Auglýsing

Tveir þeirra stjórn­mála­flokka sem valdir voru til að leiða þjóð í kór­ónu­veiru­far­ald­urs­þynnku í sept­em­ber í fyrra sjá fram á að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar  á laug­ar­dag verði að hluta til nýttar til að refsa þeim. Ef horft er á fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja; Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, í höf­uð­borg­inni þá mæld­ist það sam­an­lagt 34 pró­sent í nýj­ustu könnun Pró­sent fyrir Frétta­blaðið. Til að setja það fylgi í sam­hengi þá fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur sam­tals 49 pró­sent atkvæða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum í þing­kosn­ing­unum síð­asta haust þegar 34.657 borg­ar­búar kusu þá. Ef þátt­takan í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um kom­andi helgi verður svip­uð, og nið­ur­staðan í takt við könn­un­ina, má ætla að stjórn­ar­flokk­arnir tapi yfir tíu þús­und atkvæð­u­m. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sá stjórn­ar­flokkur sem kemur sterkastur út úr þess­ari stöðu, en hann mælist á mjög svip­uðum slóðum og hann var í fyrra­haust. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn eru hins vegar í miklum vanda. 

Sá fyrr­nefndi hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í stórri fylgiskönnun í Reykja­vík, eða með 16,3 pró­sent. Í nið­ur­broti á könnun Pró­sents kemur fram að ein­ungis 66 pró­sent þeirra sem kusu flokk­inn síð­ast ætli að gera það aft­ur, fylgi hans í yngsta ald­urs­hópnum (18-24 ára) mælist ein­ungis sex pró­sent, hjá 25-34 ára mælist fylgið 14 pró­sent og hjá 35-44 ára mælist það tólf pró­sent. 

Jafn­vel þótt dræm kosn­inga­þátt­taka og við­búin góð frammi­staða kosn­inga­vélar Sjálf­stæð­is­flokks­ins við að skila sínum eldri kjós­endum á kjör­stað muni senni­lega tryggja meira fylgi en flokk­ur­inn mælist með nú þá virð­ist samt sem áður borð­leggj­andi að hann á vart leið inn í borg­ar­stjórn og fylgið verður það lægsta í sög­unni. Undir öllum eðli­legum kring­um­stæðum ætti það að kalla á kyrfi­lega nafla­skoð­un.

Þjóð sem ætlar ekki að kyngja banka­sölu

Það átta sig kannski ekki allir á því en sem stendur er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í feiki­lega sterkri stöðu á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Hann er með 117 sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa af 405 þar sem á annað borð var kosið milli tveggja eða fleiri lista í kosn­ing­unum 2018 og með 39 pró­sent full­trúa í þeim sveit­ar­fé­lögum sem eru með yfir tvö þús­und íbú­a. 

Flokk­ur­inn er í meiri­hluta í öllum sveit­ar­stjórnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu utan Reykja­vík­ur. Það má segja að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eigi sveit­ar­stjórn­ar­stigið að mestu utan Reykja­víkur og því kannski ekki furða að ráða­menn flokks­ins sú áhuga­lausir um bráð­nauð­syn­lega sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Með henni glatar flokk­ur­inn tökum á mörgum sam­fé­lags­kjörnum í land­inu.

Þessi sterka staða kann að breyt­ast um kom­andi helgi. Könnun sem birt var í morgun sýnir að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í Hafn­ar­firði er fall­inn, þótt það standi tæpt. Ýmsar inn­an­húskann­anir flokka benda til að staða flokks­ins sé fall­völt víða ann­ars­stað­ar. Hart er barist í Kópa­vogi, Sel­tjarn­ar­nesi og Mos­fellsbæ þar sem flokk­ur­inn gæti tapað fylgi og vís­bend­ingar eru um að fylgið í höf­uð­víg­inu Garða­bæ, heimabæ for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar, gæti verið að drag­ast sam­an, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 62 pró­sent atkvæða þar árið 2018. 

Auglýsing
Við þetta bæt­ist að salan á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka í mars í lok­uðu útboði til lít­ils hóps fjár­festa, hefur væg­ast sagt mælst illa fyr­ir.

Alls sögð­ust 83 pró­sent aðspurðra í nýlegri könnun Pró­sent vera óánægð með söl­una. Eng­inn mark­tækur munur var á afstöðu fólks er kemur að kyni, aldri, búsetu, tekjum eða mennt­un. Nýleg könnun Mask­ínu sýndi svo að 71 pró­sent lands­manna van­treysta nú for­manni flokks­ins. Hann hefur aldrei mælst óvin­sælli.

Í ann­ari könnun Pró­sents sem birt var 27. apríl mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­vísu 17,9 pró­sent og hefur aldrei mælst lægra í stórri könn­un. Í nið­ur­stöðum könn­unar semGallup birti 3. maí var mæld­ist fylgið undir 20 pró­sent í fyrsta sinn í könnun hjá því gam­al­gróna könn­un­ar­fyr­ir­tæki. Fyrri versta nið­ur­staða hans var í miðjum stormi banka­hruns­ins 2008, þegar fylgið mæld­ist 20,6 pró­sent. 

Óeðli­legir við­skipta­hættir

Stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins er því í miklum mót­byr, svo vægt sé til orða tek­ið. Við­mótið sem for­víg­is­menn og helstu raddir flokks­ins í þjóð­mála­um­ræð­unni sýna þess­ari and­stöðu, sem er full­kom­lega án auð­mýktar og að hún bygg­ist ein­fald­lega á tak­mörk­uðum skiln­ingi nær allra sem eru ekki á því að banka­salan hafi verið snilld, er ekki að hjálpa mikið til. Með þessu er flokk­ur­inn að von­ast til að nið­ur­staða stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á banka­söl­unni, sem er vænt­an­leg í næsta mán­uði, sýni fram á að engin lög hafi verið brotin og að hægt verði að byggja end­ur­upp­risu á þeirri nið­ur­stöðu.

Kann­anir benda þó ekki til þess að mögu­leg lög­brot séu ástæða óánægju þjóð­ar­inn­ar. Hún telur þvert á móti að fram­kvæmdin hafi verið fúsk og að hún angi af spill­ingu. Í könnun sem Gallup gerði í lok síð­asta mán­aðar sögðu enda 87 pró­sent að illa hafi verið staðið að banka­söl­unni. Meira að segja 62 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru á þeirri skoð­un. Í sömu könnun sögð­ust tæp­lega 74 pró­sent telja að það eigi að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að fara yfir söl­una en ein­ungis rúm­lega 26 pró­sent að úttekt Rík­is­end­ur­skoðun sé nægj­an­leg. Þar skáru kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sig enn og aftur úr en 74 pró­sent þeirra vildu láta úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar nægja.   

Alls sögð­ust rúm­lega 68 pró­sent lands­manna telja að lög hafi verið brotin og 88 pró­sent töldu að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi verið við­hafð­ir. 

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gefur lítið fyrir kann­an­ir. Við­brögð for­víg­is­manna hans við nei­kvæðum nið­ur­stöðum eru að túlk­anir á könn­unum séu heimsku­legar eða að töl­fræðin sem nið­ur­stöð­urnar sýna séu ekki í takt við þeirra upp­lifun.

Vinstri græn í vanda

Vinstri græn eru fjarri því jafn sterk á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu og bláu vinir þeirra. Flokk­ur­inn er með níu af 405 sveit­ar­stjórn­ar­full­trúum þar sem á annað borð var kosið milli tveggja eða fleiri lista í kosn­ing­unum 2018 og með rúm­lega fjögur pró­sent full­trúa í þeim sveit­ar­fé­lögum sem eru með yfir tvö þús­und íbúa. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru Vinstri græn í meiri­hluta með Sjálf­stæð­is­flokki í Mos­fells­bæ, þar sem þau hafa einn full­trúa á móti fjórum hjá sam­starfs­flokkn­um, og í fjög­urra flokka meiri­hluta í Reykja­vík með þremur miðju­flokk­um, þar sem Vinstri græn leggja til einn af tólf full­trú­um. 

Flokk­ur­inn er í þeirri stöðu nú að mæl­ast með 5,4 pró­sent fylgi í Reykja­vík fjórum dögum fyrir kosn­ing­ar. Það er aðeins meira en í síð­ustu slíku kosn­ingum en langt frá þeim 14,7 og 15,9 pró­sentum sem flokk­ur­inn fékk í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum í kosn­ing­unum haustið 2021. Staðan er enn flókn­ari þegar horft er til þess að annar vinstri flokk­ur, Sós­í­alista­flokkur Íslands, er að mæl­ast með 7,7 pró­sent fylgi og getur að óbreyttu með réttu áfram kallað sig stærsta vinstri flokk­inn í Reykja­vík. 

Þegar við bæt­ist að Vinstri græn eru að mæl­ast með undir tíu pró­sent fylgi á lands­vísu, að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur tapað fjórð­ungi þess traust sem hún mæld­ist með skömmu fyrir jól á sama tíma og að fjöldi þeirra sem van­treysta henni hefur næstum tvö­fald­ast blasir við að flokk­ur­inn er í kreppu. Sér­stak­lega þegar litið er til þess að hann fór í gegnum síð­ustu kosn­ingar með þá einu kosn­inga­á­herslu að það skipti máli að Katrín stjórni Íslandi áfram. 

Ofan á allt féll stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina um heil 14 pró­sentu­stig milli mán­aða og mæld­ist ein­ungis 47,4 pró­sent. Hann hefur ekki mælst minni frá því í byrjun árs 2020. 

Allt þetta sýnir að það er miklu auð­veld­ara að tapa trausti hratt en að vinna það upp.

For­dæmi fyrir því að leið­togar axli póli­tíska ábyrgð

Nú má rifja upp sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2006. Þegar þær fóru fram var Hall­dór Ásgríms­son heit­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Hann hafði setið í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum í ell­efu ár. Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum það ár, sem fram fóru  26. maí, fékk Fram­sókn 6,1 pró­sent fylg­i. 

Auglýsing
Þann 6. júní sama ár til­kynnti Hall­dór að hann myndi hætta sem for­sæt­is­ráð­herra, sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þingi sem halda átti þá um haustið og draga sig úr stjórn­mál­um. Með því væri hann að axla ábyrgð á lélegri frammi­stöðu flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum og skapa rými fyrir nýtt fólk. 

Aðrir flokkar hafa síðan beðið skips­brot í kosn­ing­um. Sam­fylk­ingin tap­aði miklu fylgi í kosn­ing­unum 2013 undir for­mennsku Árna Páls Árna­sonar og eftir hörmu­legt gengi í könn­unum á árinu 2016 ákvað Árni Páll að gefa ekki kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku. Í bréfi sem hann skrif­aði til flokks­manna sagð­ist hann hafa efa­semdir um að ein­ing gæti skap­ast um hann sem for­mann og að staða flokks­ins sam­kvæmt könn­unum væri óásætt­an­leg. Oddný Harð­ar­dóttir tók við for­mennsku en stýrði Sam­fylk­ing­unni í gegnum verstu kosn­ingar hennar frá upp­hafi haustið 2016, þegar flokk­ur­inn fékk ein­ungis 5,7 pró­sent atkvæða, og aðeins þrjá þing­menn kjörna. Hún sagði af sér for­mennsku tveimur dögum eftir þær kosn­ing­ar. Hún sagði að afger­andi nið­ur­stöður kosn­ing­anna köll­uðu á afger­andi við­brögð. 

Þá verður að rifja upp þegar Bene­dikt Jóhann­es­son sagði af sér sem for­maður Við­reisnar 17 dögum fyrir kosn­ing­arnar 2017 þegar kann­anir sýndu að staða flokks­ins var afar döp­ur, og núver­andi for­maður Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir tók við. 

Kostn­aður þess að láta flokk hverf­ast um sig sjálfan

Sterkir stjórn­mála­leið­togar standa af sér erf­iða tíma og umdeild mál. Bjarni Bene­dikts­son, sem hefur nú verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í meira en 13 ár, er gott dæmi um slíkan stjórn­mála­mann. Hann hefur haft ein­stakt lag á því að standa af sér ótrú­legt magn heima­til­bú­inna vand­ræða sem hefðu mörg hver eitt og sér kostað stjórn­mála­menn í flestum öðrum ríkjum í kringum okkur póli­tíska fram­ann. Þetta hefur Bjarni meðal ann­ars gert með því að aðlaga flokk­inn að sér síð­asta tæpa ára­tug­inn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hverf­ist um Bjarna og hans áhersl­ur, sem í fel­ast aðal­lega valda­fýsn og kerf­is­varn­ir. 

Þessi staða hefur þó ekki verið án kostn­að­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki lengur það afl í íslenskum stjórn­málum á lands­vísu sem hann var. Helsta ástæðan er van­traust á Bjarna. Ár­angur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þing­kosn­ingum undir for­mennsku Bjarna hefur verið sá versti í sögu flokks­ins og hann er far­inn að mæl­ast nokkuð stöðugt með undir 20 pró­sent fylgi. Í jafn stórum og fjöl­mennum flokki mætti búast við að ein­hverjir sæju sér leik á borði og byðu upp á raun­veru­legan nýjan val­kost við for­mann sem er orð­inn slík byrði. Það hefur þó ekki gerst. 

Það sem er að ger­ast er að sagan hans Bjarna er nú að elta hann uppi. Banka­salan, sem þorri almenn­ings telur að hafi verið veru­lega vafasöm, orsak­aði þátta­skil. Og þá hlað­ast gömlu verkin upp að nýju til að auka enn á póli­tíska þrýst­ing­inn. Afhroð í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum á laug­ar­dag gæti orðið síð­asta hálm­stráið hjá Bjarna. 

Erfitt kjör­tíma­bil framundan

En Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra er líka í vanda. Flokkur hennar sem skil­greindi sig til vinstri, sem flokk umhverf­is- og lofts­lags­mála, hern­að­ar­and­stæð­ing, umbóta­flokk sem vildi leiða mik­il­vægar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, gegn spill­ingu og með litla mann­inum hefur á síð­ustu fimm árum gert flest þver­öf­ugt við það sem hann seg­ist standa fyr­ir.

Fjár­munum hins opin­bera hefur frekar verið beint í vasa vel­meg­andi og ríkra Íslend­inga en þeirra sem minna mega sín sam­hliða því að Vinstri græn hafa falið Bjarna Bene­dikts­syni nær algert vald yfir mótun efna­hags­stefnu rík­is­stjórnar sem flokk­ur­inn leið­ir.

Hálend­is­þjóð­garður er fyrir bí. Ísland er óra­fjarri því að ná yfir­lýstum mark­miðum um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. For­maður Vinstri grænna er nú tíður gestur á sam­komum á vegum NATO, sem flokk­ur­inn er í orði á móti aðild Íslands að, og for­maður flokks­ins ætlar í fyrsta sinn í sögu Vinstri grænna að kjósa með stækkun hern­að­ar­banda­lags­ins. Engar breyt­ingar hafa verið gerðar á stjórn­ar­skrá og ekk­ert sýni­legt er að ger­ast í þeim efn­um. Vinstri græn hafa ekk­ert gert til að bregð­ast við skýrum þjóð­ar­vilja um breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerfi sem er að breyta Íslandi í fáveldi nokk­urra fyr­ir­ferða­mik­illa fjöl­skyldna. Þess í stað hefur for­sæt­is­ráð­herra staðið með, og oft­ast var­ið, sam­starfs­ráð­herra sína úr öðrum flokkum þegar þeir verða upp­vísir að lög­brotum, ras­isma, elít­isma, fúski, braski og frænd­hygli.

Fólk telur Katrínu ekki almennt vera óheið­ar­lega eða órétt­láta en það telur hana hafa brugð­ist full­kom­lega þegar kemur að því að taka á óheið­ar­leika og kerf­is­legu órétt­læti. Í því fel­ast sár von­brigði margra sem höfðu mikla trú á henni sem umbóta­leið­toga.

Senni­leg­ast er að hvorki Bjarni né Katrín taki nið­ur­stöð­una á laug­ar­dag, verði hún í takti við spár, til sín opin­ber­lega. Bæði munu að öllum lík­indum sitja sem fast­ast í sínum stólum og telja sér áfram trú um að einu nauð­syn­legu skulda­skil stjórn­mála­manna af þeirra stærð­argráðu séu í kosn­ingum á fjög­urra ára fresti, sama hvað gengur á.

Það breytir því þó ekki að póli­tískur jarð­skjálfti gæti verið í upp­sigl­ingu. Og það verða löng þrjú ár hjá rík­is­stjórn­inni ef hún ætlar að lifa í rústum hans út kjör­tíma­bil­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari