BHM

Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Þess er vænst að mörg hundruð milljarða króna tap verði á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda sjá fram á að verða án atvinnu og mörg fyrirtæki standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau komi til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála. Næst í röðinni er Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna.

Sú hætta er raun­veru­lega fyrir hendi að ungt fólk finni ekk­ert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svip­aðar og í sunn­an­verðri Evr­ópu þar sem atvinnu­leysi ungs fólks er gríð­ar­legt. Þetta má ekki ger­ast hér. Við getum ekki boðið nýjum kyn­slóðum upp á það að þau komi út úr sinni skóla­göngu og að ekk­ert sé í boð­i.“

Þetta segir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­maður Banda­lags háskóla­manna (BHM), en hún hefur miklar áhyggjur af unga fólk­inu sem er í háskóla og þeim sem koma út á vinnu­markað við aðstæð­urnar sem eru uppi í dag.

Lausnin liggur í því, að hennar mati, að horfa til lengri tíma og ákveða hvernig atvinnu­upp­bygg­ing eigi að vera hér á landi. „Við höfum langa reynslu af nátt­úru­auð­linda­nýt­ingu og hún er að sjálf­sögðu ástæða þess að við getum búið í þessu landi. Við eigum orku­lindir og fisk í sjónum og svo er upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar ein útgáfa af auð­linda­nýt­ingu. Næstum allir ferða­menn sem koma til Íslands segj­ast gera það vegna þess að þeir vilja sjá nátt­úr­una og þetta stór­kost­lega land.

En nátt­úru­auð­linda­nýt­ingin getur hrunið í einu vet­fangi eins og dæmin sanna. Þess vegna er nauð­syn­legt að byggja atvinnu­lífið líka á stoðum sem ekki er hægt að kippa undan okkur sí svona. Það er ekk­ert nýtt í því og engin geim­vís­indi. Það snýst um rann­sókn­ir, hug­vit, þekk­ingu, nýsköp­un, nýjar útflutn­ings­greinar og svo fram­veg­is,“ segir hún.

Auglýsing

Þór­unn vonar að Íslend­ingar verði færir um það að byggja upp fjöl­breytt atvinnu­líf sem gefi af sér sjálf­bæran hag­vöxt og vel­ferð, og góð störf fyr­ir. „Við þurfum að horfa til langs tíma. Það krefst upp­stokk­unar og nýrrar hugs­unar en ég er von­góð um að við getum gert þetta,“ segir hún.

Hóp­ur­inn í hark­inu

Stjórn­völd hafa brugð­ist við ástand­inu með nokkrum aðgerða­pökkum – sem vissu­lega hafa verið umdeild­ir. Þegar Þór­unn er spurð út í aðgerð­irnar þá segir hún að margt hafi verið vel gert. „Það má virða stjórn­völdum það til vor­kunnar að það er erfitt að bregð­ast við í óstöð­ugu ástandi og sumt heppn­ast og annað ekki. En við höfðum gert okkur von um að gripið yrði til víð­tæk­ari aðgerða en hefur verið gert og við fundum til­finn­an­lega fyrir því að það vant­aði að koma sér­stak­lega til móts við lista­fólk.“

Um miðjan októ­ber dró til tíð­inda en þá kynnti rík­is­stjórnin stuðn­ings­að­gerðir fyrir lista­menn sem orðið hafa fyrir tekju­falli vegna far­ald­urs­ins. Aðgerð­irnar miða að því að bæta stöðu starf­andi lista­manna og menn­ing­ar­tengdra fyr­ir­tækja en liður í þeim eru tekju­falls­styrkir sem ein­yrkjar og smærri rekstr­ar­að­ilar munu geta sótt um. Ráð­gert er að slíkur stuðn­ingur geti sam­tals numið rúmum 14 millj­örðum króna. Til­lög­urnar er nú til afgreiðslu á Alþingi.

Fyrir hvað erum við að lifa ef ekki fyrir menningu og listir?
Þórunn telur það nauðsynlegt að koma beint til móts við listafólk á vinnumarkaði.
BHM

„Innan BHM eru leik­ar­ar, hljóm­list­ar­menn, tón­list­ar­menn og sviðs­lista­fólk og við höfum varið drjúgum tíma í það að vekja athygli ráð­herra á því að það þyrfti að koma sér­stak­lega til móts við þennan hóp. Þetta er hóp­ur­inn sem er í hark­inu, sjálf­stætt starf­andi eða í blönd­uðu starf­i,“ segir hún en Þór­unn telur nauð­syn­legt að koma beint til móts við þetta fólk á vinnu­mark­aði eins og ann­að.

