Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
7. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
5. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
2. desember 2022
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
30. nóvember 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Vill að stjórnvöld byrji á réttum enda áður en „virkjanakúrekum er gefinn laus taumurinn“
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að stjórnvöld byrji á réttum enda í orkuskiptum. „Allt tal um að hægt sé að rigga upp 16 terawattstundum í orkuöflun, sem að sögn er nauðsynlegt vegna orkuskiptanna, er eins og hver önnur fásinna.“
29. nóvember 2022
Lionel Messi og Christiano Ronaldo eru að öllum líkindum að spila á sínu síðasta heimsmeistaramóti í knattspyrnu.
Fimm fótboltamenn á síðasta séns
Þeir eru 35, 37 og 39 ára og eiga eitt sameiginlegt, annað en að vera á fertugsaldri: Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar er þeirra síðasti séns til að leiða landslið sitt til sigurs.
27. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
25. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
„Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene“
Þingmaður Viðreisnar segir að ekki sé hægt að rökstyðja stýrivaxtahækkanir með sólarlandaferðum Íslendinga til Tenerife. „Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene.“ Forsætisráðherra segir að horfa verði á stóru myndina.
24. nóvember 2022
Karlalið í efstu deild í knattspyrnu fá 20 milljónir í réttindagreiðslur – Kvennalið fá 2,5 milljónir
Karlalið í efstu deild í knattspyrnu fengu átta sinnum hærri réttindagreiðslur en kvennalið frá Íslenskum Toppfótbolta fyrir síðasta keppnistímabil. Framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta segir markaðslegar ástæður fyrir þessum mun.
24. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.
Spyr dómsmálaráðherra hvernig það getur verið lausn við afbrotahegðun að fara í stríð
Varaþingmaður Pírata furðar sig á stríðsyfirlýsingu dómsmálaráðherra gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Stríð leysir engin vandamál, það býr til fleiri ófyrirséð vandamál og magnar núverandi vandamál upp.“
22. nóvember 2022
Endurvinnsla á textíl á Íslandi er alfarið í höndum Rauða krossins. Fatnaður frá Shein er ekki velkominn í verslanir Rauða krossins vegna eiturefna en er sendur til endurvinnsluaðila í Þýskalandi líkt og 95% alls textíls sem skilað er í fatasöfnunargáma.
Örlög hraðtískuflíka frá Shein: Frá Kína til Íslands til Þýskalands
Fötum frá Shein á að skila í fatasöfnunargáma Rauða krossins þó svo að Rauði krossinn vilji ekki sjá föt frá kínverska tískurisanum í verslunum sínum. Örlög fatnaðs frá Shein sem skilað er í fatagáma hér á landi ráðast hjá endurvinnsluaðila í Þýskalandi.
22. nóvember 2022
Elizabeth Holmes mætti í dómsal á föstudag í fylgd móður sinnar og eiginmanns. Holmes er komin um sex til sjö mánuði á leið með annað barn þeirra hjóna. Hún var dæmd í ellefu ára fangelsi og á að hefja afplánun 27. apríl.
„Harmleikurinn í þessu er að frú Holmes er bráðgáfuð“
Elizabeth Holmes, sem ætlaði að bjarga heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni, var dæmd í 11 ára fangelsi á föstudag. Hún er ólétt af sínu öðru barni og á að hefja afplánun í lok apríl, skömmu eftir að barnið kemur í heiminn.
21. nóvember 2022
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
„Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið“
Ef til er fjármagn til að fara í stríð gegn fólki hlýtur að vera til fjármagn til að hjálpa fólki að mati þingmanns Pírata. Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið heldur er svarið að finna í heilbrigðiskerfinu.
21. nóvember 2022
Tólf prósent öryrkja greiða meira en 75 prósent útborgaðra launa í rekstur húsnæðis.
Tveir þriðju öryrkja segja húsnæðiskostnað þunga eða nokkra byrði
38 prósent öryrkja hafa miklar eða frekar miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði og nærri tveir af hverjum þremur segja húsaleigu eða afborganir af húsnæðislánum vera þunga eða nokkra byrði.
18. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Meirihluti fjárlaganefndar hafnar beiðni um lögfræðiálit um ÍL-sjóð
Þingmaður Viðreisnar segir meirihluta fjárlaganefndar ekki vilja fá svör við því hvort vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðherra sem varða ÍL-sjóð standist lög.
15. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín segir enn ótímabært að ræða skipun rannsóknarnefndar
Forsætisráðherra vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir efnisatriði skýrslu Ríkisendurskoðunar áður en ákvörðun verði tekin um hvort skipa eigi rannsóknarnefnd um söluferli á hlut í Íslandsbanka.
14. nóvember 2022
Loðfílar, eða mastódónar, eru einnkennisfígúrur samfélagsmiðilsins Mastodon.
Verður Mastodon arftaki Twitter?
Notendur á Twitter sem efast um ágæti kaupa ríkasta manns heims á samfélagsmiðlinum hafa fært sig í stórum stíl yfir á Mastodon, dreifstýrðan samfélagsmiðil sem er ekki til sölu. Stofnandi Mastodon er þrítugur Þjóðverji sem vill dreifa ábyrgðinni.
13. nóvember 2022
„Ég er á lífi en ég lifi í raun og veru ekki“
Versti ótti Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgana, varð að veruleika í síðustu viku þegar honum var vísað úr landi eftir tæplega tveggja ára dvöl á Íslandi. Mohammad hefur verið á flótta í sex ár og er nú kominn aftur til Grikklands.
11. nóvember 2022
„Það verða alltaf önnur vandamál. En stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar. Því lengur sem við bíðum með að takast á við þær, því erfiðara verður það,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna.
Stærsta vandamálið sem stigmagnar öll önnur vandamál
Krafa þróunarríkja um fjárhagslegan stuðning þróaðri ríkja verður í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. „Stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar,“ segir forseti Ungra umhverfissinna.
10. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Bjarni: Stjórnmálamenn eiga ekki að tryggja öllum sömu stöðu í lífinu
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk þingmanns Samfylkingarinnar að leggja af slagorð Sjálfstæðisflokksins: „Stétt með stétt“. Vandi jafnaðarmanna er sá að trúa því að hægt sé að byggja samfélag þar sem stjórnvöld tryggja öllum jafna útkomu í lífinu.
10. nóvember 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sérkennilegt að flokkur sem stóð fyrir brottvísun telji stefnu sína mannúðlega
Þingmaður Viðreisnar gerir athugasemd við að Sjálfstæðisflokkurinn telji stefnu sína í útlendingamálum mannúðlega þegar flóttafólki er vísað á götuna í Grikklandi.
9. nóvember 2022
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Þórarinsson segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem heimsótti tvennar flóttamannabúðir í Grikklandi í haust segir aðstæður þar ágætlega mannsæmandi. Rauði krossinn, auk fjölda annarra, er á öðru máli.
8. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
„Stóri glæpurinn í þessu er brottvísunin sjálf“
Félags- og vinnumarkaðsráðherra vissi ekki af brottvísun 15 hælisleitenda fyrr en að henni kom í síðustu viku. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi í dag hvað réttlæti brottvísun fatlaðs manns sem leitað hefur réttar síns fyrir dómstólum.
7. nóvember 2022