Mynd: Bára Huld Beck Eyrún Eyþórsdóttir
Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.
Mynd: Bára Huld Beck

Rasismi innan lögreglunnar eins og annars staðar í samfélaginu

Lögreglan á Íslandi hefur ekki brugðist við örum samfélagbreytingum á Íslandi síðustu ár að mati Eyrúnar Eyþórsdóttur, lektors í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Í viðtali við Kjarnann segir hún mikilvægt að lögreglan afneiti ekki fordómum þó hún hafi ekki áhyggjur af því að kynþáttafordómar grasseri innan stofnunarinnar. Lögreglan sé hins vegar einsleit stofnun á meðan íslenskt samfélag einkennist af fjölbreytileika og því þurfi að bregðast við.

Ísland er ekki lengur eins­leitt sam­fé­lag heldur ein­kennir fjöl­breyti­leiki íslenskt nútíma­sam­fé­lag. Lög­reglan hefur ekki brugð­ist við þessum breyt­ingum og er enn eins­leit stofnun og því þarf að breyta. Þetta er mat Eyrúnar Eyþórs­dótt­ur, lekt­ors í lög­reglu­fræðum við Háskól­ann á Akur­eyri, sem ræddi við blaða­mann Kjarn­ans um auk­inn fjöl­breyti­leika íslensks sam­fé­lags á síð­ustu árum og áskor­anir innan lög­regl­unn­ar, til að mynda þegar kemur að kyn­þátta­mörkun og trausti til lög­reglu.

„Lög­reglan hefur ekki gert ráð­staf­anir vegna þess­ara sam­fé­lags­legu breyt­inga sem hafa átt sér stað yfir alla­veg­anna 20-30 ára tíma­bil. Þetta er ekki langur tími en samt nægur tími til að bregð­ast við með alls konar hætti. Og það hefur ekki verið gert. Það hefur kannski verið gert af veikum mætti und­an­farin ár, í gegnum nám lög­reglu­manna, en það er það eina,“ segir Eyrún.

Ísland er ekki eins­leitt sam­fé­lag

Ísland er ekk eins­leitt sam­fé­lag eins og það var kannski einu sinni og við því þarf að bregð­ast að mati Eyrún­ar. „Við þurfum að gera ráð fyrir því að lög­reglan, lög­reglu­menn og aðrir í sam­fé­lag­inu viti ekki hvernig eigi að bregð­ast við. Við erum líka mötuð af alls konar hug­mynd­um, kannski sömu hug­myndum og aðrir eru mataðir í heim­in­um, eins og að svartir karl­menn séu lík­legri til að vera hluti af glæpa­gengj­u­m.“

Þegar þetta er ímyndin hefur það áhrif á hvernig fólk lítur á veru­leika sinn á Íslandi. „Þetta hefur bein áhrif á það. Þetta læð­ist inn og maður mótar hug­ar­heim sinn á þessum hug­mynd­um. Í mörgum til­vikum gerir fólk sér ekki alveg grein fyrir því að það sé með ákveðin við­horf og af hverju þau eru með þessi nei­kvæðu við­horf,“ segir Eyrún.

Kyn­þátta­for­dómar ekki „grass­er­andi“ innan lög­regl­unnar en þó til staðar

Eyrún hefur starfað innan lög­regl­unnar og seg­ist sann­færð um að kyn­þátta­for­dómar við­gang­ist þar eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. „En ég hef ekk­ert rosa­lega miklar áhyggjur af því að það sé allt grass­er­andi í ras­isma innan lög­regl­unn­ar. Ég er sann­færð um það séu ras­istar innan lög­regl­unnar bara eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­in­u.“

Það sé hins vegar ekki ásætt­an­legt að for­dómar við­gang­ist innan lög­regl­unnar og telur Eyrún til­efni til að end­ur­skoða inn­töku­ferli innan lög­regl­unn­ar. En það er flókið verk. „Það er nátt­úru­lega mjög, mjög erfitt að greina þessi við­horf. Ef þú spyrð ein­hvern um við­horf gagn­vart minni­hluta­hópum þá vita allir hvernig þeir eiga að svara. Það seg­ist eng­inn vera með mikla for­dóma gagn­vart svörtu fólki, vit­andi að þeir kom­ast þá ekki inn í lög­regl­una.“

Kom ekki á óvart að „fólk fór að hringja inn og til­kynna hann í hverju horni“

Hug­takið kyn­þátta­­mörkun er til­tölu­lega nýtt í íslensku sam­­fé­lagi, sem útleggst sem „racial profil­ing“ á ensku en nýlegir atburðir hafa komið því í umræð­una og hefur fólk af erlendum upp­­runa bent í kjöl­farið á brotala­mir hvað varðar vinn­u­brögð lög­­regl­unnar í slíkum mál­­um.

Með hug­tak­inu er átt við það þegar kyn­þáttur eða húð­litur er not­aður til þess að skil­­­greina ein­stak­l­inga eða hópa fólks og mis­­­munun gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­­­send­­­um. Slík flokkun fólks bygg­ist oft á ómeð­­­vit­aðri hlut­­­drægni, sam­­kvæmt hópi fræða­­fólks og aktí­vista sem kom með til­­lög­una að þýð­ingu á hug­tak­inu. Í lög­­­­­gæslu birt­ist þetta með þeim hætti að ein­stak­l­ingur eða hópur fólks er grun­aður um sak­­­næmt athæfi vegna kyn­þáttar eða húð­litar frekar en sönn­un­­­ar­­­gagna.

Um miðjan apríl síð­ast­lið­inn hafði lög­regla í tvígang, dag eftir dag, afskipti af 16 ára dreng vegna ábend­inga frá almenn­ingi um að hann væri stroku­fangi sem slapp úr haldi lög­­­­regl­unn­ar. Dreng­­­­ur­inn er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi. Atvikin ýfðu upp umræð­una um kyn­þátta­­mörk­un.

Eyrún varð vör við til­kynn­ingu lög­reglu eins og aðrir þegar lýst var eftir mann­inum sem slapp úr haldi lög­reglu við hér­aðs­dóm. „Það kom mér ekki á óvart að fólk fór að hringja inn og til­kynna hann í hverju horn­i,“ segir Eyrún. Að hennar mati sýna atvikin í apríl svart á hvítu, að lög­reglan hefur ekki brugð­ist við sam­fé­lags­legri þróun síð­ustu ára. Ísland er ekki eins­leitt sam­fé­lag heldur ein­kenn­ist það af fjöl­breyti­leika líkt og flest önnur sam­fé­lög.

„Fólk hefur ekki alveg hugsað að þetta geti líka verið uppi á ten­ingnum hér. Og þá er áhuga­vert að pæla í hvað fjöl­breyti­leiki sam­fé­lags­ins hér á Íslandi hefur átt sér stað yfir skamman tíma. Og samt, á öllum þessum tíma, hefur aldrei verið í for­gangi hjá neinum að bregð­ast við. Ef eitt­hvað ger­ist, þá skulum við laga það, en ekki hugsa hvað getur ger­st,“ segir Eyrún.

Dugar fræðsla innan lög­reglu­fræð­innar til?

„Fræðsla er besta með­alið við for­dóm­um,“ segir Eyrún, sem hefur lengi unnið að ýmis konar fræðslu um for­dóma og hat­urs­glæpi innan lög­regl­unn­ar. Þegar lög­reglu­námið flutt­ist til Háskól­ans á Akur­eyri árið 2017 varð áfang­inn „Fjöl­breyti­leiki og lög­gæsla“, sem Eyrún kenn­ir, gerður að skyldu­fagi. En Eyrún veltir því fyrir sér hvort fræðslan sem á sér stað innan lög­reglu­fræð­innar dugi til. Einnig þurfi að ná til þeirra tæp­lega 700 lög­reglu­manna sem eru starf­andi hér á landi. Þar kemur Mennta- og starfs­þró­un­ar­setur lög­regl­unnar sterkt inn þar sem Eyrún hefur staðið að lang mestum hluta fræðsl­unnar að eigin frum­kvæði.

Um val­nám­skeið er að ræða og hefur það sínar tak­mark­anir að sögn Eyrún­ar. „Þá sækja auð­vitað þeir sem hafa áhuga á þessum mála­flokki í þessi nám­skeið, sem eru kannski ekki þeir sem við þurfum að ná til. Eina leiðin til að ná í þá væri að skylda þá til að taka þessi nám­skeið. En ég veit svo sem ekki hvaða árangri það myndi skila.

Ekk­ert umburð­ar­lyndi gagn­vart for­dómum

Önnur leið til að sporna gegn for­dómum innan lög­regl­unnar væri að taka upp stefnu þar sem for­dómar verða ein­fald­lega ekki liðn­ir, svo­kall­aða „zero toler­ance“-­stefnu. Með henni yrði ekki liðið innan lög­regl­unnar að lög­reglu­menn og annað starfs­fólk tjái sig með for­dóma­fullum hætti. „Hvort sem það er gagn­vart konum eða minni­hluta­hópum eða hverjum sem er, að það sé mjög hart tekið á því þegar lög­reglu­menn sýna með ein­hverjum hætti hefðun með for­dóma­fullum hætt­i,“ segir Eyrún, sem segir að svo sé ekki gert í dag. „Það er ekk­ert eft­ir­lit.“

Við­mót hjá lög­reglu gagn­vart því að auka fræðslu er almennt gott að mati Eyrún­ar. Áhersla á fjöl­breyti­leika innan lög­gæslu flokk­ist hins vegar sem mjúk lög­gæsla og eft­ir­spurn eftir slíkri lög­gæslu er ekki ýkja mik­il.

Birgir Þór Harðarson

Síð­ustu fjögur ár hefur Eyrún ásamt Mar­gréti Valdi­mars­dótt­ur, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, lagt spurn­inga­lista fyrir nem­endur í lög­reglu­fræði um við­horf þeirra til minni­hluta­hópa. „Frum­nið­ur­stöður okkar sýna fram á að nem­endur eru mjög jákvæðir og það væri mjög mikið þarfa­verk að leggja spurn­inga­list­ann aftur fyrir þegar þessir nem­endur eru búnir að vera nokkur ár í starfi. Hefur eitt­hvað breyst?“

Kallar eftir fjöl­breytt­ari bak­grunni en „bara Íslend­inga­bók“

Lög­reglan á Íslandi getur ekki lengur verið eins­leit stofnun að mati Eyrún­ar. „Hún verður að fara að ráða til sín fólk með annan bak­grunn heldur en bara Íslend­inga­bók. Það verða að vera fleiri tungu­mál, lit­ar­hætt­ir, trú­ar­brögð, kyn­hneigð.“

Sjálf hefur hún talað fyrir því að fólk með fötlun starfi innan lög­regl­unn­ar. „Und­ir­tekt­irnar hafa verið mjög léleg­ar. En ég skil samt ekki af hverju þú getur ekki verið fatl­aður í lög­regl­unni? Það er fullt af störfum þar sem þú situr við skrif­borð allan dag­inn, af hverju getur þú ekki verið í hjóla­stól? Til dæm­is.“

Aukin fjöl­breytni innan lög­regl­unnar er einnig liður í því að byggja upp traust gagn­vart lög­regl­unni. „Lög­reglan þarf virki­lega að fara að huga að þessu og fá innan raða sinna meiri fjöl­breyti­leika og fara í virk verk­efni til að byggja upp traust,“ segir Eyrún. Dæmin hafa sann­að, ekki síst eftir atvikið í apr­íl, að skortur er á trausti til lög­reglu, stofn­unar sem allir ættu að geta treyst, líkt og fram kom nýlega í við­tali Kjarn­ans við föður drengs sem tví­vegis hefur lent í því á sinni stuttu ævi að verða fyrir óþarfa afskiptum lög­regl­unnar – fyrst sjö ára.

Undir lög­regl­unni sjálfri komið að hafa raun­veru­leg áhrif

Hvort atburðir síð­ustu vikna og aukin umræða um kyn­þátta­mörkun muni hafa raun­veru­leg áhrif innan lög­regl­unnar segir Eyrún að það sé alfarið undir henni sjálfri kom­ið.

„Fari lög­reglan í vörn og afneiti því að nokkuð hafi verið gert rangt er hún búin að missa gríð­ar­lega stórt tæki­færi til að læra um sjálfa sig. Ég hef séð þetta ítrek­að. Ef við neitum því að það sé eitt­hvað athuga­vert í gangi þá er lög­reglan að missa gríð­ar­lega mikið tæki­færi til að eiga sam­tal við sam­fé­lag­ið, til að læra, til að betrumbæta verk­lagið og svo fram­veg­is.“

„Sam­tal við sam­fé­lag­ið“ var einmitt eitt af því sem fram kom í máli Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dóttur rík­is­lög­reglu­stjóra á opnum fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar um fræðslu og menntun lög­­­­­reglu­­­manna um fjöl­­­menn­ingu og for­­­dóma um miðjan maí. Á fund­inum full­yrti hún að í til­felli 16 ára drengs­ins hafi ekki verið um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu að ræða. Hún sagð­ist þó harma að dreng­ur­inn hafi ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lög­reglu að stroku­fanga. „Við þurfum að hlusta betur á sam­­fé­lag­ið. Það er verk­efnið sem við erum í,“ sagði Sig­ríður Björk.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Aðspurð hvað megi lesa í þessi orð rík­is­lög­reglu­stjóra kemur örlítið hik á Eyrúnu áður en hún svar­ar: „Ég veit það bara ekki, satt best að segja.“

„Ég held að það þurfi að fylgja eftir þegar svona hlutir eru sagð­ir, það var líka talað um það fyrir tveimur árum, eftir morðið á George Floyd, að það þyrftu að setja gríð­ar­legt fjár­magn í að rann­saka betur lög­regl­una, gera rann­sókn innan lög­regl­unnar á því hvort for­dómar eru til staðar því við vitum það ekki, þetta hefur ekki verið skoð­að,“ segir Eyrún, sem seg­ist ekki vita til þess að núna, tveimur árum seinna, sé búið að veita fjár­magn til rann­sóknar á for­dómum eða kyn­þátta­mörkun innan lög­regl­unn­ar.

Fram kom í máli rík­is­lög­reglu­stjóra á fund­inum í maí að lög­reglan hefði nýlokið stefnu­mótun og út úr henni hefði slag­orðið „Að vernda og virða“ kom­ið. Hún væri þakk­lát fyrir að vera boðuð á fund­inn því umræða sem þessi skipti máli.

Þekk­ingin til staðar en fjár­magnið skortir

Þekk­ingin til að fram­kvæma rann­sóknir og auka við náms­fram­boðið innan lög­regl­unnar er til staðar að sögn Eyrúnar en fjár­magnið skort­ir. Eyrún hefur til að mynda unnið að nám­skeiði um hat­urs­glæpi og upp­gang öfga­afla hjá Háskól­anum á Akur­eyri. Búið er að sam­þykkja námið en ekki fæst fjár­magn til að kenna það.

„Það eru engir pen­ingar eyrna­merktir til rann­sóknar í lög­reglu­fræðum í Háskól­anum á Akur­eyri. Þar er staðan þannig að við erum svo ótrú­lega fá í lög­reglu­fræð­inni, en mjög mikið af nem­endum og námið er í stans­lausri þró­un. Við þyrftum að vera alla­vega helm­ingi fleiri ef við ætlum að geta stundað almenni­legar rann­sókn­ir.“

Umræða um kyn­þátta­for­dóma og kyn­þátta­mörkun er þó að síast inn í umræð­una, bæði hjá lög­reglu og í sam­fé­lag­inu sem heild og telur Eyrún að það megi að hluta til rekja til nýút­skrif­aðra lög­reglu­manna. „Mikið af ungum lög­reglu­mönnum sem eru að koma núna til starfa eru ungt fólk sem er með­vitað um hluti og ég er viss um að það eiga eftir að eiga sér stað miklar breyt­ing­ar, líka innan lög­regl­unn­ar.“

„Það er alltaf eitthvað sem er mikilvægara en löggæsla í fjölbreytileika. Þar liggur vandamálið,“ segir Eyrún.

Eyrún er hins vegar ekki jafn bjart­sýn á að fjöl­breyti­leiki innan lög­gæsl­unnar verði for­gangs­mál og verði það lík­lega aldrei. „Það er alltaf eitt­hvað sem er mik­il­væg­ara en lög­gæsla í fjöl­breyti­leika. Þar liggur vanda­mál­ið, ef engum finnst þetta mik­il­vægt er eng­inn að setja pen­ing í þetta eða vinna virkt með að breyta þessu.“

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá heldur lög­regla ekki sér­stak­lega utan um mál sem tengj­ast kyn­þátta­mörk­un. hægt er að leita að slíkum málum í kerfi lög­reglu þar sem öll mál eru skráð en „ekki er hægt að fara í slíka vinn­u,“ segir í svari rík­is­lög­reglu­stjóra í fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Eyrún segir þetta kjörið rann­sókn­ar­efni fyrir masters- eða dokt­or­snema. „Ef ein­hver dokt­or­snemi eða mastersnemi væri til í að fara í svona rann­sókn þá væri það hægt. Ef það væru til fjár­munir til að rann­saka lög­regl­una þá væri þetta mjög góð rann­sókn.“

„Það getur eng­inn í lög­regl­unni full­yrt þetta“

Í sams konar fyr­ir­spurn Kjarn­ans til Lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum, hvort haldið væri utan um mál sem tengj­ast kyn­þátta­mörk­un, kom fram að svo sé ekki og full­yrti lög­reglu­stjór­inn í umdæm­inu að lög­gæsla á Suð­ur­nesjum væri ekki kyn­þátta­mið­uð.

Bára Huld Beck

„Hann getur ekki full­yrt þetta. Það getur eng­inn í lög­regl­unni full­yrt þetta af því að þetta hefur ekki verið skoð­að. Það að lög­reglan full­yrði svona hluti, þá eru þeir í raun og veru að ein­hverju leyti að vinna gegn sér,“ segir Eyrún. Rann­sókn á kyn­þátta­mörkun á Íslandi verður að fara fram, þá fyrst verður hægt að setja fram full­yrð­ing­ar, óháð því hver hún verð­ur.

Var­huga­verð skila­boð til minni­hlu­ahópa

Eyrún segir að með yfir­lýs­ingu sem þess­ari sé lög­reglan að senda var­huga­verð skila­boð. „Lög­reglan getur ekki full­yrt þetta af því að hún veit það ekki. Hún vinnur gegn sér ef hún full­yrðir þetta því þá er hún að senda skila­boð til fólks sem telur sig hafa orðið fyrir kyn­þátta­mið­aðri lög­gæslu að þau taki ekki mark á þeim, sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt upp á traust. Og það er ekki verið að skoða ofan í kjöl­inn hvað gæti verið að bjáta á.“

Rann­sóknir Eyrúnar hafa meðal ann­ars snúið að hat­urs­glæpum þar sem hún hefur rætt við fólk sem telur sig hafa orðið fyrir slík­um. Þar kemur traust til lög­reglu einnig við sögu. „Það er algjör und­an­tekn­ing ef fólk hefur leitað til lög­reglu. Og flestir sem leita til lög­reglu eru óánægðir með þjón­ust­una. Þetta er hluti af því sem hefur verið bent á víða erlend­is, ef fólk sem til­heyrir minni­hluta­hópum ber ekki traust til lög­regl­unnar þá leitar það heldur ekki til lög­regl­unn­ar, hvorki þegar brotið er gegn þeim né þegar það er vitni eða eitt­hvað slíkt. Þá getur skap­ast sam­fé­lag þar sem er alls konar í gangi sem ratar aldrei á borð lög­reglu, sem er auð­vitað mjög slæmt. Ef fólk sem til­heyrir minni­hluta­hópi á Íslandi er að fá þau skila­boð frá lög­regl­unni að öll starf­semi lög­regl­unnar er rétt, hún mis­muni ekki og það er ekki kyn­þátta­miðuð lög­gæsla, þá mun það bara skerða traustið enn frekar og koma í veg fyrir að fólk leiti til lög­regl­unn­ar. Með þessu er lög­reglan að segja: Við heyrum hvað þú seg­ir, við leggjum bara ekki trúnað í það. Það er mjög slæmt.“

Lög­gæsla í fjöl­breyti­leika „mun lík­lega aldrei verða for­gangs­mál“.

Stóra verk­efnið fram undan er að horfast í augu við að Ísland er fjöl­breytt sam­fé­lag og takast á við áskor­an­irnar sem því fylgja. Eyrún segir að öll tól og tæki séu til stað­ar, þar á meðal þekk­ing­in, en þörf sé á breyttu við­móti innan stjórn­sýsl­unn­ar.

„Ég veit ekki hvað þarf að ger­ast til að fólk taki hlut­unum alvar­lega, ég veit ekki af hverju þetta þykir aldrei mik­il­vægt. Þó að það sé alltaf víðs vegar í kerf­inu verið að benda á ann­marka og slæmar sam­fé­lags­legar afleið­ingar sem eru dýrar fyrir sam­fé­lag­ið.“

Lausn­in, að hennar mati, mun ekki koma frá almennum lög­reglu­mönn­um, þó vilj­inn sé þar til stað­ar, heldur er þörf á við­brögðum frá stjórn­völd­um, það er ráðu­neyt­inu eða rík­is­lög­reglu­stjóra sjálf­um. Auk­inn mann­skap­ur, fræðsla og rann­sóknir er hluti af lausn­inni en þetta eru aðgerðir sem þurfa að kom­ast í fram­kvæmd. Auk þess þarf ein­hvers konar sjálfs­skoðun eða innri end­ur­skoðun að eiga sér stað innan lög­regl­unn­ar, sem þarf að við­ur­kenna mis­tök og læra af þeim. Aðgerðir lög­reglu hafa hingað til, til að mynda það sem kemur fram í frétta­til­kynn­ing­um, gefið það í skyn að lög­reglan sé ekki til­búin að við­ur­kenna mis­tök. „Það breyt­ist ekk­ert ef lög­reglan heldur bara áfram að senda út frétta­til­kynn­ingar og segja að allt sé í góð­u.“

Fram­tíð­ar­sýn skortir en mik­il­vægt að hafa byrj­un­ar­reit

„Fyrir lög­regl­una sem stofnun er gríð­ar­lega mik­il­vægt að afneita því ekki að það geta verið ein­hverjir for­dómar innan lög­regl­unn­ar, þó ég hafi ekki áhyggj­ur, eins og ég hef sagt áður, að það sé allt grass­er­andi í for­dóm­um. Almennt er fólk vel hugs­andi, með­vitað og að vanda sig. En það er mjög mik­il­vægt að skoða þetta og rann­saka þetta. Sjá hvar við stönd­um, þá höfum við ein­hvern byrj­un­ar­reit.“

Eyrún er samt sem áður ekki bjart­sýn á að rík­is­lög­reglu­stjóri grípi til aðgerða til að breyta verk­lagi hjá lög­reglu til að koma til móts við fjöl­breyti­leika íslensks sam­fé­lags. Hún segir atvik á borð við það sem varð í apríl hafa gerst áður og þá hafi hún beðið full eft­ir­vænt­ingar eftir alvöru aðgerð­um. En svo gerð­ist ekk­ert. Eyrún seg­ist því hafa lært að gera sér ekki of miklar von­ir. Von­brigða­til­finn­ingin er farin að venjast, því mið­ur. „En auð­vitað verður maður alltaf rosa­lega spenntur að það sé eitt­hvað að fara að ger­ast, loks­ins, og alltaf jafn fúll þegar ekk­ert ger­ist.“

Eyrún fagnar umræð­unni sem á sér stað um þessar mundir en tekur því með fyr­ir­vara að raun­veru­legar breyt­ingar muni eiga sér stað. „Það er ekki búið að móta neina fram­tíð­ar­sýn, það er það sem vant­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal