Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Þögli stormurinn á kínverskum samfélagsmiðlum: Hvar er Peng Shuai?
21 dagur er síðan tennisstjarnan Peng Shuai ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Lítið sem ekkert hefur spurst til hennar síðan. Þar til í gær þegar kínverskur ríkisfjölmiðill birti tvö myndskeið. Trúverðugleiki þeirra er dreginn í efa.
21. nóvember 2021
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
Raunverulegur árangur eða „bla, bla, bla“?
Markmið loftslagssamkomulagsins sem náðist á COP26 í Glasgow miðar að því að hægja á loftslagsbreytingum. Óljóst er hins vegar hvort eiginlegt markmið náist, að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum.
14. nóvember 2021
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ber saman „meðferð klögumála“ í kosningunum á Íslandi og í Írak
„Hvers vegna er þetta svona flókið?“ spyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þann tíma sem undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar hefur gefið sér í að fara yfir kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi.
13. nóvember 2021
75 prósent leikmanna vita ekki hvert er hægt að leita vegna ofbeldismála
Rúmlega 75 prósent leikmanna í karla- og kvennaliðum í efstu tveimur deildum knattspyrnu á Íslandi sem tóku þátt í könnun Leikmannasamtaka Íslands telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeldismál koma upp.
5. nóvember 2021
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í morgun.
Síðasta farsæla vonin til að ná markmiðum í loftslagsmálum
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. „COP26 er okkar síðasta, farsælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ segir Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar.
31. október 2021
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
„Enn þá spurningar sem bíða okkar“
Starfshópur KSÍ mun skila af sér skýrslu á morgun sem snýr að verkferlum og skipulagi þegar kemur að ofbeldis- og kynferðisbrotum innan hreyfingarinnar.
31. október 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Róm um helgina.
Biden reynist auðveldara að hækka fyrirtækjaskatta á heimsvísu en heima fyrir
Á sama tíma og G20 ríkin hafa komist að samkomulagi sem markar þáttaskil hvað varðar skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki miðar svipuðum áformum Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert áfram.
30. október 2021
Í kærunni er þess krafist að Alþingi ógildi kosningu Birgis Þórarinssonar og staðfesti ekki kjörbréf hans. Þessi í stað eigi landskjörstjórn að gefa út kjörbréf til handa Ernu Bjarnadóttur, frambjóðanda Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Kæra borist vegna Birgis – Erna fái kjörbréf í hans stað
Kæra hefur borist undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa þar sem farið er fram á að Alþingi ógildi kosningu Birgis Þórarinssonar, sem var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn en gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn tveimur vikum eftir kosningar.
30. október 2021
Kínversk yfirvöld hyggjast hefja bólusetningu þriggja ára barna á næstunni. Í Kambódíu er bólusetning barna á aldrinum 6-12 ára hafin.
Bólusetning barna: Þriggja ára í Kína en fimm ára í Bandaríkjunum
Í umræðu um bólusetningu barna gegn COVID-19 hefur verið tekist á um hvort ávinningurinn sé meiri en möguleg áhætta. Eftir því sem hlutfall bólusettra í heiminum hækkar færist umræðan nær bólusetningu barna. En við hvaða aldur skal miða?
26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
26. október 2021
Áherslubreytingar eru fram undan hjá Mark Zuckerberg og Facebook, sem vill ekki lengur vera fyrst og fremst þekkt sem samféllagsmiðill.
Facebook hugar að nýrri ímynd og skiptir um nafn
Facebook ætlar að skipta um nafn í næstu viku í takt við áherslubreytingar fyrirtækisins í átt að svokölluðu „metaverse“, hugtaki sem Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur kallað næstu kynslóð internetsins.
23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
22. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
17. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að laga sig að Birgi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að áhugavert verði að fylgjast með pólitískum afleiðingum vistaskipta Birgis Þórarinssonar, ekki síst þar sem Birgir hafi iðulega gagnrýnt Sjálfstæðiflokkinn.
10. október 2021
Frances Haugen, fyrrverandi vörustjóri hjá Facebook.
Vandræðagangur og veikleikar Facebook
Facebook er í vandræðum. Þrír miðlar samfélagsmiðlarisans lágu niðri um tíma á mánudag. Bilunin kom á versta tíma, aðeins nokkrum dögum eftir gagnaleka þar sem fram kemur að Facebook hafi afvegaleitt almenning í gróðaskyni.
6. október 2021
„Jæja þetta voru ǵóðir 9 níu tímar“ sagði Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, á Twitter á sunnudagskvöld. Framan af degi leit út fyrir að Lenya yrði yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi breyttist það.
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu. Vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi og beiðni um slíka í Suðurkjördæmi er óvissa um stöðu jöfnunarmanna.
26. september 2021