Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
10. janúar 2023
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum
Sáttarferli er hafið á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka, vegna athugunar fjármálaeftirlitsins á framkvæmd bankans á útboði Bankasýslunnar á bréfum í bankanum sjálfum, sem gaf til kynna að lög gætu hafa verið brotin.
9. janúar 2023
Fyrirhugað uppbyggingarsvæði landeldis Geo Salmo er við bergbrúnina vestan Þorlákshafnar.
Möguleg ljós- og lyktmengun af nýju landeldi við Þorlákshöfn þurfi nánari skoðun
Sveitarstjórnarfólk í Ölfusi gerir athugasemdir við að litla umfjöllun um ljósmengun og enga um kröfu sveitarfélagsins um að úrgangur verði geymdur innandyra sé að finna í umhverfismatsskýrslu um fyrirhugað landeldi Geo Salmo.
9. janúar 2023
Vænt áhrif Borgarlínu á lýðheilsu eru tekin til skoðunar í nýju lýðheilsumati sem kynnt var fyrir borgarfulltrúum í liðinni viku.
Búast við lýðheilsulegum ávinningi af Borgarlínu
Þrátt fyrir að enn séu fjögur ár hið minnsta í að fyrsti áfangi Borgarlínu verði kláraður að fullu er þegar búið að vinna svokallað lýðheilsumat á væntum áhrifum framkvæmdarinnar á borgarbúa. Niðurstöðurnar benda til margvíslegs ávinnings.
8. janúar 2023
Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sagði í nýlegu minnisblaði að málaflokkur heimilislausra sé orðinn of stór málaflokkur til að hann geti hvílt á herðum borgarinnar einnar.
Þriðjungur kostnaðar til kominn vegna þjónustu við fatlað fólk með vímuefnavanda
Reykjavíkurborg telur úrræði sem borgin heldur úti fyrir fatlað fólk með virkan vímuefnavanda með þegar hún tekur saman útlagðan kostnað sinn við málaflokk heimilislausra. Enginn íbúi í Seltjarnarnesbæ telst heimilislaus þessa stundina.
6. janúar 2023
Mark Zuckerberg er forstjóri Meta, sem á bæði Facebook og Instagram.
Auglýsingamódel Facebook og Instagram fær þungt högg í Evrópu
Tæknirisinn Meta hefur verið sektaður um jafnvirði hátt í 60 milljarða króna og virðist tilneyddur til að breyta því hvernig auglýsingum er beint að notendum Facebook og Instagram í Evrópu, í kjölfar úrskurðar írskra persónuverndaryfirvalda.
5. janúar 2023
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Vind­orkan áskorun fyrir stjórn­kerfi skipu­lags- og orku­mála
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ræddi við Kjarnann fyrir skemmstu og fór þar yfir þau álitamál sem eru til staðar hvað vindorku varðar. Hún segir ekki sjálfgefið að nýta skuli þegar röskuð svæði, eins og til dæmis við hálendisbrúnina, undir vindmyllur.
5. janúar 2023
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa við Austurhöfn.
Hálfgerð Eurovision-stigagjöf hjá matsnefnd Hörpu sögð óhefðbundin
Val matsnefndar á vegum tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á ljósabúnaði var fellt úr gildi með úrskurði kærunefndar útboðsmála um miðjan síðasta mánuð. Aðferðafræðin við stigagjöf var óhefðbundin, sagði kærunefndin.
4. janúar 2023
Mun færri ungar konur búa með foreldrum sínum en ungir karlar.
Ekki færri ungmenni í foreldrahúsum frá upphafi mælinga
Frá því að Hagstofa Íslands byrjaði að mæla hve margir á aldrinum 18-24 ára búa með foreldrum sínum hefur hlutfallið aldrei verið lægra en það var árið 2021. Töluverður munur er á milli ungra karla og kvenna í þessum efnum.
4. janúar 2023
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
30. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Borgarlínan „lykilþáttur“ í samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið, sem meðalstór norræn borg, er í samkeppni við aðrar slíkar á Norðurlöndum um íbúa, bæði íslenska og erlenda. Hágæða almenningssamgöngukerfi sem gefur möguleika á þéttri borgarbyggð er þar „lykilþáttur“ segir Davíð Þorláksson.
28. desember 2022
Sjö orð sem skilgreindu árið 2022
Á ritstjórn Kjarnans voru nú í lok ársins tekin saman sjö orð, sem hvert um sig skilgreindu árið 2022 með sínum hætti.
27. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Áttar sig illa á andstöðu hægrimanna við veggjöld
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að mestur árangur í baráttu við umferðartafir náist með því að leggja á veggjöld sem séu hærri á háannatímum en utan þeirra. Kjarninn ræðir við Davíð Þorláksson um veggjöld, Keldnalandið og verkefni samgöngusáttmála.
27. desember 2022
Á árinu 2019 nam meðalgreiðslan til hvers einstakling sem fékk greiddan lífeyri frá Íslandi til Portúgal 3,6 milljónum króna.
Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis
Fjármála- og efnahagsráðherra fól skattaskrifstofu ráðuneytisins í upphafi árs 2020 að taka saman minnisblað um möguleika Íslands til að skattleggja lífeyri sem greiddur var til einstaklinga með búsetu í Portúgal, í ljósi þess að Portúgal gerði það ekki.
23. desember 2022
Reykjavíkurborg ber mestan þunga af þjónustu við heimilislaust fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Borgin varði 1,5 milljörðum í málaflokk heimilislausra á fyrstu 10 mánuðum ársins
Á fyrstu tíu mánuðum ársins varði Reykjavíkurborg einum og hálfum milljarði króna í þjónustu og stuðning við heimilislaust fólk. Önnur sveitarfélög greiddu borginni 28,5 milljónir króna fyrir gistingu íbúa sinna í neyðarskýlum á sama tímabili.
23. desember 2022
Hríseyjarferjan Sævar.
Eysteinn Þórir hreppti Hríseyjarferjuna
Vegagerðin tók lægsta boði í rekstur Hríseyjarferjunnar á árunum 2023-2025. Eysteinn Þórir Yngvason bauð rúm 85 prósent af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í reksturinn, fyrir hönd óstofnaðs félags, en hann rak Viðeyjarferjuna frá 1993 til 2008.
20. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS.
Kjarasamningur SGS samþykktur hjá öllum 17 aðildarfélögunum
Yfir 85 prósent þeirra félagsmanna sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning SGS og SA sögðu já. Samningurinn var samþykktur með afgerandi hætti hjá öllum þeim 17 félögum sem eiga aðild að samningnum.
19. desember 2022
Laugardalslaug og öllum öðrum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað í dag.
Nær öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun
Loka þarf nær öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins í dag sökum bilunar í Hellisheiðarvirkjun, sem skerðir framleiðslugetu á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins um að minnsta kosti 20 prósent.
19. desember 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á þinginu í síðustu viku.
Bjarni tók upp hanskann fyrir almenningssamgöngur
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á þingi á dögunum að honum þætti formaður Miðflokkins tala um almenningssamgöngur eins og þær skiptu engu máli. „Ég er ekki sammála því,“ sagði Bjarni.
17. desember 2022
Sveitarfélögin munu geta lagt á allt að 14,74 prósenta útsvar á næsta ári.
Hámarksútsvar hækkað um 0,22 prósentustig og tekjuskattur lækkaður á móti
Fjármála- og efnahagsráðuneytið útfærði tillögur um hækkun hámarksútsvars og lækkun tekjuskatts til að koma til móts við útgjaldaaukningu sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðs fólks. Hámarksútsvar má verða 14,74 prósent á næsta ári.
17. desember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Einn Héraðsdómur verði með yfirstjórn í Reykjavík en átta starfsstöðvar um landið
Starfshópur dómsmálaráðherra um sameiningu héraðsdómstólanna átta í eina stofnun leggur til að sameinaður dómstóll fái nafnið Héraðsdómur og hafi áfram starfsemi á þeim átta stöðum þar sem héraðsdómstólar starfa í dag.
16. desember 2022
Reykjavíkurborg dreifði 64 blaðsíðna riti um uppbyggingu íbúða í borginni í 60.500 eintökum í síðasta mánuði.
Gagnrýna 13,3 milljóna húsnæðisbækling á tímum niðurskurðar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks í borgarráði gagnrýna að borgin hafi varið 13,3 milljónum króna í útgáfu rits um húsnæðisuppbyggingu á sama tíma og samþykkt hafi verið að skera niður bókakaup grunnskóla og opnunartíma félagsmiðstöðva.
16. desember 2022
Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja ganga til fundar við fjölmiðla í Kaupmannahöfn í gær.
„Top-topskat“, stytting háskólanáms og venjulegur vinnudagur á kóngsbænadegi
Ný dönsk ríkisstjórn ætlar að fjölga tekjuskattsþrepunum úr tveimur í fjögur, stytta þann tíma sem stúdentar geta notið námsstyrkja og hækka laun ótilgreindra starfsstétta hjá hinu opinbera. 15 karlar og 8 konur eru í nýrri ríkisstjórn Mette Frederiksen.
15. desember 2022