Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt til breytingar á reglugerð sem heimila að dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, verðti tekin gild sem rafræn skilríki.
Dvalarleyfiskort auðveldi aðgengi að rafrænum skilríkjum
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leggur til að dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, verði bætt á lista yfir viðurkennd persónuskilríki við útgáfu rafrænna skilríkja.
21. september 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Eyþór Árnason
Segir vaxtahækkanir Seðlabankans kvíðaefni á heimilum landsins
Þingmaður Viðreisnar segir fjárlagapólitík snúast um að svara því hvernig samfélagið okkar virkar best. Hún gagnrýnir leiðina sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að fara og segir hana „þenja ríkið út bara af því bara“.
20. september 2022
„Við búum í samfélagi þar sem að vopnaburður er að verða víðtækari heldur en hann hefur verið áður,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Dómsmálaráðherra segir viðbúið að lögregla handtaki fólk fyrir mistök
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um verklag lögreglu og sérsveitar vegna ábendinga frá almenningi þar sem vopn koma við sögu. Ástæðan er útkall lögreglu um helgina þar sem vopnaður maður reyndust vera börn í kúrekaleik.
19. september 2022
Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Manngert rusl mun safnast í miklu magni á hafsbotni við Ísland ef ekkert breytist
Myndir af hafsbotni við Ísland veita dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotni. 92 prósent rusls sem þar finnst er plast og magnið er allt að fjórum sinnum meira en á hafsbotni við Noreg, samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
19. september 2022
Elísabet Englandsdrottning og Karl Bretaprins árið 2007. Erfðaskrá drottningar er leynileg en ljóst er að Karl býr yfir ýmsum eignum eftir móðurmissinn.
Svanir, frímerki og kastalar – Hvað verður um eignir drottningar?
Erfðaskrá Elísabetar II. Englandsdrottningar verður ekki gerð opinber líkt og konunglegar hefðir kveða á um. Óljóst er hvað verður nákvæmlega um eignir drottningar en eitt er víst: Erfingjarnir þurfa ekki að greiða skatt.
18. september 2022
Elon Musk, ríkasti maður heims, gerði yfirtökutilboð á Twitter í apríl. Í maí fékk hann bakþanka en nú mun Twitter láta reyna á það fyrir dómstólum að hann standi við gerða samninga.
Dómari mun skera úr hvort ríkasti maður heims verði að kaupa Twitter
Twitter mun fara fram á fyrir dómi að Elon Musk standi við kaup á fyrirtækinu. Kaupin hafa verið í uppnámi eftir að Musk vildi draga þau til baka vegna ágreinings um gervimenni.
17. september 2022
Ekki er haldið sérstaklega utan um tilkynningar um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni í framhaldsskólum.
Tilkynningar um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum ekki skráðar sérstaklega
Mennta- og barnamálaráðuneytið heldur ekki sérstaklega utan um tilkynningar sem snúa að kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni í framhaldsskólum. Kallað hefur verið eftir bættum viðbragðsáætlunum og segir formaður starfshóps slíkar liggja fyrir.
16. september 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri taldi mál 16 ára drengs í tvígang vera til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu þegar svo reyndist ekki vera. Málið komst loks til nefndarinnar í júní, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
Mál 16 ára drengs enn hjá eftirlitsnefnd fimm mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað
„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til nefndar um eftirlit með lögreglu fyrr en tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað. Málið hefur nú verið hjá nefndinni í tæpa þrjá mánuði, sem „vinnur að úrlausn“.
15. september 2022
Í yfir átta áratugi átti Elísabet Englandsdrottning að minnsta kosti einn, oftast fleiri, corgi-hunda.
Prins án konunglegra titla tekur við dásemdum drottningar
Hlutskipti sona Englandsdrottningar heitinnar eru ólík eftir andlát hennar. Karl er konungur en Andrés tekur við hundum drottningar sem skipuðu stóran sess í lífi hennar í yfir 80 ár.
14. september 2022
117,5 af hverjum 1.000 íbúum voru afgreidd þunglyndislyf árið 2012 en í fyrra fengu 162,5 af hverjum 1.000 íbúum þunglyndislyf. Fjölgunin nemur tæpum 40 prósentum.
Afgreiðslur allra geðlyfja nema róandi og kvíðastillandi lyfja aukist á tíu árum
Afgreiðslur á örvandi lyfjum hafa rúmlega tvöfaldast síðastliðin tíu ár og afgreiðsla þunglyndislyfja hefur aukist um 40 prósent. Aðeins afgreiðslum á róandi og kvíðastillandi lyfjum hefur fækkað ef mið er tekið af öllum geðlyfjum.
14. september 2022
Ruslaeyjan í norðurhluta Kyrrahafsins, sem staðsett er á milli Hawaii og Kaliforníu, er stærsta plasteyjan, eða plastfláki, sem flýtur um heimshöfin.
Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi
Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.
10. september 2022
Elísabet II Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri.
Elísabet II Englandsdrottning látin
Elísabet II Englandsdrottning lést síðdegis, umkringd sinni nánustu fjölskyldu, í Balmoral-kastala í Skotlandi. Hún var 96 ára og var drottning í 70 ár, lengur en nokkur annar breskur þjóðhöfðingi. Karl Bretaprins tekur við krúnunni.
8. september 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fékk þær upplýsingar frá skrifstofu borgarstjórnar að hún þurfi ekki að skrá hluti eiginmanns síns í félögum sem fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa.
Eignir maka ná ekki til hagsmunaskráningar borgarfulltrúa
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leitaði til skrifstofu borgarstjórnar hvort henni bæri að skrá hlut eiginmanns síns í félögum sem fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa. Skrifstofan mat að ekki væri þörf á því.
8. september 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur „þurfti að leita ráðgjafar með nokkur smáatriði“ vegna hagsmunaskráningar
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vinnur að uppfærslu á hagsmunaskráningu sem borgarfulltrúi. Hún sagði sig nýverið úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra þar sem eiginmaður hennar situr í stjórn Sýnar.
8. september 2022
Boris Johnson hélt sína síðustu ræðu sem forsætisráðherra í morgun.
Hvað verður um Boris Johnson?
Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands í 1.139 daga. Röð hneykslismála leiddi til afsagnar hans en framtíð hans í stjórnmálum er óljós. Í lokaræðu sinni líkti hann sér við eldflaug sem væri nú tilbúin til „mjúklegrar brotlendingar“.
6. september 2022
Mary Elizabeth Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands og þriðja konan í sögunni sem gegnir því embætti.
Hóf ferilinn sem frjálslyndur demókrati en leiðir nú Íhaldsflokkinn
Verðandi forsætisráðherra Bretlands og nýr leiðtogi Íhaldsflokksins var frjálslyndur demókrati á námsárunum og kaus gegn útgöngu Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en skipti svo um skoðun. En hver er Liz Truss?
5. september 2022
Liz Truss er nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.
Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands
Liz Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands eftir að hún hafði betur gegn Rishi Sunak í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Stórar áskoranir blasa við, ekki síst hækkandi orkuverð og hyggst Truss kynna áætlun sína til að bregðast við því í vikunni.
5. september 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
27. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
26. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
24. júní 2022
Tveggja daga fundarlota leiðtogaráðs ESB hófst í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í dag.
Úkraína orðið formlegt umsóknarríki að ESB
Úkraína og Moldóva eru komin með formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Samþykki allra leiðtoga aðildaríkjanna 27 þurfti til og það tókst á fundi leiðtogaráðsins í höfuðstöðvum ESB í Brussel í dag.
23. júní 2022
Dagný Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður starfshóps gegn hatursorðræðu sem hefur störf í næstu viku.
Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks formaður stýrihóps gegn hatursorðræðu
Aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála og fyrrverandi þingmaður Framsóknar leiðir starfshóp gegn hatursorðræðu. Varaþingmaður Pírata á sæti í hópnum og ætlar að beita sér fyrir því að fjölbreyttar raddir fái að heyrast við vinnu hópsins.
23. júní 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Mynd: Bára Huld Beck.
„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til eftirlitsnefndar – fyrr en nú
Ríkislögreglustjóri taldi að mál 16 ára drengs væri til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Vegna misskilnings reyndist svo ekki vera. Málið er nú komið til nefndarinnar, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
22. júní 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Ríkislögreglustjóri segir að ekki hafi verið um bein afskipti að ræða
Að mati ríkislögreglustjóra var ekki um bein afskipti að ræða þegar lögregla fylgdi í tvígang eftir ábendingu um strokufanga sem lögregla leitaði að en reyndist vera 16 ára drengur. Í bæði skiptin. Málið er í rannsókn hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.
20. júní 2022