­­sagnir eru um lands­liðs­­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­­ferð­is­­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­­gengni þess­­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­­sælda meðal þjóð­­ar­inn­­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­­ars í grein­inni.

Grein Hönnu Bjargar vakti mikla athygli og sá KSÍ sig knúið til að senda út yfir­­lýs­ingu fjórum dögum síðar þann 17. ágúst þar sem því var hafnað að sam­­bandið tæki þátt í því að þagga niður ofbeld­is­­mál eða hylma yfir með ger­end­­um. Í yfir­­lýs­ing­unni sagði jafn­­framt að „dylgj­um“ um slíkt væri alfarið vísað á bug.

Mis­vísandi ummæli for­manns­ins

Guðni Bergs­­­son, þáver­andi for­­maður KSÍ, sagði í sam­tali við fjöl­miðla dag­ana 25. og 26. ágúst að sam­­­bandið hefði ekki fengið inn á sitt borð til­­­kynn­ingar um að leik­­­menn lands­liða Íslands hefðu und­an­farin ár beitt ein­hvers konar ofbeldi. „Við höfum ekki fengið neinar til­­­kynn­ingar né ábend­ingar um slíkt inn á okkar borð síðan ég tók við for­­­mennsku en hins vegar erum við með­­­vituð um frá­­­sagnir á sam­­­fé­lags­mið­l­u­m,“ sagði hann við Frétta­­­blað­ið.

Í Kast­­­ljós­við­tali á RÚV end­­­ur­tók Guðni þá stað­hæf­ingu að engar kvart­­­anir eða til­­­kynn­ingar um kyn­­­ferð­is­brot hefðu komið inn á borð KSÍ. „Okkur er mjög umhugað um öryggi okkar iðk­enda og almenn­ings og hegðun okkar iðk­enda gagn­vart umhverf­inu. Við höfum vissu­­­lega ekk­ert farið var­hluta af þeirri umræðu sem hefur verið upp á síðkastið og und­an­farin ár, við tökum mið af því, en við verðum að fá ein­hvers konar til­­­kynn­ingu eða eitt­hvað slíkt, frá vitnum eða þolend­um, og ef það ger­ist gætum við þess að þol­and­inn fái ákveðna aðstoð og hjálp og við tökum á því af ábyrgð og festu, og við stöndum svo sann­­­ar­­­lega gegn öllu ofbeldi, ekki síst kyn­bundnu og kyn­­­ferð­is­of­beldi, við gerum það.“

Guðni Bergsson Mynd: Úr safni

Guðni sagði enn fremur að gagn­rýni á KSÍ vegna þessa væri ómak­­­leg. Eftir krísufund stjórnar KSÍ vegna máls­ins í lok ágúst sagði Guðni af sér for­­­mennsku eftir að hafa gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2017 og sagði stjórnin af sér stuttu síð­ar.

„Fíla-­­fokk­ing-hjörð út um allt í öllum her­bergj­um“

Hanna Björg sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun sept­em­ber að ástandið innan KSÍ væri verra en hún héldi. Hún vakti máls á því að ýmsir hefðu vitað af þessum atvikum sem um ræð­ir, til að mynda íþrótta­f­rétta­­fólk. „Það vissu þetta all­­ir. Það er ekki bara bleikur fíll í her­berg­inu – það er fíla-­­fokk­ing-hjörð út um allt í öllum her­bergjum og það er gengið undir hann og bak við hann. Þetta er sam­­trygg­ingin – þetta er feðra­veld­ið. Sam­­trygg­ing­in, ger­enda­­með­­­virknin og kven­­fyr­ir­litn­ingin sem er í raun kven­hat­­ur. Af því að þetta er svo alvar­­legt. Við erum að tala um hópnauð­g­un.“

Hanna Björg Mynd: hannarakelphotography

Hún sagði að vanda­­málið væri út um allt. „Kyn­­ferð­is­of­beldið er ljótasta birt­ing­­ar­­myndin af mis­­rétt­inu og kúg­un­inni en það er stutt af annarri kven­­fyr­ir­litn­ingu og þannig normalíser­að. Og þetta hangir allt sam­­an. Óvirð­ing gagn­vart konum er kerf­is­bundin og með­­­virknin með ofbeldi gegn þeim hefur verið sam­­fé­lags­­lega sam­­þykkt.“

Ekki er nóg að krakkar fái fræðslu heldur þurfa kenn­­arar einnig að fá hana, að mati Hönnu Bjarg­­ar. „Sko, það kemur mér svo á óvart að stjórn­­­mála­­fólk hikar við að segja að mis­­rétti sé ekki í boði. Orð frá fólki sem hefur völd hafa svo mikið að segja.“

Vit­neskja um fjórar frá­sagnir

Síðan dró til tíð­inda í KSÍ-­mál­inu í byrjun des­em­ber en þá lágu fyrir nið­ur­stöður úttektar á við­brögðum og máls­­með­­­ferð KSÍ vegna kyn­­ferð­is­of­beld­is­­mála sem tengst hafa leik­­mönnum í lands­liðum Íslands fyr­ir.

Í úttekt­inni kom fram að vit­­neskja hefði verið innan KSÍ um alls fjórar frá­­sagnir um að leik­­menn eða aðrir sem starfa fyrir sam­­bandið hefðu beitt kyn­bundnu eða kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi árin 2010 til 2021.

Nefndin taldi ljóst að KSÍ hefði brugð­ist strax við þremur þess­­ara frá­­­sagna. Ann­að­hvort með því að leik­­mað­­ur­inn sem átti í hlut hefði verið sendur heim úr lands­liðs­verk­efnum eða þannig að við­kom­andi hefði ekki starfað aftur fyrir hönd KSÍ.

Í skýrslu úttekt­­ar­­nefnd­­ar­innar voru gerðar athuga­­semdir við að upp­­lýs­ingar sem þáver­andi for­­maður KSÍ, Guðni Bergs­­son, veitti fjöl­miðlum og almenn­ingi í ágúst síð­­ast­liðnum um vit­­neskju KSÍ af frá­­­sögn um ofbeld­is­­mál hefðu verið vill­andi enda hefði for­­mað­­ur­inn á sama tíma haft vit­­neskju um frá­­­sögn starfs­­manns KSÍ um alvar­­legt kyn­­ferð­is­of­beldi gagn­vart tengda­dóttur starfs­­manns. Yfir­­lýs­ing­­arnar hefðu heldur ekki sam­ræmst vit­­neskju um eldri til­­kynn­ingu frá árinu 2018 um kæru á hendur öðrum leik­­manni vegna ofbeld­­is.

Úttekt­­ar­­nefndin taldi ekki til­­efni til að full­yrða að fram­­ganga stjórn­­­ar, fram­­kvæmda­­stjóra eða ann­­arra starfs­­manna KSÍ um málið bæri ein­­kenni þögg­unar og/eða nauð­g­un­­ar­­menn­ingar umfram „það sem almennt ger­ist í íslensku sam­­fé­lag­i“.

Fyrir lægi að stjórn­­­ar­­fólk, fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ og starfs­­fólks sem kom að mál­inu hefði gert „veru­­legar athuga­­semdir við þær yfir­­lýs­ingar sem for­­maður þáver­andi lét frá sér“.

Metoo-hreyf­ingin komin til að vera?

Að öðru leyti taldi nefndin ekki for­­sendur til þess að segja að fyrir hendi væru atvik í for­­mann­s­­tíð Guðna Bergs­­sonar sem bæru sér­­­stök ein­­kenni þögg­unar og nauð­g­un­­ar­­menn­ing­­ar. Úttekt­­ar­­nefndin hefði til dæmis engin gögn fundið eða aðrar vís­bend­ingar fengið sem gæfu til kynna að KSÍ hefði boðið kær­anda í ákveðnu máli sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagna­­skyld­u­­samn­ing eða komið með öðrum hætti að slíkum til­­­boð­­um.

Úttekt­­ar­­nefndin gerði þó athuga­­semd við að Geir Þor­­steins­­son þáver­andi for­­maður KSÍ hefði árið 2016 leitað til almanna­teng­ils í kjöl­far þess að hann frétti af því að lög­­regla hefði verið kölluð að dval­­ar­­stað lands­liðs­­manns með grun­­semd um heim­il­is­of­beldi.

Guðni Bergs­­son sagði í yfir­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kjöl­farið að hann hefði borið ábyrgð á við­brögðum sam­­bands­ins, vegna þeirra ofbeld­is­­mála sem komu upp í for­­mann­s­­tíð hans. Sömu sögu væri að segja um miðlun upp­­lýs­inga til fjöl­miðla og almenn­ings. „Þar hefði ég getað gert bet­­ur.“

Eitt er ljóst eftir atburði árs­ins 2021 að metoo-hreyf­ingin er komin til að vera og að enn munu konur halda áfram að velta við steinum með því að greina frá reynslu sinni og krefj­ast breyt­inga á meðan sam­fé­lagið tekur stakka­skipt­um. Við sjáum til hvað mun bíða íslensks sam­fé­lags árið 2022 í metoo-­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar