Auglýsing

Viku fyrir jól var ákveð­ið, nokkuð óvænt, að end­ur­ræsa sölu­ferli á hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka. Það var óvænt vegna þess að það geisar heims­far­ald­ur.

Ákvörð­unin var meðal ann­ars rök­studd með því að hluta­bréfa­mark­aðir hafi verið að hækka, bæði hér­lendis og erlend­is, og sagt að það bendi til þess að nú sé góður sölu­tími. Þar var þó ekki horft til þess að út um allan heim er verið að prenta pen­inga í áður óþekktu magni til að halda kerfum gang­andi á meðan að far­ald­ur­inn gengur yfir. Fyrir vikið er fátt eðli­legt við starf­semi mark­aða. Þeir stjórn­ast ekki að uppi­stöðu af venju­legu fram­boði og eft­ir­spurn heldur lit­ast af því að mjög ódýru fjár­magni er dælt inn á þá. 

Vegna þessa hafa mynd­ast eigna­bólur út um allan heim, aðal­lega á hluta­bréfa- og fast­eigna­mörk­uð­um. Það er enda ekk­ert annað ríki í hinum vest­ræna heimi að standa í sölu á rík­is­eignum sem stend­ur. 

Alþjóð­lega má til að mynda benda á hækk­anir á bréfum í bíla­fram­leið­and­anum Tesla sem ýkt dæmi um þessa stöðu. Þau hækk­uðu um yfir 700 pró­sent á einu ári og á blaði er Tesla nú meira virði en Toyota, Volkswa­gen, General Motors, Ford, Fiat Chrysler, Nissan og Daim­ler til sam­ans. Samt seldi Toyota tíu millj­ónir bíla í fyrra en Tesla ein­ungis 367.500. Og hagn­aður Toyota var sex sinnum meiri á þriðja árs­fjórð­ungi síð­asta árs en sam­an­lagður hagn­aður Teslu á fimm árs­fjórð­ung­um. Það er aug­ljós­lega eitt­hvað annað en hin ósýni­lega hönd mark­að­ar­ins sem stýrir svona þró­un. 

Hér heima hækk­aði úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­innar um 61,4 pró­sent frá 23. mars og til loka síð­asta árs. Ekk­ert í und­ir­liggj­andi rekstri þeirra félaga sem mynda hana útskýrir þessa mikla hækk­un. Á síð­asta ári hækk­aði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 7,7 pró­sent. Í miðri kreppu. 

Auglýsing
Líklegra er að tíma­bundið bann á fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða erlendis hafi ýtt þeim út í frek­ari kaup á íslenskum hluta­bréf­um. Og að skörp lækkun á vöxtum hafi ýtt fjár­magni sem hefur fengið að malla í verð­tryggðum hávaxt­ar­þæg­indum ára­tugum saman í áhættu­sam­ari fjár­fest­ing­ar. Þá hafa ýmsar efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar ýtt undir fýsi­leika þess að fjár­festa í ákveðnum hluta­bréf­um. Gríð­ar­lega umfangs­mik­il, og fjöl­þætt, rík­is­að­stoð við Icelandair í aðdrag­anda hluta­fjár­út­boðs þess félags í fyrra stendur þar upp úr. Að end­ingu er ekki hægt að líta fram­hjá því að sparn­aður ein­stak­linga sem hafa haldið vinnu og tekjum í gegnum far­ald­ur­inn hefur stór­aukist, sem eykur líkur á því að fleiri leiti færa til að finna betri ávöxtun á þann sparnað en býðst á inn­láns­reikn­ingum banka. Allt ofan­greint vinnur saman að því að skapa nokk­urs­konar þving­aða eft­ir­spurn eftir fjár­fest­ingu í hluta­bréf­um. 

Athygl­is­vert er að einu erlendu leik­end­urnir á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði sem máli skipta, vog­un­ar­sjóðir í eig­enda­hópi Arion banka, hafa verið að draga hratt úr fjár­fest­ingum sínum hér­lend­is. Þeir virð­ast ekki sjá þau tæki­færi á íslenska mark­aðnum sem okkur er sagt að séu til stað­ar.

Er of mikil áhætta fyrir ríkið að eiga banka?

Önnur rök­semd­ar­færsla sem er gefin fyrir því að selja hlut rík­is­ins í Íslands­banka er að því fylgi of mikil áhætta fyrir ríkið að eiga fjár­mála­fyr­ir­tæki og að binda fé í þeim eign­ar­hlut­um. Eign­ar­hald íslenska rík­is­ins á bönkum sé hlut­falls­lega það hæsta í Evr­ópu. „Myndi ríkið eyða 300-400 millj­örðum króna í að kaupa banka“ heyr­ist oft hjá þeim sem vilja að ríkið selja sig út úr bönk­unum tveimur sem það á. 

Því fylgir vissu­lega áhætta að eiga banka. Sú áhætta felst aðal­lega í því að bank­inn geti lent í rekstr­ar­vand­ræð­um. Ýmsar aðstæður geta skapað slík vand­ræði. Bank­inn getur til að mynda sýnt of litla varúð og verið með of lítið eigið fé til að takast á við áföll. Lána­söfn hans geta líka súrnað vegna ytri aðstæðna, eins og kór­ónu­veiru­far­ald­urs, eða vegna þess að hann lánar lélegum lán­tökum of mikið af pen­ingum í léleg verk­efn­i. 

En það liggur líka fyr­ir, sama hver á íslensku bankana, þá er óform­leg rík­is­á­byrgð á íslenska fjár­­­mála­­kerf­inu. Það hefur ein­fald­­lega sýnt sig að það fær ekki að falla. Síð­­­ast þýddi það neyð­­ar­laga­­setn­ingu, yfir­­­töku á inn­­­lendri starf­­semi allra íslensku við­­skipta­­bank­anna og fjár­­­magns­höft. 

Auglýsing
Þegar fjár­­­mála­­kerfið hrundi 2008 voru liðin ein­ungis rúm fimm ár frá því að það var að fullu einka­vætt. Það tók ekki lengri tíma en það fyrir íslenska banka- og við­­skipta­­menn að búa til vít­is­­vél úr kerf­inu, þar sem örgjald­mið­ill­inn krónan varð að lyk­il­breytu. Íslensku bank­arnir starfa að uppi­stöðu bara á Íslandi, þeir eru einu fjár­mála­fyr­ir­tækin í heim­inum sem not­ast við íslenska krónu og það er búið að „þrí­fa“ allt kerfið með ærnum til­kostn­aði eftir banka­hrun­ið. 

Það er rétt að reglu­verk í kringum banka­starf­semi hér­lendis hefur verið breytt veru­lega á síð­asta rúma ára­tug, og girt hefur verið fyrir að margt af því sem gerð­ist fyrir hrun, ger­ist aft­ur. Tak­mörk hafa verið sett á lán­veit­ingar í erlendum gjald­miðlum til óvar­inna aðila, eig­in­fjár­kröfur hafa verið stór­auknar og hömlur voru settar á fjár­fest­ingar erlendra aðila í skráðum skulda­bréf­um. Mik­il­væg­ast af öllu er svo að bönkum hefur verið meinað að lána með veði í eigin hluta­bréfum og tak­mark­anir hafa verið settar á lán­veit­ingar til tengdra aðila. Ef útlán fara að vaxa hratt þá getur fjár­mála­stöð­ug­leika­svið Seðla­bank­ans líka hækkað eig­in­fjár­kröfur til þess að stemma stigu við óhóf­legum vexti útlána.

Í ljósi reynsl­unnar má hins vegar færa sterk rök fyrir því að áhætta rík­­is­ins, og sam­­fé­lags­ins alls, sé mun meiri af því að einka­væða bank­anna en að gera það ekki. Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, benti á þetta í nýlegri grein í Vís­bend­ingu. Þar sagði hann: „Einka­væð­ing við­skipta­banka felur í sér að hvati til áhættu­töku marg­fald­ast vegna þess að í stað greið­vikni og lax­veiði­ferða rík­is­banka­stjór­ans kemur mik­ill vænt­an­legur hagn­aður bank­ans þegar vel gengur sem rennur beint í vasa eig­enda og stjórn­enda. Þá er hætta á að of mikil áhætta sé tekin ef ábyrgð er tak­mörk­uð.“

Þarf að selja banka til að eiga fyrir COVID-19?

Það er þekkt rök­tækni að tengja nauð­syn sölu á rík­is­eignum við fjár­mögnun ákveð­inna verk­efna. Sím­inn var til að mynda einka­væddur árið 2005 með þeim rökum að þeir fjár­munir sem feng­ust fyrir hann væru að mestu eyrna­merktir nýju hátækni­sjúkra­húsi og sam­göngu­úr­bótum á borð við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Þeir 67 millj­arðar króna sem feng­ust fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæki rík­is­ins fóru hins vegar ekk­ert í þessi verk­efni, heldur voru að mestu lán­aðir til Kaup­þings í formi neyð­ar­láns í hrun­inu, og end­ur­heimt­ust síðar ein­ungis að litlum hluta. 

Þegar banka­sala rataði inn í umræð­una haustið 2019 var það með þeim for­merkjum að for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar sáu fyrir sér að hægt yrði að fjár­magna upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða og almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á manna­máli var því verið að segja að selja yrði banka til að fjár­magna borg­ar­línu og Sunda­braut. Svo þegar sam­göngusátt­máli fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið var gerður í fyrra reynd­ist ekki nauð­syn­legt að selja banka til að koma verk­efn­unum á kopp­inn. 

Nú þarf að selja banka til að eiga fyrir COVID-19 reikn­ingn­um. Í því sam­hengi ber fyrst að nefna að öll ríki heims sem geta eru að reka sig í miklum halla til að takast á við þessar aðstæð­ur. Hér er ekki um sér­ís­lenskar aðstæður að ræða. Skulda­staða Íslands var góð þegar þessi kreppa hófst og hún verður að óbreyttu góð í öllum alþjóð­legum sam­an­burði þegar hún verður yfir­stað­in. 

Gylfi Magn­ús­son, for­seti við­skipta­fræði­deildar Háskóla Íslands, hefur bent á að vextir af skuldum rík­is­ins hafi verið að lækka hratt. „Ávinn­ing­ur­inn af því að selja banka og greiða upp skuld­irnar er því enn minni en áður. Raunar gætu arð­greiðslur sem ríkið verður af vegna sölu verið hærri en vextir sem ríkið þarf ekki að greiða ef það notar sölu­and­virðið til að grynnka á skuld­um.“ Þessi skoðun Gylfa var síð­ast stað­fest í síð­ustu viku þegar íslenska ríkið sótti sér 117 millj­arða króna erlenda fjár­mögnum á núll pró­sent vöxt­um, sem er nán­ast sama upp­hæð og ríkið hefur skuld­bundið sig til að setja í efna­hags­lífið vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Eft­ir­spurn eftir bréf­unum sem ríkið var að selja var fjór­föld. Það liggur því fyrir að Ísland er ekki í vand­ræðum með að verða sér úti um fjár­mun­i. 

Auglýsing
Að end­ingu má benda á að rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í nokkuð umfangs­miklar skatta­lækk­anir sem munu draga umtals­vert úr tekjum rík­is­sjóðs á þessu ári. Það að rík­is­stjórnin telji svig­rúm til þess að gefa eftir skatt­tekjur gefur ekki til kynna að það þurfi sér­stak­lega að sækja sér pen­ing með því að selja eign­ir.

Fæst rétt verð fyrir Íslands­banka?

Þetta er flókin spurn­ing. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði nýverið í við­tali við Morg­un­blaðið að hann hafi vænt­ingar til þess að það fáist að minnsta kosti 119 millj­arðar króna fyrir allan bank­ann. Þær vænt­ingar gefa þá vænt­an­legum kaup­endum vænt­ingar um að sá sem heldur á eign rík­is­ins í Íslands­banka, sem er með 183 millj­arða króna í eigið fé, telji raun­hæft að selja bank­ann fyrir ⅔ hluta af eigin fé hans. 

Bjarni hefur líka sagt að honum þyki ekki lík­legt að lagt verði til að greiða út arð áður en fyrsta skrefið verði stigið til að selja hlut í Íslands­banka. Umfram eigið fé Íslands­banka, miðað við lág­marks eig­in­fjár­kröfur Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands að við­bættum 0,5 pró­sent lág­marks stjórn­enda­auka, var 57,6 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins, eða rétt tæpur þriðj­ungur af öllu eigin fé bank­ans.

Áhættan af því að lækka eigið fé bank­ans er tví­þætt: ann­ars vegar gæti það lækkað sölu­virði hans og hins vegar getur það dregið úr getu hans til að mæta mögu­legum útlána­töpum við­skipta­vina. Í níu mán­aða upp­gjöri bank­ans í fyrra kom fram að 20 pró­sent lána til fyr­ir­tækja séu í fryst­ingu vegna COVID-19 áhrifa (það er ekki verið að greiða af þeim sem stend­ur) eins og stend­ur, eða alls 120,3 millj­arðar króna. Þá eru 17,5 millj­arðar króna af lánum til ein­stak­linga í fryst­ingu og sam­tals eru því útlán upp á tæp­lega 138 millj­arða króna í þeirra stöðu að ekki er verið að greiða af þeim. 

Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að ef bank­inn er seldur troð­fullur af eigin fé þá muni áhættu­samir skamm­tíma­fjár­festar drag­ast að honum með það fyrir augum að greiða út eins mikið eigið fé og hægt er, á sem skemmstum tíma, í eigin vasa.

Fyr­ir­myndin af slíku fyr­ir­komu­lagi er Arion banki, þar sem það hefur verið skýrt mark­mið ráð­andi hlut­hafa að greiða út tugi millj­arða króna af eigin fé bank­ans með því að gera breyt­ingu á fjár­mögnun bank­ans, með því að draga úr útlánum hans, með því að minnka kostnað í gegnum upp­sagnir á starfs­fólki, með því að hrinda í gang umfangs­mik­illi end­ur­kaupa­á­ætlun á hluta­bréfum í bank­anum og svo auð­vitað í gegnum arð­greiðsl­ur. COVID-19 hefur tafið það ferli, en áætl­anir eig­enda eru enn óbreytt­ar.

Svo verður auð­vitað að hafa hug­fast að eig­in­fjár­kröfur til íslenskra banka eru mun hærri en víða ann­ars stað­ar, um 17-18 pró­sent. Áður en heims­far­ald­ur­inn skall á var haldið uppi linnu­lausum þrýst­ingi frá einka­hluta fjár­mála­geirans, og þeim fjöl­miðlum sem óma skil­yrð­is­laust vilja hans, um að lækka þessar kröf­ur. Það myndi losa um enn meira fé til að „tappa af“ bönk­un­um, og í vasa hlut­hafa þeirra. Eng­inn skal velkj­ast í vafa um að þessi söngur mun verða kyrj­aður hátt og snjallt á ný strax og ein­hvers­konar eðli­legt ástand næst á Ísland­i. 

Hverjir eiga að kaupa Íslands­banka?

Ef við göngum út frá því að Íslands­banki selj­ist á því verði sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur viðrað þá ætti að fást 30 til 40 millj­arðar króna fyrir þann 25 til 35 pró­sent hlut sem stendur til að selja í fyrsta kast­i. 

Allt stefnir í að skyn­sam­legar tak­mark­anir verði settar á það hvað hver og einn má kaupa, og að það þak verði sett við 2,5 til 3,0 pró­sent eign­ar­hlut. Á móti verður ríkið eig­andi að 65 til 75 pró­sent hlut og því með alla nema einn til tvo stjórn­ar­menn í bank­anum eftir að hluta­fjár­út­boð­ið. En Bjarni Bene­dikts­son hefur líka sagt að hann sjái fyrir sér að bank­inn verði seldur að öllu leyti á næstu tveimur til þremur árum. Því eru lík­indi til þess að ef hann heldur völdum eftir næstu kosn­ingar mun annað stórt skref í sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka vænt­an­lega vera stigið fljót­lega. Þegar það skref, annað skrefið í einka­væð­ing­unni, verður stigið þá munu skap­ast aðstæður fyrir hóp eig­enda að mynda kjarna sem getur orðið stefnu­mót­andi fyrir bank­ann. 

Auglýsing
Þess vegna skiptir gríð­ar­legu máli hver kaupir banka. Í Hvít­bók­inni um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins, sem skilað var í des­em­ber 2018, sagði meðal ann­ars: „Heil­brigt eign­­ar­hald er mik­il­væg for­­senda þess að banka­­kerfi hald­ist traust um langa fram­­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­­semi banka og fjár­­hags­­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­­tíma­­sjón­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi.“

Banka­sýsla rík­is­ins hefur úti­lokað að selja Íslands­banka til erlends banka. Þar sé ein­fald­lega ekki áhugi. Búið er að slá niður hug­myndir um að sam­eina Íslands­banka við íslenska banka. Von­andi dettur engum í hug að selja stóran hlut í banka aftur til skuld­settra eign­ar­halds­fé­laga í eigu manna með enga getu né þekk­ingu á banka­rekstri. Það gekk ekki vel síð­ast þegar bankar voru einka­vædd­ir. 

Þá er eðli­legt að spyrja: hverjir sem upp­fylla ofan­greind skil­yrði standa eft­ir, aðrir en íslenska rík­ið?

Nokkuð aug­ljóst er að ekki verður hægt að selja svona dýra eign án aðkomu líf­eyr­is­sjóða. Það er ekki vanda­mála­laust, þar sem að líf­eyr­is­sjóða­kerfið á þegar saman stóran hlut í tveimur öðrum skráðum bönk­um, Arion banka og Kviku, og allt að helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í Kaup­höll, en þau félög eru líka stórir við­skipta­vinir íslenskra banka. Þá eru líf­eyr­is­sjóðir sam­keppn­is­að­ilar við­skipta­banka á hús­næð­is­lána­mark­að­i. 

Það er ríkur vilji til að selja almenn­ingi hlut í bank­anum sem hann á nú þeg­ar. Afleið­ing þess er að sá hlutur verður í raun óvirkur og gerir það að verkum að þeir sem vilja verða stefnu­mót­andi fyrir bank­ann geta gert það í krafti minni eign­ar­hlutar en ella. 

Að end­ingu eru auð­vitað nokkrir einka­fjár­festar sem eiga nægt eigið fé til að kaupa stóran hlut í Íslands­banka. Sýni­leg­astur þar er fámennur hópur Íslend­inga sem hefur hagn­­ast á ævin­týra­­legan hátt á því að fá að nýta veið­i­­heim­ildir sem eiga að vera sam­­eign þjóð­­ar­inn­­ar. 

Vill eig­andi Íslands­banka í alvöru selja hann?

Ef efna­hags­legu rökin fyrir því að selja banka núna eru ekki sann­fær­andi, líkt og fært hefur verið rök fyrir hér, og mark­miðum Hvít­bók­ar­innar um heil­brigt eign­ar­hald verður aug­ljós­lega ekki náð, fyrir hvern er þá verið að selja Íslands­banka?

Í könnun sem gerð var við gerð Hvít­bók­ar­innar kom fram að 61,2 pró­­sent lands­­manna væri jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka. Ein­ungis 13,5 pró­­sent þeirra voru nei­­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­­sent höfðu ekki sér­­staka skoðun á því.

Í nið­­ur­­stöðum hennar kom líka fram að þau þrjú orð sem flestum Íslend­ingum datt í hug til að lýsa banka­­­kerf­inu á Íslandi voru háir vext­ir/­­­dýrt/ok­­­ur, glæp­a­­­starf­­­sem­i/­­­spill­ing og græðgi. Þar á eftir komu orð eins og van­­­traust, hrun og há laun/­­­bón­us­­­ar/eig­in­hags­muna­­­semi. Í könnun sem Gallup birti í febr­úar í fyrra kom í ljós að 23 pró­sent lands­manna treystu Alþingi, þeirri stofnun sem á að fara með sölu Íslands­banka. Í könnun sem hóp­ur­inn Skilta­karl­arnir létu MMR gera fyrir sig nýverið kom fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum sögð­ust ekki treysta Bjarna Bene­dikts­syni til að selja Íslands­banka. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðu­sam­band Íslands, og birt var í síð­asta mán­uði, kom fram að tæp 56 pró­­sent lands­­manna leggj­­ast gegn því að ríkið selji hlut sinn í Íslands­­­banka á næstu mán­uð­­um. Alls 23,5 pró­­sent sögð­ust vera fylgj­andi sölu og 20,8 pró­­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á mál­inu, hvorki með né á móti.

Fyrir hvern er verið að selja banka?

Í síð­ast­nefndu könn­un­inni leynd­ist líka svarið við því hverjir það eru sem vilja selja rík­is­banka á Íslandi. Það eru kjós­endur eins flokks, Sjálf­stæð­is­flokks. Alls voru 56 pró­sent þeirra fylgj­andi sölu en ein­ungis 21 pró­sent á móti. For­svars­menn þess flokks gerðu kröfu um að sala á rík­is­bönkum yrði hluti af stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og hinir tveir stjórn­ar­flokk­arnir sam­þykktu, gegn því að fá í gegn mál sem þeir töldu eft­ir­sókn­ar­verð í huga sinna kjós­enda. Nú styðja kjörnir full­trúar Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks sölu­ferlið í þeirri vissu að það tryggi fram­gang ann­arra mála. Í til­felli Vinstri grænna er þar um að ræða Hálend­is­þjóð­garð og stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar.

Kjós­endur allra ann­arra flokka á Alþingi en Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru að meiri­hluta mót­fallnir sölu. Hjá kjós­endum Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og flokks hennar var and­staðan 65 pró­sent. Meira að segja kjós­endur Við­reisnar – eina flokks­ins utan stjórnar sem styður banka­sölu – eru á móti söl­unni. Ein­ungis 13 pró­sent þeirra sögð­ust styðja hana.

Af þess­ari nið­ur­stöðu má draga þá ályktun að það sé fyrst og síð­ast hug­mynda­fræði­legur vilji innan eins stjórn­ar­flokks, sem nýtur að jafn­aði 22-23 pró­sent stuðn­ings sam­kvæmt könn­un­um, sem drífur áfram sölu á rík­is­banka. Sjálf­stæð­is­flokknum finnst ein­fald­lega að aðrir en ríkið eigi að eiga fjár­mála­fyr­ir­tæki. 

Auk þess er lít­ill en hávær hóp­ur, með sál­rænar og að ein­hverju leyti raun­veru­leg­ar, rætur í Borg­ar­tún­inu í Reykja­vík, sem berst hart fyrir söl­unni.

Sá hópur sam­anstendur af starfs­mönnum í fjár­mála­geir­anum sem er orð­inn þreyttur á að bíða eftir meiri spennu og hærri þókn­un­um, við­skipta­fjöl­miðla­mönnum sem ganga í full­komnum takti við þá og helstu hags­muna­vörðum atvinnu­lífs­ins, sem virð­ast aðal­lega þjóna hluta efsta lags fjár­magns­eig­enda í hags­muna­gæslu sinni und­an­farin miss­eri. Þessi hópur syngur einum rómi sama söng­inn, og ræðst saman eins og flokkur úlfa á þá sér­fræð­inga sem bera fram var­úð­ar­sjón­ar­mið með atvinnurógi, háði og níð­i. 

Er vilji þessa hóps nægj­an­legur til að leggja af stað í einka­væð­ingu banka? Það er auð­vitað ekk­ert sem segir að ríkið verði alltaf að eiga þessa banka. En það skiptir meira máli hverjir kaupa heldur en hvenær er selt og fyrir hvaða verð. Á meðan að það finnst ekki annar eig­andi sem hefur reynslu af banka­rekstri og lang­tíma­mark­mið sem styrkja sam­keppni á íslenskum fjár­mála­mark­aði þá liggur ekk­ert á að selja rík­is­banka. 

Á meðan að almenn­ingur í land­inu treystir ekki fjár­mála­kerf­inu, treystir ekki þeim sem eru að fara að kaupa bank­ann og treystir ekki stjórn­mála­mönn­unum sem eru að selja hann þá getur ekki verið rétti tím­inn til að selja Íslands­banka. 

En samt er verið að selja hann. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari