Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Mótmælandi með skýr skilaboð við Hæstarétt Bandaríkjanna í dag.
„Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt drög að meirihlutaáliti sem felst í að snúa við dómi sem snýr að stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. „Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld,“ segja leiðtogar demókrata á þingi.
3. maí 2022
Tengsl á milli fjárframlaga til alþjóðastofnana og ráðninga Íslendinga
Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til alþjóðastofnana og verkefna á þeirra vegum hafa aukist eftir að Íslendingar hófu þar störf. Utanríkisráðuneytið segir aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu skýra aukningu fjárframlaga.
3. maí 2022
14 óformlegar ábendingar varðandi formann BHM hafa borist bandalagsins. Hluti þeirra snýr að kynbundinni áreitni.
Ábendingar um kynbundna áreitni af hendi formanns BHM borist bandalaginu
Ábendingar um kynbundna áreitni af hendi formanns BHM eru hluti af 14 óformlegum ábendingum um formann BHM sem hafa borist eftir að Friðrik Jónsson tók við sem formaður bandalagsins. Samkvæmt heimildum Kjarnans er m.a. um að ræða niðrandi ummæli um konur.
29. apríl 2022
Elon Musk, forstjóri Tesla, framkvæmdastjóri SpaceX og, ef allt gengur eftir, verðandi eigandi Twitter.
Hvað ætlar ríkasti maður heims að gera við Twitter?
Mörgum spurningum um framtíð Twitter er ósvarað eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti yfirtökutilboð Elon Musk. Verður ritskoðun afnumin? Verður tjáningarfrelsið algjörlega óheft? Mun Donald Trump snúa aftur?
27. apríl 2022
Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Macron ætlar að sameina sundrað Frakkland
Nýendurkjörinn Frakklandsforseti heitir að sameina sundrað Frakkland. Niðurstöður forsetakosninganna gefa þó til kynna að öfgavæðing franskra stjórnmála sé komin til að vera.
25. apríl 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Lenya og Vigdís funduðu með forsætisáðherra
Varaþingmaður Pírata og framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ræddu við forsætisráðherra í dag um leiðir til að takast á við kynþáttafordóma og útlendingaandúð. Aðgerðir verða kynntar á næstunni.
25. apríl 2022
Partygate-hneykslið svokallaða hefur vakið mikla reiði meðal kjósenda og talið hafa veikt stöðu forsætisráðherra sem heldur ótrauður áfram.
Til rannsóknar hvort Johnson hafi afvegaleitt þingmenn vegna partýstands
Breska þingið hefur samþykkt að sérstök rannsóknarnefnd meti hvort Boris Johnson forsætisráðherra hafi af ásettu ráði villt um fyrir þingmönnum í umræðum um veisluhöld í Downingstræti á tímum heimsfaraldurs.
22. apríl 2022
Harry Bretaprins vill vernda ömmu sína – En fyrir hverju?
Harry Bretaprins vill vernda Elísabetu Englandsdrottningu. Fyrir hverju nákvæmlega er óljóst. Harry og Meghan hittu drottninguna nýlega og er þetta í fyrsta sinn sem Meghan kemur til Bretlands eftir að hjónin afsöluðu sér konunglegum titlum.
21. apríl 2022
Lögregla hefur leitað Gabríels í rúman sólarhring. Gagnrýni á störf hennar við leitina hefur verið áberandi og hefur ríkislögreglustjóri brugðist við og hvetur til varkárni í samskiptum um málið og önnur mál sem tengjast minnihlutahópum.
Ríkislögreglustjóri ætlar að eiga „samtal við samfélagið um fordóma“
Ríkislögreglustjóri ætlar að bregðast við gagnrýni á störf lögreglu vegna leitar að ungum manni sem tilheyrir minnihlutahópi, meðal annars með „samtali við samfélagið um fordóma“. Varaþingmaður Pírata telur að auka þurfi eftirlit með lögreglu.
20. apríl 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bað þingmenn enn einu sinni afsökunar á að hafa verið viðstaddur samkvæmi, þar á meðal eigin afmælisveislu, í Downingstræti á tímum strangra sóttvarnareglna vegna COVIID-19.
Boris biðst afsökunar – Enn á ný
Boris Johnson bað þingmenn enn á ný afsökunar í dag á því að hafa brotið sóttvarnareglur á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Á fimmtudag verður sérstök umræða um Partygate þar sem þingmenn ákveða hvort aðkoma forsætisráðherra verði rannsökuð.
19. apríl 2022
Fjórir starfsmenn og embættismenn hafa hafnað flutningi milli ráðuneyta í kjölfar breyttrar skipunar stjórnarráðsins sem lögð var til í stjórnarsáttmála endurnýjaðs ríkisstjórnarsamstarfs í lok síðasta árs.
Tveir starfsmenn og tveir embættismenn höfnuðu flutningi milli ráðuneyta
Fjórir starfs- og embættismenn þáðu ekki boð um flutning milli ráðuneyta þegar breytt skipan ráðuneyta tók gildi í janúar. Biðlaun annars embættismannsins kosta ríkissjóð 22 milljónir króna.
19. apríl 2022
Fjöldi fólks hefur stutt við íbúa Úkraínu vegna stríðsins. Svikarar og netglæpamenn hafa séð sér leik á borði og hafa fé að fólki, einkum í formi rafmyntar.
Nýta sér viðkvæma stöðu fólks til að hagnast á stríðinu í Úkraínu
Svikarar og netglæpamenn hika ekki við að nýta sér tækifærið og hagnast á stríðinu í Úkraínu. Þeir svífast einskis og óska eftir fjárframlögum í formi rafmyntar í nafni annars fólks, allt frá læknum til fólks sem starfar í mannúðarstarfi.
17. apríl 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Forseti ASÍ: Hægt að gera umbætur án þess að ráðast í hreinsanir
Forseti ASÍ segir engan veginn hægt að réttlæta aðgerðir eins og hópuppsögnina hjá Eflingu. Hún gefur lítið fyrir útskýringar formanns Eflingar um ástæður uppsagnarinnar og segir að hægt sé að gera umbætur án þess að ráðast í hreinsanir.
17. apríl 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Formaður VR: „Allar uppsagnir eru náttúrulega bara ömurlegar“
Hópuppsögn Eflingar kom formanni VR á óvart og segi hann uppsögnina ömurlega. Hann hefur boðað stjórn VR til aukafundar á morgun vegna málsins en á ekki sérstaklega von á að stefnubreyting verði gerð á íhlutun í deilumálum einstakra félaga.
15. apríl 2022
David Wolfson, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna Partygate. Hann var þó ekki viðstaddur neitt samkvæmi.
Fyrsti ráðherrann segir af sér vegna Partygate
Dómsmálaráðherra Bretlands hefur sagt af sér vegna veisluhalda í Downingstræti 10 þegar strangar sóttvarnareglur voru í gildi. Boris Johnson forsætisráðherra hefur greitt sekt vegna lögbrota. Hann ætlar ekki að segja af sér en lofar nánari útskýringum.
15. apríl 2022
Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása
Lenya Rún Taha Karim tók sæti sem varaþingmaður í lok síðasta árs en íhugaði alvarlega að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu. Hún ákvað að halda áfram og vill vera fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir.
15. apríl 2022
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og Boris Johnson forsætisráðherra hafa greitt sektir vegna brota á ströngum sóttvarnarreglum á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar en telja ekki ástæði til að segja af sér embætti.
Johnson telur sektina ekki ástæðu til afsagnar
Sektir sem Boris Johnson forsætisráðherra, Carrie Johnson eiginkona hans og Rishi Sunak fjármálaráðherra Bretlands fengu fyrir brot á sóttvarnareglum á tímum heimsfaraldurs snúa að afmælisveislu forsætisráðherra. Þeir ætla ekki að segja af sér.
13. apríl 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson sektaður vegna Partygate
Breska lögreglan hefur ákveðið að sekta forsætisráðherra og fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar vegna Partygate-hneykslisins svokallaða, samkvæma sem bresk yfirvöld stóðu fyrir á meðan strangar sóttvarnareglur voru í gildi vegna heimsfaraldursins.
12. apríl 2022
Vladimír Pútín Rússlandsforseti að leika við hunda í snjónum er vinsælt efni á hópum helstu aðdáenda hans á Facebook.
Aðdáendahópar Pútíns spretta upp á Facebook
Innrás Rússa í Úkraínu hefur verið fordæmd harkalega víða um heim. Gagnrýnin beinist helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta og nú hafa sprottið upp aðdáendahópar honum til heiður á Facebook þar sem markmiðið er að sýna leiðtogann „í réttu ljósi“.
11. apríl 2022
Nýr ríkisendurskoðandi kosinn í maí – Skil á úttekt á sölu hluta Íslandsbanka áætluð í júní
Sérstök ráðgjafarnefnd hefur verið skipuð vegna kosningar ríkisendurskoðanda sem fyrirhuguð er í maí. Embættið á að skila Alþingi niðurstöðu á úttekt á útboði og sölu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka í júní.
11. apríl 2022
Fyrstu 20 sektirnar vegna „Partygate“ aðeins toppurinn á ísjakanum
Breska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á gagnsæi í tengslum við sektir vegna „Partygate“. Boris Johnson forsætisráðherra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upplýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.
10. apríl 2022
Donald Trump á fjöldafundi í Suður-Karólínu í síðasta mánuði. Samfélagsmiðill hans, Truth Social, hefur ekki gengið eins vel og forsetinn fyrrverandi vonaðist til.
„Sannleikssamfélagi“ Trump lýst sem hörmung
Samfélagsmiðill Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur ekki gengið sem skyldi frá því að hann var gefinn út í febrúar. Tveir reynslumiklir frumkvöðlar í tæknigeiranum hafa sagt skilið við Truth Social og Trump er ævareiður.
6. apríl 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn vegna Moshensky
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum sem ESB kynni að búa yfir og rökstyddu hvers vegna kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi ætti mögulega að vera á refsilista. Engin gögn hafi hins vegar borist.
5. apríl 2022
Gunnar Bragi Sveinsson tók nýverið við starfi sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD). Framlag íslenskra stjórnvalda til stofnunarinnar nema um 77 milljónum króna til ársins 2023.
Ísland styður UNCCD með beinu fjárframlagi eftir að fyrrverandi ráðherra hóf störf
Framlag íslenskra stjórnvalda til skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD) til ársins 2023 nemur rúmlega 77 milljónum króna. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var nýverið ráðinn til starfa hjá stofnuninni.
5. apríl 2022
Um þriðjungar starfsmanna Seðlabanka Íslands tók þátt í stofnun Listaklúbbs Seðlabankans síðastliðið haust. Fyrsta listakvöld klúbbsins var haldið nýverið þar sem fyrsta listahappdrættið fór fram og fóru nokkrir meðlimir heim með ný listaverk í farteskinu
Seðlabankinn gaf starfsmannafélagi bankans tvær milljónir við stofnun listaklúbbs
Listaklúbbur Seðlabanka Íslands var stofnaður síðastliðið haust. Ríflega hundrað starfsmenn bankans eru í klúbbnum og greiða þrjú þúsund krónur í félagsgjald mánaðarlega. Listaverkahappdrætti er haldið reglulega.
4. apríl 2022