Hræðileg hegðun Auðar, líðan Kristjáns Þórs, atvinnuleysi og öndun á ofurlaunum

Kjarninn rekur einn dýnamískasta umræðuvettvang landsins þar sem ýmiskonar pistlar og skoðanagreinar birtast á hverju ári. Hér eru þeir tíu sem voru mest lesnir á árinu 2020.

pistlar2020til.jpeg
Auglýsing

10. Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum

„Frétta­menn Kveiks full­yrða nú að þeir hafi aldrei sett þessar ásak­anir fram. Það er með nokkrum ólík­ind­um. Var þá upp­lifun okk­ar, stjórn­enda og starfs­fólks Sam­herja og fjöl­margra ann­arra sem horfðu á Kveik, bara ein­tómir hug­ar­ór­ar? Vorum við ímynda okkur það sem við sáum og heyrð­um? Þá er ekki nema von að menn spyrji, um hvað var eig­in­lega þessi Kveiksþáttur, þar sem fjallað var um Cape Cod, ef hann fjall­aði ekki um þau atriði sem Sam­herji vildi leið­rétta?“

Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, skrifaði grein og sagði það útúrsnúninga og eftiráskýringar að ásakanir sem Samherji taldi að hefðu komið fram í Kveiksþætti í nóvember í fyrra, hefðu ekki komið þar fram.

Lesið greinina í heild sinni hér.

9. Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?

„Hafra­drykk­ur­inn Oatly nýtur síauk­inna vin­sælda víða um heim, sér í lagi á Íslandi. Mörgum finnst hann ómissandi í kaffið eða út á morg­un­korn­ið. Unn­endur drykkj­ar­ins muna eflaust eftir því þegar hann var ófá­an­legur síð­asta sumar og fólk barð­ist um síð­ustu fern­urnar á göngum kjör­búða. Á sama tíma geisuðu sögu­legir skóg­ar­eldar í Amazonfrumskóginum sem vöktu óhug um allan heim.

Getur verið að drykk­ur­inn og eld­arnir teng­ist og að hjá Oatly sé kannski óhreint mjöl í poka­horn­inu?“

Ísak Már Jóhannesson skrifaði um sænska haframjólkurframleiðann Oatly og ágreining sem ríkir um umsvif hans.

Lestu greinina í heild sinni hér.

8. Hvernig líður þér, elsku vinur? Bara prýðilega takk, ég er með ykkur öll í vasanum

„Hvernig líður þér, elsku vin?

Bara prýðilega, við erum búnir að arðræna Namibíumenn í mörg ár, höfum grætt fáránlega mikið, syndum í peningum, við mútuðum, við komumst hjá því að borga skatt af gróðanum, skildum ekki gat með krónu eftir í samfélaginu. Hugsaðu þér, Kristján, við komum þarna inn þegar Íslendingar eru nýbúnir að byggja upp sjávarútveginn, við njótum því trausts og nýttum okkur það til hins ítrasta. Við stálum ekki bara öllu steini léttara heldur fluttum vinnsluna út á sjó eftir að búið var byggja upp verkþekkingu í landi og þjálfa til þess þúsund manns. Við rændum þúsund fjölskyldum viðurværi sínu. Við skildum allt eftir í rúst. Þetta var svona rbb dæmi.

Ríða, búið bless?

Auglýsing
Ég bara segi svona. Við strákarnir.

Æ, hvernig líður þér, elsku vinur?

Bara prýðilega, ég hef þig í vasanum.“

Í lok síðasta árs skrifaði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur um íslensk stjórnmál, Kristján Þór Júlíusson, Samherja, RÚV og Miðflokkinn. Hann velti fyrir sér hvort við værum smám saman að missa sjónar á réttu og röngu á meðan púkarnir á fjósbitanum fitnuðu.

Hægt er að lesa pistilinn í heild sinni hér.

7. Rannsóknin sem hvarf í Keflavík

„Þegar hæsti­réttur sýkn­aði sak­fellda af drápum á Geir­finni Ein­ars­syni og Guð­mundi Ein­ars­syni, bætt­ust tvö ný óupp­lýst manns­hvörf á borð lög­regl­unn­ar. Sem lög­reglu­mál urðu til ný óupp­lýst mál, þótt manns­hvörfin sjálf hafi átt sér stað fyrir 46 og nærri 47 árum síð­an. Fyrri rann­sókn á manns­hvör­f­unum lauk með þeirri dóms­nið­ur­stöðu að menn­irnir hefðu verið drepnir og hverjir hefðu drepið þá, þótt aldrei hefði verið upp­lýst hvað varð um lík­in. Þegar hæsti­réttur sýknar hina sak­felldu af dráp­un­um, verða manns­hvörfin laga­lega séð óupp­lýst á ný. Hvað ætlar lög­regla að gera í því?“

Soffía Sigurðardóttir skrifaði um hvarf Geirfinns Einarssonar, og rannsóknina á því mannshvarfi. 

Lestu greinina í heild sinni hér.

https://kjarninn.is/skodun/2020-11-20-rannsoknin-sem-hvarf-i-keflavik/

6. Af hverju mál Þorvaldar Gylfasonar er bæði lítið og stórt

„Þor­vald­ar­málið er stórt, vegna þess að það er svo lít­ið. Eng­inn hefur heyrst minnst á þetta litla fræði­rit áður. En heift og hatur fólks á hægri væng stjórn­mál­anna á Íslandi á meintum póli­tískum and­stæð­ingum er svo stækt að það getur ekki hugsað sér að fólk með „rangar skoð­an­ir” fái nokkur fram­gang, hér­lendis eða ann­ars stað­ar, svo lengi sem þeir fái nokkru við ráð­ið. „Ég myndi ekki einu sinni treysta mér til að senda Þor­vald út í búð fyrir mig, jafn­vel þótt hann væri með miða,” segir Brynjar Níels­son á Facebook. Firr­ing þess­ara manna og heift og blindni á eðli­lega sið­venjur er alger.

Stóra myndin er þessi: Þessir menn hafa ekk­ert lært eftir allar umræður um frænd­hygli, skort á fag­mennsku og spill­ingu síð­ustu ára. Stóra vanda­málið á Íslandi er frænd­hygli og skortur a fag­mennsku.“

Aðsend grein eftir Gauta B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskólann, um mál Þorvaldar Gylfasonar. 

Lestu greinina í heild sinni hér. 

5. Staðreyndir og spurningar um Icelandair, Landssímareitinn og Lindvarvatn ehf.

„Í íslensku þjóð­lífi er því miður algengt að stjórn­mála­menn og fyr­ir­svars­menn eft­ir­lits­að­ila gefa yfir­lýs­ingar um að líf­eyr­is­sjóðir eigi að taka þátt í þessu verk­efni eða hinu, hvort heldur sem um er að ræða fjár­fest­ingu í grænum skulda­bréfum eða fyr­ir­mæli eft­ir­lits­að­ila um sjálfsköpuð gjald­eyr­is­höft á kostnað líf­eyr­is­þega. Þá eru alþekkt dæmi þess að stað­bundnir líf­eyr­is­sjóðir taki þátt í verk­efnum á starfs­svæði sínum og séu ítrekað hvattir til að taka þátt í slíku. Eru jafn­vel dæmi um að líf­eyr­is­sjóðir hafi komið að félögum til að taka þátt í slíkum verk­efn­um.

Að sama skapi leggja starfs­menn fyr­ir­tækja áherslu á að fá líf­eyr­is­sjóði með í verk­efni eða taki þátt í fjár­fest­ing­um, s.s. útboði.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifaði ítarlega grein um málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Þar sagði hann samantekt sína kalla á að óháð rannsókn fari fram.

Lestu greinina í heild sinni hér.

4. COVID-19: Að vita betur en þeir sem best vita

„Það er grafal­var­legt mál - sér­stak­lega og sér í lagi við svona kring­um­stæður - að grafa undan til­trú fólks á til­mælum og ákvörð­unum hins opin­bera. Það ætti eng­inn að gera nema hafa mjög ríkar ástæður til og þá annað hvort vegna sér­fræði­þekk­ingar sinn­ar, eða upp­lýs­inga sem yfir­völd hafa ekki. Það eru til leiðir fyrir slíkar upp­lýs­ingar og það eru líka til leiðir til að koma áhyggjum sínum og spurn­ingum á fram­færi með hóg­værum hætti.

Auglýsing
Já, ykkur gengur gott til, en lík­lega er það besta sem þið getið gert til að við komumst sem best út úr þessu að hætta að gagn­rýna opin­berar ákvarð­anir og tala eins og þið séuð hand­hafar sann­leik­ans í þessu máli.

Það gæti hrein­lega bjargað manns­líf­um!“

Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri GRID og stjórnarformaður Kjarnans, skrifaði um þá sem grafa undan tiltrú fólks á tilmæli og ákvarðanir hins opinbera. 

Lesið greinina í heild sinni hér. 

3. Andað á ofurlaunum

„Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug stétt sem stjórn­völd hafa nið­ur­lægt jafn­ræki­lega og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar. Kjara­bar­áttan kæfð með gerð­ar­dómi. Lög sett á verk­föll. Logið til um með­al­laun. Launin lækkuð í miðjum heims­far­aldri. Samn­ing­arnir látnir lafa lausir því hvað eiga hjúkr­un­ar­fræð­ingar svo sem að gera? Fara í verk­fall? Nei, nú fyrst missa ráða­menn and­ann af hlátri.

Anda. Muna að anda. Og muna að betla til baka hjúkr­un­ar­fræð­ing­ana sem við hröktum í önnur störf. 

Því það er svo merki­legt að þegar mest á reynir eru það ekki náskyldir ráð­gjafar eða aðstoð­ar­menn ráð­herra sem við treystum á, þótt launa­seðlar bendi til ann­ars – nei, við treystum á mæður sem snúa til baka úr fæð­ing­ar­or­lofi með fimm mán­aða gömul börn á brjósti, ömmur á eft­ir­laun­um, fórn­fúsar frænkur og frændur – þetta eru mann­eskj­urnar sem við treystum á.

Svo næst þegar heil­brigð­is­ráð­herra hugar að and­ar­drætt­inum vona ég að í full­kominni hug­arró fái hún eft­ir­far­andi hug­mynd: Það þarf að hækka laun hjúkr­un­ar­fræð­inga.“

Dagur Hjartarson rithöfundur skrifaði um kjör hjúkrunarfræðinga. 

Lesið pistilinn í heild sinni hér. 

2. Dagur 366 án atvinnu

„Í dag eru 366 dagar eða heilt ár (hlaupár munið þið) síðan ég hef verið án laun­aðrar vinnu. Heilt ár án þess að vakna á morgn­ana, fara í rækt­ina eða sund, fengið mér morg­un­mat og farið síðan til vinnu. Komið heim seinnipart dags­ins, sest niður með kaffi og rætt við kon­una mína um hvernig vinnu­dagur okkar var[...]Ég á alveg tíu ár eftir á vinnu­mark­aðnum enda frískur og sprækur og held mér í formi með reglu­legri lík­ams­rækt og sundi. Þá ósk á ég heitasta að hafa vinnu í stað þess að sækja stöðugt um störf næstu tíu ár.

Það ræt­ist von­andi úr innan tíð­ar!“

Bjarni Jónsson skrifaði grein um hvernig það er að vera atvinnulaus í lengri tíma en vilja vinna. Bjarni fékk ýmis boð um störf eftir að greinin birtist og komst aftur inn á vinnumarkað í ágúst síðastliðnum. 

Lesið greinina í heild sinni hér.

1. Allt það hræðilega sem ég hef gert!

„Þetta og miklu meira til gerði ég á þessum aldri. Sumir gerðu eitt­hvað miklu gáfu­legra. En það skil­greinir mig ekki í dag, þó að ég geti flissað að þessu. Ég veit samt ekki hvernig það hefði verið ef netheimar hefðu verið orðnir eins og þeir eru í dag. Kannski hefði ég misst mann­orðið fyrir lífs­tíð, fyrir eitt­hvað af þessu, eða eitt­hvað af því sem ég man ekki einu sinni eft­ir. Ég var ekki með sömu dóm­greind og ég er með í dag, þó að henni sé svosem oft ábóta­vant í núinu. Ég var ung. Og vit­laus. Stundum skemmti­lega vit­laus, stundum hættu­lega. Og þess vegna hugsa ég núna, þegar ég sé ungar stelpur sjeimaðar í breskum miðlum fyrir ung­gæð­ings­legan dóm­greind­ar­brest: Þetta hefði getað verið ég!“

Auður Jónsdóttir rithöfundur rifjaði upp atvik frá sínum ungdómsárum og hrósar happi yfir því að ekki hafi verið til samfélagsmiðlar á þeim tíma.

Lesið pistilinn í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk