Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í vikunni.
Aðild Svíþjóðar og Finnlands „breytir auðvitað stemningunni“ innan NATO
Samstarf Norðurlandaríkjanna í öryggismálum mun eflast og aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu mun breyta stemningunni innan bandalagsins að mati Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
6. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður ekki fulltrúi stjórnvalda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á sunnudag, sama dag og formannskjör fer fram í Sjálfstæðisflokknum.
Guðlaugur Þór fékk ekki leyfi læknis til að ferðast á COP27
Matvælaráðherra tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í stað umhverfisráðherra sem stendur í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrann er fótbrotinn og fékk ekki leyfi læknis til að ferðast til Egyptalands.
4. nóvember 2022
Þrír ráðherrar, sjö aðalmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forseti Alþingis og einn þingmaður til viðbótar fara á þing Norðurlandaráðs sem hefst í Helsinki eftir helgi.
Þrír ráðherrar og níu þingmenn sækja þing Norðurlandaráðs
Þrír ráðherrar og allir sjö aðalmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs fara á þing ráðsins í Helsinki sem hefst á morgun. Auk þess munu tveir þingmenn til viðbótar sækja þingið.
30. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt opinn fund í Valhöll í dag þar sem hann tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór býður sig fram til formanns gegn Bjarna
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni til þrettán ára, á landsfundi flokksins um næstu helgi.
30. október 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að hætta í stjórnmálum tapi hann fyrir Guðlaugi Þór í formannskjöri
Bjarni Benediktsson mun hætta afskiptum af stjórnmálum lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni í formannskjöri á landsfundi flokksins um næstu helgi.
30. október 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafn­að­ar­flokks Íslands, segir flokkinn ætla að breyta pólitíkinni og stunda skýra og heiðarlega pólitík.
Samfylkingin mun ekki selja ESB sem töfralausn undir forystu Kristrúnar
Samfylkingin mun ekki kynna Evrópusambandið sem töfralausn undir forystu nýkjörins formanns. Kristrún Frostadóttir vill breyta pólitíkinni og virkja jafnaðartaugina í landinu. Annar áratugur undir stjórnarfari íhaldsafla er ekki í boði.
29. október 2022
Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna
Hringrásarverslunin Hringekjan, þar sem básaleigjendum gefst kostur á að selja notuð föt, hefur tekið allar vörur frá tískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna í flíkunum.
29. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Segir ríkisstjórnina beita hótunum í samningaviðræðum um ÍL-sjóð
Þingmaður Viðreisnar segir fjármála- og efnahagsráðherra beita hótunum í samningaviðræðum um ÍL-sjóð. Forsætisráðherra segir nokkra valkosti í stöðunni, en engan góðan.
27. október 2022
85 prósent Íslendinga versla á netinu. Vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir og þar nýtur skandinavíska verslunin Boozt mestra vinsælda.
Rúmlega þriðjungur fatakaupa Íslendinga á netinu fara fram á Boozt
Aðeins fimm Evrópuþjóðir aðrar en Íslendingar versla meira á netinu. Föt, skór og fylgihlutir er vinsælasti vöruflokkurinn, jafnt í Evrópu og á Íslandi, og hér á landi er Boozt lang vinsælasta netverslunin í þeim flokki með 38 prósent hlutdeild.
27. október 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra: Kemur í ljós hvort dómur í máli hælisleitanda verður fordæmisgefandi
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á þingi í dag hvort hann ætli „í alvörunni að halda áfram að henda úr landi fólki sem dómstólar eru nýbúnir að segja að megi ekki henda úr landi“?
26. október 2022
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Upphafleg umsögn borgarinnar um afglæpavæðingu „óþarflega neikvæð“
Borgarfulltrúi Pírata óskaði eftir að Reykjvíkurborg uppfærði umsögn sína um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta þar sem ekki kom nógu skýrt fram að borgin styðji frumvarpið.
24. október 2022
Elnaz Rekabi bar ekki slæðu við keppni á asíska meistaramótinu í klifri um síðustu helgi. Írönsk stjórnvöld þvinguðu hana til að biðjast afsökunar.
Íþróttakonur sem hafa ekki frelsi til að velja
Mótmælendur í Íran hafa í mánuð barist fyrir frelsi kvenna til að velja. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hafði ekki frelsi til að velja þegar hún var þvinguð til að biðjast afsökunar á að bera ekki slæðu við keppni. Og hún er ekki ein.
23. október 2022
Fatasóun dregst saman en fatnaður orðinn stærsti flokkurinn í netverslun
Dregið hefur úr fatasóun hér á landi síðustu fimm ár eftir öran vöxt fimm árin þar á undan. Á sama tíma eru föt, skór og fylgihlutur vinsælasti vöruflokkur í netverslun Íslendinga.
23. október 2022
Leikskólanum Grandaborg við Boðagranda hefur verið lokað vegna myglu- og rakaskemmda og skólpmengunar. Skólinn starfar á þremur mismunandi stöðum í borginni en borgin hefur óskað eftir uppástungum frá foreldrum um hentungt leikskólahúsnæði.
Foreldrar beðnir um að stinga upp á húsnæði sem hentar undir leikskólastarf
Skrifstofustjóri leikskólahluta skóla- og frístundasviðs óskar eftir uppástungum frá foreldrum barna á Grandaborg um húsnæði sem rúmar alla starfsemi leikskólans. Leikskólanum hefur verið lokað vegna raka- og mygluskemmda og skólpmengunar.
21. október 2022
Liz Truss hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Bretlands. Aðeins eru um sex vikur síðan hún tók við embætti.
Liz Truss segir af sér sem forsætisráðherra Bretlands
Forsætisráðherra Bretlands hefur sagt af sér embætti eftir aðeins sex vikur í embætti. Enginn forsætisráðherra hefur setið skemur á forsætisráðherrastóli í sögu Bretlands.
20. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Hádegisverður eigi ekki að varpa mikilli rýrð á störf Bankasýslunnar
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hádegisverðir, eins og starfsmenn Bankasýslunnar þáðu frá fjármálafyrirtækjum í tengslum við störf sín í aðdraganda sölu hluta Íslandsbanka, varpi ekki rýrð á störf hennar.
20. október 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki sjálfbært fyrir þjóðina
Þingmaður Viðreisnar líkir formanni Framsóknarflokksins við örmagna foreldri sem þarf sífellt að þola rifrildi barnanna sem sitja á vinstri og hægri hönd við matarborðið. Umræðan um útlendingamál sýni að ríkisstjórnarsamstarfið er ekki sjálfbært.
18. október 2022
Næturstrætó er hættur akstri
Næturstrætó ók sína síðustu ferð, í bili, um helgina. Næturstrætó var á meðal kosningaloforða hjá Framsókn og Pírötum fyrir kosningarnar síðasta vor.
18. október 2022
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Hugmynd innviðaráðherra um hækkun útsvars hefur ekki farið í gegnum ríkisstjórn
Forsætisráðherra segir endanlega útfærslu á tillögu innviðaráðherra um hækkun útsvars en lækkun tekjuskatts ekki liggja fyrir. Formaður Samfylkingar spyr hvort ekki sé kominn tími til að látlausum yfirlýsingum frá ráðherrum Framsóknarflokksins linni?
17. október 2022
Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Hvernig 50 ára gamlir þýskir klossar urðu það allra eftirsóttasta
Klossar frá þýska skóframleiðandanum Birkenstock af tegundinni „Boston“ hafa verið á markaðnum frá því á 8. áratugnum en hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú og eru nær ófáanlegir. Af hverju? Svarið er einfalt: TikTok.
16. október 2022
Afglæpavæðing: Fyrir valdhafa eða fólkið?
Íslenskt samfélag á langt í land þegar kemur að notendasamráði að mati Kristjáns Ernis Björgvinssonar, sem situr í starfshópi um afglæpavæðingu neysluskammta. Óvíst er hvort hópnum takist ætlunarverk sitt, ekki síst vegna tregðu lögreglunnar.
16. október 2022
Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í um tvö ár. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum var óheimilt að synja honum um endurupptöku máls á grunsvelli þess að hafa sjálfur tafið málið.
Óheimilt að synja hælisleitanda um endurupptöku vegna ásakana um tafir
Stjórnvöldum var óheimilt að synja palestínskum hælisleitanda um endurupptöku máls á grundvelli þess að hafa sjálfur tafið málið. Lögmaður segir stjórnvöld verða að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar.
14. október 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra ósammála dómsmálaráðherra um „stjórnlaust ástand“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur ekki undir orð dómsmálaráðherra að hér sé stjórnlaust ástand í málefnum flóttafólks. Ástandið megi meðal annars rekja til tveggja stjórnvaldsákvarðana.
13. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvar ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum liggja.
„Aftur ver fjármálaráðherra Íslands titilinn um dýrustu bjórkrús í Evrópu“
Áfengisgjald og dýrasta bjórkrús í Evrópu voru til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvar ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum liggja.
12. október 2022
45. þing ASÍ fer fram á Hótel Nordica. Tillaga þess efnis að þinginu verði frestað um sex mánuði verður mögulega lögð fram á þinginu í dag.
Þingi ASÍ frestað um sex mánuði
Eftir viðburðarríkan gærdag á 45. þingi ASÍ hefur tillaga breiðs hóps þingfulltrúa þess efnis að fresta þinginu um sex mánuði verið samþykkt.
12. október 2022