Ýmis fyrirtæki hafa þurft að þola hagræðingu og erfiðara rekstrarumhverfi vegna komu erlendra stórfyrirtækja á íslenskan markað. Mögulegt er að losun gjaldeyrishafta og góðar efnahagshorfur muni leiða til svipaðra hræringa í fjármálaþjónustu á næstunni. Ef svo verður gætu bankarnir þurft að hagræða vegna svokallaðra „Costco-áhrifa“.
Opnun Costco og H&M
Dagvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið miklum breytingum vegna komu bandaríska smásölurisans Costco í maí síðastliðnum og fyrirhugaðri komu H&M.
Breytingar á bankakerfinu
Einnig hafa hafa fyrirtækin þurft að hagræða rekstri sínum, en Hagar hafa lokað Debenhams og Útílífsversluninni sinni í Glæsibæ auk þess sem þeir hafa minnkað margar af Hagkaupsverslunum sínum. Í maí var svo tilkynnt að smásölufyrirtækið Festi myndi loka Intersport-versluninni sinni í sumar.
Þrátt fyrir viðbrögð fyrirtækjanna virðast þau standa í töluverðum erfiðleikum vegna aukinnar samkeppni. Gengi hlutabréfa í Högum hefur lækkað hratt og örugglega frá opnun Costco og nýlega greindi fyrirtækið frá því að sala þeirra hafi dregist saman um 9,4% milli júnímánaða 2016 og 2017.
Innreið Netflix
Koma Costco er ekki í fyrsta skiptið sem alþjóðleg stórfyrirtæki hafa valdið truflunum á íslenskum markaði. Frægt var þegar Jón Gnarr, þáverandi dagskrárstjóri 365 sagði það vera umhugsunarvert að íslensk fjölmiðlafyrirtæki væru í samkeppni við erlend fyrirtæki sem þurfa ekki að lúta sömu fjölmiðlalögum.
Í mars 2017 tilkynnti svo Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, um kaup á 365 og fyrirhugaða fækkun 41 stöðugildis í kjölfar hagræðingar.
Hvað um bankana?
Líklegt er að íslensk fyrirtæki muni finna fyrir aukinni samkeppni erlendra fyrirtækja í framtíðinni, en íslenskur fjármálamarkaður hefur opnast töluvert með afnámi gjaldeyrishafta og minnkandi vaxtamunar við útlönd.

Kjarninn birti leiðara um fjármálaþjónustu á tímamótum á sunnudag, en þar er bent á ýmsa banka sem náð hafa sér fótfestu á markaði undanfarið sem reknir eru með mun minni kostnaði en hinir íslensku. Má þar nefna Bank Norwegian, en hann heldur úti bankaþjónustu í öllum Norðurlöndum að frátöldu Íslandi. Sá banki er útibúslaus og eingöngu til á netinu, en hann hefur bætt við sig tæplega milljón viðskiptavinum frá stofnun sinni í nóvember 2007.
Ekki er ólíklegt að fjármálaþjónusta á Íslandi muni fá aukna samkeppni að utan. Rétt eins og Costco og Netflix myndu alþjóðleg stórfyrirtæki í þeim geira kalla á aukna hagræðingu íslenskra fyrirtækja og erfiðara rekstrarumhverfi. Hins vegar er ljóst að umræddar breytingar hafa hingað til verið til hagsbóta fyrir neytendur. Aðhaldið sem erlend fyrirtæki hafa veitt hinum íslensku á dagvöru- og afþreyingarmarkaði hafa skilað sér í lægra verði og meira úrvali á vörum á þjónustu. Ef erlendir bankar munu bjóða upp á þjónustu sína hérlendis er því mögulegt að Íslendingar muni einnig standa frammi fyrir betri lánakjörum en áður.