Drottningarafmæli, handabönd, minkaklúðrið og rjómaterturáðherrann

Borgþór Arngrímsson hefur ritað reglulega pistla og fréttaskýringar, aðallega um dönsk og norræn málefni, í Kjarnann árum saman. Hér eru teknar saman nokkrar glefsur úr fréttaskýringum hans af dönskum og norrænum vettvangi á árinu sem er að líða.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kom oft við sögu í fréttaskýringum Borgþórs Arngrímssonar á árinu.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kom oft við sögu í fréttaskýringum Borgþórs Arngrímssonar á árinu.
Auglýsing

Rit­stjórn Kjarn­ans fær stundum að heyra það frá sumum les­endum að sunnu­dag­arnir byrji vart almenni­lega fyrr en lestri á nýj­ustu frétta­skýr­ingu Borg­þórs Arn­gríms­sonar um nor­ræn mál­efni er lok­ið. 

Borg­þór hefur ritað yfir 350 pistla og frétta­skýr­ingar í Kjarn­ann frá því mið­ill­inn var stofn­aður árið 2013. Á sunnu­dags­morgnum klukkan 9 færir hann les­endum útskýr­ingar á málum sem hátt bera í Dan­mörku, þar sem hann var búsettur um ára­bil, eða þá frá hinum Norð­ur­lönd­un­um, ef svo ber und­ir.

Nú í lok árs þótti rit­stjórn­inni við hæfi að taka saman glefsur af því sem Borg­þór hefur sagt frá á þessu ári kór­ónu­veirunn­ar, skyndi­legra minka­drápa og nýrrar #MeeToo-­bylt­ingar danskra kvenna.

Norskur bóka­vörður lét sér fátt um finn­ast

Áður en jan­úar var að baki var Borg­þór búinn að fræða les­endur Kjarn­ans um und­ir­bún­ing æfinga­ferðar 40 kín­verskra skíða­manna til Nor­egs, sem hafði óvæntar afleið­ing­ar: 

Auglýsing

„Bóka­vörð­­ur­inn á bæj­­­ar­­bóka­safn­inu í Mer­á­ker í Þrænda­lög­um, þar sem fyr­ir­hugað er að kín­versku skíða­­menn­irnir æfi, rak upp stór augu þegar kín­verskir emb­ætt­is­­menn birt­ust á bóka­safn­inu. Ekki var undrun bóka­varð­­ar­ins minni þegar þeir báru upp erind­ið: Þeir kröfð­ust þess að allar bæk­­ur, sem ekki væru kín­verskum stjórn­­völdum þókn­an­­legar yrðu fjar­lægðar úr hillum safns­ins. Til dæmis bækur um Falun Gong-hreyf­­ing­una. Bóka­vörð­­ur­inn kikn­aði ekki í hnjál­ið­unum en sagði þessum sjald­­séðu gestum á safn­inu að hér væri það hún (bóka­vörð­­ur­inn er kona) sem réði og úr hillum safns­ins yrðu engar bækur fjar­lægðar þótt ein­hverjir skíða­­menn kæmu til æfinga í bæn­­um.  „Hér í Nor­egi búum við nefn­i­­lega við tján­ing­­ar­frelsi.“ Engum sögum fer af við­brögðum kín­versku send­i­­mann­anna,“ sagði í frétta­skýr­ingu Borg­þórs, Bóka­vörð­ur­inn blés á Kín­verj­ana.

Handa­bands­skil­yrðið

Í upp­hafi mars­mán­aðar fjall­aði Borg­þór um umdeilt mál, laga­á­kvæði í Dan­mörku sem skyldar til­von­andi Dani sem eru að öðl­ast rík­is­borg­ara­rétt, til þess að taka í hönd bæj­ar­stjóra í sínu sveit­ar­fé­lagi eða full­trúa hans til þess að stað­festa umsókn­ina.

Handa­­bands­skil­yrð­inu var „bætt inn í lögin um rík­­is­­borg­­ara­rétt­inn árið 2018 en kom í raun fyrst til fram­­kvæmda um land allt í ár. Í tengslum við „rík­­is­­borg­­ara­dag­inn“ í síð­­­ustu viku (þeir eru tveir árlega) hafa danskir fjöl­miðlar fjallað tals­vert um þetta laga­á­­kvæði og spurt um ástæður þess að handa­­band skuli bundið í lög­­,“ skrif­aði Borg­þór og rakti svo þátt Inger Støjberg, fyrr­ver­andi ráð­herra inn­­flytj­enda og aðlög­unar í stjórn Ven­stre, í því að þessu ákvæði, sem styr stóð um, var bætt inn í lög­in.

Mynd: Bára Huld Beck

„Hún hefur í við­­tölum sagt að þetta sé hluti þess að „vera danskur“ eins og hún hefur kom­ist að orði. „Þeir sem sækj­­ast eftir að verða Danir hljóta að laga sig að dönskum sið­um, og handa­­bandið er einn þeirra. Svo ein­falt er það,““ skrif­aði Borg­þór í frétta­skýr­ing­unni Að takast eða ekki takast í hend­ur.

Veiran raskaði stóraf­mæli drottn­ingar

Danir voru víst ekki ónæmir fyrir kór­ónu­veirunni. Drottn­ingin þurfti að blása átt­ræð­is­af­mæl­is­veislu sína af og þeim við­burðum sem höfðu verið skipu­lagðir um landið lítið og flatt í til­efni afmælis Mar­grétar Þór­hildar var ýmist frestað eða aflýst.

Margrét Þórhildur Danadrottning. Mynd: Kongehuset

„Þótt iðu­­lega fylgi mikið til­­­stand stóraf­­mælum í dönsku kon­ungs­­fjöl­­skyld­unni stóð óvenju­­lega mikið til að þessu sinni. Fyrir því voru tvær ástæð­­ur. Önnur var sú að þegar drottn­ingin varð sjö­tug, árið 2010 kom gosið í Eyja­fjalla­jökli í veg fyrir að margir af hinum tignu gestum sem boðið hafði verið til veisl­unnar komust ekki til Kaup­­manna­hafn­­ar. Meðal þeirra sem fjarri voru góðu gamni var for­­seti Íslands Ólafur Ragnar Gríms­­son. Veislan fór fram eins og ráð var fyrir gert þótt langtum færri væru við­staddir en til stóð. Af þessum sökum stóð til að veislan nú yrði sér­­­lega veg­­leg,“ skrif­aði Borg­þór í frétta­skýr­ing­unni Engin veisla hjá Mar­gréti Þór­hildi á átt­ræð­is­af­mæl­inu.

Rjóma­tertu­ráð­herr­ann sem gæti endað fyrir lands­dómi

Á árinu sem er að líða hefur áður­nefnd Inger Støjberg, fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku, sætt opin­berri rann­sókn vegna ákvörð­unar sem hún tók í emb­ætt­i. 

„Um er að ræða til­­kynn­ingu sem send var út 10. febr­­úar 2016. Þar til­­kynnti ráðu­­neyti inn­­flytj­enda­­mála að hjón þar sem annað eða bæði væru undir 18 ára aldri, og byggju í búðum hæl­­is­­leit­enda skyldu ekki búa þar sam­an, heldur sitt í hvoru lagi, jafn­­vel þótt þau ættu börn. Án und­an­­tekn­inga. Hjón sem búið höfðu saman í búðum hæl­­is­­leit­enda skyldu þannig aðskil­in. Emb­ætt­is­­menn ráðu­­neyt­is­ins sögðu ráð­herr­­anum að þessi ákvörðun stæð­ist ekki lög, og væri þar að auki brot á barna­sátt­­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.  Ráð­herra stóð fast á sínu. Lögum sam­­kvæmt ber að vega og meta hvert ein­stakt til­­­felli en sam­­kvæmt ákvörðun ráð­herr­ans skyldi eitt yfir alla ganga. Án und­an­­gengis mats,“ skrif­aði Borg­þór í frétta­skýr­ing­unni Rjóma­tertu­ráð­herr­ann, sem birt­ist sunnu­dag­inn 24. maí. 

Málið var þá í hámæli í Dan­mörku, þar sem til stóð að Støjberg kæmi á fund rann­sókn­ar­nefndar þann sama sunnu­dag og aftur dag­inn eftir til að skýra sína hlið á mál­inu. Vik­una eftir sagði Borg­þór frá því í frétta­skýr­ing­unni Að tala tungum tveim og draga kan­ínu úr hatti að í fram­burði Støjberg hefðu komið fram glæ­nýjar upp­lýs­ingar um mál­ið. 

Inger Støjberg með rjómatertuna frægu, sem bökuð var af því tilefni að hún var búin að herða löggjöf um útlendingamál 50 sinnum.

„Í öllum þeim gagna­haug sem rann­­sókn­­ar­­nefndin hefur undir höndum er ekki að finna, skjal sem Inger Støjberg dró fram í dags­­ljósið á sunn­u­dag­inn „eins og kan­ínu úr hatti sjón­­hverf­inga­­manns“ sagði blaða­­maður Berl­ingske þegar hann lýsti því sem fram fór,“ skrif­aði Borg­þór.Um var að ræða minn­is­blað á skúffu­botni, sem fyrr­ver­andi yfir­lög­fræð­ingur ráðu­neyt­is­ins sagði rann­sókn­ar­nefnd­inni að væri hald­laust, þar sem ráð­herr­ann sjálf hefði sagt yfir­völdum undir sinni stjórn að líta á und­ir­rit­aða frétta­til­kynn­ingu um málið sem til­skip­un.

Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar um málið kom út fyrr í þessum mán­uði, eins og Borg­þór sagði frá í frétta­skýr­ing­unni Vand­ræða­barnið í Ven­stre á síð­asta sunnu­degi aðventu.

„Skipta má nið­­ur­­stöðu rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar niður í þrjá meg­in­þætti:

Í fyrsta lagi vildi Inger Støjberg að fylgt yrði reglum henn­­ar, sem stöng­uð­ust á við lög, og lét sig í engu varða aðvar­­anir emb­ætt­is­­manna. „Minn­is­­blaðið á skúffu­­botn­in­um“ skipti þar engu þrátt fyrir yfir­­lýs­ingar ráð­herr­ans fyrr­ver­andi.

Í öðru lagi segir í skýrsl­unni að Lene Skytte Mørk Han­­sen, deild­­ar­­stjóri í inn­­flytj­enda­ráðu­­neyt­inu, hafi hringt til Útlend­inga­­stofn­un­­ar­innar og upp­­á­lagt starfs­­fólki að fylgja til­­kynn­ingu ráðu­­neyt­is­ins um aðskilnað para. Við yfir­­heyrslur hjá rann­­sókn­­ar­­nefnd­inni sagð­ist Lene Skytte Mørk Han­­sen aftur á móti hafa hringt til að segja að ekki ætti að fylgja til­­­mæl­unum í til­­kynn­ing­unni til hins ýtrasta, heldur gera und­an­­tekn­ing­­ar. Þessar skýr­ingar taldi rann­­sókn­­ar­­nefndin í meira lagi ótrú­verð­ugar enda gengu þær þvert á yfir­­lýs­ingar þriggja starfs­­manna Útlend­inga­­stofn­un­­ar, sem höfðu heyrt áður­­­nefnt sím­­tal. Starfs­­fólk Útlend­inga­­stofn­un­­ar­innar sagði að Lene Skytte Mørk Han­­sen hefði sagt að ráð­herr­ann teldi mjög mik­il­vægt að til­­­mæl­unum yrði fylg­t,í öllum mál­­um. Þar með eru til­­­mælin orðin til­skipun segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Í þriðja lagi hefði Inger Støjberg, að minnsta kosti sex sinn­um, bein­línis sagt ósatt við yfir­­heyrslur þing­­nefndar (sam­råd). Það að ljúga í þing­inu væri mjög alvar­­legt. Enn­fremur hefðu svör og útskýr­ingar emb­ætt­is­­manna í inn­­flytj­enda­ráðu­­neyt­inu við spurn­ingum umboðs­­manns verið „út og suð­­ur“ og fyrir þeim væri ráð­herr­ann ábyrg­­ur,“ skrif­aði Borg­þór.

Inger Støjberg. Mynd: EPA

Óljóst er hvort þessi mikla rann­sókn á emb­ætt­is­færslum Støjberg endar með því að hún verður dregin fyrir lands­dóm, en það er ákvörðun sem á að liggja í höndum stjórn­mála­manna á þingi.

Minkaskandall­inn í Dan­mörku er búinn að flækja þessa ákvörð­un, eins og rakið var í nýj­ustu frétta­skýr­ingu Borg­þórs af mál­in­u. Ut­an­að­kom­andi ráð­gjaf­ar­nefnd hefur verið fengin til að leggja mat sitt á mál­ið, sem þykir póli­tískt þægi­legt fyrir alla.

„Það yrði býsna erfitt fyrir Mette Frederik­­sen og flokk hennar að sam­­þykkja að mál Inger Støjberg fari fyrir lands­­dóm en leggj­­ast svo gegn því að sama gildi um minka­­mál­ið. Á sama hátt yrði það erfitt fyrir Jakob Ellem­ann-J­en­­sen og Ven­stre að styðja að minka­­málið fari fyrir lands­­dóm en leggj­­ast gegn því að mál Inger Støjberg fari þang­að.“

Minka­dráp án laga­heim­ilda

Og þá komum við að mink­un­um. Eins og frægt varð lét danska rík­is­stjórnin drepa alla minka í land­inu, hátt á annan tug millj­óna dýra, vegna hættu sem talin var á að nýtt afbrigði kór­ónu­veirunnar sem hafði borist frá mönnum í minka og aftur úr minkum í menn breidd­ist út. Ótt­ast var að það gæti skemmt fyrir virkni bólu­efna sem vænt­an­leg eru á mark­að.

„Það var stór ákvörðun að fyr­ir­­skipa slátrun alls minka­­stofns­ins í land­inu og binda þar með endi á atvinn­u­­grein sem á sér ára­tuga sögu. Þótt ráð­herrar hafi talað um að hægt yrði að halda eftir til­­­teknum lág­­marks­­fjölda, í því skyni að end­­ur­reisa minka­­rækt­­ina síð­­­ar, segja bændur það óger­­legt.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í heimsókn á minkabú. Mynd: EPA

Skipun um að lóga minka­­stofn­inum þurfti að styðj­­ast við lög. Í ljós kom að slík lög voru ekki til staðar en voru sett eft­i­rá, í miklum flýti. Mog­ens Jen­­sen mat­væla- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra varð marg­­saga í við­­tölum varð­andi laga­heim­ild­ina og varð á end­­anum að segja af sér. Sumir dönsku fjöl­mið­l­anna sögðu að Mette Frederik­­sen hefði ákveðið að fórna Mog­ens Jen­­sen til að bjarga eigin skinni, „kastet ham under bus­­sen“ eins og Danir orða það. Mette Frederik­­sen for­­sæt­is­ráð­herra og Nick Hækk­­erup dóms­­mála­ráð­herra hafa síðar sagt að þau orð for­­sæt­is­ráð­herr­ans að aflífa skyldi allan mink í land­inu hafi verið til­­­mæli en ekki til­­­skip­un. „Yf­­ir­klór“ sögðu stjórn­­­mála­­skýrend­­ur,“ skrif­aði Borg­þór í frétta­skýr­ing­unni Minka­klúðrið.

Þetta klúður þykir mjög póli­tískt óþægi­legt fyrir rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókrata. Og fleiri óþægi­leg mál komu upp hjá dönskum jafn­að­ar­mönnum á árinu.

#MeToo, fall­inn kon­ungur Kaup­manna­hafnar og hönd á læri

Í upp­hafi hausts reis ný #MeToo-­bylgja í Dan­mörku, eftir eldræðu sjón­varps­kon­unnar Sofie Linde í skemmti­þætti sem sýndur var í beinni útsend­ingu á TV2. 

„Sofie Linde, sem er þrí­­tug, sagði frá því að þegar hún var átján ára og nýbyrjuð að vinna hjá DR, danska sjón­­varp­inu, mætti hún í mat­­ar­­veislu starfs­­manna (julefro­­kost) í byrjun des­em­ber. Þar hefði þekktur sjón­­varps­­mað­­ur, sem hún nafn­­greindi ekki, komið til hennar og sagt orð­rétt: „Hvis du ikke går med ud og sutter min pik, så fuck­ing ødelæg­­ger jeg din karri­er­e.“ Þessi hót­­un­­ar­orð þarfn­­ast ekki þýð­ing­­ar. Sofie Linde sagði að hún hefði strax sagt nei, og ekki einu sinni hugsað út í að þessi þekkti sjón­­varps­­maður gæti hugs­an­­lega haft áhrif á störf hennar og fram­­tíð­­ar­­mög­u­­leika,“ skrif­aði Borg­þór í frétta­skýr­ing­unni Fjöl­miðla­kon­urnar og karla­áreitið 13. sept­em­ber.

Sofie Linde tjáði sig um launamisrétti og áreitni í beinni útsendingu og kom af stað annarri #MeToo-bylgju í Danmörku.

Í dönskum stjórn­málum komu í kjöl­farið upp mál sem kost­uðu karla emb­ætti sín. Borg­þór sagði frá #MeToo-tengdum svipt­ingum innan Radikale Ven­stre í upp­hafi októ­ber­mán­að­ar, í frétta­skýr­ing­unni Að leggja hönd á læri.

Þá hafði Morten Østergaard leið­togi flokks­ins sagt af sér eftir að hafa við­ur­kennt að hafa árum fyrr farið fram með ósæmi­legum hætti í garð þing­kon­unnar Lotte Rod og síðar reynt að leyna því.

„Danskir fjöl­miðlar hafa síð­­­ustu daga fjallað ítar­­lega um afsögn Morten Østergaard og ástæður henn­­ar. Hvort hann hefði átt, og þurft, að segja af sér. Þótt margir telji að fram­koma Morten Østergaard í garð Lotte Rod hafi ekki verið í lagi séu það miklu fremur við­brögð hans eftir að málið komst í hámæli sem hafi orðið til þess að hann hafi ekki átt ann­­ars úrkosti en segja af sér. Það er að segja að hann skyldi bein­línis ljúga að félögum sínum á þingi, og almenn­ingi í blaða­við­tali. Slíkt gangi ekki,“ rakti Borg­þór.

Og ekki var öll #MeToo-sagan sögð. Undir lok októ­ber­mán­aðar sagði Frank Jen­sen, yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar og vara­for­maður Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins, af sér emb­ættum og til­kynnti að hann væri hættur í stjórn­málum eftir ásak­anir um áreitni af hendi fjölda kvenna. Borg­þór skrif­aði um afsögn manns­ins sem kall­aður hafði verið „kon­ungur Kaup­manna­hafn­ar“.

Frank Jensen, fyrrverandi yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar. Mynd: EPA

„Nú er Frank Jen­sen fall­inn af stall­in­um. Fyrir eigin hendi, ef svo má segja,“ skrif­aði Borg­þór í inn­gangs­orðum frétta­skýr­ing­ar­innar Þegar kóngur fell­ur.

Hvað árið 2021 mun bera í skauti sér í Dan­mörku og öðrum nor­rænum ríkjum vitum við ekki, en fróð­legar greinar um ýmis­legt það helsta sem á baugi er munu áfram ber­ast les­endum Kjarn­ans stund­vís­lega kl. 9 á sunnu­dags­morgn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent