Auglýsing

Júní 2010. Lands­virkjun og þáver­andi eig­endur álvers­ins í Straums­vík gera með sér nýjan orku­sölu­samn­ing. Hann gildir til árs­ins 2036 og um er að ræða fyrsta samn­ing­inn sem Lands­virkjun gerði við álf­ram­leið­anda hér­lendis þar sem að teng­ing við álverð var afnum­in. Með því færð­ist mark­aðs­á­hættan af þróun á álmark­aði frá selj­and­an­um, Lands­virkjun sem er í eigu íslenskrar þjóð­ar, og yfir til kaup­and­ans, alþjóð­legs stór­fyr­ir­tæk­is. Um er að ræða eitt mesta fram­fara­skref í orku­sölu­sögu íslenskrar þjóð­ar. Í því fólst að nýt­ing auð­lindar sem við fórnum nátt­úru til að beisla orku úr skilar okkur sem þjóð meiri ábata, en ábati kaup­and­ans, sem enn er mik­ill, dróst sam­an. 

Ágúst 2015. Starfs­menn álvers­ins í Straums­vík fá sent bréf frá for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins þar sem rekstr­ar­erf­ið­leikum er lýst og afstaða þess í þá yfir­stand­andi kjara­við­ræðum við starfs­­menn sett í sam­hengi við þá stöðu. Í þeim við­ræðum vildi ISAL, sem rekur álver Rio Tinto hér­lend­is, breyta hluta af störfum starfs­­manna úr föstum störfum í verk­töku og borið fyrir sig sam­keppn­is­­sjón­­ar­mið. Í bréf­inu stóð orð­rétt: „Staða á mörk­uðum er slæm og hefur versnað veru­­lega frá ára­­mót­­um. Heims­­mark­aðs­verð á áli hefur lækkað mikið og það á einnig við um mark­aðs­­upp­­bæt­­ur, sem eru hluti af verð­inu sem við fáum fyrir álið. Eft­ir­­spurn er langt undir áætl­­un­­um. Sam­an­lögð áhrif þessa á sölu­­tekjur ISAL eru harka­­leg. Og þar sem orku­verð ISAL er ekki lengur tengt við álverð þolum við lágt álverð miklu verr en áður.“

Auglýsing
Nóvember 2015. Kjara­deila starfs­manna Rio Tinto í Straums­vík nær hápunkti. Þáver­andi tals­maður Rio Tinto á Íslandi sagði við fjöl­miðla að ekki væri sjálf­gefið að álverið myndi opna aftur ef því yrði lokað vegna boð­aðra verk­falla starfs­manna sem vildu ekki gefa frá sér þau rétt­indi sem fylgja því að vera fast­ráð­inn starfs­mað­ur, og ger­ast verk­tak­ar. 

Samn­inga­nefnd starfs­manna aflýsti verk­fall­inu og bar fyrir sig að ekki væri raun­veru­legur samn­ings­vilji fyrir hendi hjá Rio Tinto. Í yfir­lýs­ingu frá verka­lýðs­fé­lag­inu Hlíf sagði að ítrekað hefðu komið fram „hót­anir þess efnis að álver­inu verði lokað og sök­inni þá skellt á starfs­fólkið fyrir að sækja lög­bund­inn rétt sinn og kjara­bæt­ur[...]Það er því starfs­fólk­inu þung­bært að upp­lifa sig sem leiksoppa í hags­muna­tafli Rio Tinto gegn launa­fólki víðs­vegar um heim­inn.“

Apríl 2016. Nýr kjara­samn­ingur und­ir­rit­aður. Álver­inu var ekki lok­að.

Júlí 2019. Slökkt er á einum af þremur kerskálum álvers­ins vegna þess að ljós­bogi mynd­að­ist. 

Jan­úar 2020. Greint er frá því að álverið muni draga úr fram­leiðslu sinni um 15 pró­sent á árinu vegna erf­iðrar stöðu á álmörk­uðum erlend­is. Þar hafa kín­versk fyr­ir­tæki tekið til sín sífellt stærri hlut­deild af mark­aðnum og álverð lækk­aði um alls tíu pró­sent í fyrra. 

12. febr­úar 2020. Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins birt­ist frétt um að for­svars­menn Rio Tinto hafi fundað með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þess að þeir meti sem svo að raf­orku­samn­ing­ur­inn frá 2010 „þrengi svo að starf­­sem­inni að ekki verði við unað.“ Skömmu síðar birt­ist til­kynn­ing á vef Rio Tinto á Íslandi að til greina komi að loka álver­inu. Fréttir ber­ast svo af því að móð­ur­fé­lagið Rio Tinto í Sviss standi í vegi fyrir því að nýr kjara­samn­ing­ur, sem búið sé að gera í sátt milli stjórn­enda hér­lendis og full­trúa starfs­manna, verði und­ir­rit­að­ur. 

Þekktar leiðir til að færa hagnað

Raf­orku­samn­ing­ur­inn milli Lands­virkj­unar og Rio Tinto er með ýmis kon­ar ábyrgðum. Það þýðir að móð­ur­fé­lag­ið, Rio Tin­to, þyrfti alltaf að greiða fyrir raf­magnið út samn­ings­tím­ann jafn­vel þótt álver­inu yrði lok­að. Í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins fyrir nokkrum árum kom fram að áætlað sé að raf­orku­kaup álvers­ins á samn­ings­tím­anum gætu numið allt að 300 millj­örðum króna. Tap­rekstur þess þyrfti því að vera meira en sem nemur þeirri upp­hæð svo það myndi borga sig að loka álver­inu. Vand­séð er að svo verð­i. 

Þrátt fyrir að tap hafi verið á eig­in­legum rekstri álvers­ins í Straums­vík mörg ár í röð þá verður að hafa í huga að á hverju ári greiðir rekstr­ar­fé­lagið á Íslandi móð­ur­fé­lagi sínu í Sviss erlendis háar greiðslur fyrir tækni­lega þekk­ingu og þjón­ustu, sam­eig­in­lega stýr­ingu og stjórn­un, vegna ábyrgð­ar­gjalds vegna til­tek­inna skuld­bind­inga, vegna kaupa á súráli (að­al­hrá­efnið sem álið er unnið úr) og kaup á raf­skaut­um. Árlega nema þessar greiðslur millj­örðum króna.

Þetta er í takti við það sem önnur alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki í orku­frekum iðn­aði, sem eru með starf­semi hér­lend­is, gera ítrek­að. Þau eiga í miklum inn­byrðis við­skiptum við móð­ur­fé­lagið eða tengd félög og geta þar með bók­fært greiðslur til móð­ur­fé­lag­anna sem kostn­að. Slík fræði snú­ast um að lág­marka sýndan hagnað og þar með er hægt að kom­ast hjá því að greiða skatta af starf­sem­inni á Ísland­i. 

Auglýsing
Hjá Alcoa á Reyð­ar­firði, stærsta ein­staka kaup­anda af raf­orku á Íslandi, hefur fyr­ir­komu­lagið til að mynda þannig að álverið þar hefur að mestu verið fjár­magnað af móð­ur­fé­lagi í Lúx­em­borg. Móð­ur­fé­lagið gat þá ráðið því hversu háir vextir voru á þeim lánum og flutt hagnað úr landi sem end­ur­greiðslu á láni. Á átta ára tíma­bili eftir að Alcoa hóf starf­semi á Íslandi greiddi fyr­ir­tækið 60 millj­arða króna í vexti af lánum sínum við tengd félög. Þannig mynd­að­ist aldrei neinn bók­halds­legur hagn­aður hjá íslenska fyr­ir­tæk­inu og það greiddi ekki neina fyr­ir­tækja­skatta. Þvert á móti mynd­ast gríð­ar­legt upp­safnað skatta­legt tap, upp á tugi millj­arða króna, sem hægt er að nota til að forð­ast að greiða fram­tíð­ar­skatta líka. Sett voru lög til að tak­marka þessar vaxta­greiðslur fyrir nokkrum árum.

Þessi skatta­snið­ganga er kölluð þunn eig­in­fjár­mögn­un. Og er krabba­mein í íslensku sam­fé­lagi sem færir rétt­mætar skatt­greiðslur sem nýt­ast ættu í upp­bygg­ingu íslensks sam­fé­lags og fyrir íbú­ana alla, í vasa hlut­hafa alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja.

Norð­urál ræður sér stað­göngu­tals­menn

Árið er 1997. Norð­urál gerir samn­ing við Lands­virkjun um orku­kaup. Inni­haldið er trún­að­ar­mál en nokkuð almenn vit­neskja var um það á meðal þeirra sem kynntu sér málið að þar væri um að ræða lægstu greiðslur stórnot­anda fyrir raf­magn til Lands­virkj­un­ar. Sá samn­ingur átti að renna út árið 2019. 

Árið er 2015. Við­ræður standa yfir um nýjan samn­ing milli Norð­ur­áls og Lands­virkj­un­ar. Þegar líður á það ár fer að fær­ast veru­leg harka í þær við­ræð­ur. Norð­urál fór að tefla fram íslenskum mark­aðs­ráð­gjafa fyrir sig. Sá setti á fót vett­vang á borð við „Auð­lind­­­irnar okk­­­ar“ á Face­book, og vef­­mið­il­inn Vegg­ur­inn.is og hélt þar úti áróðri sem féll að mark­miðum Norð­ur­áls. Hann skrif­ar auk þess pistla á vef mbl.is, aðal­lega með hags­munum stór­iðju, en sjaldn­ast með þeim for­merkj­um. Í skrifum mark­aðs­ráð­gjafans og ann­­­arra á þessum síðum var talað fyrir lægra orku­verði til stór­iðju, lengri orku­­­sölu­­­samn­ingum og gegn lagn­ingu sæstrengs til­ Bret­lands. 

Hann var líka einn stofn­enda vett­vangs­ins „Orkan okk­­ar“ sem barð­ist í fyrra, með nokkuð góðum árangri um tíma, gegn gegn inn­­­leið­ingu þriðja orku­­pakk­ans.

Í des­em­ber 2015 greip Lands­virkjun til þess óvenju­lega ráðs að halda blaða­manna­fund og tala opin­skátt um það að stjórn­endur rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins teldu að eig­endur Norð­ur­áls, hrá­vöruris­inn Glencore, væri á bak við þau meðul sem verið væri að beita í umræðum um nýjan orku­sölu­samn­ing. Til­gang­ur­inn væri að halda raf­orku­verði lágu. For­stjóri Lands­virkj­unar benti þar á að raf­­orku­­samn­ingar Lands­­virkj­un­ar væru á meðal stærstu samn­inga sem gerðir væru í íslensku við­­skipta­­lífi og virð­i þeirra á tíu ára tíma­bili væru sam­an­lagt um 500 til 600 millj­­arðar króna. Um gríð­ar­lega hags­muni íslenskrar þjóðar væri því að ræða. 

Maí 2016. Lands­virkjun og Norð­urál semja um nýjan raf­orku­sölu­samn­ing sem er ekki lengur tengdur þróun álverðs. Áhættan af því færð­ist yfir á kaup­and­ann af íslenskum skatt­greið­end­um. Og verðið hækk­aði, íslensku sam­fé­lagi til hags­bóta. End­ur­nýj­aður samn­ingur tók gildi í októ­ber í fyrra og gildir til loka árs 2023. 

Gerð­ar­dómur sem eng­inn var sáttur með

Árið er 1975. Norska fyr­ir­tækið Elkem gerir samn­ing um raf­orku­kaup á Íslandi svo það geti byggt hér járn­blendi­verk­smiðju. Inni­falið í verð­inu sem samið er um er kostn­aður við flutn­ing. Hann lendir á selj­and­anum Lands­virkj­un, fyr­ir­tæki í eigu skatt­greið­enda. Elkem er fjórði stærsti kaup­andi af orku á Íslandi á eftir álver­unum þrem­ur. Samn­ing­ur­inn átti að gilda í 40 ár frá fyrsta afhend­ing­ar­degi raf­magns, sem var í mars 1979. Hann rann því út í fyrra. Elkem hafði þá hagn­ast á honum umfram öll eðli­leg við­skipta­við­mið í fjóra ára­tug­i. 

Samn­inga­við­ræður um nýjan samn­ing hófust árið 2015 en skil­uðu ekki nið­ur­stöðu. Ákveðið var að virkja ákvæði sem gerði Elkem kleift að fram­lengja samn­ing­inn um tíu ár með því að skjóta mál­inu til gerð­ar­dóms. 

Auglýsing
Júní 2019. Gerð­ar­dóm­ur­inn birtir nið­ur­stöðu sína. Inni­hald hans er trún­að­ar­mál en ljóst má vera að um Salómons­dóm var að ræða. Hvor­ugur samn­ings­að­il­inn er ánægður með nið­ur­stöð­una. Lands­virkjun finnst verðið of lágt, Elkem finnst það of hátt. 

Nú lætur verka­lýðs­for­ingi á Akra­nesi eins og að Lands­virkjun stjórn­ist af græðgi líkt og um sé að ræða fyr­ir­tæki í eigu einka­að­ila sem hefur það eitt að mark­miði að fóðra vasa hlut­hafa sinna, vegna samn­inga þess við stóð­iðju á áhrifa­svæði hans. 

Þannig vill þó til að Lands­virkjun er í eigu allra lands­manna og arði fyr­ir­tæk­is­ins er skilað til þeirra í gegnum rík­is­sjóð. „Græðgi“ Lands­virkj­unar er mark­mið um að skila fleiri krónum til íslensks almenn­ings fyrir nýt­ingu nátt­úru­auð­linda í hans eigu. Á árinu 2018 hagn­að­ist Lands­virkjun um 14 millj­arða króna og arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins hafa aldrei verið hærri en í fyrra. Í nán­ustu fram­tíð áætlar það að greiða 10 til 20 millj­arða króna á ári í arð til eig­anda síns. Til stendur að þessar arð­greiðslur myndi grunn fyrir Þjóð­ar­sjóð sem í á að vera um 500 millj­arðar króna eftir tæpa tvo ára­tugi. Ef ekki næst saman um Þjóð­ar­sjóð þá fara þær ein­fald­lega í rík­is­sjóð. 

Þessar arð­greiðslur vill verka­lýðs­for­ing­inn skerða vegna þess að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki sem stjórn­ast sann­ar­lega ein­vörð­ungu á græðgi og hafa það eitt að mark­miði að fóðra vasa hlut­hafa sinna, hóta að loka verk­smiðjum sem eru bundin í raf­orku­samn­ingum til margra ára. 

Veg­ferð Sam­taka iðn­að­ar­ins

Á sömu nótum tala Sam­tök iðn­að­ar­ins. Und­an­farið hafa þessi heild­ar­sam­tök iðn­aðar á Íslandi, með yfir 1.400 fyr­ir­tæki og félög sjálf­stæðra atvinnu­rek­enda inn­an­borðs, tekið upp stefnu sem virð­ist mótuð af hags­munum nokk­urra alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja sem kaupa orku á Íslandi til að fram­leiða ál. 

Þar er talað fyrir því að raf­orku­fram­leið­andi í eigu íslenskra skatt­greið­enda tryggi þessum aðilum lægra verð, og þar af leið­andi dragi úr arð­semi sinni, og skili færri krónum í rík­is­sjóð. Krónum sem meðal ann­ars ættu að nýt­ast til að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ingar sem skapa atvinnu fyrir arki­tekta, verk­fræð­inga, iðn­að­ar­menn og vinnu­véla­eig­end­ur, sem allir eiga aðild að Sam­tökum iðn­að­ar­ins. 

Þeim krónum er líka hægt að beita í þágu hug­verka­geirans. Í nýsköp­un, til að styðja við sprota­starf­semi eða til að draga úr álögum á öll fyr­ir­tæki á Íslandi. Hefur Tann­smiða­fé­lag Íslands hag af því að íslenskir skatt­greið­endur afhendi alþjóð­legum stór­fyr­ir­tækjum græna orku undir mark­aðsvirði? Hefur Félag snyrti­fræð­inga slíkan hag? Sam­tök félaga í grænni tækni? Eða öll hin aðild­ar­fé­lög Sam­taka iðn­að­ar­ins? 

Svarið er nei. Það eru heild­ar­hags­munir íslenskra stjórn­valda, íslensks atvinnu­lífs, íslenskra heim­ila, íslenskrar þjóðar að sem hæst verð fáist fyrir þá orku sem seld er til þeirra örfáu stór­iðju­fyr­ir­tækja sem hér starfa og kaupa 80 pró­sent af allri orku sem við fram­leið­u­m. 

Það að tefla raf­orku­reikn­ingi heim­il­anna, bak­ar­anum eða gróð­ur­húsa­eig­and­anum fyrir sig í orð­ræðu fyrir því að lækka allt raf­orku­verð er ein­fald­lega ekk­ert annað en ómerki­legur hræðslu­á­róður til að reyna að auka arð­semi hlut­hafa Rio Tin­to, Alcoa, Glencore og Elkem. Þar lendir ávinn­ing­ur­inn.  

Það var ekki miðað byssu á neinn

Samn­ingar sem Lands­virkjun gerir við raf­orku­kaup­endur eru ekki gerðir með því að miða byssu á höfuð við­semj­enda og neyða þá til að skrifa und­ir. Þeir eru gerðir eftir að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki, með veltu sem er sam­an­lagt marg­föld velta íslenska þjóð­ar­bús­ins árlega, taka kalda og yfir­veg­aða ákvörðun um að það sé fjár­hags­lega hag­kvæmt fyrir sig að gera nýjan raf­orku­samn­ing við Lands­virkjun um kaup á raf­orku.

Það er þekkt aðferð stór­fyr­ir­tækja í alþjóð­legri starf­semi að beita fyrir sig hót­unum um lok­an­ir. Að stilla upp málum þannig að ef ekki verði látið undan kröfum þeirra að hlut­deild þeirra í hagn­aði verði meiri þá muni það bitna á hund­ruð starfs­manna. Þau hika ekki við að blanda sér í stjórn­mál þeirra landa þar sem þeir starfa til að tryggja hags­muni sína og virð­ast til­búin að borga undir allskyns stað­geng­ils-hópa sem vinna að því að styrkja stöðu þeirra, til dæmis með því að úti­loka aðra stór­kaup­endur að orku. Lyk­il­at­riðið er að ásýnd and­stöð­unnar sé mann­eskju­legri og heim­ótt­ar­legri en raun­veru­legt mark­mið henn­ar, sem er ágóði alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja. 

Þarna eru engar til­finn­ingar að baki, bara ískaldir hags­mun­ir, og það er hægt að skilja þessa aðferð­ar­fræði út frá þeim sjón­ar­hóli. En það eru aldrei, aldrei, aldrei hags­munir íslenskrar þjóðar að gefa eftir gagn­vart þeim. 

Ára­tugum saman seldum við orku til stórnot­enda langt undir eðli­legu verði. Þeir mok­græddu. Síð­ast­lið­inn ára­tug hefur verið end­ur­samið við hluta þeirra og Ísland tekið sér stærri hlut í ágóða virð­is­keðj­unnar ásamt því að áhætta af sveiflum á mark­aði var flutt yfir á kaup­and­ann, líkt og eðli­legt er.

Ástæða þess að álver­in, og tals­menn þeirra, tala nú um óveð­ur­ský er ekki vegna þess að orku­sala hér­lendis sé svo dýr, heldur vegna þess að mark­aðir fyrir vöru þeirra hafa verið að gefa eft­ir. Þá vilja þeir að íslenskur almenn­ingur taki á sig högg­ið, ekki hlut­hafar eig­enda álver­anna. Þar skiptir mestu máli að Kín­verjar hafa stór­aukið álf­ram­leiðslu á und­an­förnum árum og eru nú með um helm­ing mark­að­ar­ins. Varla er ein­hver dóms­dags­spá­mann­anna, sem vilja nota orku til að nið­ur­greiða verk­smiðju­störf, í alvöru á þeirri skoðun að Ísland eigi að fara að keppa við Kína þegar kemur að verði á raf­orku eða launum starfs­fólks? Ef svo er þá erum við að breyta eðli íslensks sam­fé­lags. Það má líka benda á að hag­kvæmara yrði fyrir Lands­virkjun að taka alla starfs­menn allra stór­iðju­fyr­ir­tækj­anna sem hóta að hætta starf­semi hér á launa­skrá og veita þeim ríf­lega launa­hækkun fyrir það að gera ekk­ert, frekar en að láta undan þrýst­ingi og gefa eftir arð­semi af þegar und­ir­rit­uðum orku­sölu­samn­ing­um.

Nýlenda eða sjálf­stæð þjóð?

Ef sú leið yrði farin að gefa eftir tekjur íslensks sam­fé­lags af nýt­ingu orku­auð­lind­ar­innar til að skapa stór­iðju­störf þá erum við nýlenda alþjóð­legra auð­hringja, ekki sjálf­stæð þjóð. Þau fá þá leyfi til að arð­ræna okk­ur. Hirða hagn­að­inn af nýt­ingu auð­lindar okk­ar, ekki ósvipað og við höfum heim­ilað nokkrum fjöl­skyldum að hirða obba hans vegna nýt­ingar á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni. Það hlýtur að vera sam­eig­in­legt mark­mið okkar allra að hámarka þann arð sem við fáum af auð­linda­nýt­ingu með lang­tíma­hags­muni þjóðar að leið­ar­ljósi. 

Ágætur maður spurði mig nýverið hver ætti auð­lind­ir? Hann svar­aði eigin spurn­ingu og sagði að það væru þeir sem stinga hagn­að­inum af nýt­ingu þeirra í vas­ann í lok hvers dags. Ef það er Lands­virkjun þá er íslenska þjóðin eig­andi þeirra. Ef það eru Rio Tin­to, Alcoa, Glencore, Elkem eða hinir stór­kaup­end­urnir þá eru eig­endur íslenskra orku­auð­linda hlut­hafar þeirra stór­fyr­ir­tækja.

Það blasir við hvort er eft­ir­sókn­ar­verð­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari