Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Partýstandið í Downingstræti: Sérstakur saksóknari með 16 samkomur til rannsóknar
Brot á sóttvarnareglum í Downingstræti 10 eru til rannsóknar hjá Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, og búist er við að skýrsla hennar verði birt eftir helgi. En hvað er það nákvæmlega sem Gray er að rannsaka og hvaða völd hefur hún?
23. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
21. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
19. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
17. janúar 2022
Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Vani og þreyta kunni að skýra breyttan skilning á neyðarstigi almannavarna
Neyðarástand almannavarna vegna COVID-19 er í gildi, enn eina ferðina. Sálfræðingur segir að vani og þreyta á ástandinu kunni að skýra breytt mat almennings á hættustigi almannavarna.
17. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
16. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Bólusetning barna nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að mati sóttvarnalæknis
Öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að sögn sóttvarnalæknis. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni á spítala með COVID-19. Sóttvarnalæknir mun mögulega leggja til harðari aðgerðir á næstu dögum.
12. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Sóttvarnareglur framlengdar um þrjár vikur
Núgildandi sóttvarnareglur, sem gilda til 12. janúar, verða framlengdar um þrjár vikur. Ríkisstjórnin ræddi nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fundi sínum fyrir hádegi og féllst á tillögur hans um framlengingu aðgerða.
11. janúar 2022
Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Flestar athugasemdir við breytta skipan ráðuneyta snúa að menntamálum
Menntamálastofnun og stjórnendur framhaldsskóla eru meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum með breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá lýsir Rauði krossinn yfir áhyggjum á tilfærslu þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
10. janúar 2022
Novak Djokovic hefur kært yfirvöld í Ástralíu fyrir að meta vegabréfsáritun hans ógilda. Djokovic, sem er óbólusettur, fékk undanþágu til að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en áströlsk yfirvöld segja læknisfræðilegar ástæður ófullnægjandi.
Novak Djokovic: Baráttumaður eða forréttindapési?
Tennisstjarnan Novak Djokovic er í varðhaldi á flóttamannahóteli í Melbourne þar sem vegabréfsáritun hans var ekki tekin gild við komuna til landsins. Málið hefur vakið upp margar spurningar, ekki síst um bólusetningar og forréttindastöðu frægs fólks.
9. janúar 2022
Eitt ár er frá árásinni á þinghús Bandaríkjanna.
Ár frá árásinni á bandaríska þingið – Biden segir Trump hafa reynt að gera út af við lýðræðið
Árið 2021 átti að marka nýtt upphaf en hófst með látum þegar hópur fólks réðst inn í þinghúsið í Washington. En hver er staðan í dag, ári eftir árásina?
6. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að komi til greina að stytta sóttkví þróbólusettra einstaklinga.
Kemur til greina að stytta sóttkví hjá þríbólusettum
Stytting á sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum er til skoðunar að sögn sóttvarnalæknis. Útfærslan verður kynnt á næstu dögum. Bólusetning barna hefst í næstu viku. Samþykki beggja forsjáraðila þarf svo barn verði bólusett.
5. janúar 2022
Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“
Hún var „yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn sem byrjaði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og útnefnd ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 af Time Magazine. Elizabeth Holmes var á toppnum en hefur nú verið sakfelld fyrir að svíkja fjárfesta.
4. janúar 2022
Svikapóstur í nafni forseta Íslands dúkkar reglulega upp á Facebook.
Forseti Íslands ítrekað notaður í svikapóstum
Facebook-aðgangur í nafni Guðna Th. Jóhannesssonar, forseta Íslands, hefur ítrekað birst á fréttaveitum notenda. Forsetaembættið hefur gert lögreglu viðvart en færslurnar birtast alltaf aftur.
4. janúar 2022
Danir stefna á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í innanlandsflugi fyrir 2030. Vetnisknúnar flugvélar frá Airbus gætu leitt til þess að markmiðið náist.
Danir stefna á grænt innanlandsflug fyrir 2030
Forsætisráðherra Danmerkur vill „gera flugið grænt“. Mette Frederiksen tilkynnti í nýársávarpi sínu um markmið ríkisstjórnarinnar sem felst í að ekkert jarðefnaeldsneyti verði notað í innanlandsflugi fyrir 2030. Útfærslan liggur hins vegar ekki fyrir.
3. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að farþegar fari í PCR-próf við komuna til landsins og sæti sóttkví á meðan neikvæðrar niðurstöðu er beðið.
Sóttvarnalæknir vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins
Sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en komið er til landsins. Íslenskir ríkisborgarar geti farið í sýnatöku á heilsugæslustöð innan 48 klukkustunda frá heimkomu og verði í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst.
21. desember 2021
Alls greindust 313 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri. 286 smit greindust innanlands og 27 á landamærunum.
20 manna samkomutakmarkanir yfir jól og áramót
Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaaðgerðir. 20 manna samkomubann verður í gildi yfir jól og áramót. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti á morgun og gilda í þrjár vikur. Óákveðið er hvenær skólahald hefst á nýju ári.
21. desember 2021
Peng Shuai segir færsluna sem hún birti á Weibo í nóvember hafa verið persónulega og að „allir hafi misskilið hana.“ Hún segist aldrei hafa ásakað neinn um kynferðislega áreitni.
„Af hverju ætti einhver að fylgjast með mér?“
Kín­verska tenn­is­konan Peng Shuai segir það ekki rétt að hún hafi sakað fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Málið sé byggt á misskilningi og segist hún alltaf hafa verið frjáls ferða sinna. Mannréttindasamtök segja mál Peng vekja óhug.
20. desember 2021
Leynigögn frá Pentagon varpa nýju ljósi á loftárásir Bandaríkjahers
Drónaárásir Bandaríkjahers þar sem fyllstu nákvæmni átti að vera gætt voru í raun margar byggðar á gölluðum upplýsingum, ónákvæmum ákvörðunum og mun fleiri dauðsföllum almennra borgara en upp hefur verið gefið. Þetta sýna leynileg gögn frá Pentagon.
20. desember 2021
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk minnisblað frá sóttvarnalækni í morgun þar sem má finna tillögur að sóttvarnaráðstöfunum sem gilda munu yfir jól og áramót.
Jóla- og áramóta minnisblað rætt á ráðherrafundi og ríkisstjórnarfundi
Sóttvarnaráðstafanir sem gilda munu yfir jól og áramót verða kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.
20. desember 2021
Í fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 sem kynnt var í byrjun desember kemur fram að setja á 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur.
Aðeins þrjú prósent aldraðra hagnast á tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna
Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna aldraðra mun fyrst og fremst nýtast tekjuhærri karlmönnum. Hækkun almenna frítekjumarksins myndi dreifast jafnar.
19. desember 2021
Forgangsverkefni lögreglu að berjast gegn umfangsmiklu peningaþvætti
Talið er nærri öruggt að umfangsmikið peningaþvætti fari fram á Íslandi og er það eitt af forgangsverkefnum lögreglu að berjast gegn fjármögnun á brotastarfsemi og peningaþvætti.
19. desember 2021
Hertari sóttvarnaaðgerðum vegna ómíkron-afbrigðisins var mótmælt í London í dag.
Ómíkron „breiðist út á ljóshraða“
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í London vegna ómíkron, nýjasta afbrigðis kórunuveirunnar. Tvö ár eru um þessar mundir frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla en veiran er í hröðum vexti bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
18. desember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
28. nóvember 2021