„Það eru for­dæmi fyrir svona aðgerðum í nágranna­löndum okk­ar, á Norð­ur­lönd­un­um, í Þýska­landi og Bret­landi. Þetta er ekki aðeins hluti að því að koma til móts við fólk í hark­inu heldur líka nauð­syn­leg aðgerð til að við­halda menn­ing­ar- og lista­starf­semi í land­inu og fleyta henni í gegnum þetta skrítna tíma­bil.

Ég er ein­læg­lega þeirra skoð­unar að í því felist mikil lífs­gæði fyrir okkur öll því fyrir hvað erum við að lifa ef ekki fyrir menn­ingu og list­ir?“ spyr hún.

Allt í húfi

Þór­unn bendir á að auð­vitað sé ástandið einnig erfitt innan ann­arra hópa í BHM. Með­al­launin þar eru á bil­inu sjö til átta hund­ruð þús­und og verði gríð­ar­legt tekju­fall ef fólk missi starfið sitt. „Á þetta höfum við margoft bent og tel ég að með því að lengja tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta um þrjá mán­uði sé verið að koma til móts við ábend­ingar okkar og ann­arra.

Miklum fjár­munum hefur verið varið úr rík­is­sjóði í lok­un­ar­styrki, hluta­bætur og annað sem hefur gagn­ast fyr­ir­tækj­un, stofn­unum og launa­fólk. Við höfum fullan skiln­ing á því að verið sé að reyna að koma til móts við ólíkar þarf­ir.“

Auglýsing

BHM hefur bent á góða stöðu rík­is­sjóðs sem geri Íslend­ingum kleift að mæta krepp­unni með skulda­söfn­un. „Við verðum að gera það sem sam­fé­lag – því þessi kreppa er ekki eins og hin­ar, svo maður end­ur­taki þá klisju, og það er allt í húfi.“

Þór­unn nefnir í þessu sam­bandi atvinnu­leysis­töl­urnar fyrir sept­em­ber en fjöldi háskóla­mennt­aðra á atvinnu­leys­is­skrá hefur auk­ist um 43 pró­sent frá því far­ald­ur­inn skall á en almenna aukn­ingin er 31 pró­sent.

Hún segir að sam­an­burður við árið 2009 sem flestum sé í fersku minni gefi skýra mynd af ástand­inu. „Í sept­em­ber árið 2009 voru háskóla­mennt­aðir 15 pró­sent af heild­ar­fjölda atvinnu­lausra. Í sept­em­ber 2020 eru þeir 27 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um.“

Kreppa dregur fram mik­il­vægi hinnar opin­beru þjón­ustu

Þór­unn bendir enn fremur á að þessi kreppa sé kynj­uð. „Fleiri konur eru að missa vinn­una. Það er líka aug­ljóst að staða inn­flytj­enda er mjög erfið enda eru þeir stærsti hóp­ur­inn á atvinnu­leys­is­skrá. Þá liggur fyrir að innan opin­bera geirans, hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum sem reka heil­brigð­is- og mennta­kerfið í land­inu, fer fram nið­ur­skurður og fækkun starfa í formi skipu­lags­breyt­inga.

Það er nauð­syn­legt að taka ekki augun af því hversu mik­il­vægt það er að halda úti góðri opin­berri þjón­ustu – ekki síst opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu. Henni er einmitt haldið uppi af fjöl­mörgum kvenna­stétt­um. Það sama má segja um mennta­kerfið en sem betur fer höfum við getað hlíft börnum og ung­lingum mest­megnis við sam­komu­bann­i.“ segir hún.

Þannig dragi þessi kreppa fram „mik­il­vægi allra sem eru í fram­línu­störf­um, hvort sem það er heil­brigð­is­starfs­fólk, stræt­is­vagna­bíl­stjórar eða aðr­ir. Að því leyti finnst mér hún varpa mjög skýru ljósi á það hvað skiptir máli í sam­fé­lagi sem við rekum saman og þurfum að eiga sam­an.“

Ef hægt sé að tala um ein­hverja góð­kynja afurð af þess­ari kreppu þá sé það þessi stað­reynd.

Það er nauðsynlegt að taka ekki augun af því hversu mikilvægt það er að halda úti góðri opinberri þjónustu – ekki síst opinberri heilbrigðisþjónustu.
Þórunn segist sannfærð um að Íslendingar verði að breyta um áherslu í atvinnumálum.
BHM

Hlut­verk þeirra að halda stjórn­völdum við efnið

En munu gildi í íslensku sam­fé­lagi breyt­ast við þetta ástand, að mati Þór­unn­ar? „Já, ég er von­góð um það en það er með þetta eins og annað að ekk­ert af þessu er sjálf­sagt. Það er hlut­verk okk­ar, til dæmis hjá Banda­lagi háskóla­manna, að halda stjórn­völdum við efn­ið. Það er mik­il­vægt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sinni því vel.

Einnig er mik­il­vægt að við töpum ekki tæki­færum sem geta legið í þess­ari kreppu. Kannski finnst ein­hverjum það svo­lítið djarft að tala með þeim hætti en við þurfum til dæmis að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Það er mik­il­vægt fyrir okkur öll, ekki síst fyrir launa­fólk.“

„Það er svo auð­velt að tapa þræð­inum þegar kemur að lofts­lags­breyt­ing­um, sér­stak­lega þegar fólk fer í skyndiredd­ing­arnar og hugsar ekki til langs tíma: Hvar viljum við vera eftir 10 ár og hvernig ætlum við að kom­ast þang­að? Við verðum að skapa góðan grund­völl fyrir nýjar atvinnu­greinar og nýsköp­un, bæði á einka­mark­aði og hjá hinu opin­ber­a.“

Þór­unn seg­ist sann­færð um að Íslend­ingar verði að breyta um áherslu í atvinnu­mál­um. „Það er sam­starfs­verk­efni stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Við vitum að efl­ing alls kyns sjóða skilar árangri en við van­metum það hvað íslenskt atvinnu­líf er fábreytt. Við þurfum miklu meiri fjöl­breytn­i,“ segir hún.

Auglýsing

Ættum ekki að lenda á sama stað og eftir hrunið 2008

Þór­unn seg­ist sjá mik­inn mun á þess­ari kreppu og hrun­inu 2008. „Þessi kreppa er allt öðru­vísi. Það eru allt aðrar ástæður fyrir henni og aðstæður aðrar í sam­fé­lag­inu líka. Skulda­staða rík­is­sjóðs er mikið betri núna. Það erf­ið­asta við krepp­una eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins var hvaða áhrif það hafði á eigna- og skulda­stöðu heim­il­anna. En ef hér tekst að halda verð­bólgu í skefjum og nýta stöðu rík­is­sjóðs og vara­forða Seðla­bank­ans með skyn­sam­legum hætti þá ættum við ekki að lenda á sama stað,“ telur hún.

Þá bendir hún enn fremur á að nú séu Íslend­ingar hins vegar í atvinnu­leysiskreppu en þó atvinnu­leysi hafi rokið upp eftir hrun þá hafði það farið til­tölu­lega fljótt niður aft­ur.

„Svo byrj­aði vöxtur sem stóð yfir í sex til sjö ár. Sá vöxtur kom hjólum atvinnu­lífs­ins aftur af stað. Nú berum við fullan þunga atvinnu­leys­is­ins og að því leyti eru aðstæður okkur svip­aðar þeim sem önnur Evr­ópu­ríki þekkja.

Haga þarf að jað­ar­settu hóp­unum

Margir halda því fram að tæki­færi felist í kreppu. Telur Þór­unn að nú sé tími til að gera kerf­is­breyt­ing­ar?

„Kerf­is­breyt­ingar og ekki kerf­is­breyt­ing­ar,“ segir hún. „Ég velti fyrir mér hvort þess þurfi. Jú, það þarf að gera nauð­syn­legar umbæt­ur, t.d. á almanna­trygg­inga­kerf­inu. Fyrst og síð­ast þarf að standa vörð um kjör og rétt­indi launa­fólks og síðan að byggja undir atvinnu­sköpun og nýjar atvinnu­greinar þannig að við komumst klakk­laust í gegnum þessa kreppu.“

Gæta þurfi þess að eng­inn verði skil­inn eft­ir, lág­launa­hópar eða jað­ar­settir hóp­ar. „Það er stóra verk­efnið fyrir okkur öll. Jað­ar­setn­ing hefur alvar­legar félags­legar afleið­ingar sem við viljum ekki sjá og það er stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins að koma í veg fyrir það. En gleymum því ekki að margir græða pen­inga í þess­ari kreppu.

Hún bendir á að sumar atvinnu­greinar mali þannig gull í þessu ástandi. „Á end­anum verðum við að sjá til þess að allir njóti þess ábata.“

„Hagkerfið verður að vera miklu fjölbreyttara. Við þurfum á fleiri atvinnugreinum að halda,“ segir Þórunn.
Bára Huld Beck

Hætta á því að öryrkjar verði skildir eftir eina ferð­ina enn

Þór­unn segir að Íslend­ingar eigi góð kerfi á borð við atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið og almanna­trygg­inga­kerf­ið. „Það er vissu­lega ekki óum­deilt og þar er mikil hætta á því að öryrkjar verði skildir eftir eina ferð­ina enn við fjár­laga­gerð næsta árs. Fæð­ing­ar­or­lofs­kerfið virkar og verður enn betra þegar það verður komið í 12 mán­uði og jafna skipt­ingu milli for­eldra. Við skulum ekki fara í að brjóta það sem virkar en það sem skiptir máli er að gæð­unum sé skipt með rétt­látum hætti á milli lands­manna.“

„Við erum pínu­lítið hag­kerfi, opið og auð­linda­drif­ið, sem byggir á útflutn­ingi. En svo ég ítreki það enn og aftur að hag­kerfið verður að vera miklu fjöl­breytt­ara. Við þurfum á fleiri atvinnu­greinum að halda.“

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn „eins og spenni­treyja“

Kjara­bar­átta og umræða um hana hefur verið að herð­ast und­an­farin ár en Þór­unn væntir þess ekki að harkan verði ekki með sama hætti í vet­ur. Hún segir að næstum öll aðild­ar­fé­lög BHM séu búin að semja við ríkið og ganga frá samn­ingum við sveit­ar­fé­lög­in. „Við erum einnig með almennan kjara­samn­ing við Sam­tök atvinnu­lífs­ins þar sem tryggð eru rétt­indi en ekki kveðið á um launa­töfl­ur. Allir kjara­samn­ingar sem aðild­ar­fé­lög BHM hafa gert síð­ast­liðið eitt og hálft ár hafa verið gerðir innan ramma lífs­kjara­samn­ings­ins. Hann virkar eins og spenni­treyja. En það var samið til langs tíma á íslenskan mæli­kvarða eða til þriggja ára að minnsta kosti. Það var samið um krónu­tölu­hækk­anir en það eru ódýr­ustu kaup­hækk­anir sem atvinnu­rek­endur geta feng­ið. Og þær tryggja þeim sem eru með lægstu launin mestar hækk­an­ir.“

Innan þessa ramma þurftu síðan aðild­ar­fé­lög BHM að ná nið­ur­stöðu. „Það var erfitt en það tókst og það var ekki vegna þess að verið væri að semja um miklar launa­hækk­anir heldur vegna þess að verið var að semja um mögu­lega stytt­ingu vinnu­vik­unnar og breytt vakta­vinnu­kerfi. Þegar við lítum til baka verða það lík­lega mestu tíð­indin í þess­ari samn­ingslot­u.“

Hún seg­ist von­ast til þess að stytt­ing vinnu­vik­unnar hafi góð áhrif á líf fólks. „Ég vona að hún verði ekki til þess að konur fari fyrr heim til þess að sinna heim­il­is­rekstri og börnum í meira mæli en þær gera nú þeg­ar, nóg er nú samt. Ég vona að hún verði til þess að jafna ábyrgð karla og kvenna á heim­il­is­rekstri og í barna­upp­eldi. Ég ég vona ekki síður að hún verði til þess að minnka álag á fólki og gefa því fleiri gæða­stundir fyrir sjálft sig og með fjöl­skyld­unni. Það veitir ekki af.“

Ekki viss um að samn­ingum hefði verið sagt upp í atkvæða­greiðslu SA

Varð­andi óróa á vinnu­mark­aði þá seg­ist Þór­unn ekki sjá fyrir sér að hann verði mik­ill í vet­ur, þótt það sé vissu­lega ekki úti­lok­að.

„Nema kannski sá órói sem er kokk­aður upp inni á skrif­stofu hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. Þetta „sku­espil“ sem farið var í í sept­em­ber með hót­unum um upp­sögn að segja upp lífs­kjara­samn­ings­ins var nátt­úru­lega engu lagi líkt. SA náði með því 25 millj­örðum króna út úr rík­is­kass­anum en ég er ekki viss um að samn­ingum hefði verið sagt upp í atkvæða­greiðslu. Mér finnst það meira að segja ólík­leg­t.“

Hún segir það vera skrítið ástand þegar það séu vinnu­veit­endur sem ruggi bátnum en ekki launa­fólk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal