Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Börn á aldrinum 5-11 stunda nám í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas. 19 börn og tveir kennarar létu lífið í skotárás í skólanum á þriðjudag.
Hvað þarf til svo byssulöggjöf í Bandaríkjunum verði breytt?
Skotárás í grunnskóla í smábænum Uvalde í Texas kallar fram kunnuglegan þrýsting um herta byssulöggjöf. Pólitískar hindranir eru enn til staðar og ólíklegt verður að teljast að harmleikurinn í Uvalde leiði til raunverulegra breytinga.
26. maí 2022
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í kópavogi
Ásdís verður bæjarstjóri í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir tekur við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórn og kynntu málefnasamning sinn í dag.
26. maí 2022
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bæjarlistans og Miðflokksins hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta á Akureyri. Samkomulagið náðist í sumarbústað.Mynd: Aðsend
Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Bæjarlistinn mynda meirihluta á Akureyri
Bæjarlistinn, Sjálfstæðiflokkur og Miðflokkur mynda minnsta mögulega meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með sex fulltrúa af ellefu. Stefnt er að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri
26. maí 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
25. maí 2022
Mohammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
25. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
24. maí 2022
Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Partygate hvergi nærri lokið – Myndum af Johnson í enn einu samkvæminu lekið
Myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti þegar útgöngubann vegna heimsfaraldurs COVID-19 var í gildi hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
24. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
22. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
18. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
15. maí 2022
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn og snúnar meirihlutaviðræður eru fram undan.
Lokaniðurstöður í stærstu sveitarfélögunum – Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík en heldur í flestum nágrannasveitarfélögunum, nema Mosfellsbæ. Spennandi kosninganótt er lokið. Kjarninn tók saman lokaniðurstöður í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum.
15. maí 2022
Systur: Sigga, Beta og Elín, verða átjándu á svið í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld.
Átta misáhugaverðar staðreyndir um Eurovision
25 lönd taka þátt í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eurovision og kjördag í Alþingis- eða sveitarstjórnarkosningum ber upp á sama dag. Kjarninn tók saman nokkrar staðreyndir um keppni kvöldsins.
14. maí 2022
Viljayfirlýsingar og loforðaflaumur í aðdraganda kosninga
Kjördagur sveitarstjórnarkosninga nálgast óðfluga.Svo mikið er víst, ekki síst þegar litið er til allra viljayfirlýsinga, lóðavilyrðasamninga og annarra samninga um uppbyggingu í húsnæðismálum sem undirritaðir hafa verið síðustu daga og vikur.
12. maí 2022
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Ætla að tryggja að „Beergate“ endi ekki eins og „Partygate“
Leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi fékk sér bjór með vinnufélögum í apríl í fyrra. Lögregla rannsakar uppákomuna en Verkamannaflokkurinn segir gögn sýna fram á að sóttvarnareglur hafi ekki verið brotnar eins og í tilfelli forsætisráðherra.
11. maí 2022
Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
„Af hverju þarf að fækka bílum?“
Oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík sér enga ástæðu til að fækka bílum á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill auka umferðarflæði í borginni til að minnka mengun og innleiða „Viðeyjarleið“ sem tengir byggðir borgarinnar saman.
11. maí 2022
200 metra göngugata, skrifstofur, íbúðahúsnæði og verslanir verða hluti af nýjum miðbæ Þorlákshafnar. Framkvæmdafélga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis hefur gert drög að samningi við Ölfus um framkvæmdir á svæðinu.
Félag í eigu Björgólfs Thors byggir nýjan miðbæ í Þorlákshöfn
Arnarhvoll, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur samið við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu nýs miðbæjar í Þorlákshöfn. Minnihluti bæjarstjórnar telur vinnubrögð meirihlutans ekki boðleg.
10. maí 2022
Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
„Aldrei hugsunin að neitunarvaldinu yrði beitt með þessum hætti“
Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir beitingu Rússa á neitunarvaldi eftir að stríðið í Úkraínu hófst skólabókardæmi um mikilvægi þess að breyta öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Breytingin sem samþykkt var nýverið muni þó duga skammt.
9. maí 2022
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Kallar eftir nýjum anda og meiri samvinnuhugsjón í borgarstjórn
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir skýrt ákall eftir ferskum augum inn í borgarmálin „sem vilja ekki taka þátt í þessum leðjuslag“ sem átakastjórnmál í borgarstjórn hafa verið.
8. maí 2022
Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og Íslendinga á Alþingi í dag.
Zelenskí ávarpaði alþingismenn og þjóðina alla á íslensku
„Að lifa í raunverulegu frjálsræði, það er menning,“ sagði Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar á Alþingi í dag. Zelenskí brýndi fyrir nauðsyn þess að slíta á öll fjármálatengsl við Rússland.
6. maí 2022
Um 7 prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, 27 prósent komast inn á bilinu 12,5 til 18 mánaða og 66 prósent á bilinu 18,5 til 24 mánaða.
Sjö prósent barna komast inn á leikskóla 12 mánaða – Meðalaldur við inntöku 17,5 mánaða
Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur, þegar hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. BSRB hvetur öll framboð til að brúa bilið með því að setja í forgang rétt barna til leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi foreldra.
5. maí 2022
Mótmæli hafa staðið yfir nær stanslaust við Hæstarétt Bandaríkjanna frá því á mánudag þar sem þess er krafist að réttur kvenna til þungunarrofs verði virtur.
Ríkin þrettán sem geta bannað þungunarrof strax – verði meirihlutaálitið samþykkt
Réttur til þung­un­ar­rofs verður ekki lengur var­inn í stjórn­ar­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja verði það niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við dómi Roe gegn Wade frá 1973. Við það geta 13 ríki strax bannað þungunarrof.
5. maí 2022