Mynd: Pexels

Tæknispá 2022: Breyttir vinnustaðir, bálkakeðjuæðið og hlutverk Íslands í orkuskiptum

Í árlegri tæknispá sinni kemur Hjálmar Gíslason, forstjóri GRID, víða við. Hann sér fyrir sér breytt jafnvægi milli vinnu á föstum vinnustað og í fjarvinnu, að hörð leiðrétting sé framundan í bálkakeðjutækni og að Ísland geti orðið tilraunastofa í orkuskiptum og grænni tækniþróun.

Sem óseðj­andi áhuga­maður um tölvur og tækni hef ég gaman af að reyna að átta mig á mót­andi straumum í tækni­heim­inum á hverjum tíma og ímynda mér svo hvert þeir straumar eru lík­legir til að leiða heim­inn í fram­hald­inu.

Í íslensku sam­hengi eru þrír slíkir straumar mér efst í huga í ár:

  1. Vinnu­staðir eru að breyt­ast og það mun móta borgir og bæi
  2. Bálka­keðju­æðið er að ná hámarki og er mest­megnis bóla
  3. Hugs­an­legt hlut­verk Íslands í grænni tækni og orku­skiptum

1. Vinnu­staðir

Eftir að Covid kenndi heims­byggð­inni allri fjar­vinnu hefur mikið verið rætt um fram­tíð vinnu­staða, það er „skrif­stof­unn­ar” svoköll­uðu, orð sem aðgreinir vinnu­stað þar sem að mestu fer fram í huga, ræðu og riti frá vinnu­stöðum þar sem unnið er með áþreif­an­lega hluti.

Sumir hafa gengið svo langt að spá því að öll skrif­stofu­vinna muni fara fram í fjar­vinnu héðan í frá og þörfin fyrir skrif­stofu­hús­næði muni því sem næst hverfa. Fyr­ir­tæki muni ekki einu sinni hafa höf­uð­stöðv­ar. Aðrir vilja meina að skrif­stofu­lífið muni falla aftur í nákvæm­lega sama farið um leið og aðstæður leyfa.

Ég er ann­ars vegar á því að raun­veru­leik­inn verði - eins og oft­ast - ein­hvers staðar þarna öfganna á milli, en hins vegar á því að stærstu breyt­ing­arnar séu allt aðrar og meiri en þær sem mest er um rætt.

Hvað jafn­vægið milli vinnu á föstum vinnu­stað og í fjar­vinnu varðar er svarið nær örugg­lega meiri fjöl­breytni og meiri sveigj­an­leiki. Í all­mörg ár hafa verið til fyr­ir­tæki sem hafa verið stofn­uð, byggð upp og rekin alger­lega í fjar­vinnu. Sum jafn­vel þannig að sam­starfs­fólk hefur aldrei hist í eigin per­sónu. Manni skilst að það hafi gengið á ýmsu við að finna rétta vinnu­lagið hjá sumum þess­ara fyr­ir­tækja, enda fyr­ir­komu­lagið alveg nýtt af nál­inni og eng­inn reynslu­brunnur sem hægt er að leita í. Önnur fyr­ir­tæki eru byggð upp dreifð en reyna reglu­lega að ná teymum eða starfs­mönnum öllum saman á einn stað. Þetta eru ennþá und­an­tekn­ing­ar, en þessum fyr­ir­tækjum mun fjölga. Svo rað­ast þau fyr­ir­tæki sem halda úti starfs­stöðvum á skal­ann ein­hvers staðar frá því að fjar­vinna sé ráð­andi en fólk komi á skrif­stof­una fáeina daga í viku eða mán­uði, yfir í að vinna á skrif­stof­unni sé venjan en sveigj­an­leiki til að vinna að heiman eftir því sem hent­ar, yfir í hefð­bundna átta-­tíma-á-dag-á-­skrif­stof­unni mód­elið sem margir munu halda sig við.

Til að skilja hvert þetta sé lík­leg­ast að leiða þarf að skoða kost­ina sem fel­ast í hvoru fyr­ir­komu­lag­inu fyrir sig.

Í skap­andi vinnu, eða þéttu teym­is­sam­starfi er þörf á miklum og skil­virkum sam­skipt­um. Standi valið á milli þess ann­ars vegar að slíkt teymi vinni sína vinnu saman í rými þar sem hægt er að horfast í augu, teikna á töflu, horfa á sömu hlut­ina, benda og blaðra og hins vegar að eiga í slíkum sam­skiptum yfir netið mun sam­vinna með sam­veru alltaf hafa yfir­hönd­ina. Boð­leiðir eru stutt­ar, sam­skipti skil­virk og hættan á mis­skiln­ingi minni. Hins vegar er ekki nærri því öll vinna - jafn­vel ekki þó fólk sé hluti af skap­andi teymum - af þessum toga. Stór hluti slíkrar vinnu fer fram með ein­beit­ingu hvers og eins fyrir framan sína vinnu­stöð og slíkri ein­beit­ingu getur verið jafn­gott eða jafn­vel betra að ná heima fyr­ir.

Aðrir kostir fjar­vinnu eru skýr­ir. Þau sem þurfa að ferð­ast lengi til og frá vinnu greiða all­hátt gjald í formi tíma og pen­inga til að kom­ast á vinnu­stað­inn. Eftir því sem minni við­veru er kraf­ist er hægt að leita lengra eftir hæfi­leik­a­ríku starfs­fólki og það er langstærsti kost­ur­inn sem dreifð fyr­ir­tæki búa við. Þau geta ráðið til sín starfs­fólk hvaðan sem er úr heim­in­um, frekar en að ein­skorða sig við sína heima­byggð. Þau fyr­ir­tæki sem þurfa á sér­hæfðu og oft eft­ir­sóttu starfs­fólki að halda geta þannig marg­faldað mögu­leika sína á því að ná til sín hæfu fólki - jafn­vel fram­úr­skar­andi fólki sem býr ekki við mikil tæki­færi í sinni heima­byggð.

Marga aðra kosti og galla hvorrar leiðar fyrir sig mætti nefna, en sá þáttur sem oft­ast verður útundan í þess­ari umræðu er félags­legi þáttur vinn­unn­ar. Þó fólk sé mis­jafn­lega félags­lynt, er stað­reynd að félags­leg sam­skipti eru mann­inum nauð­syn­leg og öll þörfn­umst við þess að eiga í inni­halds­ríkum sam­skiptum við annað fólk, þó í mis­miklum mæli sé. Í fullu starfi ver fólk um þriðj­ungi vöku­stunda sinna við vinnu. Það er veru­legur hluti lífs­ins og sam­skipti við sam­starfs­fólk getur verið stór hluti félags­legra sam­skipta - í raun oft ómissandi hluti vinn­unn­ar. Og þó hægt sé að eiga ágæta fundi og sinna flestum „hörð­um” þáttum vinn­unnar yfir inter­netið er mun erf­ið­ara að mæta mjúku þátt­unum þannig. Fyr­ir­tæki ættu alls ekki að leiða þennan þátt hjá sér. Rann­sóknir sýna (sjá m.a. bók Marissu King - Social Chem­istry) að fólk sem á í góðum per­sónu­legum sam­skiptum við sam­starfs­fólk sitt er ánægð­ara og ólík­legra til að skipta um starf en fólk sem á það ekki. Gott per­sónu­legt sam­band milli starfs­manna eykur skil­virkni sam­skipta og minnkar hætt­una á mis­skiln­ingi, oftúlk­unum og ósætti.

Nú þegar fyr­ir­tæki víða um heim nálg­ast nærri 2 ár af algerri eða nær algerri fjar­vinnu birt­ast afleið­ingar þessa með ýmsum hætti. Starfs­menn hverfa frá störfum sem þeir hefðu síður gert hefðu þeir per­sónu­legar teng­ingar við sam­starfs­fólk sitt og yfir­menn, margir glíma við hug­ræn vanda­mál sem greind eru sem kulnun eða jafn­vel klínískt þung­lyndi og sumum fyr­ir­tækjum hefur reynst erfitt að fá fólk til að mæta aftur á skrif­stofur sínar sem getur svo orðið að víta­hring sem ekki næst að rjúfa og fólkið ein­angrar sig enn meira.

Af þessu dreg ég tvær álykt­an­ir:

  1. Fjöl­breytni í bæði land­fræði­legri upp­setn­ingu fyr­ir­tækja og fjar­vinnu mun halda áfram að aukast
  2. Vinna þarf – meðal ann­ars að upp­fylla þörf­ina fyrir félags­leg sam­skipti

Þörf­inni fyrir félags­leg sam­skipti má auð­vitað að ein­hverju leyti mæta með sam­skiptum við starfs­fólk ann­arra fyr­ir­tækja, til dæmis í sam­vinnu­rýmum (e. Co-work­ing spaces), en vegna áður­nefnds styrks sem felst í traustum sam­skiptum sam­starfs­fólks græða bæði fyr­ir­tæki og starfs­fólk á því að slík sam­skipti eigi sér sem mest stað milli sam­starfs­fólks.

Þannig held ég að hefð­bundnum skrif­stofu­rýmum muni sann­ar­lega fækka. Kost­irnir við það að hafa stórar höf­uð­stöðvar sem rúma hund­ruð, ef ekki þús­undir starfs­manna fara hverf­andi miðað við kost­ina sem fel­ast í því að dreifa þeirri starf­semi og geta sótt starfs­kraft víðs­vegar um heim­inn. En þörfin fyrir vinnu­rými sem nýt­ast allt frá ein­stak­lingum og litlum teymum upp í nokkra tugi starfs­manna mun aukast. Það er reyndar ekki ólík­legt að efri mörk þess­arar stærðar sé ein­hvers staðar í námunda við hina frægu tölu Dun­bars eða í kringum 150.

Af þessum sökum held ég að það sé lík­legt - og raunar má sjá þess merki nú þegar - að í stað þess að ráða staka starfs­menn á víð og dreif um heim­inn reyni fyr­ir­tæki að ráða eitt eða fleiri teymi á hverjum stað. Þetta held ég að muni leiða af sér stórar breyt­ing­ar, ekki bara á fyr­ir­tækjum og fyr­ir­tækja­rekstri heldur á borg­um, bæjum og mann­legu umhverfi hví­vetna. Að því marki sem borgir og bæir hafa keppst við að laða til sín fólk, hefur sú keppni mest snú­ist um hags­muni fyr­ir­tækja - einkum stærri fyr­ir­tækja. Hvar þau borgi sem lægsta skatta, hvar koma megi þeim sem best fyrir í skipu­lag­inu með þeirra hags­muni að leið­ar­ljósi og hvernig tryggja megi þeim nauð­syn­leg aðföng og mann­afla.

Með þann sveigj­an­leika sem að ofan er nefndur mun þetta snú­ast á haus. Valið um búsetu verður æ minna háð því hvar störf eru í boði og mun snú­ast meira um þau lífs­gæði sem eru í boði á svæð­inu - þar á meðal aðgengi að vinnu­að­stöðu fyrir ein­stak­linga og lítil teymi. Til að blómstra þurfa borgir og bæir því að leggja áherslu á mann­vænt umhverfi frekar en fyr­ir­tækja­vænt. Þannig mun fólki sem elst upp í Reykja­vík og lærir og þjálfar sig upp til að stunda þekk­ing­ar­störf standa til boða að búa nán­ast hvar sem er í heim­inum en líka fjöl­breytt störf óháð því hvar það kýs að búa. Þekk­ing­ar­starfs­menn munu smám saman get unnið fyrir hvern sem er en líka hvaðan sem er.

Það verður mjög áhuga­vert að sjá hvernig bæir, borgir og lönd munu mæta þessu nýja umhverfi - og þá í okkar íslenska sam­hengi hvernig Reykja­vík, eða Íslandi í heild mun ganga að halda í, eða jafn­vel draga til sín slíkt fólk.

2. Bálka­keðjur og Bitcoin

Ég hef fjallað um Bitcoin og bálka­keðju­tækni í tækni­spánni áður. Þar á meðal í spánni fyrir árið 2018 sem birt­ist fyrir fjórum árum. Á þessum tíma var Bitcoin nán­ast eini hluti bálka­keðju­heims­ins sem var í umræð­unni og verðið hafði hækkað hratt, sér­stak­lega á síð­ari hluta 2017. Ég tók nokkuð harða afstöðu í spánni og spáði beint út „miklu verð­­falli Bitcoin á árinu 2018.”

Það stóð heima. Á árinu 2018 féll verð Bitcoin úr meira en 15 þús­und doll­urum í byrjun árs­ins í minna en 4 þús­und doll­ara í lok þess. Fall sem nam um 75% og verðið náði í raun ekki aftur sömu hæðum fyrr en í lok árs 2020.

Á árinu 2021 hefur verð á Bitcoin rokkað í kringum 50 þús­und doll­ara. Sveifl­ast allt upp undir 65 þús­und doll­ara niður undir 30 þús­und. Þessi end­ur­koma kemur ekki alveg á óvart, enda fylgdi ég spánni fyrir fjórum árum eftir með þeim orðum að rétt væri að taka fram að „þrátt fyrir spá mína um yfir­­vof­andi hrun á verði Bitcoin á árinu, þá tel ég samt tals­verðar líkur á að myntin muni sanna sig til langs tíma sem nokk­­ur­s­­konar raf­­gull. Það er, sem verð­­mæti (ekki hlæja, málm­­gull er einskis virði heldur í sjálfu sér) sem sjaldan skipta um hendur og litið verður á sem lang­­tíma­fjár­­­fest­ing­u.”

Ég stend við þetta og er reyndar mun viss­ari í minni sök nú en þá um að Bitcoin muni ná og halda þessum sessi sem „raf­gull” og muni til langs tíma hækka í verði. Ekki hlaupa samt upp til handa og fóta og kaupa Bitcoin byggt á þessum spá­dómi því ég þyk­ist líka sjá mjög svipuð bólu­ein­kenni núna og ég sá fyrir fjórum árum og ætla því aftur að spá Bitcoin veru­legu falli á kom­andi ári þó ég trúi því að lang­tímatrendið - sér­stak­lega af þeim botni - verði upp á við.

Fyrst ég er kom­inn í end­ur­vinnslu­ham er rétt að halda bara áfram að vinna með spána frá 2018. En þar sagði: „Hin und­ir­liggj­andi og stór­­merki­­lega „blockchain” tækni er nefn­i­­lega komin til að vera - og ekki bara sem hryggjar­­stykkið í raf­­­mynt­um, heldur alls kyns færslum öðrum, frá lista­verka­við­­skiptum til gagna­mið­l­un­­ar.”

Þessi sýn hefur aldeilis fengið byr síð­ustu miss­er­in. Fjár­fest­ingar bæði leikra manna og lærðra í „crypto” eða „web3” (sem hvort tveggja eru önnur nöfn yfir tækni og hug­myndir sem hverf­ast um bálka­keðju­tækni) hafa farið með him­in­skautum og mikið af kláru fólki sem leitar inn í þennan geira.

Þarna þyk­ist ég samt sjá jafn­vel enn greini­legri bólu en í gengi Bitcoin einu sam­an. Satt að segja sýn­ist mér margar af þessum hug­myndum á hreinum villi­götum - blockchain­lausnir í leit að vanda­máli - þar sem „gam­al­dags” tækni með mið­lægum gagna­grunnum og aðgangs­stýr­ingu taki blockchain-út­færsl­unum fram í hraða, þæg­indum og hrein­lega raun­hæfni.

Ég spái því að „web3”-­bólan stefna í harða leið­rétt­ingu á árinu 2022 og að fjár­fest­ing í slíkum fyr­ir­tækjum og verk­efnum muni drag­ast skarpt sam­an. Það verði þannig ekki lengur nóg að veifa „crypto” orð­inu til að sprota­fyr­ir­tæki sé talið álit­legur fjár­fest­inga­kostur og á næstu 2-3 árum muni 95% crypto-­fyr­ir­tækja fara veg for­vera sinna: túlíp­ana, gul­leitar í Vatns­mýri og und­ir­máls­skulda­bréfa.

Það skal tekið fram að þetta er full­kom­lega eðli­leg fram­vinda þegar ný og bylt­ing­ar­kennd tækni kemur fram og á sér hlið­stæðu helst í „dotcom”-­bólunni í kringum síð­ast­liðin alda­mót sem þrátt fyrir allt skap­aði grunn­inn að flestu því sem okkur þykir hvers­dags­legt nú við inter­netið og snjall­síma.

Fjár­fest­ingar í geir­anum munu nú þétt­ast í kringum þær hug­myndir þar sem bálka­keðju­tæknin hefur skýra kosti umfram hefð­bundn­ari lausn­ir. Við­skipta­módel sem byggj­ast á því að vera milli­liður í við­skiptum ein­stak­linga og taka gjald fyrir munu eiga mjög undir högg að sækja eftir því sem greiðslu­miðlun byggð á blockchain ryður sér til rúms þannig að fólk geti með öruggum hætti átt í við­skiptum milli­liða­laust. Þannig held ég að greiðslu­lausnir sem byggja á blockchain muni með tím­anum ógna engu minni aðilum en greiðslu­korta­fyr­ir­tækjum og greiðslu­miðl­un­ar­starf­semi banka og spari­sjóða. 

Mark­aðs­torg munu enn hafa hlut­verki að gegna til að koma á sam­skipt­um, en síður sem milli­liður í við­skipt­unum sjálf­um. Það er því lík­legt að Ebay, Etsy og jafn­vel Amazon muni þurfa að end­ur­skoða starf­semi sína að ein­hverju leyti vegna þessa.

Að síð­ustu held ég að web3 muni gera það auð­veld­ara en nokkru sinni fyrir skap­andi fólk að koma list sinni í verð - allt frá tón­list og mynd­list til alger­lega staf­rænna list­forma svo sem auka­hluta í sýnd­ar­veru­leika­leikjum og „meta­ver­se”-heim­um. Þarna verður kannski mesta nýsköp­unin í þessu öllu sam­an.

En þetta mun nú ekki allt eiga sér stað á einu stuttu ári.

3. Ísland og græna tæknin

Þessi árin herð­ist greini­lega upp­takt­ur­inn í orku­skiptum og grænni tækni. Sumar þjóðir hafa náð mögn­uðum árangri síð­ast­lið­inn ára­tug eða svo og það er farið að hægja veru­lega á vexti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu, en betur má ef duga skal og von­andi sjáum við innan fárra ára að vöxt­ur­inn breyt­ist í sam­drátt og los­unin fari minnk­andi ár frá ári.

Ísland getur spilað hlut­verk þarna, en þó ekki endi­lega það sem póli­tíkusar hafa talað hæst um síð­ustu mán­uði.

Það hefur verið áhuga­vert að sjá hvernig fólk sem jafn­vel opin­ber­lega efað­ist um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum virð­ist nú séð ljósið í þeim efn­um, en túlkar það þá sem svo að fram­lag okkar Íslend­inga eigi að vera að auka orku­fram­leiðslu til stór­iðju og koma þannig í veg fyrir sam­bæri­lega fram­leiðslu með óend­ur­nýt­an­legri orku erlend­is.

Vand­inn liggur bara ekki að það sé skortur á grænni orku í heim­in­um, heldur í því hversu mis­dreifð hún er um heim­inn og hversu erfitt er að flytja hana. Sem dæmi um það hversu gnótt er af henni gæti 150x150 km sól­ar­sellu­reitur í Sahara upp­fyllt alla orku­þörf heims­ins.

Ástæður þess að stór­iðja (þar sem álvinnsla er langorku­frekasta vinnslan sem fram fer í miklu magni) er enn að keyra á kolum og jarð­gasi eru að miklu leyti geopóli­tísk­ar. Kín­verjar eiga ekki nógar grænar orku­lindir og jarð­gas fellur „ókeypis” til við olíu­vinnslu og nýt­ist ekki í ann­að. Þann vanda leysa Íslend­ingar ekki.

Þess í stað á Ísland stórt tæki­færi í því að verða fyr­ir­mynd og til­rauna­stofa í orku­skiptum og grænni tækni­þró­un. Hátt hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku hér á landi er þegar eitt­hvað sem vekur verð­skuld­aða athygli. Verk­efni á borð við Car­bfix og Orca hafa sett Ísland hvað efst á list­ann þegar kemur að til­raunum til þess að bein­línis fjar­lægja koltví­sýr­ing úr and­rúms­loft­in­u. 

Fyrst og fremst fel­ast verð­mætin samt í því að setja metn­að­ar­full mark­mið um orku­skipti og að verða sann­ar­lega fyrsta sam­fé­lagið sem er óháð jarð­efna­elds­neyti. Þannig verða til marg­falt meiri verð­mæti í formi þekk­ing­ar, nýsköp­unar og sam­starfs við leið­andi fyr­ir­tæki á sviði grænna orku­gjafa. Sú þekk­ing getur síðan nýst um allan heim og skapað stór og merki­leg tækni- og þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem eiga sér nátt­úru­legt heim­ili á Íslandi.

Frum­kvöð­ull­inn Davíð Helga­son er einn þeirra sem hefur bent hefur á þessi tæki­færi og er að fylgja þeim eftir með metn­að­ar­fullum hætti. Við munum án efa heyra meira af því á árinu.

Af mörgu öðru að taka

Það væri hægt að taka margt annað fyr­ir. Ég minnt­ist í fram­hjá­hlaupi á „meta­ver­se”-ið hér að ofan. Þetta er í sjálfu sér bara fram­hald af þeirri þróun sem verið hefur í gangi í kringum sýnd­ar­veru­leika (VR) og við­bættan veru­leika (AR) und­an­far­inn ára­tug, en þarna munu hlutir halda áfram að ger­ast - hægt og rólega.

Vís­inda­miðlun er mér líka ofar­lega í huga, enda hefur Covid verið enn ein áminn­ing þess hve ein­föld en mis­vísandi skila­boð eiga mikið auð­veld­ara með að kom­ast í dreif­ingu en besta vís­inda­lega þekk­ing á hverjum tíma með öllum sínum núöns­um, fyr­ir­vörum og breyti­leika. Þarna er ótrú­lega spenn­andi svið á mörkum sál­fræði og upp­lýs­inga­tækni sem ég væri spenntur að sjá meiri þróun í.

Sjáum hvert þetta fer allt sam­an. Gleði­legt tækniár 2022!

Höf­undur er for­­stjóri GRID. Hann er einnig hlut­hafi í Kjarn­­an­um og situr í stjórn útgáfu­fé­lags hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit