17 færslur fundust merktar „dómsmálaráðherra“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.
Spyr dómsmálaráðherra hvernig það getur verið lausn við afbrotahegðun að fara í stríð
Varaþingmaður Pírata furðar sig á stríðsyfirlýsingu dómsmálaráðherra gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Stríð leysir engin vandamál, það býr til fleiri ófyrirséð vandamál og magnar núverandi vandamál upp.“
22. nóvember 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hefur áhyggjur af því að réttaröryggi borgara sé ógnað
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að alvarlegur dómgreindarbrestur hafi orðið við viðbrögð sérsveitar lögreglu í útkalli um helgina. Ekki er um einangrað tilvik að ræða og þingmaðurinn furðar sig á viðbrögðum dómsmálaráðherra.
21. september 2022
„Við búum í samfélagi þar sem að vopnaburður er að verða víðtækari heldur en hann hefur verið áður,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Dómsmálaráðherra segir viðbúið að lögregla handtaki fólk fyrir mistök
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um verklag lögreglu og sérsveitar vegna ábendinga frá almenningi þar sem vopn koma við sögu. Ástæðan er útkall lögreglu um helgina þar sem vopnaður maður reyndust vera börn í kúrekaleik.
19. september 2022
Í færslu á Facebook segir Þorgerður að í krafti stjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna geti dómsmálaráðherra kallað eftir því að agaviðurlögum verði beitt.
Dómsmálaráðherra beiti agaviðurlögum vegna ummæla vararíkissaksóknara
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir óboðlegt að handhafar valds láti hatursfull ummæli falla, og það ítrekað, og kallar eftir því að dómsmálaráðherra beiti agaviðurlögum gegn Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.
25. júlí 2022
Teitur Björn Einarsson, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.
Teitur Björn nýr aðstoðarmaður Jóns
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ráðið Teit Björn Einarsson, lögfræðing og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, sem nýjan aðstoðarmann.
15. febrúar 2022
Undirskriftalista hefur verið hrundið af stað af baráttuhópi gegn ofbeldismenningu til að hvetja til þess að Jón Gunnarsson hverfi burt úr dómsmálaráðuneytinu.
Mótmæla „skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap“
Tæplega þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur um að víkja Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra. Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu segir engar framfarir verða í málefnum þolenda ofbeldis með Jón sem ráðherra dómsmála.
5. desember 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Jón og Ragnheiður skipuð í Landsrétt – Ástráði hafnað enn og aftur
Jón Höskuldsson hefur loks hlotið skipun í embætti dómara við Landsrétt, rúmum þremur árum eftir að hafa verið færður af lista yfir hæfustu umsækjendur. Þrír þeirra fjögurra sem færðir voru upp á listanum hafa nú verið skipaðir í annað sinn í embætti.
15. september 2020
Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi flyst frá Suðurnesjum í dómsmálaráðuneytið
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum mun taka við starfi í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Deilur hafa staðið um störf hans innan lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.
19. ágúst 2020
Telja frumvarp hamla upplýsingagjöf til almennings
Fréttastofa Sýnar og Blaðamannafélag Íslands gagnrýna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð einkamála. Frumvarpið segja þau ganga gegn þeirri meginreglu að réttarhöld séu opin.
9. maí 2019
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn um kostnað vegna hælisleitenda.
Útgjöld vegna hælisleitenda voru 3,4 milljarðar í fyrra
Heildarútgjöld ríkis og sveitarfélaga vegna veru hælisleitenda hérlendis hefur numið 6,9 milljörðum króna frá byrjun árs 2012 og til síðustu áramóta.
28. maí 2018
Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra glímir við ólæknandi krabbamein
Einar Hannesson nýr aðstoðamaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra glímir við fjórða stigs krabbameina í lungum og lifur. Hefur haldið óskertri starfsorku og segist ekki hafa getað skorast undan þegar kallið kom.
5. febrúar 2018
Einar Hannesson aðstoðar Sigríði Andersen
Einar Hannesson lögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Aðstoð­ar­menn ráð­herra eru með Einari 21 tals­ins, að með töldum upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
5. febrúar 2018
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Ráðuneytisstjórinn varaði Sigríði Andersen við
Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins bauð fram aðstoð starfsmanna ráðuneytisins við að leggja mat á umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt til að bæta við rökstuðning ráðherra. Frekari rannsókn á hæfi umsækjendanna fór ekki fram.
30. janúar 2018
Katrín Jakobsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Helga Vala Helgadóttir.
Katrín svarar fyrir gjörðir Sigríðar Andersen
Stjórnarandstaðan fjölmennti í pontu á Alþingi til að spyrja forsætisráðherra út í stöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir dóm Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið stjórnsýslulög.
22. janúar 2018
Átta skipaðir héraðsdómarar
Settur dómsmálaráðherra fór eftir niðurstöðu nefndar um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Sendi bréf á dómsmálaráðuneytið þar sem hann segist ekki hafa átt annarra kosta völ.
9. janúar 2018
Uppfæra launaviðmið skaðabótalaga
Dómsmálaráðherra óskar eftir umsögnum um frumvarp um breytingu á skaðabótalögum. Breytingar nauðsynlegar þar sem núverandi mynd laganna í sér að bætur fyrir líkamstjón eru ekki lengur í samræmi við það sem lagt var upp með.
9. janúar 2018
Sigríður Á. Andersen
Uppreist æra setið á hakanum
Sigríður Á. Andersen svaraði spurningum fulltrúa flokkanna á fundi stjórnaskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.
19. september 2017