Hræðileg hegðun Auðar, líðan Kristjáns Þórs, atvinnuleysi og öndun á ofurlaunum

Kjarninn rekur einn dýnamískasta umræðuvettvang landsins þar sem ýmiskonar pistlar og skoðanagreinar birtast á hverju ári. Hér eru þeir tíu sem voru mest lesnir á árinu 2020.

pistlar2020til.jpeg
Auglýsing

10. Frétta­menn Kveiks koma af fjöllum

„Frétta­­menn Kveiks full­yrða nú að þeir hafi aldrei sett þessar ásak­­anir fram. Það er með nokkrum ólík­­ind­­um. Var þá upp­­lifun okk­­ar, stjórn­­enda og starfs­­fólks Sam­herja og fjöl­margra ann­­arra sem horfðu á Kveik, bara ein­tómir hug­­ar­ór­­ar? Vorum við ímynda okkur það sem við sáum og heyrð­um? Þá er ekki nema von að menn spyrji, um hvað var eig­in­­lega þessi Kveiks­þátt­ur, þar sem fjallað var um Cape Cod, ef hann fjall­aði ekki um þau atriði sem Sam­herji vildi leið­rétta?“

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, skrif­aði grein og sagði það útúr­snún­inga og eft­irá­skýr­ingar að ásak­anir sem Sam­herji taldi að hefðu komið fram í Kveiks­þætti í nóv­em­ber í fyrra, hefðu ekki komið þar fram.

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

9. Má bjóða þér skóg­ar­elda með kaff­inu?

„Hafra­­drykk­­ur­inn Oatly nýtur síauk­inna vin­­sælda víða um heim, sér í lagi á Íslandi. Mörgum finnst hann ómissandi í kaffið eða út á morg­un­korn­ið. Unn­endur drykkj­­ar­ins muna eflaust eftir því þegar hann var ófá­an­­legur síð­­asta sumar og fólk barð­ist um síð­­­ustu fern­­urnar á göngum kjör­­búða. Á sama tíma geisuðu sög­u­­legir skóg­­ar­eldar í Amazon­frum­skóg­inum sem vöktu óhug um allan heim.

Getur verið að drykk­­ur­inn og eld­­arnir teng­ist og að hjá Oatly sé kannski óhreint mjöl í poka­horn­in­u?“

Ísak Már Jóhann­es­son skrif­aði um sænska hafra­mjólk­ur­fram­leið­ann Oatly og ágrein­ing sem ríkir um umsvif hans.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

8. Hvernig líður þér, elsku vin­ur? Bara prýði­lega takk, ég er með ykkur öll í vas­anum

„Hvernig líður þér, elsku vin?

Bara prýði­lega, við erum búnir að arð­ræna Namib­íu­menn í mörg ár, höfum grætt fárán­lega mik­ið, syndum í pen­ing­um, við mút­uð­um, við komumst hjá því að borga skatt af gróð­an­um, skildum ekki gat með krónu eftir í sam­fé­lag­inu. Hugs­aðu þér, Krist­ján, við komum þarna inn þegar Íslend­ingar eru nýbúnir að byggja upp sjáv­ar­út­veg­inn, við njótum því trausts og nýttum okkur það til hins ítrasta. Við stálum ekki bara öllu steini létt­ara heldur fluttum vinnsl­una út á sjó eftir að búið var byggja upp verk­þekk­ingu í landi og þjálfa til þess þús­und manns. Við rændum þús­und fjöl­skyldum við­ur­væri sínu. Við skildum allt eftir í rúst. Þetta var svona rbb dæmi.

Ríða, búið bless?

Auglýsing
Ég bara segi svona. Við strák­arn­ir.

Æ, hvernig líður þér, elsku vin­ur?

Bara prýði­lega, ég hef þig í vas­an­um.“

Í lok síð­asta árs skrif­aði Jón Kalman Stef­áns­son rit­höf­undur um íslensk stjórn­mál, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, Sam­herja, RÚV og Mið­flokk­inn. Hann velti fyrir sér hvort við værum smám saman að missa sjónar á réttu og röngu á meðan púk­arnir á fjós­bit­anum fitn­uðu.

Hægt er að lesa pistil­inn í heild sinni hér.

7. Rann­sóknin sem hvarf í Kefla­vík

„Þegar hæst­i­­réttur sýkn­aði sak­­fellda af drápum á Geir­f­inni Ein­­ar­s­­syni og Guð­­mundi Ein­­ar­s­­syni, bætt­ust tvö ný óupp­­lýst manns­hvörf á borð lög­­regl­unn­­ar. Sem lög­­­reglu­­mál urðu til ný óupp­­lýst mál, þótt manns­hvörfin sjálf hafi átt sér stað fyrir 46 og nærri 47 árum síð­­­an. Fyrri rann­­sókn á manns­hvör­f­unum lauk með þeirri dóms­n­ið­­ur­­stöðu að menn­irnir hefðu verið drepnir og hverjir hefðu drepið þá, þótt aldrei hefði verið upp­­lýst hvað varð um lík­­in. Þegar hæst­i­­réttur sýknar hina sak­­felldu af dráp­un­um, verða manns­hvörfin laga­­lega séð óupp­­lýst á ný. Hvað ætlar lög­­regla að gera í því?“

Soffía Sig­urð­ar­dóttir skrif­aði um hvarf Geir­finns Ein­ars­son­ar, og rann­sókn­ina á því manns­hvarf­i. 

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

https://kjarn­inn.is/skod­un/2020-11-20-­rannsokn­in-­sem-hvarf-i-kefla­vik/

6. Af hverju mál Þor­valdar Gylfa­sonar er bæði lítið og stórt

„Þor­­vald­­ar­­málið er stórt, vegna þess að það er svo lít­ið. Eng­inn hefur heyrst minnst á þetta litla fræð­i­­rit áður. En heift og hatur fólks á hægri væng stjórn­­­mál­anna á Íslandi á meintum póli­­tískum and­­stæð­ingum er svo stækt að það getur ekki hugsað sér að fólk með „rangar skoð­an­ir” fái nokkur fram­­gang, hér­­­lendis eða ann­­ars stað­­ar, svo lengi sem þeir fái nokkru við ráð­ið. „Ég myndi ekki einu sinni treysta mér til að senda Þor­­vald út í búð fyrir mig, jafn­­vel þótt hann væri með miða,” segir Brynjar Níels­­son á Face­book. Firr­ing þess­­ara manna og heift og blindni á eðli­­lega sið­venjur er alger.

Stóra myndin er þessi: Þessir menn hafa ekk­ert lært eftir allar umræður um frænd­hygli, skort á fag­­mennsku og spill­ingu síð­­­ustu ára. Stóra vanda­­málið á Íslandi er frænd­hygli og skortur a fag­­mennsku.“

Aðsend grein eftir Gauta B. Egg­erts­son, pró­fessor í hag­fræði við Brown-há­skól­ann, um mál Þor­valdar Gylfa­son­ar. 

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

5. Stað­reyndir og spurn­ingar um Icelanda­ir, Lands­símareit­inn og Lind­var­vatn ehf.

„Í íslensku þjóð­­lífi er því miður algengt að stjórn­­­mála­­menn og fyr­ir­svar­s­­menn eft­ir­lits­að­ila gefa yfir­­lýs­ingar um að líf­eyr­is­­sjóðir eigi að taka þátt í þessu verk­efni eða hinu, hvort heldur sem um er að ræða fjár­­­fest­ingu í grænum skulda­bréfum eða fyr­ir­­mæli eft­ir­lits­að­ila um sjálf­sköpuð gjald­eyr­is­höft á kostnað líf­eyr­is­þega. Þá eru alþekkt dæmi þess að stað­bundnir líf­eyr­is­­sjóðir taki þátt í verk­efnum á starfs­­svæði sínum og séu ítrekað hvattir til að taka þátt í slíku. Eru jafn­­vel dæmi um að líf­eyr­is­­sjóðir hafi komið að félögum til að taka þátt í slíkum verk­efn­­um.

Að sama skapi leggja starfs­­menn fyr­ir­tækja áherslu á að fá líf­eyr­is­­sjóði með í verk­efni eða taki þátt í fjár­­­fest­ing­um, s.s. útboð­i.“

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, skrif­aði ítar­lega grein um mál­efni Icelanda­ir, Lands­símareits­ins og Lind­ar­vatns. Þar sagði hann sam­an­tekt sína kalla á að óháð rann­sókn fari fram.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

4. COVID-19: Að vita betur en þeir sem best vita

„Það er grafal­var­­legt mál - sér­­stak­­lega og sér í lagi við svona kring­um­­stæður - að grafa undan til­­­trú fólks á til­­­mælum og ákvörð­unum hins opin­bera. Það ætti eng­inn að gera nema hafa mjög ríkar ástæður til og þá annað hvort vegna sér­­fræð­i­þekk­ingar sinn­­ar, eða upp­­lýs­inga sem yfir­­völd hafa ekki. Það eru til leiðir fyrir slíkar upp­­lýs­ingar og það eru líka til leiðir til að koma áhyggjum sínum og spurn­ingum á fram­­færi með hóg­­værum hætti.

Auglýsing
Já, ykkur gengur gott til, en lík­­­lega er það besta sem þið getið gert til að við komumst sem best út úr þessu að hætta að gagn­rýna opin­berar ákvarð­­anir og tala eins og þið séuð hand­hafar sann­­leik­ans í þessu máli.

Það gæti hrein­­lega bjargað manns­líf­um!“

Hjálmar Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri GRID og stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans, skrif­aði um þá sem grafa undan til­trú fólks á til­mæli og ákvarð­anir hins opin­ber­a. 

Lesið grein­ina í heild sinni hér. 

3. Andað á ofur­launum

„Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug stétt sem stjórn­­völd hafa nið­­ur­lægt jafn­­ræki­­lega og hjúkr­un­­ar­fræð­ing­­ar. Kjara­bar­áttan kæfð með gerð­­ar­­dómi. Lög sett á verk­­föll. Logið til um með­­al­­laun. Launin lækkuð í miðjum heims­far­aldri. Samn­ing­­arnir látnir lafa lausir því hvað eiga hjúkr­un­­ar­fræð­ingar svo sem að gera? Fara í verk­­fall? Nei, nú fyrst missa ráða­­menn and­ann af hlátri.

Anda. Muna að anda. Og muna að betla til baka hjúkr­un­­ar­fræð­ing­ana sem við hröktum í önnur störf. 

Því það er svo merki­­legt að þegar mest á reynir eru það ekki náskyldir ráð­gjafar eða aðstoð­­ar­­menn ráð­herra sem við treystum á, þótt launa­­seðlar bendi til ann­­ars – nei, við treystum á mæður sem snúa til baka úr fæð­ing­­ar­or­lofi með fimm mán­aða gömul börn á brjósti, ömmur á eft­ir­­laun­um, fórn­­­fúsar frænkur og frændur – þetta eru mann­eskj­­urnar sem við treystum á.

Svo næst þegar heil­brigð­is­ráð­herra hugar að and­­ar­drætt­inum vona ég að í full­kominni hug­­arró fái hún eft­ir­far­andi hug­­mynd: Það þarf að hækka laun hjúkr­un­­ar­fræð­inga.“

Dagur Hjart­ar­son rit­höf­undur skrif­aði um kjör hjúkr­un­ar­fræð­inga. 

Lesið pistil­inn í heild sinni hér. 

2. Dagur 366 án atvinnu

„Í dag eru 366 dagar eða heilt ár (hlaupár munið þið) síðan ég hef verið án laun­aðrar vinnu. Heilt ár án þess að vakna á morgn­ana, fara í rækt­­ina eða sund, fengið mér morg­un­­mat og farið síðan til vinnu. Komið heim seinnipart dags­ins, sest niður með kaffi og rætt við kon­una mína um hvernig vinn­u­­dagur okkar var[...]Ég á alveg tíu ár eftir á vinn­u­­mark­aðnum enda frískur og sprækur og held mér í formi með reglu­­legri lík­­ams­­rækt og sundi. Þá ósk á ég heitasta að hafa vinnu í stað þess að sækja stöðugt um störf næstu tíu ár.

Það ræt­ist von­andi úr innan tíð­­ar!“

Bjarni Jóns­son skrif­aði grein um hvernig það er að vera atvinnu­laus í lengri tíma en vilja vinna. Bjarni fékk ýmis boð um störf eftir að greinin birt­ist og komst aftur inn á vinnu­markað í ágúst síð­ast­liðn­um. 

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

1. Allt það hræði­lega sem ég hef gert!

„Þetta og miklu meira til gerði ég á þessum aldri. Sumir gerðu eitt­hvað miklu gáfu­­legra. En það skil­­greinir mig ekki í dag, þó að ég geti flissað að þessu. Ég veit samt ekki hvernig það hefði verið ef netheimar hefðu verið orðnir eins og þeir eru í dag. Kannski hefði ég misst mann­orðið fyrir lífs­­tíð, fyrir eitt­hvað af þessu, eða eitt­hvað af því sem ég man ekki einu sinni eft­­ir. Ég var ekki með sömu dóm­­greind og ég er með í dag, þó að henni sé svosem oft ábóta­vant í núinu. Ég var ung. Og vit­­laus. Stundum skemmti­­lega vit­­laus, stundum hætt­u­­lega. Og þess vegna hugsa ég núna, þegar ég sé ungar stelpur sjeimaðar í breskum miðlum fyrir ung­­gæð­ings­­legan dóm­­greind­­ar­brest: Þetta hefði getað verið ég!“

Auður Jóns­dóttir rit­höf­undur rifj­aði upp atvik frá sínum ung­dóms­árum og hrósar happi yfir því að ekki hafi verið til sam­fé­lags­miðlar á þeim tíma.

Lesið pistil­inn í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk