hannarakelphotography

Ekki bara bleikur fíll í herberginu – það er „fíla-fokking-hjörð“ út um allt

„Þetta er verra en ég hélt – og ég vissi að þetta væri slæmt,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir um þá þöggunarmenningu sem hún segir grassera innan veggja KSÍ. Mikil umræða hefur verið undanfarnar vikur um ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni af hendi landsliðsmanna og hafa afleiðingarnar verið afdrifaríkar. Kjarninn ræddi við Hönnu Björgu, konuna sem velti boltanum af stað, meðal annars um baráttu hennar fyrir þolendur, ofbeldi innan fótboltaheimsins, slaufunarmenningu og hvað það þýðir að vera femínisti.

Femíníski fram­halds­skóla­kenn­ar­inn Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­ari við Borg­ar­holts­skóla og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, henti sprengju inn í KSÍ þegar hún rit­aði grein undir yfir­skrift­inni „Um KSÍ og kven­fyr­ir­litn­ingu“ um miðjan ágúst þar sem hún sak­aði sam­bandið um þöggun varð­andi kyn­ferð­is­of­beldi af hendi lands­liðs­manna. Nokkrir dagar liðu án þess að nokkur við­brögð létu á sér kræla en fjórum sól­ar­hringum síðar fann KSÍ sig knúið til að senda út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins þar sem sam­bandið vildi ítreka að það gerði „engar til­raunir til að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um“. „Dylgj­um“ um slíkt var alfarið vísað á bug.

Atburða­rásin var til­tölu­lega hröð í kjöl­farið – sér­stak­lega eftir að þol­andi steig fram og greindi frá ofbeldi og áreitni sem KSÍ hafði vit­nesku um – og hefur for­maður sam­bands­ins, Guðni Bergs­son, sagt emb­ætti sínu lausu og stjórnin sagt af sér síðan þá. Hanna Björg segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að afleið­ing­arnar yrðu með þessum hætti – né hversu útbreitt ofbeldið væri í fót­bolta­heim­in­um. „Ég vissi ekki að þetta væri svona hrylli­legt eins og er að afhjúp­ast.“

Fórnar minni hags­munum fyrir meiri

Sím­inn hefur ekki stoppað síð­ustu vikur hjá Hönnu Björgu. „Ég var ekki búin að sjá fyrir mér nákvæm­lega hvað myndi ger­ast. En það sem kemur mér á óvart eru þessi svaka­lega jákvæðu við­brögð ég hef fengið – sko, rosa­lega mikil frá alls konar fólki.“ Hún segir að við­brögðin séu af ýmsum toga. Til að mynda hafi móðir lands­liðs­manns haft sam­band við hana og sagt hana vera að gera frá­bæra hluti en að henni hafi fund­ist erfitt að allir lægju undir grun. Hanna Björg segir að því miður sé slíkt fórn­ar­kostn­að­ur­inn fyrir bar­átt­una. „Ég er með­vituð um það að ég er að fórna minni hags­muni fyrir meiri.“

Auglýsing

Við­brögðin á sam­fé­lags­miðlum hafa heldur ekki látið á sér standa en umræða á þeim vett­vangi getur verið óvægin en gagn­rýnin á sama tíma. Sjálf seg­ist Hanna Björg hafa sloppið vel við árásir á net­inu vegna skrifa hennar og skoð­ana. „Ég hef kom­ist ótrú­lega létt frá þessu,“ segir hún en bætir því við að hún hafi þó séð í vik­unni athuga­semd við frétt að ein­hver hafi óskað þess að hún fengi krabba­mein aft­ur, sem hún þurfti að glíma við árið 2019.

Hvernig leið þér við það að lesa þessi skila­boð?

„Þetta var stunga en ég var fljót að hrista þetta af mér. En þetta sting­ur, þetta gerir það. Að ein­hver hugsi svona um mig því mér finnst ég auð­vitað vera að berj­ast fyrir rétt­læti eins og femínistar ger­a,“ segir hún.

Fót­bolt­inn efstur í virð­ing­ar­p­íramíd­anum

Hanna Björg vekur máls á því að ýmsir hafi vitað af þessum atvikum sem um ræð­ir, til að mynda íþrótta­f­rétta­fólk. „Það vissu þetta all­ir. Það er ekki bara bleikur fíll í her­berg­inu – það er fíla-­fokk­ing-hjörð út um allt í öllum her­bergjum og það er gengið undir hann og bak við hann. Þetta er sam­trygg­ingin – þetta er feðra­veld­ið. Sam­trygg­ing­in, ger­enda­með­virknin og kven­fyr­ir­litn­ingin sem er í raun kven­hat­ur. Af því að þetta er svo alvar­legt. Við erum að tala um hópnauðg­un.“

Vísar hún í póst sem kona setti á sam­fé­lags­miðla í fyrra­vor þar sem hún greindi frá því að henni hefði verið nauðgað af tveimur mönnum árið 2010. Hún nafn­greindi ekki menn­ina en sagan segir að um lands­liðs­menn í fót­bolta hafi verið að ræða. „Þetta er botn­laus við­bjóð­ur, algjör­lega sturl­að,“ segir Hanna Björg.

Telur þú að þessi eitr­aða menn­ing sé meiri í fót­bolt­anum en ann­ars stað­ar?

Í Borg­ar­holts­skóla er svokölluð afreks­braut og kennir Hanna Björg mörgum íþróttakrökkum þar. „Bæði hafa þau sagt mér alls kon­ar, stelpur og strák­ar, þannig að ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Það er nátt­úru­lega ekk­ert svið sam­fé­lags­ins sem er laust við kven­fyr­ir­litn­ingu. En málið er að fót­bolt­inn er efstur í virð­ing­ar­p­íramíd­anum í íþrótt­um. Og þar er mesta valdið og mestu pen­ing­arnir og þar er karl­mennskan eitr­uð­ust. Það teng­ist vald­inu.

Ég held að tíðni ofbeld­is­brota sé meiri hjá valda­meiri körlum en valda­minni. Þannig að þarna eru tengsl. Þarna er hreint orsaka­sam­hengi milli þess að vera valda­mik­ill karl í for­rétt­inda­stöðu og fara yfir mörk í sam­skiptum og yfir­gangi, kyn­ferð­is­legri frekju og allt svo­leið­is.“

Hún bendir á að auð­vitað eigi þetta ekki ein­ungis við valda­mikla karl­menn og að kven­fyr­ir­litn­ing sé mjög almenn.

Búningsklefastemningin í fótboltanum er verst, en auðvitað er hún út um allt Þessi skaðlega karlmennska er uppspretta nauðgunarmenningar. Nauðgunarmenningin er knúin áfram af skaðlegri karlmennsku og meðvirkni með henni.
Hanna Björg segir að fótboltinn sé efstur í valdapíramídanum. „Þar er mesta valdið og mestu peningarnir og þar er karlmennskan eitruðust.“
Bára Huld Beck

Feðra­veldið snýr vörn í sókn

„Bún­ings­klefastemn­ingin í fót­bolt­anum er ver­st, en auð­vitað er hún út um allt Þessi skað­lega karl­mennska er upp­spretta nauðg­un­ar­menn­ing­ar. Nauðg­un­ar­menn­ingin er knúin áfram af skað­legri karl­mennsku og með­virkni með henn­i.“

Hanna Björg tekur dæmi af þess­ari stemn­ingu en hún frétti að í íþrótta­fé­lagi hér­lendis hefði við­geng­ist ákveðið grín hjá karla­lið­inu í hand­bolta. „Það var sekt­ar­sjóður ef leik­menn komu seint á æfingu. Þeir gátu unnið sig út úr sekt­inni með því að ríða ein­hverri stelpu í meist­ara­flokk.“ Hún segir að hún hafi góðar heim­ildir fyrir þessu. „Og þetta er bara eitt dæmi um hvernig þessi menn­ing er.“

Af hverju hefur þessi menn­ing við­hald­ist svona vel?

„Út af með­virkn­inni. Aflið er alveg rosa­lega sterkt. Feðra­veldið er raun­veru­legt og sjáðu til dæmis hvernig þolendur eru að koma fram í auknum mæli eftir metoo og hvernig bregst feðra­veldið við? Það finnur upp á því að gagnkæra. Það snýr vörn í sókn og kærir þolendur fyrir að nafn­greina og fyrir að kæra. Þetta er bara við­spyrna for­rétt­inda­hóps­ins, ger­enda, til að halda áfram að gera það sem þeir eru að gera – og þagga þannig nið­ur. Og þetta virk­ar.“

Hanna Björg segir að margar konur í kringum hana líti svo á að þær geti ekki sagt frá sinni reynslu eða kært ger­anda sinn af ótta við að þær verði kærðar á móti eða fjár­kúg­aðar af lög­fræð­ing­um.

„Þannig að við skulum aldrei van­meta hversu vold­ugt feðra­veldið er eða öflin í sam­fé­lag­inu sem vilja ekki missa for­rétt­indi sín og vilja ekki jafn­rétti og klár­lega ekki láta afhjúpa sig. Þessi öfl finna upp á alls konar aðferð­u­m.“

Vitnar hún í orð Vig­dísar Finn­boga­dóttur um að þegar konur hafa náð árangri í sinni bar­áttu þá kæmi tíska þar sem háls­málið síkkar og pilsið stytt­ist. „Klám­væð­ingin er bakslag og kven­hat­ur. Ef við hugsum þetta þá eru strákar niður í sjö ára aldur að sjá klám. Þar er konum mis­þyrmt til þess að búa til kynörvandi efni og ofbeldið er við­bjóðs­legt. Af hverju er sam­fé­lags­lega sam­þykkt að strákar horfi á klám?“ spyr hún.

Auglýsing

„Gerðu það sem þú vilt – en ekki kalla það femín­is­ma“

Hvað segir þú við þeirri spennu sem má greina milli ungra femínista og þeirra af eldri skól­anum varð­andi það að konur ættu að fá að vera inn á síðum eins og OnlyFans – að konur ættu að geta gert það sem þær vilja við sinn lík­ama?

„Það er bakslag í mínum huga. Ég er alveg sam­mála því að konur eigi að geta gert það sem þær vilja við lík­ama sinn, hvort sem það er að fara í aðgerð­ir, fóst­ur­eyð­ingar eða hvað. Þær eiga að fá að vera í friði með það. En það er ekki hægt að segja að það að konur selji kyn­ferð­is­legan aðgang að sér sé femínískt. Vegna þess að kyn­hegðun kvenna hefur verið haldið gegn þeim í gegnum alla sög­una. Þær hafa verið druslu­skammað­ar.

Vændi hefur verið sjálf­sögð við­skipti en við vitum núna að áhrif vændis á þá sem taka þátt í því er eins og eftir kyn­ferð­is­of­beldi. Lang­flestir sem fara í vændi eiga sögu um kyn­ferð­is­brot, sem segir okkur nátt­úru­lega ákveðna sögu. Og að ætla að taka núna eitt­hvað sem haldið hefur verið gegn okkur í gegnum sög­una og snúa því upp í femín­isma gengur ekki. Það bara gengur ekki upp hug­mynda­fræði­lega. Af því að femín­ismi snýst um konur sem hóp. Gerðu það sem þú vilt en ekki kalla það femín­isma.“

Hanna Björg segir að þarna sé verið að normalísera klám og það að konur séu kyn­ferð­is­leg við­föng karla. „Af því að þetta er kynj­að. Karlar eru not­endur og konur eru selj­end­ur. Það er verið að færa vændið í annan bún­ing.“ Bendir hún á að Stíga­mót séu á þess­ari sömu línu.

Taka þarf á klám­notkun drengja með fræðslu

„Margar konur sem eru í vændi hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legu ofbeldi, eins og ég sagði áðan, og það teng­ist því hvernig kyn­ferð­is­leg sjálfs­mynd þeirra er. Henni er raskað í besta falli og við­miðin verða önnur en hjá mann­eskju sem ekki hefur verið brotið á. Það getur vel verið að konur á OnlyFans hafi upp­lifað vald­efl­ingu en það held ég að hafi verið eins og fix í móment­inu en svo sitja konur eftir í skað­anum þegar víman fer. Og þær sögðu líka að þær hefðu byrjað með mörk sem hefðu síðan færst til vegna þess að not­end­urnir vilja alltaf meira og meira. Gredda eða virk kynörvun virkar þannig að ef hún er svona gervi þá þarf hún stöðugt nýtt áreiti. Þess vegna er klámið orðið svona ógeðs­legt, því að þörfin fyrir nýj­ungar er enda­laus.“

Fræðsla virkar. Strákar eru móttækilegir, það þarf bara að búa til ákveðið andrúmsloft og ákveðið rými.
Hanna Björg segir að afstaða frá valdafólki hafi mikið að segja.
Borgarholtsskóli/@snjokall

Hún segir að ekk­ert annað virki en fræðsla til að takast á við þetta vanda­mál. „Fræðsla virk­ar. Strákar eru mót­tæki­leg­ir, það þarf bara að búa til ákveðið and­rúms­loft og ákveðið rými. Og setja hlut­ina í ákveðið sam­hengi – þá virkar það. Það er samt ekki nóg að rétta þeim bæk­ling. Skóla­kerfið þarf að taka á þessu innan og utan skóla­stof­unn­ar.“

Eins þurfi fólk að gera sér grein fyrir því að sam­fé­lagið sé með allt önnur við­mið fyrir kyn­in. „Við leyfum strákum að vaða uppi og sættum okkur ekki við það ef stelpur gera það.“

Þér finnst það enn vera þannig?

„Já, algjör­lega. Og þetta segja krakk­arnir mér líka sem ég kenni. Það er svo frá­bært að fá allt það nýjasta frá þeim. Auð­vitað er þetta ekki alltaf svona alls staðar en þetta er rosa­lega algeng­t.“ Tekur Hanna Björg dæmi af stelpu sem sagði henni frá því að hún hefði verið send í heyrn­ar­mæl­ingu þegar hún var lítil vegna þess að hún tal­aði svo mikið og hátt.

„Vanda­málið er út um allt. Kyn­ferð­is­of­beldið er ljótasta birt­ing­ar­myndin af mis­rétt­inu og kúg­un­inni en það er stutt af annarri kven­fyr­ir­litn­ingu og þannig normalíser­að. Og þetta hangir allt sam­an. Óvirð­ing gagn­vart konum er kerf­is­bundin og með­virknin með ofbeldi gegn þeim hefur verið sam­fé­lags­lega sam­þykkt,“ segir hún.

Eftir höfð­inu dansa lim­irnir – Skila­boð frá valda­fólki skipta máli

Ekki er nóg að krakkar fái fræðslu heldur þurfa kenn­arar einnig að fá hana, að mati Hönnu Bjarg­ar. „Sko, það kemur mér svo á óvart að stjórn­mála­fólk hikar við að segja að mis­rétti sé ekki í boði. Orð frá fólki sem hefur völd hafa svo mikið að segja.“

Hún tekur dæmi af því að skóla­meist­ar­inn í Borg­ar­holts­skóla hafi sagt að skól­inn væri femínískur skóli. „Það hefur áhrif á alla kenn­ar­ana í skól­an­um. Eftir höfð­inu dansa lim­irn­ir. Og ef stjórn­mála­fólk tal­aði um það reglu­lega og afhjúpaði kven­fyr­ir­litn­ingu þegar hún sést þá væru hlut­irnir öðru­vísi. Til dæmis eftir Klaust­ur­mál­ið. Þetta voru svo lömuð við­brögð og ömur­legt að við höfum ekki ein­hverjar bjargir til að refsa svona mönn­um.“

Hanna Björg telur því að valda­fólk þurfi að segja hlut­ina upp­hátt. „Það þarf að segja: „Ég er femínist­i.“ Sem sagt setja tón­inn – tala upp­hátt og tala skýrt. Þannig seytl­ast þetta inn og hefur áhrif á okkur þegar við heyrum þetta aftur og aftur frá fólki sem maður ber virð­ingu fyrir og hefur vald. Og þá ekki nema til að efla fána­ber­ana og gera rödd þeirra sterkara í stað­inn fyrir að láta sem ekk­ert sé sem er bara hluti af sam­trygg­ing­unni, með­virkn­inni og vand­an­um. Ef fólk segir þetta ekki bara upp­hátt – aftur og aftur – í öllum mögu­legu sam­hengi, þá er það hluti af vand­an­um.“

Auglýsing

Hún segir að þegar svona mál koma upp, eins og KSÍ-­mál­ið, þá þurfi allir að axla ábyrgð. „Bara út með alla. Harðar aðgerðir eru sárs­auka­fullar en það þarf að skapa for­dæmi og þannig verður keðju­verk­unin jákvæð, í stað­inn fyrir það að nú er hún nei­kvæð. Mátt­leys­is­leg við­brögð verða í raun­inni að engu, lypp­ast ein­hvern veg­inn niður og allt verður eins og það var. Nema það verður eig­in­lega verra því þarna er verið að senda skila­boð um það að ger­endur kom­ast upp með hlut­ina. Skila­boðin verða: „Þetta er allt í lagi, þú getur alveg nauðg­að.“ Því ekk­ert ger­ist. Engar afleið­ing­ar.“

Hún segir að þetta mál sem núna er í gangi verði að hafa for­varn­ar­gildi, ann­ars sé verra af stað farið en heima set­ið.

Hin leynda þján­ing þolenda

Hvað segir þú um „cancel-cult­ure“ eða slauf­un­ar­menn­ingu? Telur þú að hún sé til og að það skipti máli hvernig umræðu í kringum við­kvæm mál sé hátt­að?

„Þeir sem hafa orðið fyrir „cancel-cult­ure“ í gegnum tíð­ina eru þolend­ur. Það er bara þannig. Þeim hefur verið „cancel­er­að“ úr vina­hóp­um, fjöl­skyld­um, vinnu­stöðum og út um allt. Þannig að það er menn­ing. Hitt sem við köllum slauf­un­ar­menn­ingu, eins og gerð­ist með Ingó og Auð­ur, það er ekki menn­ing. Það eru bara nokkur atvik. Ég sé ekki að það hafi nein áhrif á þá. Auður reyndar steig til baka og sýndi ákveðna ábyrgð en Ingó bíður þetta bara af sér og er kom­inn aftur í gang.“

Vísar Hanna Björg þarna í mál tón­list­ar­mann­anna Ingó Veð­urguðs og Auðs sem hafa verið ásak­aðir um kyn­ferð­is­brot. Hún vill ekki kalla dæmin með Auð og Ingó slaufu­menn­ingu. „Ég myndi kalla það ákall um ábyrgð. Láttu þig hverfa af sjón­ar­svið­inu – sýndu ger­endum þínum til­lit­sem­i.“

Hún segir að þolendur hafa þurft að „díla við slauf­un­ar­menn­ingu í gegnum alla and­skot­ans tíð­ina. Og í versta falli voru þær settar á geð­veikra­hæli og margar fyr­ir­fóru sér vegna þess að ekki var hlustað á þær. Þar er hin leynda þján­ing og harm­saga hvernig komið hefur verið fram við þolendur í gegnum tíð­ina.“

Í versta falli voru þær settar á geðveikrahæli og margar fyrirfóru sér vegna þess að ekki var hlustað á þær.
Þolendur hafa þurft að takast á við svokallaða slaufunarmenningu í gegnum aldirnar, að mati Hönnu Bjargar – ekki gerendur.
123RF

Frjórri jarð­vegur fyrir hvassan femín­isma

Hanna Björg segir að í íslensku sam­fé­lagi sé að verða til hvass­ari femín­ismi sem sé til­bú­inn að ganga lengra og beita nýstár­legum aðferð­um. „Ég er að vísa mest í Öfgar, sem er hópur kvenna sem eru mjög rót­tæk­ar. Þær eru að gera alls konar hluti sem eru virki­lega hvassir og það fellur í frjórri jarð­veg núna. Mér finnst þær mjög flottar og virki­lega sterkar og kraft­mikl­ar. Það er þörf á þeim núna og sam­fé­lagið á að vera hrætt við upp­reisn. Þetta er ákveðið aðhald og stuðn­ingur við fána­ber­ana.“

Rifjar hún upp bar­áttu Hildar Lilli­endahl á sínum tíma þegar hún kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið með sinn rót­tæka femín­isma. Hún nafn­greindi meðal ann­ars karl­menn sem sýndu kven­fyr­ir­litn­ingu. „Hún hefði þurft að vera með meiri stuðn­ing. Hún var með rót­tækan femín­isma en núna er meiri jarð­vegur fyrir hvassar aðgerð­ir,“ segir Hanna Björg.

Hún bendir á að þessar hvössu aðgerðir séu til staðar vegna þess að dóms­kerfið sé svo mátt­laust að takast á við kyn­ferð­is­of­beld­is­mál. „Þetta er við­bragð við mátt­leysi stjórn­valda að þolendur fái rétt­læt­i.“

Auglýsing

Við erum komin aðeins áfram í umræð­unni eftir að fyrsta metoo-­bylgjan reið fyrir árið 2017. Mikið er rætt um skrímsla­væð­ingu; að ger­endur séu ekki hræði­legar mann­eskjur heldur fólk sem elskar og er elskað – syn­ir, bræð­ur, feður og vin­ir. Hvernig finnst þér að áherslan ætti að vera varð­andi ger­end­urna sjálfa?

„Þetta er mjög mik­il­vægur vink­ill. Ég er algjör­lega tals­maður þess að við eigum að for­dæma hegð­un­ina. Við eigum að höfða til ábyrgðar ger­enda, þeir eiga að víkja. Þeir eiga ekki að njóta for­rétt­inda, eins og frægðar og frama. En við eigum ekki að senda þá á eyði­eyju – þeir eiga að fá að lifa sínu lífi en þeir eiga að draga sig í hlé.“

Hanna Björg seg­ist gefa fólki sem teng­ist ger­endum það ráð að það þurfi ekki endi­lega að rjúfa tengslin við þá. Hægt sé að segj­ast for­dæma hegð­un­ina. „Þannig að ég er þar að við þurfum að sam­þykkja þessa ger­endur en við getum gert það með því að láta þá axla ábyrgð, for­dæma hegð­un­ina en þeir eiga að fá auð­vitað að lifa sínu líf­i.“

Mik­il­vægt að tala af yfir­vegun og dýpt

Hún segir umræð­una mik­il­væga og að við sem sam­fé­lag þurfum að tala um þessa hluti. „Skrímsla­væð­ingin er líka svo hættu­leg fyrir þolendur vegna þess að ef við erum að tala um ger­endur sem óvið­bjarg­andi sið­leys­ingja þá trúum við auð­vitað aldrei upp á neinn að hann nauðgi. Því hann er með sínar góðu hliðar eins og all­ir. Þetta eru ekki allt sið­blindir aum­ingjar, þetta eru líka bara venju­legir menn sem einmitt elska og eru elskað­ir.“

Þetta sé mik­il­vægt bæði fyrir ger­endur og þolendur og fyrir sann­girni og rétt­læti. „Við þurfum ekk­ert að fara alltaf út í móa, við getum líka verið í yfir­veg­un­inni. Að tala af yfir­vegun og dýpt og skiln­ingi og þannig komumst við áfram. Ann­ars erum við í upp­hróp­unum og skot­grafa­hern­aði og átökum sem skilar kannski engu eða litlu – í stað­inn fyrir að taka sam­talið fal­lega og höfða til fólks.“

Hún seg­ist nýta þessa aðferð í skóla­stof­unni hjá sér – drengirnir myndu ganga út úr kennslu­stund hjá henni ef hún vand­aði sig ekki. Í Borg­ar­holts­skóla kennir hún kynja­fræði, upp­eld­is­fræði og sögu. „Reyndar segja nem­endur mín­ir: „Já, Hanna. Hún kennir bara kynja­fræði, áfang­arnir hennar heita bara mis­mun­and­i.“ Ég er femínískur kenn­ari sem er alltaf að tala um valda­tengsl,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal