Það er ekki pólitískur ómöguleiki að fara eftir vilja þjóðar

Auglýsing

Fyrir kosn­ing­arnar 2013 sögðu fjórir af sex odd­vitum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem leiddu kjör­­dæmi flokks­ins, þar á meðal for­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son, að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu yrði sett í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu á kom­andi kjör­­tíma­bil­inu. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­is­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar voru settir um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­is­­stjórnar eða sýn­i­­legan þjóð­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum þegar þessi fyr­ir­heit voru gef­in. 

Umsóknin var síðan dregin til baka eftir kosn­ingar án þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram. Í við­tölum í kjöl­farið bar Bjarni fyrir sig „póli­tískan ómögu­leika“ þess að halda slíka í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­ar­flokk­ar, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, voru and­vígir aðild. 

Í könnun sem gerð var á vor­mán­uðum árs­ins 2014 kom í ljós að 72 pró­sent lands­manna vildu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna en 21 pró­sent var á mót­i. 

Sá skýri þjóð­ar­vilji breytti engu. „Póli­tískur ómögu­leiki“ tromp­aði hann. 

Mik­ill og við­var­andi meiri­hluti fyrir breyt­ingum í sjáv­ar­út­vegi

Fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið sem gert hefur hand­fylli ein­stak­linga á Íslandi for­ríka á alþjóð­legum mæli­kvarða vegna nýt­ingar á þjóð­ar­auð­lind, og tryggt þeim gríð­ar­leg ítök í öðrum öngum íslensks sam­fé­lags, er lík­lega eitt stærsta svöðusárið á þjóð­arsál­inn­i. 

Í ágúst var birt nið­ur­staða könn­unar sem Gallup gerði fyrir þrýsti­hóp­inn Þjóð­ar­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­ar­inn­ar. Nið­ur­staðan var sú að 77 pró­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­ing­ur­inn væri minni hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Auglýsing
Í annarri könn­un, sem MMR gerði fyrir Öldu – félags um sjálf­bærni og lýð­ræði, og var birt í ágúst, 66 pró­sent lands­manna, tveir af hverjum þrem­ur, vera óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­kerfi í sjáv­ar­út­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­sent vera mjög óánægð með hana. Tæpur fimmt­ung­ur, 19 pró­sent aðspurðra, sagð­ist ekki hafa sterka skoðun á útfærsl­unni en ein­ungis 14 pró­sent voru ánægð með hana. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins reynd­ust þeir einu sem eru ánægð­ari með útfærslu kvóta­kerf­is­ins en óánægð­ari. Alls sögð­ust 42 pró­sent þeirra vera ánægðir með hana en 25 pró­sent eru óánægð. 

Í sömu könnun kom fram að 64 pró­sent lands­manna töldu að núver­andi útfærsla á kvóta­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu. Meiri­hluti kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks töldu reyndar að sú ógn væri ekki til staðar en kjós­endur allra ann­arra flokka sem eiga mögu­leika á að kom­ast inn á þing voru á annarri skoð­un.

Samt virð­ist póli­tískt ómögu­legt að breyta þessu kerfi í sam­ræmi við vilja þjóð­ar­inn­ar.

Meiri­hluti vill end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá

Í nóv­em­ber 2020 birti MMR nið­ur­stöður úr könnun um stjórn­ar­skrár­mál. Þar var spurt hversu mik­il­vægt eða lít­il­vægt fólki þætti að Íslend­ingar myndu fá nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Í ljós kom að 59 pró­sent töldu það mik­il­vægt en 25 pró­sent lít­il­vægt. 

Í sömu könnun kom í ljós að tveir af hverjum þremur lands­mönnum vildi að til­lögur Stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varps að nýrri stjórn­ar­skrá. Afstaðan gagn­vart þessum atriðum hefur verið nær óbreytt frá árinu 2012. 

Gallup gerði svo sam­bæri­lega könnun, þar sem spurt var um skoðun fólks á stjórn­ar­skránni og til breyt­inga á henni, í júlí 2021. Nið­ur­staðan var að 53 pró­sent vildu breyt­ingar á stjórn­ar­skrá í sam­ræmi við til­lögur stjórn­laga­ráðs og rúm­lega 18 pró­sent vildu breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en ekki þær sem stjórn­laga­ráð lagði til. Um 13 pró­sent vildu að stjórn­ar­skráin héld­ist óbreytt og nær 16 pró­sent sögðu engan af fyrr­nefndum kostum lýsa skoðun sinn­i. 

Það hefur legið fyrir frá því í októ­ber 2018 að heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá yrði ekki á dag­skrá á þessu kjör­tíma­bili, þrátt fyrir að það stæði í stjórn­ar­sátt­mála að rík­is­stjórnin vildi halda áfram með heild­ar­end­ur­skoðun henn­ar. Þá greindi Bjarni Bene­dikts­son frá því að hann teldi ekki þörf á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar, og við það varð hún póli­tískur ómögu­leik­i. 

Gerðu athuga­semdir við hug­takið „þjóð­ar­eign“

Þær útvötn­uðu breyt­ing­ar­til­lögur á stjórn­ar­skránni sem for­sæt­is­ráð­herra valdi til umfjöll­unar á kjör­tíma­bil­inu áttu heldur ekki mikla mögu­leika. Vinna við þær mall­aði áfram í hálf­gerðu til­gangs­leysi allt kjör­tíma­bilið en þegar þrjú stærstu lobbý­ista­sam­tök lands­ins, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð skil­uðu öll umsögnum um stjórn­ar­skrár­frum­varp for­sæt­is­ráð­herra, sögðu það ýmsum ann­mörkum háð og lögðu til að það næði ekki óbreytt fram að ganga varð flestum ljóst sem þekkja hefð­bundið gang­verk mála hér­lendis á und­an­förnum árum ljóst hvernig málið myndi enda. Athuga­semdir þeirra voru að uppi­stöðu við hug­takið „þjóð­ar­eign“ sem öll sam­tökin gerðu veru­legar athuga­semdir við.

Það kom því engum á óvart þegar full­trúar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd felldu til­lögu um að afgreiða stjórn­ar­skrár­frum­varpið úr nefnd í sum­ar. Og slógu þar umbótum á því plaggi á enn lengri frest, í takti við vilja minni­hluta þjóð­ar, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og stærstu lobbý­ista­sam­tak­anna. 

Mik­ill meiri­hluti vildi ekki selja banka sem var samt seldur

Í Hvít­bók um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins sem birt var í des­em­ber 2018 kom fram að 61,2 pró­­sent lands­­manna væri jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka. Ein­ungis 13,5 pró­­sent þeirra voru nei­­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­­sent höfðu ekki sér­­staka skoðun á því.

Í könnun Gallup sem gerð var snemma á þessu ári kom fram að tæp 56 pró­sent lands­manna lögð­ust gegn því að ríkið selji hlut sinn í Íslands­banka. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum hennar sögð­ust 23,5 pró­sent vera fylgj­andi sölu og 20,8 pró­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á mál­inu, hvorki með né á móti.

Auglýsing
Kjósendur eins flokks, Sjálf­stæð­is­flokks, voru fylgj­andi sölu Íslands­banka á þessu ári. Kjós­endur allra ann­arra flokka voru að meiri­hluta á móti henni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er líka lang­vin­sæl­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins hjá tekju­hæstu ein­stak­ling­unum á Ísland­i. 

Samt var 35 pró­sent hlutur í Íslands­banka seldur í sumar á verði sem var 34 pró­sent undir mark­aðsvirði Arion banka (sem er minni banki), eða á um 55 millj­arða króna. Mark­aðsvirði þess hlutar er nú, tæpum þremur mán­uðum eftir útboð­ið, um 31 millj­arði krónum hærra en það var við skrán­ingu Íslands­banka á mark­að.

Fleiri vilja taka við fleiri flótta­mönn­um 

Tæp 40 pró­sent lands­manna telja að hér á landi séu tekið á móti of fáum flótta­mönn­um, 35 pró­sent telja fjölda flótta­fólks sem tekið er við hæfi­legan og 26 pró­sent lands­manna telja að verið sé að taka á móti of miklum fjölda flótta­manna, sam­kvæmt könnun MMR sem birt­ist í síð­ustu viku.

Þrátt fyrir að hér hafi und­an­farin fjögur ár setið rík­is­stjórn undir for­ystu Vinstri grænna sem boðar stærri skref í mót­töku flótta­fólks en áður hafa verið stigin finnst 57 pró­sentum þeirra kjós­enda Vinstri grænna sem tóku afstöðu í könn­un­inni að verið sé að taka á móti of fáum flótta­mönnum hingað til lands.

Stuðn­ings­menn hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­ana eru ekki alveg á sömu skoð­un. Aðeins 18 pró­sent aðspurðra kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins finnst að verið sé að taka á móti of fáum flótta­mönn­um, á meðan að 36 pró­sent þeirra finnst fjöldi flótta­manna hér á landi of mik­ill.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er síð­an, eins og í mörgum öðrum mál­um, mitt á milli sam­starfs­flokka sinna í rík­is­stjórn, en 32 pró­sentum þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa flokk­inn finnst tekið á móti of fáum flótta­mönnum og 22 pró­sentum finnst tekið á móti of mörg­um, sam­kvæmt könnun MMR.

Ísland tekur áfram sem áður á móti fáum flótta­mönnum miðað við getu.

Allir nema Sjálf­stæð­is­menn vilja að þeir rík­ustu greiði hærri skatta

Næstum átta af hverjum tíu lands­mönnum, eða 77 pró­sent, töldu sam­kvæmt nýlegri könnun að auð­ug­asta fólkið á Íslandi, það sem til­heyrir því eina pró­senti sem á mest, ætti að greiða hærri skatta. Ein­ungis fimm pró­sent töldu að skattar á rík­asta fólkið ættu að lækk­a. 

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skáru sig úr þegar kemur að vilja til að hækka skatta þeirra sem mest eiga. Alls sögðu 37 pró­sent þeirra að það ætti að hækka skatta á auð­ug­ustu Íslend­ing­anna. 45 pró­sent þeirra vildu að skattar væru óbreyttir en 18 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks vildu að skattar á efsta pró­sentið yrðu lækk­að­ir, eða næstum einn af hverjum fimm kjós­endum flokks­ins.

Rík­asta eitt pró­sent­ið, alls um 2.400 fjöl­skyld­ur, bættu 37,3 millj­örðum króna við eigið fé sitt í fyrra, eða um 30 pró­sent af öllum nýjum auð sem varð til á því ári. Þessar fjöl­skyldur áttu sam­tals 902,2 millj­arða króna í lok árs 2020.

Eigið fé rík­ustu hópanna hér­lendis hefur verið stór­lega van­met­ið, og er mun meira en þær tölur sem hér eru til umfjöll­unar hér að ofan. Hluti verð­bréfa­eign­ar, hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lög­um, er metin á nafn­virði, en ekki mark­aðsvirði. Þá eru fast­eignir metnar á sam­kvæmt fast­eigna­mati, ekki mark­aðsvirði, sem er í flestum til­fellum hærra.

Það þýðir að ef verð­bréf í t.d. hluta­fé­lögum hafi hækkað í verði frá því að þau voru keypt þá kemur slíkt ekki fram í þessum töl­um. Úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands hefur til að mynda hækkað um 115 pró­sent frá því í mars á síð­asta ári. 

Meg­in­þorri verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga til­heyra þeim tíu pró­sentum lands­manna sem eru rík­ast­ir. Sá hópur átti 86 pró­sent allra verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga í lok árs 2019.

Samt stór­lækk­aði skatt­byrði efsta pró­sents­ins á árunum 1995 til 2018, á sama tíma og skatt­byrði lægri tekju­hópa jókst.

Þarf að við­halda stöð­ug­leik­an­um?

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði nýverið að alþing­is­kosn­ing­arnar í lok sept­em­ber snú­ist „fyrst og fremst um það að halda vinstri­st­jórn frá völd­um“.

„Að hér verði ekki til vinstri­st­jórn eftir kosn­ing­ar, það er stóra mál­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið aflið sem hefur komið í veg fyrir það hingað til og það er það sem við stefnum á að ger­a,“ sagði Bjarni í við­tali við Pál Magn­ús­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á sjón­varps­stöð.

Vinstri­st­jórn þýðir í þessu sam­hengi allar rík­is­stjórnir sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki aðili að, óháð því hvort slíkar væru aðal­lega sam­settar af miðju­flokk­um. Að sama skapi er stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum og Vinstri grænum ekki vinstri­st­jórn að mati for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Það sem hann á við er að það þurfi að mynda stjórn til að „við­halda stöð­ug­leika“. Á manna­máli þýðir það stjórn sem breytir ekki ofan­greindum kerf­um. Ver fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið fyrir breyt­ing­um, ver stjórn­ar­skránna fyrir breyt­ing­um, selur áfram hluti rík­is­ins í bönk­um, tekur ekki á móti mark­tækt fleiri flótta­mönnum og eykur ekki skatt­byrði hinna allra ríkustu, svo þeir geti orðið enn rík­ari. Í stuttu máli stjórn sem fram­fylgir stefnu flokks sem er með undir 24 pró­sent fylgi, en ekki vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Þessi stöð­ug­leiki er póli­tískur mögu­leiki á meðan að aðrir flokkar eru til­búnir að fyr­ir­gera sínum stefnu­málum til að fá sæti við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Það er engin ómögu­leiki að breyta þessu. Vanda­málið er heima­til­bú­ið. Það er hægt að koma á umbóta­stjórn með góðan meiri­hluta sem tekur á öllum ofan­greindum málum í takti við þjóð­ar­vilja. Hún þyrfti að inni­halda fjóra til fimm flokka og starfa eins og stjórnir hafa gert lengi á hinum Norð­ur­lönd­unum með góðum árangri. Þessi leið reynir meira á stjórn­mála­menn­ina, það er erf­ið­ara að breyta en standa kyrr, en hún gerir þeim líka kleift að koma hug­sjónum sínum og stefnum í verk. 

Það skiptir nefni­lega öllu máli hver stjórn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari