Auglýsing

„Helst vildi seðla­bank­inn að fólk hætti að eyða pen­ing­um“. Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í við­tali við RÚV í vik­unni í kjöl­far þess að stýri­vextir voru hækk­aðir upp í 5,5 pró­sent, með til­heyr­andi áhrifum á greiðslu­byrði hús­næð­is­lána heim­ila í land­inu. Svo hló hann. 

Ásgeir var vænt­an­lega ekki að tala við þann rúm­lega þriðj­ung heim­ila í land­inu sem átti ekk­ert eftir í vesk­inu í lok mán­aðar fyrir þessa miklu vaxta­hækk­un. Hann var varla að tala við þá sem búa þegar við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað (greiddu meira en 40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínu í að halda þaki yfir höf­uð­ið) sem varð enn meira íþyngj­andi eftir nýj­ustu vaxta­hækkun Seðla­bank­ans. Fólkið sem býr við næstum tveggja stafa verð­bólgu og hefur séð mat, þjón­ustu, elds­neyti og aðrar lífs­nauð­synjar hækka gríð­ar­lega það sem af er ári. 

Það fólk þarf nefni­lega að eyða pen­ingum til að lifa af. Sumt þarf að ganga á sparnað til þess sé hann til. Aðrir þurfa bein­línis að skuld­setja sig svo lífið gangi upp. Eða sækja sér bara næstum útrunn­inn mat í Mat­ar­banka til að svelta ekki.

Lágir vextir til fram­búðar og verð­trygg­ing­in, hún er dauð

Ásgeir var senni­lega heldur ekki að tala við fólkið sem hann seldi fyrir tveimur árum að lág­vaxt­ar­um­hverfið væri komið til að vera og að verð­trygg­ingin myndi deyja. Það sem keypti sér íbúð á þessu tíma­bili gríð­ar­legra verð­hækk­ana, sem eiga rætur sínar að rekja í aðgerðum Seðla­bank­ans og stjórn­valda, með því að rétt slefa yfir greiðslu­mat ein­ungis til að fá mestu vaxta­hækkun hins vest­ræna heims í and­litið til að éta upp allt þeirra fjár­hags­lega svig­rúm. 

Hann er alveg örugg­lega ekki að tala við fólkið sem þarf nú, vegna tak­mark­ana sem Seðla­bank­inn hefur inn­leitt á lán­töku til að stemma stigu við eigna­bólu sem hann blés upp sjálf­ur, að taka verð­tryggð lán á tveggja stafa raun­vöxtum vilji það tryggja sér öruggt þak yfir höf­uð­ið. Að mati seðla­banka­stjóra ætti sá hóp­ur, og hinir næstum 100 þús­und íbúar lands­ins sem hafa ekki átt hús­næði, enda helst að búa áfram heima hjá for­eldrum sínum á meðan að Seðla­bank­inn stillir af krónu­hag­kerf­ið. Kælir það.

Þessi hópur getur beðið með líf­ið, að minnsta kosti þar til að það passar inn í seðla­banka­stjóra­leik­inn sem Ásgeir er að leika.   

Vextir bíta ekki á þeim sem stað­greiða híbýli

Kannski var hann að tala við milli­stétt­ina, sem náði að byggja upp mik­inn sparnað á kór­ónu­veiru­tím­anum vegna auk­ins kaup­máttar sem féll til út af skatta­lækk­unum rík­is­stjórn­ar­innar 2019 og tíma­bundnu lágu vaxta­stigi. Þeirrar sem hefur nú gengið skarpt á þann sparnað með því óhófi að fara til útlanda í sum­ar­frí eftir tveggja ára þvingað frí frá slíkum eða keypti sér nýjan bíl. Ásgeir verður samt að hafa í huga að staða þessa fólks, sem er pikk­fast í krónu­hag­kerf­inu, hefur líka gjör­breyst á nokkrum mán­uð­um. Greiðslu­byrði hús­næð­is­lána hefur auk­ist hjá mörgum um vel á aðra milljón króna á ári án þess að krón­unum í vesk­inu um mán­aða­mótin hafi fjölgað neitt á móti. Hann getur því gengið að því vísu að svig­rúm margra innan milli­stétt­ar­innar til að eyða um efni fram er að mestu horfið með verð- og vaxta­hækk­un­um. Og andað létt­ar.

Auglýsing
Eitt er þó öruggt. Ásgeir var ekki að tala um rík­ustu tíu pró­sent þjóð­ar­inn­ar, þá sem þén­aði nán­ast allar fjár­magnstekj­urnar sem féllu til hér­lendis í fyrra, að uppi­stöðu vegna aðgerða Seðla­bank­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þorri þess hóps býr enda ekk­ert í krónu­hag­kerfi Ásgeirs. Stór­fyr­ir­tæk­in, sér­stak­lega útgerð­ir, gera upp í öðrum myntum og geta tekið lán utan land­stein­anna. Fólkið sem á eða stýrir þeim þarf ekk­ert hús­næð­is­lán, sem ráð­ast af stýri­vöxt­um. Það stað­greiðir sín híbýl­i. 

Nei, vaxta­hækk­an­ir, tak­mark­anir og hvatn­ing­ar­orð Ásgeirs bein­ast að heim­ilum ann­ars vegar og litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum hins veg­ar. 

Þeim sem þurfa að not­ast við krón­una. Og lifa í efna­hags­stefnu sitj­andi rík­is­stjórn­ar.

Stöð­ug­leiki Bjarna

„Við þurfum að und­ir­gang­ast við­ur­kennd lög­mál hag­fræð­inn­ar,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við Morg­un­blaðið fyrr í þessum mán­uði þegar hann var spurður út í stýri­vaxta­hækk­anir og kjara­samn­inga. Hann sagði enn­fremur að verja þurfi þann kaup­mátt sem hafi áunn­ist á und­an­förnum árum. 

Þetta er sami Bjarni og skrif­aði grein eftir grein eftir grein fyrir síð­ustu kosn­ingar þar sem hann lof­aði því að vextir yrðu lágir til fram­búðar ef fólk myndi bara kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það skipti heim­ilin öllu máli að stöð­ug­leiki og lágir vextir yrðu varð­veittir með ábyrgri rík­is­fjár­mála­stefnu þesss flokks. „Ís­lensk heim­ili finna að við erum á réttri leið. Það er auð­veld­ara að láta mán­aða­mótin ganga upp [...]Þetta getur allt breyst hratt ef ný rík­is­stjórn setur verð­bólg­una af stað aft­ur. Reikn­ing­ur­inn fyrir lof­orða­listana birt­ist okkur öllum í hærra vöru­verð­i.“

Bjarna varð að ósk sinni. Flokkur hans hélst í rík­is­stjórn og tök hans á efna­hags­málum þjóð­ar­innar voru áfram algjör.

Síðan að Bjarni skrif­aði grein­arnar sínar fyrir síð­ustu kosn­ingar hefur verð­bólga auk­ist úr 4,4 í 9,9 pró­sent. Verð á almennri þjón­­ustu hefur hækkað um 8,5 pró­­sent á einu ári. Inn­­­lendar vörur hafa hækkað um 8,7 pró­­sent á sama tíma, en þar vegur verð­hækkun á mat­vöru þyngst. Elds­­neyt­is­verð hækk­­aði líka skarpt á fyrri hluta árs­ins, eða alls um 41 pró­­sent milli ára. Stýri­vextir hafa verið hækk­aðir úr 1,25 í 5,5 pró­sent.

Mán­aða­mótin ganga ekki lengur auð­veld­lega upp hjá mörg­um. Aukna ráð­stöf­un­ar­féð fer í að borga sífellt meira af hús­næð­ilán­un­um, kaupa dýr­ara í mat­inn, dæla dýr­ara bens­íni á bíl­inn og borga fleiri krónur fyrir þjón­ustu.

Þetta er stöð­ug­leik­inn hans Bjarna. 

Lög­mál Bjarna

Lög­mál þeirrar hag­fræði sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stundar er að lækka skatta til að auka ráð­stöf­un­ar­tekj­ur. Og það er auð­vitað rétt að skarpar skatta­lækk­anir skila auknum ráð­stöf­un­ar­tekj­um, enda fjölgar krón­unum sem verða eftir í veskjum lands­manna þegar ríkið tekur minna til sín. Á sama tíma er rekin svelti­stefna í vel­ferð­ar­þjón­ustu vegna þess að ekki eru sóttar nýjar tekj­ur, til dæmis með eðli­legri álagn­ingu veiði­gjalda, til halda henni uppi eftir að tekju­stofnar eru gefnir eft­ir. Þetta er drauma­heimur fyrir gíruga fjár­magns­eig­end­ur. Þeir borga lægri skatta og svelti­stefn­an, með til­heyr­andi biðlistum og kaosi, skapar grund­völl til að breyta vel­ferð­ar­þjón­ustu í ný við­skipta­tæki­færi.

En hag­fræðilög­mál Bjarna virkar ekki jafn vel fyrir alla. Ávinn­ingnum er afar mis­skipt. 

Þar má til að mynda horfa á nýbirtar tölur frá Alþýðu­sam­bandi Íslands sem sýna að tekju­ó­jöfn­uður jókst í fyrra. Í þeim tölum kom líka fram að skatt­byrði þeirra tíu pró­sent lands­manna sem þén­uðu mest dróst saman á síð­asta ári á meðan að skatt­byrði allra ann­arra tekju­hópa, 90 pró­sent skatt­greið­enda með lægstu tekj­urn­ar, jókst. 

Auglýsing
Samhliða juk­ust ráð­stöf­un­ar­tekjur efstu tíund­ar­innar um tíu pró­sent, en ráð­stöf­un­ar­tekjur ann­arra hópa juk­ust miklu minna, eða um 1,3 til 4,5 pró­sent. 

Ástæða þess að ráð­stöf­un­ar­tekjur efstu tíund­ar­innar juk­ust svona mikið er að lang­mestu leyti sú að fjár­magnstekjur þeirra stórjuk­ust á síð­asta ári, en hóp­ur­inn tók til sín 81 pró­sent af þeim 181 millj­arði króna sem féll til sem fjár­magnstekjur í fyrra. 

Helsta ástæðan fyrir því að fjár­magnstekjur juk­ust svona mikið í fyrra eru aðgerðir Seðla­banka Íslands og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem ákváðu að dæla fjár­munum á eign­ar­mark­aði sem við­bragði við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum í stað þess að beina þeim að illa stöddum hópum sem þurftu mest á pen­ingum að halda í gegnum milli­færslu­kerfi. Rúm­lega helm­ingur af öllum nýjum auð heim­ila sem féll til í fyrra, 331 af 608 millj­örðum króna, fór til efstu tíund­ar­inn­ar, sem er langt umfram með­al­tal síð­ustu ára.

Þetta til­búna ástand kost­aði okkur skatt­greið­endur fullt. Afkoma rík­is­sjóðs var nei­kvæð um 443 millj­arða króna á árunum 2020 og 2021. Sam­kvæmt fjár­lögum fyrir þetta ár verður hall­inn í ár 186 millj­arðar króna. Þetta eru ekki litlir pen­ingar sem stjórn­völd not­uðu úr sam­eig­in­legum sjóðum til að skapa núver­andi ástand. ­Reikn­ing­ur­inn er sendur til skatt­greið­enda fram­tíð­ar.

Þetta er hag­fræðin hans Bjarna. 

Hugsum um þá sem eru með mörg hund­ruð millj­ónir á ári

Í þessu ástandi erum við að sigla inn í kjara­samn­inga. Ljóst má vera af vend­ingum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að farið verður í þá af fullri hörku, með það að leið­ar­ljósi að byrðum og gæðum verði skipt með rétt­lát­ari hætti en gert er í hag­fræði­legum veru­leika Ásgeirs og Bjarna. 

Ásgeir, Bjarni og allir hinir sem eru alveg eins og þeir hafa ítrekað boð­að, hótað eða hrút­skýrt fyrir fólk­inu sem það finnst ekki vita nógu mikið um hvað sé hvað að ekk­ert svig­rúm sé til launa­hækk­ana fyrir venju­legt launa­fólk. Það sé allt uppurið. Ef pöp­ull­inn axli ekki sína ábyrgð og sæki engar nýjar krónur í launa­umslag­ið, þrátt fyrir að útgjöldin við að lifa af hafi stór­aukist, þá muni allt fara til fjand­ans á verð­bólgu­báli sem kveikt verður með víxl­verkun launa. Það sé bara ein­falt hag­fræði­legt lög­mál. 

Það eru þó hópar sem lúta ekk­ert þessu lög­máli. Til dæmis útgerð­ar­for­stjór­inn sem í tekju­blaði Frjálsrar versl­unar var sagður með rúm­lega 3,6 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun en með fjár­magnstekjur upp á 870 millj­ónir króna á ári ofan á þau smán­ar­laun. Saman ná launa- og fjár­magnstekjur hans að verða meiri en þær 907 millj­ónir króna sem útgerð­ar­fyr­ir­tækið sem hann stýr­ir, eitt það stærsta á Íslandi, borg­aði í veiði­gjöld fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind í fyrra. 

Góðar og gildar ástæður fyrir því að fákeppn­is­for­stjórar fái ofur­laun

Lög­málið á auð­vitað heldur ekki við um skatta­snið­göngu­fólkið sem skilar ekki tugum millj­arða króna í rík­is­sjóð á ári, og rík­is­stjórnin veit af en velur að fara ekki eftir líka til að sækja rétt­látar og nauð­syn­legar tekj­ur. Ráð­herr­ar, þing­menn og æðstu emb­ætt­is­menn, sem hafa tekið launa­hækk­anir langt umfram aðra síð­ustu ár og eru í sumum til­fellum með marg­föld með­al­laun á mán­uði, eru líka súkkulaði í þessu lög­máli. For­stjórar fyr­ir­tækja á fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­mörk­uð­um, sem eru að með­al­tali með á sjöttu milljón króna á mán­uði, telj­ast heldur ekki með. Fyrir því eru víst góðar og gildar ástæður. Ef for­stjór­arnir eru ekki settir á þennan launa­stall, helst með kaupauka­kerfi og brjál­aða starfs­loka­samn­inga til við­bót­ar, þá ná stór­fyr­ir­tækin ekki að njóta „starfs­krafta þeirra og hæfi­leika sem allra best þannig að hagur þeirra og félags­ins fari sam­an­“. Þá eru ótaldir lobbí­ist­arnir sem gæta hags­muna stór­fyr­ir­tækja, og eru margir hverjir með vel á fjórðu milljón króna á mán­uði.

Þetta eru ofur­menni sem eiga engan sinn lík­an. Sjálf­krýndu sig­ur­veg­ar­arn­ir. Einu sem kom­ast með tærnar þar sem það hefur hæl­ana er annað fólk í sama mengi. Hinir fjár­magns­eig­end­urn­ir, fákeppn­is­for­stjór­arn­ir, lobbí­ist­arn­ir. Og auð­vitað Ásgeir. Og Bjarn­i. 

Tölum við hvort annað

Við skulum bara tala af alvöru við hvort ann­að, ekki út frá talna­leik­fimi, gas­lýs­ingu eða lög­málum fólks sem deilir ekki kjörum með þorra fólks í land­inu. Á Íslandi, sem er mold­ríkt land, er að teikn­ast upp ískyggi­leg mynd. Stór hluti fólks er þegar kom­inn í vand­ræði og nær ekki endum sam­an. Enn stærri hluti fólks finnur til­finn­an­lega fyrir þeim gríð­ar­legu hækk­unum sem dag­legt líf kostar í þess­ari, að hluta til heima­til­búnu, dýr­tíð. Þeir verst settu eiga ekki fyrir mat.

Verð­bólgan skaðar þennan hóp. Krónu­hag­kerfið skaðar þennan hóp. Vaxta­hækk­anir skaða þennan hóp. Kerf­is­bundin van­fjár­mögnun vel­ferð­ar­kerf­is­ins skaðar þennan hóp. Þetta er þorri lands­manna. Þessi hópur þarf að krefj­ast aðgerða sem gagn­ast hon­um. Aðgerða sem rík­is­stjórn sem ein­blínir á ómögu­leika breyt­inga virð­ist óhæf til að grípa til.

Hún er upp­tekn­ari af öðrum hópi. Þeim sem finnur ekk­ert fyrir þessu ástandi í sínu dag­lega lífi. Hópnum sem hún hefur að stóru leyti fram­selt ákvörð­un­ar­valdið til, hvort sem það er með­vitað eða ekki.

Hópnum sem finnst hann vera betri, virð­is­meiri, en hin­ir. Ekki vegna þess að hann búi endi­lega yfir ein­hverjum sér­stökum hæfi­leikum öðrum en hroka og óskamm­feilni. Ekki vegna þess að hann skapi verð­mæti á hverjum degi út úr ein­stökum hug­mynd­um. Heldur vegna þess að fjöl­skyldu­tengsl, stjórn­mál eða ann­ars konar pils­fald­ar­kap­ít­al­isma hefur fært honum tæki­færi, áhrif eða aðgengi að pen­ingum ann­arra til að hagn­ast á sjálfur innan kerfis sem er smíðað utan um þennan hóp.  

Til­gangur lífs hans er að verja þetta kerfi. Krón­una, fákeppn­ina, skatta­snið­göng­una, auð­linda­nýt­ingu án rétts end­ur­gjalds, Ásgeir og Bjarna.

Á kostnað allra hinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari