Bára Huld Beck

„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“

Þolandi heimilisofbeldis, mansals og kynfæralimlestinga – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands. Konan þráir ekkert heitar en að fá að byggja upp nýtt líf á Íslandi.

Konu og ungri dóttur hennar hefur verið synjað um efn­is­lega með­ferð umsóknar sinnar um alþjóð­lega vernd hér á landi á grund­velli þess að hún hafi fengið vernd í öðru landi og bíða þær nú brott­flutn­ings til Suð­ur­-­Evr­ópu­rík­is. Hún kom alls­laus til Íslands fyrr á árinu en hún hefur búið við mikla fátækt og ofbeldi til fjölda ára – og stöðugan ótta við fyrr­ver­andi eig­in­mann.

Kjarn­inn ræddi við kon­una til að fá að heyra reynslu­sögu henn­ar, hvað dró hana til Íslands og af hverju hún óski eftir vernd hér á landi. Til að vernda hags­muni hennar og dóttur hennar hefur nafni hennar og stað­ar­háttum verið breytt og verður því not­ast við nafnið Janet.

Víga­hópur óð um göt­urnar

Janet ólst upp í landi í vest­ur­hluta Afr­íku. Fjöl­skylda hennar var stór og voru þau systk­inin sextán tals­ins. Faðir hennar beitti móðir hennar ofbeldi og þekkti Janet því ekk­ert annað en að karl­menn kæmu þannig fram við eig­in­konur sín­ar. Faðir hennar var ekki trú­aður en móðir hennar kristin og fór hún í kirkju með henni þegar hún var lít­il.

Þegar Janet var 17 ára gömul urðu straum­hvörf í lífi hennar en dag einn réðst víga­hópur inn í borg­ina sem hún bjó í en hún var nemi á þessum tíma.

Hún lýsir því þegar óeirð­irnar brut­ust út þennan örlaga­ríka dag. „Þennan dag var ég með vin­konu minni en við vorum í skóla sam­an. Á leið­inni heim úr skól­anum – en ég bjó með henni á þessum tíma – brut­ust út óeirðir og mikið af fólki með ýmis bar­efli safn­að­ist saman á götum úti. Margir huldu and­lit sín, það var ein­ungis hægt að sjá í aug­un. Víga­menn­irnir lömdu með bar­efl­unum annað fólk sem hljóp um göt­urn­ar.

Á þessu augna­bliki fraus ég – ég var í algjöru áfalli. Það sem ég man er að vin­kona mín hljóp á undan mér og ég féll á jörð­ina. Maður stóð við hlið­ina á mér og rétt hjá var kona í bif­reið. Hann lamdi kon­una þannig að blóðið spýtt­ist yfir mig alla,“ segir Janet en það tekur á hana að rifja þessa atburði upp. Hún segir að hún end­ur­upp­lifi þá þegar hún segi frá reynslu sinni.

„Konan reyndi að öskra á hjálp en það var enga hjálp að fá. Ég hljóp af stað og náði að koma mér í skjól með öðru fólki. Þar földum við okk­ur,“ útskýrir hún. Þar kynnt­ist Janet konu sem lof­aði að hjálpa henni að kom­ast úr landi. Sú átti ætt­ingja í Evr­ópu sem ætl­uðu að aðstoða Janet að koma sér fyrir í nýju landi – og jafn­vel styrkja hana til náms.

Janet tekur það sér­stak­lega fram að hún hafi haldið að hún gæti haldið menntun sinni áfram í nýju landi og þess vegna hafi hún sam­þykkt þessa aðstoð. En ekki var allt sem sýnd­ist.

Neydd í vændi

„Ferða­lagið tók á og var mjög erfitt. Mér var oft nauðgað og þegar við komumst loks á leið­ar­enda þá sveik þessi kona öll lof­orð. Hún sagði að ég þyrfti að borga fyrir flutn­ing­inn á milli landa með vændi. Ég stóð í þeirri trú að ég myndi þurfa að vinna fyrir þetta fólk venju­lega vinnu og í stað­inn fengi ég menntun og húsa­skjól. Ég sam­þykkti þetta til­boð með þessum skil­mál­um. En það var ekki þannig.“

Við­komu­stað­ur­inn var land í Suð­ur­-­Evr­ópu. Hún segir að við kom­una hafi hún fengið annað nafn sem konan valdi fyrir hana. Konan sagði líka að hún þyrfti að hækka aldur sinn um eitt ár. Ætlun þess­arar konu og fólks­ins á hennar vegum var að neyða Janet í vændi.

„Ég var mjög ósátt við þetta allt saman og flúði frá þeim.“ Með undra­verðum hætti náði Janet að flýja og flækt­ist borga á milli þangað til hún hitti til­von­andi eig­in­mann sinn sem er frá þessu til­tekna Suð­ur­-­Evr­ópu­ríki. „Ég von­að­ist til að hlut­irnir yrðu betri en þeir urðu ekki betri,“ segir hún með trega.

Ég sagði honum ekki frá reynslu minni vegna þess að ég segi engum frá henni. Ég var hrædd við fólkið sem var að leita að mér.
Janet komst fljótlega að því að eiginmaður hennar var ofbeldisfullur og á hún erfitt með að útskýra þá umbreytingu sem varð á honum eftir að þau giftust.
Bára Huld Beck

Eig­in­mað­ur­inn eins og tvær mann­eskjur

Janet segir að hún hafi í fyrstu talið eig­in­mann sinn góðan mann og að hann hafi ekki beitt hana ofbeldi fyrst um sinn. „Ég sagði honum ekki frá reynslu minni vegna þess að ég segi engum frá henni. Ég var hrædd við fólkið sem var að leita að mér.“

Hún var ham­ingju­söm á brúð­kaups­dag­inn en segir að eig­in­mað­ur­inn hafi breyst fljót­lega eftir að þau gift­ust. „Ég á svo erfitt með að útskýra þetta – þessa breyt­ingu á hon­um. Hann var eins og tvær mann­eskj­ur. Þegar hann breytt­ist var hann svo öðru­vísi, svo ofbeld­is­full­ur.“

Janet sá föður sinn beita móður sína heim­il­is­of­beldi og hélt að þannig kæmu eig­in­menn fram við eig­in­konur sín­ar. „Ég hélt kannski að það væri eðli­legt þegar hann reyndi að kyrkja mig í fyrsta skiptið en hann barði mig líka og var vondur við mig. Einu sinni, af engri ástæðu, tók hann kodda og reyndi að kæfa mig með hon­um. Þetta kom síðan ítrekað fyrir – og eftir því sem ég barð­ist meira um þá reyndi hann meira að kæfa mig. Í eitt skiptið þá þótt­ist ég vera dáinn – og hann tók fötin sín og fór af heim­il­in­u.“

Janet sagði í fram­hald­inu vin­konu sinni frá ofbeld­inu sem ráð­lagði henni að fara ekki frá eig­in­mann­inum – heldur halda þetta út. Hvert ætti hún hvort sem er að fara? Hún fór til baka til eig­in­manns­ins og von­að­ist eftir breyttri hegð­un.

„Hann hélt samt áfram að beita mig ofbeldi eftir þetta,“ segir hún og bætir því við að fjöl­skylda hans hafi vitað af ofbeld­inu en ekk­ert gert.

Ógn­aði henni með hníf

Eig­in­maður hennar hélt lífi hennar í helj­ar­g­reipum sem lýsti sér meðal ann­ars í því að hann keypti ekki mat fyrir heim­ilið og fór Janet því oft svöng í hátt­inn. Einu skiptin sem hún fékk heila mál­tíð var þegar þau heim­sóttu móður eig­in­manns hennar um helg­ar.

Janet vildi ekki fara frá eig­in­manni sínum á þessum tíma vegna þess að hún upp­lifði algjört úrræða­leysi. Hún vildi bara að hann myndi breyt­ast aftur í hug­ljúfa mann­inn sem hún kynnt­ist fyrst. Að hennar sögn neit­aði hann aldrei fyrir ofbeldið og faldi það aldrei.

„Ég varð svo hrædd, ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Eitt kvöldið fékk ég pen­inga til að kaupa í mat­inn og eld­aði um kvöld­ið. Ég reyndi að tala við hann um ofbeldið en ég sá að hann breytt­ist í skapi þegar ég byrj­aði að tala. Ég sagði við hann að ef hann ætl­aði að halda áfram að beita mig ofbeldi þá myndi ég fara. Þegar ég sagði það við hann barði hann hend­inni fast í borð­ið. Ég stóð upp og und­ir­bjó mig til að fara út skít­hrædd. Ég sagði við hann að ég ætl­aði að fara en venju­lega undir þannig kring­um­stæðum myndi hann berja mig. Þegar ég var að fara þá kom hann aftan að mér með hníf. Hann hélt honum upp að háls­inum á mér og ég öskr­aði á hann og spurði hvað hann væri eig­in­lega að gera. Hann sagði: „Fyrst þú ert að fara þá skulum við bara enda þetta!“ Ég náði að brjót­ast frá honum og hlaupa út,“ segir Janet skjálf­andi röddu.

Janet náði að hringja á lög­regl­una sem kom á heim­ilið stuttu seinna en lög­reglu­menn­irnir sögðu henni að fara til vin­konu sinnar um nótt­ina. Eftir þetta vissi hún ekki hvað hún ætti að gera. Var þetta bara venju­legt hjóna­band? Hvert ætti hún að fara?

Hún fór til baka til eig­in­manns síns, enda hafði hún ekki í nein hús að vernda. Ekk­ert lag­að­ist í fram­hald­inu og hélt ofbeldið áfram. „Eng­inn gat hjálpað mér,“ segir hún.

Á þessum tíma­punkti þoldi hún ekki við lengur og á end­anum fór hún frá eig­in­manni sínum – og end­aði á ver­gangi í land­inu. Hún fékk gist­ingu hjá vinum og reyndi að fela sig fyrir hon­um. Hann fann hana þó alltaf með ein­hverjum hætti, segir Janet. Mitt í þessu róti öllu saman varð hún ólétt.

Janet lýsir þessum tíma sem hrylli­leg­um. „Hann elti mig út um allt, sama hvert ég fór eða hvar ég bjó.“

Mað­ur­inn skildi dótt­ur­ina eftir læsta inni í bíl

Að lokum flúði hún til ann­ars Evr­ópu­lands en hvert sem hún fór fann eig­in­maður hennar hana alltaf. Hann var bljúgur við Janet inn á milli og á einum tíma­punkti þegar dóttir hennar var fædd fór hún til baka til hans. „Mér leið eins og í búri,“ segir hún.

Í eitt skiptið þegar eig­in­maður hennar var með árs gamla dótt­ur­ina skildi hann hana eftir læsta inni í bíl og segir Janet að þá hafi hún gert sér grein fyrir því að barnið var orðið að skot­marki hans. Dóttirin var læst inni í bílnum ein í marga klukku­tíma en með hjálp lög­reglu náði Janet henni út úr bíln­um. Þessi reynsla situr í henni enda hélt hún að dóttir hennar myndi deyja.

„Eftir þetta atvik þá fór ég bara. Steig upp í bíl með dóttur mína og keyrði í burtu. Ég fór með ekk­ert á milli hand­anna nema lífið og dóttur mína.“

Janet end­aði för sína í öðru Evr­ópu­ríki og kom undir sig fót­unum þar. Hún sótti um skilnað en eig­in­maður hennar neit­aði að skrifa undir skiln­að­ar­papp­írana. Hann barð­ist einnig fyrir for­ræði yfir barn­inu en Janet neit­aði því harð­lega.

Á end­anum ákvað dóm­ari að for­ræði yfir barn­inu skyldi vera hjá móð­ur­inni. Auð­vitað fagn­aði Janet því en hún lifði í stöð­ugum ótta á þessum tíma að eig­in­maður hennar myndi skaða hana. Hann hót­aði því meðal ann­ars að skjóta hana.

Eftir þetta atvik þá fór ég bara. Steig upp í bíl með dóttur mína og keyrði í burtu.
Í herbergi Janet og dóttur hennar má finna ýmis leikföng sem litla leikur sér með en Janer langar að geta vaknað á morgnana án þess að vera ein taugahrúga yfir því hvað muni koma fyrir hana og dóttur hennar.
Bára Huld Beck

Sleit á öll tengsl

Eftir margra ára bar­áttu fékk Janet lög­skilnað við eig­in­mann sinn ofbeld­is­mann­inn. „Ég trúði þessu ekki,“ segir hún og grætur þegar hún lýsir upp­lifun­inni. „Það tók mig 10 ár að kom­ast frá þessum manni. Ég var loks­ins frjáls.“ Var þetta þó skamm­góður vermir því fyrr­ver­andi eig­in­maður hennar hélt áfram að hrella hana.

Þegar Janet tók þá ákvörðun að fara til Íslands þá sleit hún á öll tengsl við vini og sam­starfs­fé­laga – alla sem hún þekkti. Því alltaf náði fyrr­ver­andi eig­in­maður hennar að hafa upp á henni og ofsóknir hans hættu ekki þrátt fyrir skiln­að­inn. Hún seg­ist alltaf vera hrædd, hvar sem hún er. „Ég vil ekki deyja. Ég fór frá heima­hög­unum þegar ég var mjög ung og ég hef gengið í gegnum svo mik­ið. Ég vil ekki deyja.“

Hún segir að Ísland hafi orðið fyrir val­inu vegna þess að hún taldi að hér gæti hún fengið frið. Janet seg­ist vilja byggja upp líf hér á Íslandi, ekki síst fyrir dóttur sína. Hún vill halda henni frá fyrr­ver­andi eig­in­manni sínum en það er hennar helsta mark­mið núna. Hún vill heldur ekki fara til baka til heima­lands­ins þar sem dóttir hennar yrði beitt kyn­færalim­lest­ingum þar eins og hún sjálf varð fyrir þegar hún var lítil stúlka.

„Mig langar að vinna og mig langar að læra meira. Ég hef alltaf haft það í huga að klára menntun mína en ég þurfti eins og ég sagði áðan að flýja í skynd­ingu frá heima­land­inu og hætta í námi.“

Vill hætta að lifa í ótta

Dóttir hennar blómstrar á Íslandi, að hennar sögn. „Dag einn eftir að við komum til Íslands þegar við vorum búin að vera nokkra daga heima veikar þá sagði dóttir mín við mig: „Núna þegar ég horfi út um glugg­ann er ég ekki leið.“ Ég spurði hana hvers vegna og hvernig henni liði hérna á Íslandi. Hún sagði: „Já, mér líður vel hérna vegna þess að við erum ekki alltaf að flytja á milli staða.“,“ segir hún.

Janet segir að hún hafi ekki gert sér almenni­lega grein fyrir því að stöð­ug­leik­inn sem dóttir hennar hefur upp­lifað á þessu ári á Íslandi hefði haft svona góð áhrif á hana. „Sann­leik­ur­inn er sá að ég hef verið mjög róleg síðan ég kom hingað þangað til ég fékk synjun frá stjórn­völd­um. Eftir þá ákvörðun hef ég verið mjög óró­leg og mér líður ekki vel nún­a.“

Hún þráir ekk­ert heitar en að sjá dóttur sína ham­ingju­sama eins og hún hefur verið und­an­farna mán­uði. „Kannski mun ég ein­hvern tím­ann gifta mig aftur en það sem ég vil fyrst og fremst er að geta séð fyrir mér – geta keypt mat fyrir dóttur mína og séð henni fyrir húsa­skjóli. Mig langar að vera frjáls undan ofsóknum fyrr­ver­andi eig­in­manns míns. Mig langar að geta vaknað á morgn­ana án þess að vera ein tauga­hrúga yfir því hvað muni ger­ast fyrir mig og dóttur mína. Ég vil hætta að lifa í ótta,“ segir hún.

Aðstoð hvergi að finna

Claudia Ashanie Wil­­son lög­­­maður Janet segir að málið hennar end­ur­spegli sömu ágalla og bent hefur verið á í öðrum sam­bæri­legum málum vegna máls­með­ferðar stjórn­valda við afgreiðslu umsókna kvenna á flótta. Kynja­sjón­ar­mið með til­liti til kyn­bund­ins ofbeld­is, mis­munar og áreitni hafi ekk­ert vægi við afgreiðslu slíkra mála sem er að hennar áliti mjög hættu­legt og ólög­mætt.

„Það er ekki tekið til­lit til þeirrar fjöl­þættu mis­mun­unar sem konur á flótta verða fyr­ir, sökum kyns og þess hvernig erf­ið­leikar þeirra marg­fald­ast þegar aðrir þættir bæt­ast við, svo sem kyn­þátt­ur, þjóð­erni og menn­ing­ar­legur bak­grunn­ur, eins og í til­felli umbjóð­anda míns. Aðstoð er hvergi að finna og það hjálpar ekki þegar ras­ismi og for­dómar þríf­ast meðal æðstu ráða­manna í því landi sem við­kom­andi er að flýja, þar með talið hjá lög­regl­unn­i,“ segir hún.

Hvað mun koma fyrir Janet og dóttur hennar þegar þær verða sendar úr landi?

„Ein­falda svarið er þetta: Lífi þeirra og öryggi verður stefnt í hættu. Hér er um að ræða konu og barn sem eru að flýja gróft ofbeldi, konu sem vill gera allt til að vernda barnið sitt.

Umbjóð­andi minn er fórn­ar­lamb mansals sem flúði það fólk sem hélt henni gísl­ingu til margra mán­aða þar sem hún sætti kyn­bund­inni mis­notk­un. Henni hefur verið hótað af þeim til að fá hana til að end­ur­greiða pen­ing sem þau telja hana skulda, það er „flutn­ings­gjald“ fyrir að vilja ekki stunda vænd­i,“ segir Claudia.

Auk þess sé Janet að flýja ofbeld­is­mann sem hefur gert það að lífs­verki sínu að mis­þyrma henni og barni henn­ar. Janet sé enn fremur fórn­ar­lamb kyn­færalim­lest­ingar og þurfi nauð­syn­lega á sál­fræði­legri og lækn­is­fræði­legri aðstoð að halda.

Claudia segist sakna þess sárlega að mannúð sé höfð að leiðarljósi líkt og útlendingalögin geri ráð fyrir.
Bára Huld Beck

Hvað þurfa stjórn­völd að gera til að koma til móts við konur í hennar stöðu?

„Krafan er skýr, að íslensk stjórn­völd virði skuld­bind­ingar sínar á grund­velli alþjóð­legra samn­inga um að vernda konur frá kyn­bund­inni mis­munun og ofbeldi, að taka til­lit til sér­stak­lega við­kvæmrar stöðu þess­ara ein­stak­linga við mat á því hvort taka skuli umsókn þeirra til efn­is­legrar með­ferðar og eftir atvikum að veita þeim vernd hér­lend­is.

Mál umbjóð­anda míns sem og mál ann­arra kvenna sem fjallað hefur verið um upp á síðkastið eru skóla­bók­ar­dæmi um hversu hættu­legt það er þegar stjórn­völd taka ekki til­lit til kynja­sjón­ar­miða við mat á umsóknum kvenna á flótta,“ segir Claudia.

Stjórn­völdum ber að gera betur

Claudia telur afar mik­il­vægt í sam­ræmi við ráð­legg­ingar mann­rétt­inda­nefndar um afnám mis­mun­unar gagn­vart konum að stjórn­völd þjálfi starfs­fólk sitt sér­stak­lega í því hvernig beri að meta umsóknir kvenna á flótta að teknu til­liti til kynja­sjón­ar­miða.

„Það er ekki lang­sótt að segja að stjórn­völdum hér­lendis beri að taka þessar ráð­legg­ingar til sín og á mjög ein­földu máli – gera bet­ur. Síðan sakna ég þess sár­lega að mannúð sé höfð að leið­ar­ljósi líkt og útlend­inga­lögin gera ráð fyrir þegar ákvæðum þeirra er beitt. Því miður sýna þessi mál okkur það að sú er ekki alltaf raun­in.

Svo virð­ist einnig sem börn á flótta með for­eldrum sínum fái lak­ari máls­með­ferð en börn án fylgdar for­eldra. Þetta er afar alvar­legt og þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, halda stjórn­völd ótrauð áfram við það að hunsa ákvæði barna­sátt­mál­ans við afgreiðslu umsókna barna á flótta. Líkt og varð­andi konur á flótta, ber stjórn­völdum skylda til að gæta að þeim kyn­bundnu sjón­ar­miðum sem gilda um stúlkur á flótta. Það var því miður ekki gert í þessu máli,“ segir hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal