Aðsend mynd

„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“

Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs. Kjarninn spjallaði við Freyju Haraldsdóttur sem bendir á að upplýsingagjöf heilbrigðisyfirvalda til fatlaðs fólks sé verulega ábótavant.

Margs konar for­dómar opin­ber­ast við það ástand sem nú er uppi vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og segir Freyja Har­alds­dótt­ir, bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks, dokt­or­snemi og háskóla­kenn­ari, að mik­il­vægt sé að við verðum öll með­vit­aðri um það hvernig við tölum og tjáum okkur um þessi mál­efni. Kjarn­inn náði tali af Freyju til þess að kanna hvað hægt væri að gera betur er varðar upp­lýs­inga­gjöf og almenn við­horf til fatl­aðra í miðjum far­aldri. 

Freyja segir að almennt séð hafi aðstæður sem þessar ólík áhrif á ólíka hópa – hvort sem um ham­farir eða smit­sjúk­dóma sé að ræða sem hafa mikil áhrif á sam­fé­lag­ið. „Fatlað fólk er jað­ar­sett og hefur almennt séð ekki mikið aðgengi að upp­lýs­ingum í sam­fé­lag­inu eða stuðn­ing. Sú staða þenst bara út í aðstæðum eins og núna með COVID-19. Og við erum búin að sjá að ýmiss konar þjón­usta við fatlað fólk hefur lagst af án þess að eitt­hvað annað komi inn í stað­inn. Fötluð börn geta mörg hver ekki farið í skól­ann og þá hefur það líka áhrif á aðstand­end­ur. Þeir þurfa að taka bolt­ann og oft er ekki gert ráð fyrir því tekju­tapi aðstand­enda – hvort sem um er að ræða for­eldra eða maka.“

Auglýsing

Afhjúp­andi ástand varð­andi jað­ar­setn­ingu og for­rétt­indi

Freyja segir að hægt sé að tala um svo margt í þessu sam­hengi en til þess að byrja ein­hvers staðar þá seg­ist hún hafa fundið fyrir því í umræð­unni, bæði hér heima og úti í lönd­um, en hún fylgist vel með aðgerðasinnum til dæmis í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, að fyrst þegar far­ald­ur­inn kom upp þá hafi birst ákveðin „frústra­sjón“ meðal fatl­aðs fólks. 

„Það var svo magnað að sjá að á einni helgi var hægt að breyta sam­fé­lag­inu ótrú­lega mik­ið. Allt í einu var lítið mál að vera með fjar­nám og fjar­vinnu. Ýmis þjón­usta átti að vera veitt heima frekar en inn á stofn­unum og allt í einu sjáum við að allar fréttir eru tákn­mál­stúlk­að­ar. Þetta er einmitt búið að vera kjarn­inn í fötl­un­ar­bar­átt­unni í ára­tugi. Hingað til hefur ekki verið hægt að fram­kvæma þetta almenni­lega sem hefur stuðlað að mik­illi úti­lokun fatl­aðs fólks. Svo horfir maður á þetta ger­ast núna af því að þetta varðar for­rétt­inda­hópana og þá er þetta allt í einu hægt.“ Hún segir að þetta sé mjög áhuga­vert og afhjúp­andi varð­andi jað­ar­setn­ingu og for­rétt­ind­i. 

Veldur kvíða og áhyggjum

„Svo auð­vitað fer umræðan að bein­ast að almanna­vörn­um, eftir því sem líður á far­ald­ur­inn, og aðgerðum stjórn­valda varð­andi COVID-19 og fatlað fólk. Það sem ég hef einna helst tekið eftir er að allar leið­bein­ingar sem eru fyrir hendi varð­andi þjón­ustu við fatlað fólk mið­ast að því að við búum á stofn­un­um. En það er ekki þannig – fatlað fólk býr í vax­andi mæli eitt. Sumir eru með litla heima­þjón­ustu, sem er þó mjög nauð­syn­leg, sem lík­lega hefur dregið mikið úr. Svo eru það við sem erum með not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð eða NPA. NPA er við­ur­kennt þjón­ustu­form á Íslandi og við það starfa mörg hund­ruð aðstoð­ar­mann­eskj­ur. Ekki liggja enn fyrir neinar leið­bein­ingar um það hvernig við eigum að takast á við það ef við veikj­umst eða förum í sótt­kví eða ein­angr­un. Hvernig á til dæmis að bregð­ast við ef aðstoð­ar­fólk þarf að fara í sótt­kví? Hækka NPA greiðsl­urnar til þess að mæta auknum launa­kostn­aði? Getum við fengið hlífð­ar­búnað fyrir aðstoð­ar­fólkið ef við veikj­um­st? Og þá hvar?“ spyr hún. 

Freyja segir að þessi skortur á upp­lýs­ingum sé búinn að valda fjölda fatl­aðs fólks kvíða og áhyggj­um. „Rann­sóknir sýna okkur að dán­ar­tíðni fatl­aðs fólks er hærri í ham­förum og far­öldrum en ófatl­aðs fólks sem varpar ljósi á að stjórn­völd eru að bregð­ast okk­ur. Það sem ger­ist þá er að við þurfum að vera okkar eigin almanna­varn­ir. Við þurfum þá að vera til staðar fyrir hvert annað í stað­inn. Það er samt ekki okkar ábyrgð. Nú und­an­farið hef ég átt mjög mörg sam­töl við annað fatlað fólk – sér­stak­lega við þau sem eru með not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð – um það hvernig við séum að takast á við ástand­ið. Við erum bara að reyna að finna út úr þessu sjálf,“ segir hún. 

Skjáskot af vefsíðu embættis landlæknis.
Skjáskot

Freyja bendir á að ýmis félaga­sam­tök hafi tekið ábyrgð á upp­lýs­inga­gjöf í stað­inn fyrir almanna­varnir og gagn­rýnir hún það. „Maður sér einmitt að það eru ekki endi­lega þeir sem bera ábyrgð gagn­vart almenn­ingi sem bera ábyrgð gagn­vart okk­ur, heldur þurfa okkar sam­tök að bregð­ast við – sem er umhugs­un­ar­vert.“

Leið­bein­ingar almanna­varna fyrir almenn­ing og stofn­anir voru gefnar út fyrir nokkrum vikum en enn hafa ekki verið gefnar út sér­stakar leið­bein­ingar fyrir fatlað fólk. Í svari yfir­læknis á sótt­varna­sviði emb­ættis land­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kemur fram að slíkar leið­bein­ingar hafi verið í vinnslu í félags­mála­ráðu­neyt­inu og í þeirra hópi. Þær ættu að verða til­búnar fljót­lega.

Auka þarf sam­ráð við fatlað fólk

En hvað þurfa sveit­ar­fé­lög og stjórn­völd að gera til þess að koma til móts við fatlað fólk í þessum aðstæðum núna?

„Aukið sam­tal og aðkoma okkar að þess­ari vinnu væri mjög mik­il­væg. Að við myndum finna sterkt að það væri verið að leita til okkar og okkar þekk­ingu og reynslu. Þrátt fyrir að við höfum ekki upp­lifað COVID-19 áður þá höfum við gengið í gegnum alls konar aðstæður og við höfum mikla þekk­ingu. Mörg okkar erum líka menntuð á þessum svið­um. Við höfum mikið fram að færa. Að þetta sam­ráð sé fyrir hend­i,“ segir hún. 

Freyja ótt­ast hins vegar að leið­bein­ingar til fatl­aðs fólks verði ekki gerðar í sam­ráði við þá ein­stak­linga sem þurfa á þeim að halda. „Það er mik­il­vægt að við séum með í sam­ráði og að við höfum betri aðgang að þessu fólki sem tekur ákvarð­an­ir. Ég geri mér grein fyrir því að það mæðir mikið á því en því miður upp­lifum við það alls ekki þannig að það sé til ein­hver staður sem við getum leitað til með ábend­ingar og þvíum­líkt,“ segir hún. 

Auglýsing

Enn fremur verði að hafa þær leið­bein­ingar sem síðan koma aðgengi­leg­ar. „Það er ekki hægt að ætl­ast til þess að við séum bara ein­hvers staðar að bjarga okkur – að fatlað fólk vinni í sjálf­boða­vinnu fyrir almanna­varnir og land­lækni. Við þurfum upp­lýs­ingar og aðstoð eins og aðr­ir.“

Ótt­ast heil­brigð­is­kerfið og for­dóma

Þegar Freyja er spurð út í það hvernig líðan hennar hafi verið síðan far­ald­ur­inn kom upp þá segir hún að þetta sé auð­vitað flókin staða fyrir alla. „Þetta er mikil óvissa og allir fá nátt­úr­lega nýjar upp­lýs­ingar á hverjum deg­i,“ segir hún.

„Ég er hraust og mitt aðstoð­ar­fólk líka. Ég er í sjálf­skip­aðri sótt­kví heima og ég finn alveg að það eru ákveðin for­rétt­indi að vera með NPA þrátt fyrir að við fáum litlar upp­lýs­ing­ar. En líf mitt hefur kannski ekki mikið breyst þannig – fyrir utan að ég vinn heiman frá mér núna eins og margir aðrir og mín þjón­usta er ekki að skerð­ast enn­þá. En auð­vitað gæti hún gert það ef ég eða aðstoð­ar­fólk mitt smitast,“ segir hún. 

Freyja talar um að það sem hún ótt­ist mest sé heil­birgð­is­kerfið sjálft – ekki endi­lega veir­an. „Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­unin hefur bent á, sem og ýmsar rann­sókn­ir, að aðgengi fatl­aðs fólks að heil­brigð­is­þjón­ustu sé skert almennt séð og þekk­ing á okkar stöðu er oft ekki mik­il. Við verðum oft fyrir tölu­verðum for­dóm­um. Þó vil ég alls ekki alhæfa en ég vil bara að það komi fram að strúkt­úr­inn á heil­brigð­is­kerf­inu, eins og hann er í dag, er ekki öruggur fyrir mörg okk­ar.“

Hún segir þar af leið­andi að það sem hún hræð­ist mest er varðar öryggi sitt sé að ef hún þurfi að leggj­ast inn á spít­ala án aðstand­enda og aðstoð­ar­fólks sem kann að aðstoða hana. „Mín reynsla af spít­ala­vist er mjög mis­jöfn og ég hef upp­lifað mjög erf­iða hluti þar inni. Og í raun­inni upp­lifi ég sem það ógni öryggi mínu meira en veiran sjálf,“ segir hún. Þessar áhyggjur séu áber­andi hjá fötl­uðu fólki víða um heim nún­a. 

Birgir Þór Harðarson

„Þegar við tölum um fólk sem sé útsett fyrir veik­indum þá er oft talað um að það sé með svo veik­burða lík­ama. En við gleymum því svo­lítið að hugsa um að ákveð­inn hópur er líka útsettur vegna þess að hann býr ekki við sömu rétt­indi og aðr­ir, og sama aðgang,“ segir hún. 

Sjúk­lingum for­gangs­raðað erlendis

Önnur umræða er mjög við­kvæm sem ekki hefur mikið verið fjallað um hér á landi, sam­kvæmt Freyju. „Við vitum það að til dæmis á Ítalíu og Spáni, þar sem veiran og sjúk­dóm­ur­inn hefur tekið yfir, er verið að for­gangs­raða sjúk­ling­um, til dæmis í önd­un­ar­vélar en fatlað fólk er ekki for­gangs­hóp­ur. Í Banda­ríkj­unum og Bret­landi er fatlað fólk orðið mjög hrætt enda eru yfir­völd þar að gefa mjög ógn­vekj­andi skila­boð um álíka for­gangs­röð­un. Það er til­hneig­ing til þess að setja líf okkar neðar heldur en ann­arra. Það þýðir að stjórn­völd séu jafn­vel að taka ákvarð­anir um það að ef velja þarf á milli fatl­aðrar mann­eskju og ófatl­aðrar þá sé ófatl­aða mann­eskjan látin ganga fyr­ir,“ segir hún. 

Þetta sé auð­vitað hræði­leg til­hugsun og seg­ist Freyja reyna eftir fremsta megni að hugsa ekki um þetta. 

„Þetta er samt veru­leiki fatl­aðs fólks og ég við­ur­kenni að ég ótt­ast að það verði eins komið fram við okkur hér á Íslandi ef álagið á heil­brigð­is­kerfið verður yfir­þyrm­and­i,“ segir hún. Að ófatlað fólk verði tekið frammi fyrir eldra fólk og fatlað fólk þegar kemur að því að bjarga líf­um. Hún segir að hún sé hik­andi við að hefja þessar umræður – því hún vilji auð­vitað ekki hræða fatlað fólk en á sama tíma sé mik­il­vægt að tala um þetta við heil­brigð­is­starfs­fólk og yfir­völd. Þau þurfi að hugsa út í þetta og átta sig á því að for­gangs­röðun af þessu tagi sé mann­rétt­inda­brot – og þó svo að önnur lönd for­gangsraði með þessum hætti þá sé það aug­ljós­lega ekki lög­leg­t. 

Aðgerða­sinnar í Banda­ríkj­unum og Bret­landi eru nú farnir að tala um svokölluð „mann­kyn­bóta­á­hrif“, að hennar sögn. Þá sé spurt hverjir fái að lifa og hverjir ekki. „Að upp­lifa þetta – og ganga í gegnum þetta, þá finnur maður svo sterkt fyrir valda­leysi sínu sem fötluð mann­eskja og ótt­ast aðra hluti en margir aðrir óttast,“ bætir hún við. 

Auglýsing

Það þarf að eiga gott bak­land til að upp­lifa öryggi

Freyja segir að skortur á upp­lýs­ingum sé mjög alvar­legt mál, meðal ann­ars vegna þess að fatl­aðir ein­stak­lingar með NPA þurfi að tryggja sitt öryggi, sem og aðstoð­ar­fólks­ins. „Ég ber ábyrgð á öryggi aðstoð­ar­fólks míns – ég er yfir­maður þeirra og það er verið að hvetja yfir­menn fyr­ir­tækja að halda ró sinni og veita góðar upp­lýs­ingar til starfs­fólk. Ég reyni að gera það, því það skiptir mig miklu máli að það haldi heilsu.“ 

Þannig sé þetta eins konar víta­hringur þar sem hún þurfi að halda ró sinni en hafi í raun engin úrræði til þess. Hún vill árétta að hennar staða sé góð af svo mörgu leyti, hún fái góða aðstoð og hún sé með gott bak­land. „Ég veit alveg að ég er með bak­land sem grípur mig en það eru alls ekki allir svo heppn­ir.“

Þá vakni jafn­framt sið­ferð­is­leg spurn­ing í kjöl­far­ið: Af hverju ætti að þurfa að eiga gott bak­land til þess að vera örugg­ur?  

For­rétt­indi að geta verið bjart­sýnn og jákvæður

Annað sem Freyja hefur áhyggjur af er að á þessum dag­legu blaða­manna­fundum almanna­varna er mikið talað um það að fólk eigi að vera jákvætt, bjart­sýnt og standa saman en hún segir að ekki allir séu í aðstæðum til þess að fylgja því eft­ir. Þá sé líka mik­il­vægt að hvetja fólk til þess að gefa sér svig­rúm fyrir erf­iðar til­finn­ing­ar.

Auð­vitað séu þessi skila­boð rétt í sjálfu sér en það séu margir sem eru ekki í stöðu eða með for­rétt­indin til þess að fara eftir þeim. „Ef þú ert alltaf með kvíða eða þung­lyndi þá bíður þú ekki eftir því að ein­hver komi í sjón­varp og segi þér að vera hress. Þú verður að fá stuðn­ing til þess.“

Það sama gildi til að mynda um fólk með áfeng­is­vanda. Freyja bendir á að auð­vitað sé engin lausn að drekka áfengi, eins og land­læknir hefur bent á, en erfitt sé að segja það við ein­hvern sem á við áfeng­is­vanda­mál að stríða. „Það þarf að hugsa út í það að það geta bók­staf­lega ekki allir gert það sem farið er fram á.“

Blaðamannafundur þar sem þremenningarinar, Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller, fara yfir málin.
Lögreglan

Þá leggur Freyja til að hægt sé að nýta blaða­manna­fund­ina til þess einmitt að ná til jað­ar­settra hópa. „Þá væri hægt að biðja full­trúa jað­ar­settra hópa að koma á fund­inn og vera með inn­legg og leið­bein­ing­ar. Það er svo margt hægt að gera í raun­inn­i.“

Við getum öll lært eitt­hvað af þessu

Freyja bendir enn fremur á að sam­fé­lagið þurfi að vera betur und­ir­búið undir áföll sem þessi. „Við þurfum líka að læra af þessu öllu. Í þessu fellst að vinna með fötl­uðu fólki og sam­tökum þeirra. Að ráða fatlað fólk til starfa því til dæmis almanna­varnir þurfa á fötl­uðu fólki að halda – og emb­ætti land­lækn­is. Það þurfa allir á því að halda að hafa fatlað fólk með í ráðum, svo rödd okkar heyr­ist líka. Og okkar þekk­ing. Þetta er ekki ein­ungis mik­il­vægt núna heldur almennt séð líka. Að við séum alltaf með fötl­un­ar­-­gler­augun líka. Þá værum við hugs­an­lega ekki að lenda í þessum vand­ræðum sem við erum að lenda í nún­a,“ segir hún. 

Freyja vill taka það sér­stak­lega fram að margir sem vinna nú við almanna­varnir við þetta ástand séu að gera það vel. „Við erum að gera mjög mikið af góðum hlutum en það breytir ekki því að við verðum að geta gagn­rýnt það líka. Það er einnig hættu­legt þegar fólk fer í ein­hvers konar „hetju­stöðu“ og þá má ekki segja neitt. En þetta er ekki per­sónu­legt, þetta er aðal­lega gagn­rýni á ákveðna hug­mynda­fræði, sam­fé­lags­mótun og strúkt­úr­inn á ýmsum kerf­um. Það er eitt­hvað að þar og við sjáum það svo vel nún­a.“

Þess vegna finn­ist henni mik­il­vægt að þeir sem fá þessa gagn­rýni taki henni ekki sem per­sónu­lega árás heldur sem leið­bein­ingum um hvernig hægt sé að gera hlut­ina bet­ur. 

„Við heyrum auð­vitað hvað fólk er að segja“

Eins og áður segir opin­ber­ast margs konar for­dómar í þessu ástand­i. Freyju bendir á fremur óþægi­lega umræðu um að COVID-19 snerti ein­ungis gam­alt fólk og fólk í áhættu­hóp­um. „Ef það er bara gam­alt fólk eða við, fatlað fólk, sem veikj­umst eða deyjum þá skipti það ekki máli. Við heyrum alveg hvað fólk er að segja og auð­vitað skiptir það máli. Mitt líf er alveg jafn mik­il­vægt og ann­arra – og okkar allra.“

Mik­il­vægt sé að við séum öll með­vituð um hvað við segj­um. Svo séu margir sem ein­fald­lega viti ekki hvort þeir séu í áhættu­hóp eða ekki – enda margir með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma sem þeir vita ekki af. „Þess vegna er svo mik­il­vægt að við vöndum okkur og fylgjum leið­bein­ingum þegar við getum það. Og þá líka ekki dæma þá sem geta það ekki því þá eru þeir ekki í aðstöðu til þess.“

Hægt að gera hlut­ina öðru­vísi

Á björtu nót­unum segir Freyja að þrátt fyrir að ýmsir hlakki til þess að þessu ástandi verði lokið – og auð­vitað hlakki allir til þess að losna úr hættu – þá sé gott að minna sig á það að margt gott hafi átt sér stað í þessu ástandi. Til að mynda hafi tákn­mál­stúlkun auk­ist í frétt­um, fjar­vinna hafi orðið algeng­ari og þjón­usta hafi orðið aðgengi­legri í heima­hús. 

„Þetta er það sem ég vil sjá, ég vil ekki fara til baka að þessu leyti. Og það er rosa­lega mik­il­vægt mann­rétt­inda­mál að auka sveigj­an­leik­ann með þessum hætti. Þetta opnar sam­fé­lagið okkar fyrir svo marga hópa. Við erum nefni­lega að fara á mis við hæfi­leika svo svaka­lega margra því við erum með svo fast­mót­aðan vinnu­mark­að. Margt af þessu sem er að ger­ast núna heldur von­andi áfram. Auð­vitað ekki veik­indin – heldur sam­fé­lags­breyt­ing­arn­ar.“ 

Von­andi verði ein­hver lær­dómur dreg­inn af þessu öllu saman þegar COVID-19 far­ald­ur­inn er geng­inn yfir. „Við erum alla­vega búin að sjá að það er hægt að gera hlut­ina öðru­vísi,“ segir Freyja að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal