Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Sigurlína V. Ingvarsdóttir situr í stjórnum smærri og stærri fyrirtækja og segir mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Hún vill að Ísland nýti tækifærin sem felast í núverandi efnahagsástandi og laði til sín þekkingarstarfsmenn erlendis frá.
Eigum að flytja inn þekkingarstarfsmenn
Sigurlína V. Ingvarsdóttir vill laða þekkingarstarfsmenn hingað til lands. „Það er gott að búa hérna, samfélagið er öruggt og ég held að þarna séu sóknarfæri fyrir þekkingargeirann, að ná sér í þetta starfsfólk.“
9. janúar 2023
Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta konan sem var ráðin í stöðu forstjóra í skráðu félagi. 17 ár liðu þar til kona var næst ráðin sem forstjóri hjá skráðu félagi. Það er Ásta S. Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi í september 2022.
Sautján ár á milli ráðninga á konu í forstjórastóli hjá skráðu félagi
Kona var síðast ráðin í forstjórastól hjá skráðu félagi í september í fyrra eftir 17 ára hlé. Dósent við Viðskiptafræðideild HÍ segir að með ákveðinni hugarfarsbreytingu getum við orðið til fyrirmyndar. „Látum ekki önnur 17 ár líða.“
8. janúar 2023
Kevin McCarthy fagnar sigri. 15 atkvæðagreiðslur þurfti til áður en hann tryggði sér embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Sögulegur en dýrkeyptur kosningasigur þingforsetans
Kevin McCarthy mistókst fjórtán sinnum að tryggja sér meirihluta atkvæða þingmanna í kjöri til forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. En það tókst í fimmtándu tilraun. Hans fyrsta verk gæti verið að ákveða pólitíska framtíð George Santos.
8. janúar 2023
Fjöldi félaga­­sam­­taka for­­dæmdi fram­­göngu lög­­regl­unnar við brott­vís­un­ina, þar sem Hussein var tek­inn úr hjóla­stól sínum og lyft í lög­­­reglu­bíl.
Dómsmálaráðuneytið áfrýjar dómi í máli Hussein til Landsréttar
Með dómi héraðsdóms í desember var úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli Hussein Hussein felldur niður. Félagsmálaráðherra fagnaði niðurstöðunni en dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að áfrýja dómnum.
6. janúar 2023
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði.
Án nýsköpunar væru „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ ekki til
Þörf er á nýsköpun á öllum sviðum fyrir framþróun í samfélaginu, líka í tungumálinu, að mati Sigurlínu Valgerðar Ingvarsdóttur. Hugtök eins og „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ voru ekki til þegar hún steig sín fyrstu skref í karllægum tölvuleikjabransa.
4. janúar 2023
Upplýsingafundir almannavarna urðu yfir 200 talsins. Nú heyra þeir sögunni til, þó svo að kórónuveiran sé enn aðeins á kreiki.
Endalok COVID-19 – Eða hvað?
Árið 2022 átti að marka endalok heimsfaraldurs COVID-19. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar en kórónuveiran virðist ekki alveg ætla að yfirgefa heimsbyggðina.
31. desember 2022
Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Árið sem Íslendingar hentu minna af fötum en kínverskur tískurisi hristi upp í hlutunum
Fatasóun Íslendinga hefur dregist saman síðustu fimm ár, úr 15 kílóum á íbúa að meðaltali í 11,5 kíló. Á sama tíma blómstrar netverslun. 85 prósent Íslendinga versla á netinu og vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir.
30. desember 2022
„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Áttfaldur munur of mikill en það eru jákvæð skref í þró­un­inni
Munur á greiðslum til karla- og kvennaliða í efstu deild í knattspyrnu mætti vera minni en formaður KSÍ segir þróunina vera á réttri leið. „Ég ætla að vera von­góð og trúa því að þetta sé það sem koma skal og að þessar tölur muni bara hækk­a.“
29. desember 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Ekkert afgangs eftir leikinn við Sádi-Arabíu
Greiðslan sem KSÍ fékk fyrir að spila vináttulandsleik við Sádi-Arabíu í nóvember fór öll í kostnað við leikinn sjálfann. „Það var ekk­ert eft­ir,“ segir formaður KSÍ. Heildarupphæðin verður þó ekki gefin upp.
27. desember 2022
„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða“
Ástríða fyrir jafnréttismálum og vilji til að láta gott af sér leiða sannfærðu Vöndu Sigurgeirsdóttur um að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Fyrsta rúma árið í embætti hefur verið vandasamt að vissu leyti en Vanda segist vera að venjast gagnrýninni.
25. desember 2022
Kosningaþátttaka í síðustu alþingiskosningum var mest á meðal kosningabærra einstaklinga sem hafa engan erlendan bakgrunn, 83 prósent, en minnst meðal innflytjenda, 42,1 prósent.
42,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
Kosningaþátttaka innflytjenda í síðustu alþingiskosningum var 42,1 prósent, um helmingi minni en kosningaþátttaka í heildina, sem var 80,1 prósent. Enginn innflytjandi á sæti á þingi en 3,2 prósent varaþingmanna eru innflytjendur.
21. desember 2022
Tvær stjórn­mála­kon­ur, tvær fjöl­miðla­kon­ur, tveir stjórn­mála­menn og tveir fjöl­miðla­menn segja frá upp­lifun sinni á óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu í nýrri rannsókn..
Stjórnmála- og fjölmiðlafólk reynir að draga úr áhrifum áreitni á netinu
Stjórnmála- og fjölmiðlafólk normalíserar netáreitni, reynir að draga úr áhrifum hennar og telur hana eðlilegan fylgifisk starfsins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísbendingar eru um að áreitni á netinu sé algengari meðal kvenna en karla.
21. desember 2022
Konur sem hafa verið í vændi upplifa vantraust í garð lögreglu, heilbrigðisstarfsfólks og félagsþjónustunnar.
Kalla eftir „draumastað“ fyrir þau sem vilja hætta í vændi
Konum mætir úrræðaleysi í aðdraganda vændis og þær upplifa vantraust í garð fagaðila og lögreglu. Þær kalla eftir fjölbreyttari úrræðum fyrir þau sem vilja hætta í vændi og harðari refsingum fyrir vændiskaup.
20. desember 2022
„Þetta er bara alveg út í hött, þetta er bara einhver vitleysa,“ segir Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, um hugmyndir Happdrættis Háskóla Íslands að opna spilavíti.
Hugmyndir Happdrættis Háskóla Íslands um spilavíti „alveg út í hött“
Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, segir hugmyndum starfshóps háskólans um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ekki hafa verið framfylgt. Í staðinn talar HHÍ fyrir hugmyndum um spilavíti.
18. desember 2022
Sveitarstjóri Múlaþings segir áherslu um að taka fyrst og fremst á móti flóttafólki frá Úkraínu komna frá eigendum Eiða sem boðið hafa húsnæðið fyrir móttöku flóttafólks.
Segir Múlaþing ekki vera að útiloka flóttafólk frá öðrum ríkjum en Úkraínu
Múlaþing ætlar að leggja „sérstaka áherslu“ á móttöku flóttafólks frá Úkraínu í samningi sem sveitarfélagið gerir við stjórnvöld um samræmda móttöku flóttafólks. Sveitarstjóri segir sveitarfélagið ekki vera að útiloka flóttafólk frá öðrum ríkjum.
16. desember 2022
Hanna Katrín Friðrikssin, þingmaður Viðreisnar.
Framkoma meirihluta fjárlaganefndar „ekkert annað en skandall“
Þingmaður Viðreisnar segir fjölmiðla sitja eftir með enn óreiðukenndari mynd af rekstrarhorfum sínum eftir tilraun meirihluta fjárlaganefndar til að veita N4 100 milljón króna styrk. Styrkveitingin getur ekki talist til ábyrgra fjármála.
16. desember 2022
Íslandsspil, Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Getspá og Getraunir áttu fulltrúa í starfshópi um happdrætti og fjárhættuspil og mynduðu þannig meirihluta í hópnum. Fulltrúarnir reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Sérleyfishafar á happdrættismarkaði neituðu að skrifa undir skýrslu starfshóps
Starfshópur um happdrætti og fjárhættuspil sem dómsmálaráðherra skipaði í apríl í fyrra hefur skilað inn tillögum, tæpu einu og hálfu ári á eftir áætlun. Sérleyfishafar á happdrættismarkaði reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
16. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Segir bókhaldsblekkingar ríkisstjórnarinnar við hækkun barnabóta draga úr trausti
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina beita bókhaldsblekkingum við hækkun barnabóta. Samfylkingin dró tillögu sína um aukningu upp á þrjá milljarða króna til barnabóta á árinu 2023 til baka en ætlar nú að leggja hana aftur fram.
15. desember 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, segja Útlendingastofnun ekki hrósað nóg á Alþingi og bættu úr því undir störfum þingsins í dag þar sem þeir hrósuðu stofnuninni fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV.
Hlutverk RÚV ekki „að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur“
Þingmenn Miðflokksins hrósa Útlendingastofnun fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV þar sem meðal annars er fjallað um fólk á flótta. Formaður Miðflokksins segir stofnunina hafa orðið fyrir árásum og áróðri af hálfu annarrar ríkisstofnunar.
14. desember 2022
Happdrætti Háskóla Íslands hefur lagt til við starfshóp um happdrætti og fjárhættuspil að sérleyfishöfum skjávéla og söfnunarkassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi.
Íslendingar eyddu 10,5 til 12 milljörðum króna í fjárhættuspil á síðasta ári
Happdrætti Háskóla Íslands vill opna spilavíti á Íslandi og vísar meðal annars í árlega upphæð sem Íslendingar eyða í fjárhættuspil máli sínu til stuðnings, sem nam um 12 milljörðum króna á síðasta ári. HHÍ vill einnig bjóða upp á fjárhættuspil á netinu.
14. desember 2022
Það virðist alltaf vera útsala á Shein. Tískurisinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið gegn reglum um vinnutíma í tveimur fataverksmiðjum. Eftir standa rúmlega þrjú þúsund verksmiðjur í Kína.
Shein „fjárfestir“ í bættum vinnuaðstæðum í fataverksmiðjum
Kínverski tískurisinn Shein viðurkennir að reglur um vinnutíma hafi verið brotnar í verksmiðjum sem fyrirtækið nýtir sér. Viðurkenningin nær þó aðeins til tveggja af yfir þrjú þúsund fataverksmiðjum sem framleiða háhraðatískuflíkur fyrir Shein.
13. desember 2022
Lögreglumenn tóku Hussein Hussien úr hjólastólnum og báru hann inn í bíl. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu var ekki heimilt að vísa honum úr landi.
Úrskurður kærunefndar í máli Hussein felldur úr gildi
Hussein Hussein, íraskur hælisleitandi, og fjölskyldahans komu aftur til Íslands um helgina. Héraðsdómur felldi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli hans úr gildi.
12. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
9. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
8. desember 2022