19 færslur fundust merktar „verðbólga“

Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
„Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene“
Þingmaður Viðreisnar segir að ekki sé hægt að rökstyðja stýrivaxtahækkanir með sólarlandaferðum Íslendinga til Tenerife. „Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene.“ Forsætisráðherra segir að horfa verði á stóru myndina.
24. nóvember 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
20. maí 2022
Verðbólgan komin upp í 7,2 prósent
Enn heldur verðlag áfram að hækka, samkvæmt mælingum Hagstofu á vísitölu neysluverðs. Verðhækkanir á mat- og drykkjarvörum hafa vegið þungt síðasta mánuðinn, en flugfargjöld hafa einnig hækkað umtalsvert í verði.
28. apríl 2022
Bensín og olíur hafa nú hækkað um tæpan fjórðung í verði á síðustu tólf mánuðum.
Verðbólgan komin upp í 6,7 prósent
Ekkert lát virðist vera á verðhækkunum, en vísitala neysluverðs mældist 6,7 prósentum hærri í mars heldur en í sama mánuði fyrir ári síðan. Nær allir vöruflokkar hafa hækkað í verði, en þyngst vega þó verðhækkanir á húsnæði, bensíni og olíum.
29. mars 2022
Mjólk, ostur og egg eru nú 7 prósentum dýrari en í fyrra.
Verðbólgan komin upp í 6,2 prósent
Bensínverð hefur hækkað um 20 prósent og verðið á húsgögnum hefur hækkað um 12,6 prósent á milli ára. Nú er verðbólgan komin upp fyrir sex prósent, í fyrsta skiptið í tæp tíu ár.
25. febrúar 2022
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Gerir ráð fyrir meiri verðbólgu
Seðlabankinn telur að verðbólgan muni aukast á næstu mánuðum og hjaðna hægt. Hann segir óvissuna um framvindu efnahagsmála í náinni framtíð hafa aukist, meðal annars vegna hættu á stríðsátökum í Evrópu.
9. febrúar 2022
Verðhækkanir á bensíni á síðasta ári höfðu jákvæð áhrif á verðbólguna.
Gjörbreytt verðbólga á einu ári
Samsetning verðbólgunnar tók miklum breytingum í fyrra. Í byrjun árs vó hátt verð á matvöru, bílum og raftækjum þungt, en í síðasta mánuði var hún að mestu leyti vegna verðhækkana á húsnæði og bensíni.
27. janúar 2022
Spáir svipaðri verðbólgu út árið
Ekki er talið að umvandanir stjórnmálamanna til verkalýðsforystunnar muni skila sér í lægri verðbólgu í nýrri verðspá Hagfræðistofnunar HÍ. Stofnunin spáir stöðugri verðbólgu næstu mánuðina og minnkandi atvinnuleysi á seinni hluta ársins.
11. janúar 2022
Þrátt fyrir verri skammtímahorfur búast markaðsaðilar enn við að verðbólgan verði 2,8 prósent eftir tvö ár.
Langtímavæntingar um verðbólgu enn óbreyttar
Markaðsaðilar búast nú við meiri verðbólgu á yfirstandandi ársfjórðungi en þeir gerðu áður. Væntingar þeirra til verðbólgu eftir tvö ár hafa hins vegar ekki breyst.
10. nóvember 2021
Kjölfestan er ekki farin
Þrátt fyrir háa verðbólgu á undanförnum mánuðum eru væntingar um verðbólgu til langs tíma ekki langt fyrir ofan markmið Seðlabankans, samkvæmt útreikningum sjóðsstjóra hjá Kviku eignastýringu.
28. október 2021
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
18. október 2021
Samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ gæti verðbólgan látið kræla á sér aftur í haust.
Búist við að verðbólgan snúi aftur í haust
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands býst við að verðbólgan lækki á næstu mánuðum, en hækki svo aftur þegar fram í sækir. Hún segir einnig nýlega hækkun lágmarkslauna ekki vera ótengda efnahagsástandinu og að bankarnir séu hagsmunaaðilar í efnahagsumræðunni.
8. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
2. mars 2021
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
25. febrúar 2021
Verðbólgan hækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða.
Verðbólgan yfir verðbólgumarkmið í fyrsta sinn frá því í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54 prósent í maí og verðbólgan því komin í 2,6 prósent. Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólgan verði undir markmiði á næstunni en óvissa sé þó mikil.
28. maí 2020
Þróun verðbólgu hefur mikil áhrif á húsnæðislán þorra landsmanna.
Verðbólgan aftur komin undir þrjú prósent
Verðbólga hækkaði á síðustu mánuðum ársins 2018 eftir að hafa verið undir verðbólgumarkmiði í meira en fjögur ár. Nú hefur hún lækkað aftur þrjá mánuði í röð og mælist 2,9 prósent.
27. mars 2019
Sumarútsölur ná að draga vísitöluna niður og halda henni óbreyttri milli mánaða.
Mikil hækkun á flugmiðum annan mánuðinn í röð
Flugfargjöld hækkuðu um 23% milli júní og júlí, í kjölfar 15,2% mánuðinn á undan. Samhliða verðlækkun á fötum og skóm hélst vísitalan þó nær óbreytt í júlí , en 12 mánaða verðbólga mælist í 2,7 prósentum.
23. júlí 2018
Verð á flugferðum hækkaði óvænt í júní í ár.
Verðbólga yfir markmiði annað skiptið á fjórum árum
Tólf mánaða verðbólga mældist í 2,8% í júní síðastliðnum, en þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem hún mælist yfir markmiði Seðlabankans.
27. júní 2018
Húsnæði Seðlabankans.
Nýr mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu notaður hjá Seðlabankanum
Seðlabankinn kynnti í gær nýjan mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu þar sem litið er framhjá sveiflum í húsnæðisverði.
21. júní 2018