17 færslur fundust merktar „upplýsingamál“

Margrét Gunnarsdóttir
Hvíta húsið, UNESCO og endurbætt rannsóknamat
24. október 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
27. júní 2022
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
25. október 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Internetið hefði aldrei átt að verða til (að minnsta kosti í núverandi mynd)
5. ágúst 2021
Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Borgarbyggð skikkuð til að afhenda íbúa endurskoðunarskýrslu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skikkað Borgarbyggð til þess að afhenda íbúa í sveitarfélaginu skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarstjórnina undir lok síðasta árs. Oddviti minnihluta sveitarstjórnar segir það hið besta mál.
21. júlí 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson fékk bréf frá Samherja eftir viðtalið við Stundina
Kjarninn hefur fengið staðfestingu á því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk sent erindi frá Samherja í kjölfar þess að viðtal við hann í Stundinni birtist í aprílmánuði. Erindið fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
2. júní 2021
Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 12. maí. Hér sjást Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Engin formleg gögn til um afhendingu skýrslu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins
Kjarninn falaðist eftir því að fá gögn um samskipti starfsmanna ráðuneytis við blaðamenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins vegna skýrslu sem þessir miðlar fengu afhenta en Kjarnanum var synjað um. Engin formleg gögn eru til, segir ráðuneytið.
31. maí 2021
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki
Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.
10. apríl 2021
Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Vilji löggjafans að almenningur hafi rétt til upplýsinga um starfsmannamál RÚV
Ríkisútvarpið mun þurfa að veita almenningi upplýsingar um starfsmannamál sín rétt eins og um stjórnvald væri að ræða, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.
12. nóvember 2020
Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir
Víða um heim er reynt að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar með ýmsum hætti, til dæmis með því að brjótast inn í kerfi, spilla með veirum, dreifa áróðri og fölsuðum upplýsingum. Hver er staða þessara mála á Íslandi?
1. nóvember 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
23. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
22. október 2020
Þórný Hlynsdóttir
Píratadrottningin og hakkarinn
21. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
20. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
19. október 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
5. júní 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
29. maí 2020