Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Framlag til VIRK 200 milljónum lægra en það átti að vera vegna mistaka
Ríkið á að greiða árlegt framlag til VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs. Í fjárlagafrumvarpinu er framlagið mun lægra en lög og samningar segja til um. Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest að þetta verði leiðrétt.
11. desember 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Breyttur tónn gagnvart umhverfinu
Tímaritið Vísbending mun gefa út sérstakt jólablað í næstu viku. Þema blaðsins er sjálfbærni, loftslagsmál og grænar lausnir. Nýskipaður ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður í viðtali auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar í blaðið.
10. desember 2021
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson: Ég hefði getað gert betur
Úttektarnefnd­ gerði athuga­semdir við að upp­lýs­ingar sem fyrrverandi formaður KSÍ veitti um vit­neskju sambandsins af frá­sögn um ofbeld­is­mál hefðu verið vill­andi. Hann segist hafa „einblínt um of á formið og trúnað við málsaðila“.
7. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Hægt að ná „heilmikilli orkuframleiðslu“ með virkjanakostum í nýtingarflokki
Forsætisráðherra segir hægt að ná fram „heilmikilli orkuframleiðslu“ með þeim virkjanakostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar sem og með stækkun núverandi virkjana.
7. desember 2021
Þórlindur ráðinn til að aðstoða Þórdísi Kolbrúnu
Báðir aðstoðarmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur frá síðasta kjörtímabili ákváðu að leita á önnur mið. Nú hefur hún ráðið einn nýjan í þeirra stað.
6. desember 2021
Undirskriftalista hefur verið hrundið af stað af baráttuhópi gegn ofbeldismenningu til að hvetja til þess að Jón Gunnarsson hverfi burt úr dómsmálaráðuneytinu.
Mótmæla „skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap“
Tæplega þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur um að víkja Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra. Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu segir engar framfarir verða í málefnum þolenda ofbeldis með Jón sem ráðherra dómsmála.
5. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
3. desember 2021
Brynjar Níelsson verður nýjum innanríkisráðherra til aðstoðar.
Brynjar aðstoðar Jón
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
2. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
1. desember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
29. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
28. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
27. nóvember 2021
Bókahúsið iðar af lífi
Fimmti þáttur hlaðvarpsins Bókahúsið er kominn út en í honum ræðir Sverrir Norland við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing um nýútkomna bók hans Þjóðarávarpið. Þá er rætt við Margréti Tryggvadóttur rithöfund og Lindu Ólafsdóttur teiknara um þeirra samstarf.
24. nóvember 2021
Hágæða íslenskir grænkera ostar framleiddir með jarðvarma í Hveragerði
Erlendur Eiríksson matreiðslumeistari safnar á Karolina Fund fyrir húsnæði undir vistvæna framleiðslu á grænkera ostum með jarðvarma í Hveragerði. Sérstaða framleiðslunnar felst meðal annars í ostum sem búnir eru til úr kartöflum.
21. nóvember 2021
Helga Vala Helgadóttir hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2017.
Helga Vala nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Nýr formaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur við af Oddnýju Harðardóttur.
17. nóvember 2021
Vextir hækkaðir um 0,5 prósentustig
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka meginvexti sína um hálft prósentustig vegna hækkandi verðbólgu. Nokkur óvissa er um framvindu efnahagsmála, en bankinn spáir þó meiri hagvexti en áður fyrir næsta ár.
17. nóvember 2021
Helgi segir framkomu sína gagnvart konum hafa verið óásættanlega og iðrast
Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, biðst fyrirgefningar á framkomu, orðfæri og hegðun sinni sem hafi látið samferðarfólki hans „líða illa í návist minni“.
16. nóvember 2021
Inniheldur uppskriftir til listsköpunar
Brynjar Helgason safnar fyrir útgáfu „listræns tímarits“ á Karolina Fund.
14. nóvember 2021
Sverrir Norland stýrir nýju hlaðvarpi Forlagsins sem fjallar um bækur frá ýmsum hliðum.
Hrollvekjurnar fá að vera í kjallaranum
Þótt bækur séu verk höfundar þá kemur margt fólk að útgáfu hverrar bókar. Sverrir Norland spjallar við ritstjóra, útgefendur, markaðsfólk, rithöfunda og fleiri sem koma að útgáfu bóka í hlaðvarpinu Bókahúsið.
13. nóvember 2021
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds.
Arndís Ósk leiðir verkefnastofu Borgarlínu
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, en hún tekur við starfinu af Hrafnkeli Á. Proppé um áramót. Arndís hefur starfað í fjórtán ár hjá OR og Veitum.
11. nóvember 2021
Haraldur Sverrisson.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar gefur ekki áfram kost á sér
Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðisflokks sem hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá árinu 2007, verður ekki í framboði í sveitarfélaginu í kosningunum í vor.
10. nóvember 2021
Magnús Þór Jónsson er nýr formaður KÍ.
Magnús Þór nýr formaður KÍ
Niðurstöður í formannskjöri Kennarasambands Íslands liggja nú fyrir. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, sigraði.
9. nóvember 2021