Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Fjórtán vilja í embætti forstjóra Landspítalans
Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítala rann út á miðnætti en 14 sóttu um.
9. nóvember 2021
Barnaból – vöggusett sem fjölskyldudýrgripur
Árið 2010, þegar allir voru á kafi að bjarga Íslandi með prjónaskap og sláturgerð, fékk Margrét Birna Kolbrúnardóttir hugmynd. Hún safnar nú fyrir framkvæmd þeirrar hugmyndar á Karolina Fund.
7. nóvember 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller komu saman á upplýsingafundi almannavarna í dag eftir tæplegar þriggja mánaða hlé.
Stærsta bylgjan hingað til
Sóttvarnalæknir segir COVID-bylgjuna sem nú stendur yfir þá stærstu hingað til. Hann hvetur almenning til að sýna samstöðu um hertar aðgerðir. „Við verðum að standa saman og taka enn eina brekkuna í þessari baráttu,“ segir Víðir Reynisson.
5. nóvember 2021
167 smit í gær – aldrei fleiri á einum degi
167 greindust með COVID-19 í gær, þar af voru 122 utan sóttkvíar. Síðastliðna tvo daga hafa 319 smit greinst innanlands og hafa ekki verið fleiri frá því að faraldurinn hófst fyrir tæpum tveimur árum.
5. nóvember 2021
Stefán Ólafsson.
Segir ríkið taka til sín 73 prósent af eingreiðslu vegna hækkunar lífeyrisréttinda
Prófessor emerítus og sérfræðingur hjá Eflingu segir að af þeim 76 þúsund krónum sem sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna geti vænst að fá að meðaltali í eingreiðslu muni ríkið taka til sín 55.700 krónur. Eftir sitji 20.300 krónur.
4. nóvember 2021
Fjöldi Íslendinga greiðir í Lífeyrissjóð verzlunarmanna í hverjum mánuði.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hækkar lífeyrisréttindi um tíu prósent
Næst stærsti lífeyrissjóður landsins hefur ákveðið að hækka lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna. Hækkunin er afturvirk frá síðustu áramótum og þeir sem fá greiðslur úr sjóðnum munu fá eingreiðslu í nóvember vegna uppsafnaðs ávinnings.
4. nóvember 2021
Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að setja 580 milljarða króna í grænar fjárfestingar
Þréttán af fjórtán stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að setja níu prósent af hreinni eign íslenska lífeyrissjóðakerfisins í verkefni sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
2. nóvember 2021
Jes Staley var vinur Jeffrey Epsteins.
Hættir sem forstjóri Barclays vegna tengsla við Epstein
Stjórn breska bankans Barclays hefur komist að samkomulagi við forstjóra fyrirtækisins til síðustu sex ára um starfslok vegna rannsóknar á tengslum hans við Jeffrey Epstein.
2. nóvember 2021
Átti erfitt með að orða sorgina og ástina án ljóða
Kristín Snorradóttir ætlar að gefa út ljóðabók með völdum ljóðum eftir eiginmann sinn, sem lést í september síðastliðnum. Hún safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
31. október 2021
Mark Zuckerberg kynnti nýja nafnið í dag.
Facebook breytir nafninu í Meta
Tæknifyrirtækið Facebook hefur fengið nýtt nafn. Samfélagsmiðilinn sem fyrirtækið hefur verið kennt við hingað til mun þó áfram heita sama nafni og hann hefur alltaf heitið.
28. október 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnast um 21,6 milljarða á níu mánuðum
Landsbankinn hagnaðist um 7,5 milljarða á þriðja ársfjórðungi og alls um 21,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins.
28. október 2021
Breskur togari við veiðar á Ermarsundi.
„Þetta er ekki stríð en þetta er bardagi“
Frakkar ætla að grípa til refsiaðgerða gegn Bretum í byrjun næsta mánaðar ef ekki semst um frekari leyfi til veiða þeirra innan breskrar lögsögu. Hald var í dag lagt á breskan togara sem var að veiða innan frönsku lögsögunnar.
28. október 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn vinsælastur í ríkisstjórn
Tæp áttatíu prósent landsmanna vilja sjá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Karlar vilja flokkinn frekar í ríkisstjórn en konur og þá vill eldra fólk flokkinn frekar í stjórn en það yngra.
28. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
26. október 2021
Karolína Helenudóttir, Helena og Þórunn Jóna.
„Okkur langaði svo óendanlega mikið til að geta glatt aðra“
Sykurverk Café er kaffihús og veisluþjónusta á Akureyri en eigendur þess safna nú fyrir stærra húsnæði á Karolina Fund.
24. október 2021
Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Sveitarfélag með stórfellt fiskeldi geti setið uppi með engar tekjur af nýtingu fjarðarins
Skorað er á stjórnvöld að endurskoða regluverk um sjókvíaeldi og tryggja að tekjur af eldinu renni til sveitarfélaganna þar sem það er stundað í ályktun sem samþykkt var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.
24. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
23. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
22. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
19. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
17. október 2021
Torg tapaði tæplega 600 milljónum á síðasta ári
Aðaleigandi Torgs, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, segir að fyrirtækið sé ekki til sölu. Hann segir jafnframt að tap síðasta árs hafi numið upp undir 600 milljónum króna.
15. október 2021
Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í gær.
Eliza Reid gagnrýnir forsíðu Morgunblaðsins og spyr hvort konur séu til
Morgunblaðið birti mynd af forsetafrú Íslands taka í hönd krónprins Danmerkur á forsíðu sinni í dag, en nefndi ekki forsetafrúnna, Elizu Reid, á nafn.
13. október 2021
Ásta Sól og Benna.
Samskipti sem fara yfir strikið
Ásta Sól og Benna safna nú fyrir gagnvirkri vefsíðu sem á að hjálpa 13 til 19 ára ungmennum að læra að þekkja óheilbrigð samskipti og ofbeldi með því að auka sjálfstraust til að bregðast við og leita sér hjálpar ef þess gerist þörf.
10. október 2021
Ráðamönnum gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut
Staða Íslands hefur gjörbreyst í alþjóðasamhengi, að því er fram kemur í Völundarhúsi utanríkismála, og segja má að ráðamönnum hafi gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut eða að endurnýja tengslin við þá gömlu.
7. október 2021
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Páll lætur af störfum sem forstjóri Landspítala
Heilbrigðisráðherra hefur orðið við ósk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af embætti frá og með 11. október næstkomandi.
5. október 2021