Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Ekki hefur komið til greina af hálfu íslenskra stjórnvalda að vísa sendiherra Rússlands úr landi sökum innrásar Rússlands í Úkraínu.
Ekki komið til greina að vísa sendiherra Rússlands úr landi
Íslensk stjórnvöld hafa ekki til skoðunar að vísa sendiherra Rússlands úr landi. Í raun hefur erlendum stjórnarerindrekum aldrei verið vísað úr landi en það stóð tæpt í þorskastríðinu árið 1976 þegar Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta.
26. febrúar 2022
Upplýsingar um að Úkraína sé talin öruggt upprunaríki voru teknar af heimasíðu Útlendingastofnunar strax í morgun í ljósi frétta næturinnar.
Úkraína tekin af lista yfir örugg ríki snemma í morgun
Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að taka Úkraínu af lista öruggra ríkja í morgun eftir að ljóst var að innrás Rússa í landið væri hafin.
24. febrúar 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nýja heimsmynd blasa við eftir innrás Rússa í Úkraínu í nótt. Til skoðunar er að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki.
Til skoðunar að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki
Dómsmálaráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu gefa tilefni til að endurskoða að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki. „Þetta þarf að gerast strax í dag. Úkraína er ekki öruggt ríki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.
24. febrúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Ákvæði hegningarlaga misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun
Þingmaður Pírata telur ákvæði almennra hegningarlaga, sem tóku breytingum í fyrra í þeim tilgangi að verjast stafrænu kynferðisofbeldi, vera misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun á Íslandi.
22. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Brugðið þegar hún heyrði af yfirheyrslum blaða- og fréttamanna
Forsætisráðherra viðurkennir að sér hafi verið brugðið vegna frétta af því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga. Hún vill ekki tjá sig um einstök atriði, þó að fjármálaráðherra hafi gert svo.
21. febrúar 2022
„Meta, Metamates, Me,“ eru ný einkunnarorð samfélagsmiðlarisans Meta og hvetur Mark Zuckerberg starfsmenn til að tala um sig sem „Metamates“.
Metamates: Töff gælunafn eða endalok krúttlegrar hefðar tæknigeirans?
Mark Zuckerberg vill að starfsmenn Meta kalli sig Metamates. Ákveðin gælunafnamenning hefur verið ríkjandi í tæknigeiranum vestanhafs en starfsfólk Meta hefur skiptar skoðanir. „Við erum alltaf að breyta nafninu á öllu og það er ruglandi.“
19. febrúar 2022
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð
Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.
16. febrúar 2022
Novak Djokovic segist frekar vera tilbúinn að fórna fleiri risatitlum í tennis en að láta bólusetja sig. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ekki á móti bólusetningum en tilbúinn að fórna fleiri titlum
„Ég var aldrei á móti bólusetningnum,“ segir Novak Djokovic, fremsti tennisspilari heims, í viðtali þar sem hann gerir upp brottvísunina frá Melbourne í janúar. „En ég hef alltaf stutt frelsi til að velja hvað þú setur í líkama þinn.“
15. febrúar 2022
Félög sem á almannaheillaskrá Skattsins hafa rétt á frádrætti frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga, allt að 350 þúsund krónum á ári.
216 félög á almannaheillaskrá Skattsins – Tæplega 80 umsóknir bíða samþykktar
Tæplega 300 félög hafa sótt um að komast á almannaheillaskrá Skattsins frá því að opnað var fyrir skráningu í nóvember. Félög á almannaheillaskrá eiga rétt á frádrætti á skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga, allt að 350 þúsund krónum á ári.
14. febrúar 2022
Amir Locke, 22 ára svartur karlmaður, er á meðal þeirra 80 sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur skotið til bana á þessu ári. 1.055 létu lífið af völdum lögreglu í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Aldrei fleiri drepnir af lögreglu í Bandaríkjunum
Frá árinu 2015 hefur lögreglan í Bandaríkjunum skotið 7.082 manns til bana. Í fyrra voru dauðsföllin 1.055 og hafa aldrei verið fleiri. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar eru svartir en þeir eru nær fjórðungur þeirra sem lögregla skýtur til bana.
13. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Sóttkví og skólareglugerð afnumin
Sóttkví hefur verið afnumin. Skólareglugerð í grunn- og framhaldsskólum fellur niður á miðnætti og fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 200. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnætti.
11. febrúar 2022
Yfir þúsund umsóknir bárust um 34 lóðir í Vesturbergi í Þorlákshöfn í desember. Úthlutunin fór fram milli jóla og nýárs, um þremur vikum seinna en til stóð.
Kæra gjaldtöku vegna lóðaúthlutunar í Þorlákshöfn
Innviðaráðuneytinu hefur borist kæra vegna gjaldtöku sveitarfélagsins Ölfuss á umsóknum um byggingarlóðir. Úthlutunarferlið sjálft er einnig gagnrýnt fyrir pólitísk hagsmunatengsl og er ráðuneytið hvatt til að taka ferlið til rannsóknar.
10. febrúar 2022
Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Viðtal eða áróðursæfing?
Tennisstjarnan Peng Shuai segir í viðtali við L'Equipe að færsla þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi byggi á misskilningi. Kínverska ólympíunefndin hafði milligöngu um viðtalið, sem vekur upp fleiri spurningar en svör.
8. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
7. febrúar 2022
Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum,  The Joe Rogan Experience.
„Ég er bara manneskja sem sest niður og talar við fólk“
Hvernig gat uppistandari, grínleikari, bardagaíþróttalýsandi og hlaðvarpsstjórnandi komið öllu í uppnám hjá streymisveitunni Spotify? Joe Rogan er líklega með umdeildari mönnum um þessar mundir. En hann lofar bót og betrun. Sem og Spotify.
6. febrúar 2022
Bólusetning barna fimm ára og yngri gæti hafist í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Sækja um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum sex mánaða til fimm ára
Pfizer og BioNTech hafa sótt um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára gegn COVID-19.
2. febrúar 2022
„Ég tel að góðar vonir séu til þess að við munum ná í mark í þessari baráttu og í þessu langhlaupi í síðari hluta mars og jafnvel fyrr ef ekkert óvænt kemur upp á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir telur ástæðu til að aflétta takmörkunum hraðar
Sóttvarnalæknir segir stjórnvöld gera sitt besta til að aflétta sóttvarnatakmörkunum í öruggum skrefum og vonar að hægt verði að aflétta hraðar en kynnt var í síðustu viku.
2. febrúar 2022
Johnson sloppinn fyrir horn en endanlegrar skýrslu um veisluhöld beðið
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu sérstaks saksóknara um veisluhöld í Downingstræti sýna að stjórnvöldum sé treystandi til að standa við skuldbindingar sínar. Margir þingmenn eru á öðru máli.
1. febrúar 2022
Umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgaði um 33 prósent milli ára
Heimsfaraldur COVID-19 hafði töluverð áhrif á umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi en þeim fer fjölgandi á ný. Til stendur að legggja fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum í fjórða sinn.
1. febrúar 2022
Efnahagslegar áhyggjur vegna COVID-19 hafa aldrei verið meiri samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Efnahagslegar áhyggjur vegna faraldursins aldrei meiri en ótti við að smitast minnkar
Efnahagslegar áhyggjur vegna áhrifa COVID-19 hafa aldrei verið meiri og færri treysta ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins. Á sama tíma óttast færri að smitast af veirunni.
31. janúar 2022
Skoska brugghúsið BrewDog hefur vakið athygli síðustu ár fyrir fyrstaflokks handverksbjór. James Watt, annar stofnandi bjórrisans, hefur  verið sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu af tugum starfsmanna BrewDog í Bandaríkjunum.
„Bjórpönkari“ sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu
James Watt, eigandi og annar stofnandi skoska handverksbjórrisans Brewdog hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun og valdníðslu af fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins.
29. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Tíu eftirminnileg atriði á tímum sóttvarnaaðgerða
Tvö áru síðan óvissustigi vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst lýst yfir á Íslandi. Á þessum tíma hefur veiran haft ýmis áhrif á daglegt líf landsmanna. Hér eru tíu atriði sem vert er að rifja upp þegar leiðin út úr faraldrinum virðist loks greið.
29. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var hlynntur því síðasta haust að leyfa ætti kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana. Þáverandi heilbrigðismálaráðherra var alfarið á móti því á þeim tíma.
Willum var hlynntur því að leyfa veirunni að ganga án sóttvarnatakmarkanna síðasta haust
Viðhorf fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra um að leyfa kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana eru mjög ólík. Samkvæmt kosningaprófi RÚV síðastliðið haust var Svandís mótfallin því en Willum var 89 prósent sammála fullyrðingunni.
28. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Öllum sóttvarnaráðstöfunum aflétt á næstu sex til átta vikum
Öllum sóttvarnaráðstöfunum verður aflétt á næstu sex til átta vikum samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19. Forsætisráðherra segir að ef allt gengur eftir megi ekki aðeins búast við hækkandi sól í mars heldur einnig eðlilegu samfélagi.
28. janúar 2022
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef fjöldi daglegra smita verður áfram svipaður ætti hjarðónæmi að nást innan tveggja mánaða.
26. janúar 2022