Óflokkað

Framlag Kjarnans hingað til á árinu 2018

Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2017.

Á meðal þeirra mála sem Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um á árinu 2018 er hinn mikli órói sem er til staðar á vinnu­mark­aði, meðal ann­ars vegna mjög bættra kjara æðstu ráða­manna veórígna úrskurða kjara­ráðs. Þeir hafa tryggt ráð­herrum, þing­mönn­um, aðstoð­ar­mönnum ráð­herra og dóm­urum tug­pró­senta launa­hækk­anir af kjara­ráði, sem sömu aðilar skip­uðu. Þing­­menn hækk­­uðu til að mynda um 44,3 pró­­sent í launum á kjör­dag 2016. Í stað­inn voru laun kjara­ráðs hækkuð af stjórn­­­mála­­mönn­­um.

Þá greindi Kjarn­inn frá því að póli­­tísk ákvörðun hefði verið tekin um það að færa for­­stjóra rík­­is­­fyr­ir­tækja undan kjara­ráði með þeim afleið­ingum að stjórnir sömu fyr­ir­tækja, skip­aðar af stjórn­­­mála­­flokk­um, ákváðu að hækka laun útvarps­­­stjóra um 16 pró­­sent í 1,8 millj­­ónir króna á mán­uði, laun for­­stjóra Isa­via um 20 pró­­sent í 2,1 millj­­ónir króna á mán­uði, laun for­­stjóra Lands­­virkj­unar um 32 pró­­sent upp í 2,7 millj­­ónir króna á mán­uði, laun for­­stjóra Íslands­­­pósts um 17,6 pró­­sent í 1,7 millj­­ónir króna á mán­uði og laun for­­stjóra Lands­­nets um tíu pró­­sent í 1,8 millj­­ónir króna á mán­uði.

Þetta var gert þrátt fyrir að Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði beðið stjórn­­­ar­­menn sér­­stak­­lega um það, bæði skrif­­lega og í eigin per­­sónu, að sýna hóf­­semi í launa­á­kvörð­unum for­­stjór­anna.

Kjarn­inn fjall­aði einnig um að for­­stjórar fyr­ir­tækja í Kaup­höll væru með nálægt fimm millj­­ónum króna að með­­al­tali í mán­að­­ar­­laun. Það eru 17-18­föld lág­­marks­­laun. Umtals­vert launa­skrið er að eiga sér stað þar.

United Sil­icon

Kjarn­inn fjall­aði um mál­efni United Sil­icon, en félagið var sett í þrot 22. jan­úar 2018.

Um miðjan febr­­úar náð­ist sam­komu­lag milli skipta­­­stjóra þrota­­­bús United Sil­icon og Arion banka um að bank­inn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félags­­­ins.

Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Sil­icon og bók­­­færir virði eign­anna á 5,4 millj­­­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­­­ónir króna.

Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Sil­icon frá því að félagið var sett í greiðslu­­­stöðvun og fram að gjald­­­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­­­hæð­­­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 90 pró­­­­­­sent. Um var­úð­­­­­­ar­n­ið­­­­­­ur­­­­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­launa­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­­ur­­­­­­færslan einnig 90 pró­­­­­­sent­­­­­­um. Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna Bún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­un­­­­­­ar­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­ar­­­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn Festa 875 millj­­­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­­­kvæmt var­úð­­­­­ar­n­ið­­­­­ur­­­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Magnús Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, er ekki í góðum málum.
Mynd: Skjáskot

Enn hleðst utan á þetta dæma­lausa mál. Í lið­inni viku var greint frá því að þrotabú United Sil­icon hefur stefnt stofn­anda og fyrr­ver­andi for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, Magn­úsi Garð­­ar­s­­syni, öðru sinni fyrir meint fjár­­­svik hans. Þrota­­búið hafði áður stefnt Magn­úsi í byrjun árs 2018 vegna meints fjár­­­dráttar upp á rúm­­lega hálfan millj­­arð króna. Sam­­kvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrota­­bú­ið, og Kjarn­inn greindi ítar­­lega frá í jan­úar síð­­ast­liðnum í röð frétta­­skýr­inga, kom fram að alls sé Magnús grun­aður um að hafa dregið að sér 605 millj­­ónir króna.

Van­traust á ráð­herra

Um mið­­nætti 5. mars lögðu tveir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­­ar, Píratar og Sam­­fylk­ing, fram van­­traust­s­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra. Sú gjörð á rætur sínar að rekja í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða.

Til­­lagan var tekin fyrir á Alþingi 6. mars. Þar var hún felld. Atkvæði féllu þannig að 33 voru á móti til­­­lög­unni, 29 með­­­­­fylgj­andi og einn sat hjá, Berg­þór Óla­­­son Mið­­­flokki.

Tveir þing­­­menn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynj­­­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­­­son, studdu til­­­lögu um van­­­traust, en aðrir stjórn­­­­­ar­­­þing­­­menn voru á mót­i.

Í kjöl­farið hefur því verið haldið fram, meðal ann­­ars af vara­­for­­manni Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, að stjórn­­­ar­­meiri­hlut­inn telji nú 33 þing­­menn en ekki þá 35 sem sitja á þingi fyrir stjórn­­­mála­­flokk­anna þrjá sem mynda rík­­is­­stjórn. Kjarn­inn kru­fði málið.

Lokakafl­inn í flétt­unni um Arion banka

Lokakafl­inn í flétt­unni um fram­­tíð Arion banka, eina stóra við­­skipta­­bank­ans á Íslandi sem er ekki að meiri­hluta í rík­­i­s­eigu, fór fram á fyrri hluta árs.

Hann hófst þegar líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins var boðið að kaupa allt að fimm pró­­sent hlut í bank­an­­um. Sjóð­irnir höfðu til 12. febr­­úar að svara til­­­boð­inu. Þeir sögðu pass hver á fætur öðr­­um.

Í kjöl­farið var þeim skila­­boðum komið til Banka­­sýslu rík­­is­ins að vilji væri hjá Kaup­skil­um, félagi í eigu Kaup­­þings þar sem vog­un­­ar­­sjóðir eru stærstu hlut­haf­­arn­ir, að virkja kaup­rétt á 13 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Arion banka og greiða um 23 millj­­arða króna fyrir 13 pró­­sent hlut rík­­is­ins.

15. febr­­úar var sam­­þykkt að Arion banki myndi kaupa 9,5 pró­­­sent hlut í sjálfum sér af Kaup­skil­um, félagi í eigu Kaup­­­þings, stærsta eig­anda bank­ans. Um er að kaup á eigin bréfum í sam­ræmi við ákvörðun hlut­hafa­fund­­ar. Til við­­bótar var greidd arð­greiðsla upp á 7,9 millj­­arða króna.

Mikil póli­­tísk átök urðu um ofan­­greindar vend­ing­­ar. Hluti þing­­manna vildi að stjórn­­völd myndu grípa inn í ferlið með ein­hverjum hætti, annað hvort með því að nýta for­­kaups­rétt sinn á hlutum í Arion banka eða með því að hafna nýt­ingu Kaup­­þings á kaup­rétt­inum á hlut rík­­is­ins. Ástæðan var meðal ann­ars sú að umfjöllun fjöl­miðla, m.a. Kjarn­ans, hafði sýnt fram á að það var mikið falið virði í Arion banka. Stjórn­­völd töldu hvor­ugt ger­­legt, enda engar for­­sendur til staðar til nýt­ingar á for­­kaups­rétt­inum og nýt­ing kaup­réttar í sam­ræmi við gerða samn­inga. Auk þess er það skoðun margra ráða­­manna að æski­­legt sé að ríkið selji að minnsta kosti hluta þeirra banka­­eigna sem það á.

Arion banki var svo skráður á markað í júní.

Skipt­ing gæða

Kjarn­inn hélt áfram umfjöllun sinni um skipt­ingu gæða á Íslandi og í apríl greindi hann frá því að um 218 fjöl­skyld­ur, sem mynda rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna, áttu 201,3 millj­arða króna í hreinni eign í lok árs 2016. Hóp­ur­inn jók hreinar eignir sínar um 14 millj­arða króna á því ári. Það þýðir að ef sú tala myndi dreifast jafnt á hvern og myndi það þýða að hver og einn fram­telj­andi hafi aukið hreina eign sína um 67 millj­ónir króna á árinu 2016, eða um 5,6 millj­ónir króna á mán­uði. Um er að ræða fram­telj­endur og því getur bæði verið um sam­skatt­aða og ein­stak­linga að ræða. Þessi hópur hefur sam­tals átt­faldað hreina eign sína í krónum talið, án til­lits til verð­bólgu, á tæpum tveimur ára­tug­um.

Rík­asta pró­sent lands­manna, 2.180 fram­telj­end­ur, áttu 612,6 millj­arða króna í hreinni eign í árs­lok 2016. Auður þeirra jókst um 53,1 millj­arða króna á því ári. Þessi hópur átti meira eigið fé á þessum tíma en þau 80 pró­sent lands­manna sem áttu minnst. Sam­eig­in­legar eignir þess hóps, sem telur 174.935 fram­telj­end­ur, var 516,1 millj­arðar króna. Rík­asta pró­sentið hefur aukið hreina eign sína sjö­falt á tveimur ára­tugum í krónum talið.

Mikil pólitísk átök eru framundan vegna komandi kjarasamninga. Þar verður meðal annars tekist á um hvernig þjóðarkakan eigi að skiptast.
Mynd: Bára Huld Beck

Rík­ustu fimm pró­sent lands­manna, alls um 10.900 fram­telj­end­ur, áttu 1.388,3 millj­arða króna í hreina eign í árs­lok 2016. Sá hópur jók eignir sínar um 139 millj­arða króna á því ári.

Eigið fé allra lands­manna jókst um 394 millj­arða króna á umræddu ári. Það þýðir að rík­asta 0,1 pró­sentið tók til sín 3,5 pró­sent af öllu nýju eigin fé, rík­asta eitt pró­sentið tók til sín 13,5 pró­sent þess og rík­ustu fimm pró­sent lands­manna tók til sín 35,3 pró­sent af öllu nýju eigin fé sem varð til á árinu 2016. Rík­asta tíund þjóð­ar­innar tók til sín tæpan helm­ing þeirrar hreinu eignar sem varð til á því ári.

Kosn­inga­svindl, leigu­fé­lög og allt hitt

Neyt­enda­mál eru ætið ofar­lega á baugi í Kjarn­an­um. Í maí rýndi hann í fjar­skipta­mark­að­inn og þau sögu­legu tíð­indi sem þá voru orðin að bæði Nova og Voda­fone eru nú stærri en Sím­inn á far­síma­mark­aði. Þá eru tvö af hverjum þremur síma­kortum Íslend­inga nú 4G kort og Notkun Íslend­inga á gagna­magni í gegnum far­síma­kerfið hefur rúm­lega 1oofald­ast frá árs­lokum 2009.

Kjarn­inn leiddi líka umfjöllun um mögu­legt kosn­inga­svindl sem átt hefur sér stað á Íslandi og greindi frá fjöl­mörgum atvikum sem áttu sér stað í kringum síð­ustu tvær alþing­is­kosn­ingar þar sem grunur leikur á um að farið hafi verið á skjön við lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka til að reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöðu kosn­inga. Engin rann­sókn hefur farið fram á þeim.

Þá opin­ber­aði Kjarn­inn að stór hluti þeirra eigna sem eru í Heima­völl­um, stærsta leigu­fé­lagi lands­ins sem starfar á almennum mark­aði, hafði áður verið í eigu félaga eða stofn­ana í eigu rík­is­ins. Rúm­lega helm­ingur allra vaxta­ber­andi skulda félags­ins eru auk þess við Íbúða­lána­sjóð. Meðal ann­ars er um að ræða lán sem eiga að fara til félaga sem eru ekki rekin í hagn­að­ar­skyni.

Kosn­ingar fóru fram í maí og Kjarn­inn var að venju með umfangs­mikla umfjöllun um aðdrag­anda þeirra, birti kosn­inga­spár þar sem skoð­ana­kann­anir voru vigtaðar og greindi við­ræð­urnar sem áttu sér stað í kjöl­far­ið. Þær end­uðu með myndun meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Pírata og Við­reisnar og Dagur B. Egg­erts­son sat áfram sem borg­ar­stjóri.

Þegar greint var frá því í byrjun júní að Skelj­ungs­fléttan svo­kall­aða væri til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara tók Kjarn­inn það að sér að útskýra nákvæm­lega fyrir les­endum hvað í henni fólst.

Þá hélt Kjarn­inn áfram umfangs­mik­illi umfjöllun sinni um stöðu erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi og þær gríð­ar­legu sam­fé­lags­breyt­ingar sem fylgja metaukn­ingu í fjölda þeirra.

Á síð­ustu vikum opin­ber­aði Kjarn­inn síðan meðal ann­ars það að Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefði verið ákærður fyrir pen­inga­þvætti. vegna eigna sem hann geymir í aflands­fé­lagi. Júl­íus Víf­ill hefur ávallt neitað sök en nú liggur ákæra fyrir í mál­inu. Hann er fyrsti stjórn­mála­mað­ur­inn sem var opin­ber­aður í Panama­skjöl­unum til að vera ákærð­ur.

Og svo auð­vitað þetta með WOW air, sem er orðið of stórt til að falla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar