Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Mynd úr safni.
Við frekari sölu Íslandsbanka þurfi að meta hvað jafnræði og gagnsæi megi kosta
Fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í morgun. Hann sagðist telja útilokað að ríkisstjórnin notaðist aftur við tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut í Íslandsbanka.
23. nóvember 2022
Í Sóltúni 2 (t.v.) er í dag rekið hjúkrunarheimili. Til stendur að stækka það hús og byggja svo allt að 79 íbúðir í stakstæðu fjölbýlishúsi við Sóltún 4 sem er til hægri á teikningunni. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir hjúkrunarrýmum þar.
Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreit
Íbúar í Túnum í Reykjavík segja sumir að síðasta tækifæri borgaryfirvalda til að skipuleggja hverfisgarð fyrir þau sem búa á svæðinu sé að fara forgörðum, með skipulagsbreytingum á lóðinni Sóltún 2-4, sem bíða samþykktar borgarráðs.
23. nóvember 2022
Friðjón R. Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokks vill bjóða út rekstur flugstöðvar Keflavíkurflugvallar
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nýti lagaheimildir til að opna á útboð á ýmsum þáttum í rekstri Isavia á Keflavíkurflugvelli, til dæmis reksturs fríhafnarverslana á vellinum.
20. nóvember 2022
Augu heimsins munu beinast að smáríkinu Katar við Persaflóa næstu vikur.
„Sportþvotturinn“ í Katar sannarlega ekki sá fyrsti og eflaust ekki sá síðasti
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á morgun. Yfirvöld þar hafa verið sökuð um „sportþvott“ – þó umdeilt sé hvort það hugtak eigi við í tilfelli HM 2022. Kjarninn tók saman nokkur söguleg dæmi um sportþvott, frá ólympíuleikum Hitlers fram til okkar daga.
19. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Tekjutap ríkisins vegna niðurgreiðslu enn fleiri rafbíla gæti orðið 3,8 milljarðar
Að því gefnu að rafbílasala haldi áfram að aukast á næsta ári má áætla að afnám fjöldamarka hvað niðurgreiðslur rafbíla varðar feli í sér 3,8 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð.
18. nóvember 2022
Hermann Hermansson forstöðumaður rekstrar hjá Landsbankanum og Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarformaður Samherja handsöluðu formlega kaup Kaldbaks á gamla Landsbankahúsinu á Akureyri í gær.
Samherji ætlar að aðskilja fjárfestingafélag sitt frá samstæðunni
Fjárfestingafélagið Kaldbakur verður sjálfstætt félag, að fullu aðskilið frá samstæðu Samherja, við árslok. Þar verða eignir Samherja sem ekki tengjast sjávarútvegi geymdar. Höfuðstöðvar félagsins verða í gamla Landsbankahúsinu á Akureyri.
17. nóvember 2022
Viktoría og Anton Garbar eru nú í haldi ítalskra yfirvalda, eftir að hafa verið fylgt frá Íslandi í fylgd fjögurra lögregluþjóna.
Ítalskir lögregluþjónar hafi undrast komu Antons og Viktoríu
Hinn rússneski Anton Garbar, sem vísað var úr landi ásamt Viktoríu eiginkonu sinni í gær, segir að ítalskir lögreglumenn hafi undrast komu þeirra til Mílanó í fylgd fjögurra íslenskra lögregluþjóna. Hjónin eru nú í haldi ítalskra yfirvalda.
17. nóvember 2022
Mynd úr safni, tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Fáum verið vísað frá Noregi og Danmörku til Grikklands á grundvelli verndar þar
Samkvæmt svörum sem Kjarninn fékk frá yfirvöldum útlendingamála í Noregi og Danmörku hefur fáum einstaklingum með viðurkennda stöðu flóttamanna í Grikklandi verið vísað aftur þangað á þeim grundvelli undanfarin tvö ár.
17. nóvember 2022
Innstigum í strætisvagna fækkaði verulega í kórónuveirufaraldrinum. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins biðla á ný til þingsins um að bæta tekjutap Strætó bs. vegna faraldursins.
Harma að fjáraukalög innihaldi ekki framlög til þjónustu við fatlaða né reksturs Strætó
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru skúffuð yfir því að í fjáraukalagafrumvarpi fjármálaráðherra sé hvorki að finna aukið fé til lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk, né aukin framlög til Strætó bs. vegna tekjutaps í gegnum veirufaraldurinn.
16. nóvember 2022
Fyrir liggur að fréttamenn voru flóðlýstir við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðar. Hvorki Isavia né ríkislögreglustjóri hafa hins vegar gert grein fyrir því hvernig það atvikaðist.
Áfram óljóst hver ber ábyrgð á því að flugvallarstarfsmenn flóðlýstu fréttafólk
Þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla, auk Blaðamannafélagsins, til að komast að því hvernig til þess koma að fréttatökuteymi frá RÚV var flóðlýst við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðarins er það enn óljóst. Isavia vísar nú á ríkislögreglustjóra.
15. nóvember 2022
Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Þingmenn Framsóknar vilja sjá ríkisfyrirtæki um rafeldsneytisframleiðslu
Í þingsályktunartillögu frá þingflokki Framsóknar er lagt til að ríkisstjórnin skoði stofnun fyrirtækis um rafeldsneytisframleiðslu, sem yrði í meirihlutaeigu ríkisins. Hafa skuli til hliðsjónar hvernig Noregur byggði upp olíuvinnslu sína.
14. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún: „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi“
Formaður Samfylkingarinnar segir að til hafi staðið að hún og Bjarni Benediktsson ræddu skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna í Kastljósi í kvöld, en ráðherrann hafi ekki treyst sér til þess.
14. nóvember 2022
Björk Guðmundsdóttir og Katrín Jakobsdóttir ræddust við í síma í september 2019. Forsætisráðherra segist hvergi hafa gefið fyrirheit um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.
Engin fyrirheit gefin um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Í svari við fyrirspurn á þingi segir forsætisráðherra að hún hafi ekki gefið Björk Guðmundsdóttur nein fyrirheit um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2019.
14. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson og ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar í dag.
„Ágætis verð“ segir Bjarni – Krafa frá stjórnarandstöðunni um rannsóknarnefnd
Stjórnarandstöðuþingmenn hafa margir brugðist við skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna með því að ítreka fyrri kröfur um skipun rannsóknarnefndar. Þingmaður Pírata kallar eftir því að Bjarni Benediktsson stígi til hliðar sem fjármálaráðherra.
14. nóvember 2022
Íbúar landsins voru 359.122 í upphafi árs 2021 samkvæmt nýja manntalinu en ekki 368.791, eins og lögheimilisskráningar gáfu til kynna.
Nýtt manntal: Íbúar á Íslandi næstum 10 þúsund færri en talið hefur verið
Íbúar á Íslandi í upphafi árs 2021 voru næstum 10 þúsund færri en lögheimilisskráningar sögðu til um, samkvæmt upplýsingum úr nýju manntali, því fyrsta sem framkvæmt er hérlendis frá 2011.
14. nóvember 2022
Reykjadalur er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Svæðið er innan Sveitarfélagsins Ölfuss.
Hvergerðingar segja Elliða tala með óábyrgum hætti um orkunýtingu í Reykjadal
Bæjarstjórnin í Hveragerði hnýtti í orð Elliða Vignissonar sveitarstjóra í Ölfusi um mögulega orkunýtingu í Reykjadal eða nágrenni, á fundi sínum í vikunni.
12. nóvember 2022
Vegna faraldursins komu margar AirBnB íbúðir inn á fasteignamarkaðinn, ýmist til almennrar leigu eða kaupa. Nú eru á ný yfir 2.000 íbúðir til útleigu á síðunni.
AirBnB-íbúðir á höfuðborgarsvæðinu aftur orðnar fleiri en 2.000 talsins
Þegar mest lét á árunum 2017, 2018 og 2019 voru yfir 3.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til leigu á AirBnB. Í veirufaraldrinum féll fjöldinn verulega, en í sumar skreið fjöldi íbúða í útleigu á ný yfir 2.000.
12. nóvember 2022
Donald Trump og Melania eiginkona hans á kjörstað í Flórída-ríki.
Er tími Trumps liðinn?
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum í vikunni fóru ekki eins og á horfðist. Úrslitin þykja bagaleg fyrir Donald Trump, en frambjóðendur sem hann studdi opinberlega náðu margir litlum árangri. Bandarískir íhaldsmenn huga nú að uppgjöri við Trumpismann.
12. nóvember 2022
Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Kópavogur ræður ekki yfir háloftunum og Reykjavík löngu búin að semja við ríkið
Mál sem varða ónæði og jafnve meinta áþján íbúa, vegna einka- og þyrluflugs á Reykjavíkurflugvelli, voru til umræðu í bæjarráði Kópavogs og borgarráði Reykjavíkur í vikunni.
11. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra
Breytt viðmið um Venesúelabúa kalli ekki nauðsynlega á lagabreytingar
Til stendur að breyta því með einhverjum hætti hvernig íslensk stjórnvöld nálgast umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela um alþjóðlega vernd. Fyrri tilraun til þess sama gekk ekki. Dómsmálaráðuneytið segir ekki endilega þörf á lagabreytingum.
11. nóvember 2022
Rætt var um nagladekk í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í gær.
Borgarfulltrúar segja þá spurningu vakna hvort lögregla megi fara á svig við lög
Um 15 prósent bifreiða í borginni voru komnar á nagladekk strax um miðjan október. Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að löggan gefi það út að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja.
10. nóvember 2022
Fyrirhuguð Fossvogsbrú, eins og hún leit út á teikningum frá Eflu, sem varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppninni í fyrra.
Vegagerðin líti ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð starfsmanna alvarlegum augum
Niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna kæru sem barst vegna hönnunarsamkeppni Fossvogsbrúar liggur fyrir. Kærunni var vísað frá og skaðabótaskyldu hafnað. Forstjóri Vegagerðarinnar fagnar niðurstöðunni.
9. nóvember 2022
Þessi vegalausa fjölskylda frá Afganistan var mynduð af fréttaljósmyndara EPA í miðborg Aþenu haustið 2020. Þau höfðu, eins og margir aðrir flóttamenn sem fengið hafa hæli í Grikklandi, hafst við á götunni.
Þýskaland sendir nánast ekki nokkurn flóttamann aftur til Grikklands
Þýskir dómstólar telja endursendingar flóttafólks til Grikklands fela í sér hættu á að það verði fyrir ómannúðlegri meðferð. Einungis einn flóttamaður sneri frá Þýskalandi til Grikklands í fyrra. Rúm 50 þúsund sem hafa vernd í Grikklandi eru í Þýskalandi.
9. nóvember 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingflokkur Pírata vill kasta D’Hondt-aðferðinni út á hafsauga
Píratar vilja breyta því hvernig þingsæti eru reiknuð út í kjölfar kosninga. Þingflokkurinn telur núverandi fyrirkomulag hygla stærri flokkum umfram þá smærri. Níu flokkar væru á þingi í dag ef stuðst hefði verið við aðferð Pírata eftir síðustu kosningar.
8. nóvember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Umræður innan ráðuneytis leiddu til þess að leitað var til Hörpu
Í svari við fyrirspurn frá þingmanni Samfylkingar segir Lilja Alfreðsdóttir að einungis málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för, að undangenginni ítarlegri rannsókn, er hún ákvað að skipa nýjan þjóðminjavörð án auglýsingar.
7. nóvember 2022