Að leggja sjálfstætt mat á það sem almenningur má fá að vita

Auglýsing

Á árunum 2002 og 2003 voru seldir kjöl­festu­hlutar í rík­is­bönkum með hætti sem hefur ekki stað­ist frek­ari skoð­un, svo vægt sé til orða tek­ið. Fjöl­miðlar reyndu mjög að nálg­ast upp­lýs­ingar um það einka­væð­ing­ar­ferli, svo sem fund­ar­gerðir einka­væð­ing­ar­nefndar og önnur gögn úr sölu­ferl­inu. Blaða­manni á Frétta­blað­inu var synjað um slíkan aðgang árið 2005. Sú nið­ur­staða var kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem sagði líka nei.

Leið­ara­höf­undur óskaði eftir sam­bæri­legum gögnum í árs­lok 2006 en fékk sama svar. Þeirri nið­ur­stöðu var aftur vísað til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem hafn­aði því að birta þau gögn sem máli skiptu. Almanna­hags­munir voru ekki taldir nægi­lega miklir til að fjöl­miðlar fengju að vita hvernig eignum rík­is­ins, almanna­gæð­um, var ráð­stafað í hendur ákveð­inna ein­stak­linga með skýrri póli­tískri aðkomu og ábyrgð. 

Svo kom banka­hrun. Í febr­úar 2009 tók við minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur fram að kosn­ing­um. Nokkrum dögum eftir að Jóhanna sett­ist í stjórn­ar­ráðið ákvað höf­undur að reyna aft­ur, og kanna hvort and­rúms­loftið hefði breyst. Nú var net­inu kastað enn víðar og óskað eftir afriti af öllum gögnum sem fynd­ust um einka­væð­ingu rík­is­bank­anna í skjala­safni rík­is­ins. 

„Sjálf­stætt mat“ á rétt almenn­ings til að vita

Í bréfi sem Jóhanna skrif­aði sjálf und­ir, og barst í mars­mán­uði 2009, var fall­ist á gagna­beiðn­ina. Það var gert á grund­velli þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann lagði sjálf­stætt mat á hana og komst að annarri nið­ur­stöðu en aðrir á undan henni. Sú nið­ur­staða var meðal ann­ars rök­studd með því að það væri mik­il­vægt sjón­ar­mið að „stjórn­völdum beri að gera það sem í þeirra valdi stendur til að auð­velda starf fjöl­miðla og efla þannig traust stjórn­sýsl­unn­ar.“

Í kjöl­farið var hægt að upp­lýsa almenn­ing um að sú saga sem honum hafði verið sögð af þess­ari einka­væð­ingu, og ráða­menn höfðu barist árum saman fyrir að halda leyndri, var að mörgu leyti ósönn. Ferlið hafði verið ævin­týra­legt fúsk

Þann 1. apríl síð­ast­lið­inn fór Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að for­dæmi Jóhönnu og lagði sjálf­stætt mat á nauð­syn þess að upp­lýsa almenn­ing um hverjir fengu að kaupa 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka á afslátt­ar­kjör­um. Það var gert þvert á mat þeirra stofn­ana og lög­manna sem leitað var til. Bjarni lagði ein­fald­lega „sjálf­stætt mat“ á þær rök­semdir sem fram höfðu verið settar og komst að annarri nið­ur­stöðu „með hlið­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­sæi ríki um ráð­stöfun opin­berra hags­muna“.

Auglýsing
Þetta var góð og nauð­syn­leg ákvörðun hjá Bjarna, þótt margt annað í sölu­ferl­inu á Íslands­banka sé sann­ar­lega gagn­rýn­is­vert og enn óupp­gert. 

Bjarni, og félagar hans í rík­is­stjórn, þurfa nú að halda áfram á þess­ari leið, sem er hin rétta, og leggja sjálf­stætt mat á fleiri ferli þar sem almanna­gæðum var úthlutað eða rík­is­eignir seld­ar, undir leynd­ar­hjúp. 

Þrjú mál standa þar upp úr.

Fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands

Frá því í febr­­­­­úar 2012 til febr­­­­­úar 2015 fóru fram 21 útboð eftir fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­leið­­­­­ar­inn­­­­­ar, sem sam­svar­aði um 206 millj­­­örðum króna.

794 inn­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­leiðar Seðla­­­­­banka Íslands á tíma þar sem ströng fjár­magns­höft voru við lýði. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­kvæmt skil­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­leið­­­­­ar­inn­­­­­ar.

Afslátt­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­arðar króna á þáver­andi gengi. Og mun meira á gengi dags­ins í dag.

Seðla­­­­­­­­bank­inn var í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­­­leg. Líkt og verslun sem leiddi heild­­­­­­­­sala og neyt­endur sam­­­­­­­an, ekki ósvipað og Banka­sýsla rík­is­ins sem leiddi selj­anda að hlut í Íslands­banka, íslenska rík­ið, saman við hóp kaup­enda. Eft­ir­lit með nýt­ingu leið­ar­innar var ekk­ert. Seðla­bank­inn sagði bank­anna eiga að að ganga úr skugga hvaðan pen­ing­arnir sem flæddu inn á vild­ar­kjörum væru að koma. Hver upp­runi þeirra væri. Bank­arnir ein­fald­lega sinntu ekki því eft­ir­liti. Fyrir vikið fengu gríð­ar­legar fjár­hæð­ir, sem eng­inn vissi hvaða komu, heil­brigð­is­vott­orð. Þær voru þvegnar og til­búnar til lög­legrar notk­un­ar. Með virð­is­aukn­ingu í boði íslenskra stjórn­valda sem auk þess buðu upp á bruna­út­sölu á verð­mætum sem mátti kaupa fyrir þessa pen­inga. 

„Hefði mátt fylgj­ast mun betur með því hvaðan pen­ing­arnir komu“

Hvaðan komu þessi pen­ing­ar? Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­­ar 2017, var fjallað um fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­leið Seðla­­­­­banka Íslands og því meðal ann­­­­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­­­­­magn­inu frá aflands­­­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­leið­ina. Sú skýrsla var gerð fyrir fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neyt­ið. 

Í skýrslu sem Seðla­banki Íslands gerði um leið­ina og birt var 2019 sagði að hún hafi sett þá sem áttu óskila­­skyldan erlendan gjald­eyri í betri stöðu til að kaupa kaupa inn­­­lendar eignir á lágu verði og gengi. „Áhrif þess á eigna­­skipt­ingu kunna að vera nei­­kvæð. Í kjöl­far efna­hag­skreppu geta aðilar sem eru í sterkri lausa­­fjár- og eig­in­fjár­­­stöðu jafnan eign­­ast eignir á hag­­stæðu verði [...] Þótt deila megi um sann­­girni þess var fátt sem Seðla­­bank­inn gat gert til þess að stuðla að sann­­gjarn­­ari útkomu innan þess lag­­ara­mma sem hann starfar undir og án þess að ganga gegn því mark­miði aðgerð­anna að stuðla að stöð­ug­­leika. Í stöð­ug­­leik­­anum fel­­ast afar brýnir almanna­hags­munir sem vega verður á móti óæski­­legum tekju­­skipt­ing­­ar­á­hrif­­um.“ Seðla­­bank­inn við­­ur­­kenndi einnig að gagn­rýni á heim­ild félaga með heim­il­is­­festi í þekktum skatta­­skjólum til þátt­­töku í fjár­­­fest­ing­ar­­leið­inni hafi verið eðli­­leg í ljósi sög­unn­­ar. 

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri tók meira að segja undir gagn­rýn­ina á leið­ina í eft­ir­minni­legu við­tali við Stund­ina í fyrra. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Þetta myndi aldrei ger­­ast á minni vakt. Aldrei. Ég er sam­­mála, það hefði mátt fylgj­­ast mun betur með því hvaðan pen­ing­­arnir komu. Ég myndi aldrei sam­­þykkja svona á minni vakt.“

Auglýsing
Mál tengd fjár­fest­ing­ar­leið­inni hafa enn fremur verið til rann­sóknar hjá skatta­yf­ir­völdum vegna gruns um að skatta­snið­ganga hafi átti sér stað. 

Allt leiðir þetta að því að ríkir almanna­hags­munir standa til þess að yfir­lit yfir þá inn­lendu og erlendu aðila sem fengu að nýta sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands verði birt opin­ber­lega. 

For­sæt­is­ráð­herra þarf að leggja sjálf­stætt mat á mik­il­vægi

​​Seðla­­bank­inn og stjórn­­völd hafa hins vegar aldrei viljað upp­­lýsa hverjir það voru sem fengu að nýta sér þessa leið til að leysa út geng­is­hagn­að, fá lög­­­mæti á fjár­­muni sem mög­u­­lega voru afurð skattaund­an­­skota eða raun­veru­­leg eign ann­­arra og fá virð­is­aukn­ingu úr hendi opin­bers aðila sem öðrum lands­­mönnum bauðst ekki. Þeirra afstaða er að það sé mik­il­væg­ara að vernda þann afmark­aða hóp sem fékk þessi gæði afhent á silf­ur­fati og gat keypt upp eignir í íslensku sam­fé­lagi á hrakvirði fyrir mögu­lega illa fengið fé, með virð­is­aukn­ingu í boði gjald­eyr­is­versl­unar Seðla­banka Íslands, en að upp­lýsa almenn­ing um hverjir þetta vor­u. 

Í áður­nefndri skýrslu sem Seðla­bank­inn skrif­aði um eigin verk sagði að það væri ekki hlut­verk Seðla­­banka Íslands að útdeilda rétt­­læti í sam­­fé­lag­inu „með því að greina á milli æski­­legra og óæski­­legra fjár­­­festa, verð­ugra og óverð­ugra.“ Það sé ekki úrlausn­­ar­efni hans heldur ann­arra. 

Þótt stjórn­­­völd hafi ekki viljað upp­­­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina þá hafa fjöl­miðlar getað upp­­­lýst um félög í eigu ein­hverra aðila sem það gerð­u

Kjarn­inn hefur beðið for­sæt­is­ráð­herra, sem Seðla­banki Íslands heyrir und­ir, að leggja sjálf­stætt mat á þær rök­semdir sem settar hafa verið fram um að þagn­ar­skyldu­á­kvæði skuli ríkja yfir nöfnum þeirra sem fengu að nýta sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Um sé að ræða hóp sem fékk afhent gæði umfram almenna borg­ara sem leiddu til tæki­færa sem almennir borg­arar fengu ekki. Svara er beð­ið. 

Eigna­safn Seðla­banka Íslands

Eftir banka­hrunið var eignum sem féllu Seðla­bank­anum í skaut vegna þess safnað saman í sér­stakt félag, Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ). Það var oft kallað „rusla­kista Seðla­bank­ans“. Um var að ræða alls­konar eign­ir, t.d. skulda­bréf, verð­bréf, fast­eign­ir. Þaðan voru þær svo seldar með ógagn­sæjum hætti. Umfang þeirra var sagt 490 millj­arðar króna árið 2017. Á núvirði er að mun hærra.

Varað var sér­stak­lega við að fara þessa leið við að selja rík­is­eign­ir, áður en það var ákveð­ið. Mik­ils­metnir hag­fræð­ing­ar, Gauti B. Egg­erts­­son og Jón Steins­­son, skrif­uðu meðal ann­ars grein snemma árs 2009 þar sem þeir sögðu að stærsti ókost­­ur­inn við hana væri hætta á spill­ingu. „Reynslan hefur kennt Íslend­ingum – og raunar öðrum þjóðum – að þegar ríkið selur eignir er mikil hætta á því að umsjón­­ar­­menn sölu­­ferl­is­ins selji vin­um, ætt­­ingjum eða jafn­­vel sjálfum sér verð­­mætar eignir á und­ir­verð­i.“

Ekk­ert var hlustað á þessar við­var­an­ir.

Sölu eign­anna lauk 2017 og Seðla­bank­inn til­kynnti að hann ætl­aði sér að skrifa skýrslu um eigin verk. Hún átti að koma út 2018 og átti að varpa heild­ar­mynd á starf­semi félags­ins. Skýrslan er enn ekki komin út, meira en fjórum árum eftir að slita­ferli ESÍ hófst. Seðla­bank­inn ber fyrir sig miklar annir og getur ekki sagt hvenær skýrslu­gerðin klárist. Allt lyktar þetta af því að verið sé að þæfa málið í þeirri von að það fenni yfir til­urð þessa félags.

Sig­urður Ingi hafði einu sinni mik­inn áhuga á þessum upp­lýs­ingum

Þrátt fyrir miklar umleit­anir fjöl­miðla á und­an­förnum árum hafa engar upp­lýs­ingar feng­ist um nákvæm­lega hvaða eignir var um að ræða né hverjir fengu að kaupa þær. Þeim hefur öllum verið hafnað á grund­velli þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæðis laga um Seðla­­banka Íslands og þeirrar und­an­þágu frá upp­­lýs­inga­lögum sem ESÍ naut. Sú und­an­þága rann út í des­em­ber 2018.

Það hafa fleiri reynt að svæla fram þessar upp­lýs­ing­ar. Árið 2017 lagði stjórn­ar­and­stöðu­þing­maður fram ítar­lega fyr­ir­spurn um ESÍ, hvaða eignir félagið hafi kom­ist yfir og selt og hverjir hafi fengið að kaupa. Hann óskaði líka eftir ítar­legum upp­lýs­ingum um fram­kvæmd sölu­ferlis eign­anna. Fyr­ir­spurn benti ein­dregið til þess að fyr­ir­spyrj­and­inn vissi eitt­hvað um málið sem hann mátti ekki segja en vildi svæla fram. Það átti ekki að koma á óvart, enda var um að ræða Sig­urð Inga Jóhanns­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sem hafði setið í rík­is­stjórn­inni 2013 til 2016 og var þegar þarna var komið í stuttri stjórn­ar­and­stöðu­út­lægð. 

Sá ráð­herra sem átti að svara fyr­ir­spurn­inni var Bjarni Bene­dikts­son, þá for­sæt­is­ráð­herra. Hann tók sér þrjá og hálfan mánuð í að gera það en svörin voru hvorki efn­is­leg né sér­tæk, heldur vís­aði Bjarni til þagn­­­ar­­­skyldu Seðla­­­bank­ans um verk­efni ESÍ og að bank­inn myndi skila af sér skýrslu um ESÍ og starf­­­semi þess fyrir lok árs 2018, þegar vinnu við slit væri lok­ið. Þeirri skýrslu hef­ur, líkt og áður sagði, enn ekki verið skil­að.

Svarið við fyr­ir­spurn­inni óþægi­legu barst 8. sept­em­ber 2017, þremur og hálfum mán­uði eftir að hún var lögð fram, en almennt hafa ráð­herrar 15 virka daga til að svara fyr­ir­spurn­um. Viku síðar sprakk rík­is­stjórn Bjarna og boðað var til nýrra kosn­inga. Eftir þær mynd­aði Sig­urður Ingi rík­is­stjórn með Bjarna og Katrínu Jak­obs­dótt­ur. 

Hann hefur ekki spurt meira út í ESÍ eða beitt sér sér­tækt til að upp­lýsa um mál­efni félags­ins.  

Kjarn­inn spyr sömu spurn­inga og for­maður Fram­sóknar gerði

Í ljósi þess að mik­il­vægt væri að gagn­­sæi ríki um ráð­­stöfun þeirra opin­beru hags­muna sem fór fram í gegnum ESÍ hefur Kjarn­inn óskað eftir því að for­­sæt­is­ráðu­­neyt­ið, sem Seðla­­banki Íslands heyrir und­ir, leggi sjálf­­stætt mat á þær rök­­semdir sem settar hafa verið fram um þagn­­ar­­skyldu og banka­­leynd hvað varðar starf­­semi ESÍ. Sér­stak­lega í ljósi þess að und­an­þágu­heim­ild ESÍ frá upp­lýs­inga­lögum er ekki lengur í gild­i. 

Auglýsing
Verði nið­­ur­­staða þess mats sú sama og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra komst að varð­andi list­ann yfir kaup­endur á hlut í Íslands­­­banka hefur Kjarn­inn óskað þess að; fá lista yfir allar eignir sem settar voru inn í ESÍ, fá yfir­­lit yfir sölu þeirra eigna, hvenær þær voru seld­­ar, á hvaða verði, hverjir voru milli­­liðir og fá yfir­­lit yfir kaup­endur allra þeirra eigna sem seldar voru út úr ESÍ. 

Sé Sig­urður Ingi sam­kvæmur sjálfum sér þá ætti hann að styðja þessa opin­ber­un. Kjarn­inn er enda að biðja um nákvæm­lega sömu upp­lýs­ingar og hann sjálfur óskaði eftir að fá árið 2017. 

Upp­lýsa þarf um fjár­sóps­eign­irnar

Það eru fleiri dreggjar hruns­ins. Á árunum 2016 til 2018 starf­aði félag sem hét Lind­ar­hvol. Hlut­verk þess var að taka við eignum sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa. Um var að ræða eignir sem voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði.

Á meðal þess­ara eigna voru svo­kall­aðar fjár­sóps­eign­ir. Í ein­földu máli voru það eignir sem slitabú bank­anna héldu eftir og seldu, en afrakstur þeirrar sölu rann í rík­is­sjóð. Erfitt er að skilja starfs­reglur Lind­ar­hvols öðru­vísi en að stjórn þess félags hafi þurft að sam­þykkja það þegar slíkar eignir voru seld­ar. 

Á meðal eigna sem töld­ust til fjár­sóps­eigna voru eign­ar­hlutir í félögum sem seldir voru á hrakvirði en nýtt­ust sem stökk­pallur í gríð­ar­leg auð­æfi og völd í íslensku atvinnu­lífi fyrir þann hóp sem fékk að kaupa. Engar upp­lýs­ingar hafa feng­ist um slíkar söl­ur. 

Í skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun gerði um starf­semi Lind­ar­hvols er ekk­ert fjallað um hverjar fjár­sóps­eign­irnar voru, hvernig þær voru seldar né hverjir fengu að kaupa þær. Þetta þarf allt saman að opin­bera.

Í ljósi þessa hefur Kjarn­inn kallað eftir því að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra leggi sjálf­stætt mat á að láta fjöl­miðl­inum í té yfir­lit yfir allar eignir sem Lind­ar­hvol seldi á starfs­tíma sín­um, upp­lýs­ingar um hvenær sala þeirra fór fram og á hvaða verði. Enn fremur hefur verið óskað eftir upp­lýs­ingum um hver kaup­andi að öllum eign­unum var. Þá hefur verið óskað eftir upp­lýs­ingum um hvernig fyr­ir­komu­lag á sölu á fjár­sóps­eignum var, öllum fund­ar­gerðum stjórnar Lind­ar­hvols, afriti af stöð­ug­leika­samn­ing­unum sem gerðir voru við slitabú föllnu bank­anna og af öllum fylgi­skjölum þeirra.

Auð­veldið starf fjöl­miðla og aukið um leið traust

Þegar núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf hófst haustið 2017 var það meðal ann­ars gert undir þeim for­merkjum að efla þyrfti traust á stjórn­mál og stjórn­sýslu. Það þyrfti meðal ann­ars að gera með því að auka gagn­sæi.

Eyða þeirri til­finn­ingu að stjórn­mála­menn væru að makka bak­við luktar dyr til að koma, með spilltum hætti, gæðum í hand­valdar hend­ur. 

Eitt af fyrstu verkum for­sæt­is­ráð­herra var að skipa starfs­hóp til að ná þessum mark­mið­um. Í skýrslu starfs­hóps­ins mátti finna ýmsar leiðir að þeim. Meðal ann­ars að sett yrði ákveðin stefna um það hvernig miðla ætti upp­lýs­ingum til almenn­ings, meðal ann­ars með því að það væri meira frum­kvæði í því hvernig það yrði gert fremur en að almenn­ingur þurfi sífellt að sækja sér upp­lýs­ing­arn­ar.

Þegar for­sæt­is­ráð­herra kynnti skýrsl­una á þingi sagði hún meðal ann­ars: „Það skiptir máli að það ríki traust á okkar störf­um. Það er ekki ásætt­an­legt hversu hægt hefur gengið að byggja það traust upp aftur eftir hrun. Við vitum að það var mjög mikið fyrir hrun, mun meira en til að mynda í nágranna­löndum okkar á sama tíma. En að sama skapi hefðum við örugg­lega öll viljað sjá þetta traust byggj­ast hraðar upp. Ég held að við eigum tæki­færi í því.“

Nú er tæki­færið fyrir Katrínu, Bjarna og Sig­urð Inga. Lyftið hul­iðs­hjálm­inum og leyfið almenn­ingi að sjá hvernig gríð­ar­legum rík­is­eign­um, ann­ars konar gæðum og tæki­færum var ráð­stafað yfir margra ára tíma­bil. Ef ekk­ert mis­jafnt átti sér stað hlýtur það að vera allra hagur að opin­bera allt ofan­grein­t. 

Við bíðum öll spennt eftir að fá að vita.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari