Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Rugl, veiran, kerfið sem brást, hrunið og konan sem hefði átt að vera meira „kallinn“
Fjölmörg viðtöl birtust á Kjarnanum á árinu sem er að líða sem vöktu athygli víða. Þetta eru þau fimm sem voru mest lesin á árinu 2021.
1. janúar 2022
Lést vegna COVID-19 á gamlársdag
Kona lést á Landspítalanum á síðasta degi ársins vegna COVID-19. Sex af þeim sjö sem eru á gjörgæsludeild eru óbólusettir.
1. janúar 2022
Yfir 1.600 greindust með kórónuveirusmit í gær
Fjöldi þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví hefur tvöfaldast á einni viku, 20 liggja á sjúkrahúsi og sex þeirra eru á gjörgæslu. Alls eru 172 starfsmenn Landspítalans í einangrun.
31. desember 2021
Maður sem vildi borga skatta, félagsskipti fjölmiðlamanns, kynferðisbrot, bruni og veira
Mest lesnu fréttir ársins 2021 sýndu fjölbreytt áhugasvið lesenda. Kórónuveiran á fulltrúa en er ekki jafn fyrirferðamikil og árið á undan. Flestar mest lesnu fréttirnar eiga það sameiginlegt að þær snúast um hluti sem einhver gerði, ákvað eða fann fyrir.
29. desember 2021
Enginn ríkisráðsfundur á gamlársdag
Ríkisráð kemur ekki saman á síðasta degi ársins vegna smita í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi sem ekki er fundað á þessum degi. Nýr fundur ríkisráðs verður boðaður eftir áramót.
29. desember 2021
Peningabólan, það sem gerist í glóandi hrauni og deilur um hvort tilgangurinn helgi meðalið
Kjarninn rekur einn dýnamískasta umræðuvettvang landsins þar sem ýmiskonar pistlar og skoðanagreinar birtast á hverju ári. Hér eru þeir tíu sem voru mest lesnir á árinu 2021.
28. desember 2021
Nýja bylgjan sem skall á með látum
Eftir fyrstu metoo-bylgjuna árið 2017 héldu kannski einhverjir að samfélagið væri komið á rétta braut varðandi umræðu og aðgerðir í málefnum um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
28. desember 2021
Hallgrímur Helgason er á meðal gesta í tíunda þætti Bókahússins.
„Sextett“ af Segulfjarðarbókum?
Í tíunda þætti af hlaðvarpinu Bókahúsið er meðal annars rætt við Hallgrím Helgason rithöfund, sem segist vera að gæla við það að rita „sextett“ af Segulfjarðarbókum.
27. desember 2021
Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play
Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.
26. desember 2021
Glæpur í höfði manns, skattar, Davíð, Trump og klefamenning sem verndar ofbeldismenn
Árið 2021 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.
25. desember 2021
Hótel á hafsbotni, þjófnaður Boney M, Mads, Lambda-afbrigðið og 500 flutningaskip
Þótt ýmis afbrigði kórónuveirunnar og afleiðingar hennar á aðflutningskerfi hefðu vakið áhuga lesenda Kjarnans sökktu þeir sér líka í umfjallanir um stolin lög og fræga leikara. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar af erlendum vettvangi á árinu.
24. desember 2021
Greindum smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga.
Tæplega sjö þúsund manns í einangrun eða sóttkví yfir jólin
Á tveimur dögum greindust alls 982 manns með kórónuveiruna á Íslandi. Þessir tveir dagar eru langstærstu smitdagar faraldursins til þessa. Fyrir vikið munu þúsundir eyða jólunum í einangrun eða sóttkví.
24. desember 2021
Jólasagan: Litla stúlkan með eldspýturnar
None
24. desember 2021
Baldvin Þór Bergsson
Baldvin ritstjóri nýs Kastljóss – Hættir sem dagskrárstjóri Rásar 2
Nýtt Kastljós mun hefja göngu sína á RÚV í byrjun árs 2022.
23. desember 2021
Lilja ræður fyrrverandi aðstoðarmann sinn sem aðstoðarmann
Fyrrverandi aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem hætti í lok árs 2019, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður hennar í nýju ráðuneyti ferðamála-, viðskipta- og menningarmála.
22. desember 2021
Engin haldbær rök fyrir að halda leikskólum opnum
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla lýsa vonbrigðum sínum með það að ekki var hlustað á raddir félaganna um að loka leikskólum milli jóla og nýárs til að hemja útbreiðslu Covid-19.
21. desember 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var ráðherra málaflokksins þegar Kríusjóðurinn var settur á fót árið 2019.
Kría fjárfestir fyrir rúma 2,2 milljarða króna í þremur íslenskum vísisjóðum
Eyrir vöxtur, Crowberry II og Frumtak 3 fá fjármuni frá ríkissjóðnum Kríu til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar.
20. desember 2021
Smári Stefánsson
Skíðað með heimamönnum ... á YouTube
Forfallinn fjallaskíðamaður ætlar að gera skíðaþætti með topp skíða- og brettafólki og sýna þá á YouTube. Hann safnar nú fyrir fyrsta þættinum á Karolina Fund.
19. desember 2021
Ilmandi bækur fyrir jólin
Rithöfundar og ýmsir sem koma að bókaútgáfu koma fyrir í hlaðvarpsþáttunum Bókahúsið sem Sverrir Norland stýrir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er til viðtals í nýjasta þættinum og ræðir um bók sína Ilmreyr.
18. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason
Flestir treysta Ásmundi Einari og fæstir Jóni Gunnarssyni
Nokkurn mun má sjá á trausti landsmanna til ráðherra eftir flokkslínum, samkvæmt könnun MMR, en ráðherrar Framsóknarflokksins njóta meira trausts og minna vantrausts en allir aðrir ráðherrar, að forsætisráðherra undanskildum.
17. desember 2021
Magnús Júlíusson
Magnús Júlíusson ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu
Forstöðumaður orkusviðs N1 hefur verið ráðinn annar aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
17. desember 2021
Gylfi Arnbjörnsson hefur verið fenginn til ráðgjafarstarfa í tengslum við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Gylfi ráðinn sem ráðgjafi við mótun ráðuneytis Ásmundar Einars
Fyrrverandi forseti Alþýðusambandsins hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
15. desember 2021
Áslaug Hulda vill verða næsti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Nýr oddviti mun leið Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í kosningunum í vor. Um er að ræða eitt sterkasta vígi flokksins, en hann fékk 62 prósent atkvæða í sveitarfélaginu árið 2018.
15. desember 2021
Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Nýr bæjarstjóri mun taka við stjórninni í Garðabæ að loknum sveitarstjórnarkosningum í maí 2022. Sá sem hefur gegnt starfinu síðastliðinn 17 ár hefur tilkynnt að hann sé að hætta.
13. desember 2021
Eliza Reid er til viðtals í Bókahúsinu.
Kvenskörungar samtímans og sveitaböll
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Eliza Reid og Benný Sif Ísleifsdóttir ræða bækur sínar við Sverri Norland í nýjasta þættinum.
13. desember 2021