Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

FX Iceland starfrækti gjaldeyrisskiptastöð á Hafnartorgi frá því árið 2020.
Skammlíf gjaldeyrismiðlun í Hafnartorgi
Fyrirtækið FX Iceland, sem opnaði gjaldeyrisskiptastöð á Hafnartorgi árið 2020, hefur að eigin ósk verið tekið af lista Seðlabankans yfir aðila sem veita gjaldeyrisskiptaþjónustu. Fjármálaeftirlitið gerði miklar athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins.
24. október 2022
Um það bil svona mun nýr göngu og hjólastígur við rætur Öskjuhlíðarinnar tengjast inn að hverfinu við Hlíðarenda, en til stendur að byggja húsnæði ofan á núverandi legu stígsins.
Björgunarsveit missir bílastæði undir hjólastíg
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík mun á næstunni missa aðgang að bílastæðum við höfuðstöðvar sínar, en vegna uppbyggingar húsnæðis við rætur Öskjuhlíðar þarf að færa göngu og hjólastíg á svæðið sem nýtt hefur verið sem bílastæði.
15. október 2022
Telja „órökréttar og illa undirbúnar“ aðgerðir boðaðar til að bjarga fjármálum ríkisins
Bílgreinasambandið og SVÞ eru hvassyrt í garð stjórnvalda í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið og telja nýjar álögur á rafbíla, sem skilja eiga 4,9 milljörðum í ríkissjóð, til þess fallnar að veikja efnahagslega hvata til orkuskipta.
14. október 2022
Ólafur Ragnar Grímsson á viðburðinum sem fram fór í Hörpu á þriðjudag.
Ólafur Ragnar sagður hafa mært hugmyndir Xi Jinping um stjórnarfar
Á forsíðu dagblaðsins China Daily í dag segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi mært hugmyndir forseta Kína um stjórnarfar, á viðburði sem haldinn var í Hörpu fyrr í vikunni í tilefni af útgáfu bókar eftir Xi Jinping á íslensku.
13. október 2022
Gróf þrívíddarteikning af húsinu sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Stallað stórhýsi í Borgartúni má verða með allt að 100 íbúðum
Á bak við Hótel Cabin í Borgartúni verður heimilt að koma fyrir allt að 100 íbúðum, samkvæmt skipulagstillögu sem yfirvöld í borginni hafa samþykkt. Húsið lækkar um eina hæð frá eldra skipulagi, en íbúar í nágrenninu telja það þó margir verða of hátt.
13. október 2022
Tómas Þór Þórðarsson íþróttafréttamaður hefur leitt umfjöllun Símans Sport um enska boltann undanfarin ár.
Risastór sekt vegna vöndlunar á enska boltanum orðin að engu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að Samkeppniseftirlitið hafi ekki náð að rökstyðja háa sekt á hendur Símanum nægilega vel. Áhrifin á neytendur og markaði hafi verið lítið greind af hálfu eftirlitsins.
12. október 2022
Tölvuteikning af nýja Landsbankahúsinu við Austurhöfn, eins og fyrirséð er að það muni líta út.
Landsbankinn telur „ótímabært“ að fjalla um væntan heildarkostnað nýrra höfuðstöðva
Landsbankinn telur ekki tímabært að fjalla á ný um væntan heildarkostnað við byggingu stuðlabergsskreyttu höfuðstöðvanna sem bankinn er nú að byggja við Austurhöfn. Ríkið er búið að kaupa hluta hússins á um 6.000 milljónir króna.
12. október 2022
Sólveig Anna: „Þetta var ómögulegt verkefni“
Það fólk sem í morgun virtist líklegast til þess að standa í stafni Alþýðusambands Íslands næstu misserin tilkynnti flest í dag að þau væru hætt við framboð og véku af þingi sambandsins. Kjarninn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur um ástæðurnar fyrir því.
11. október 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í vor. Í forgrunni ræðast við þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Reykjavík segir tugi milljarða vanta inn í fjármögnun ríkisins á verkefnum sveitarfélaga
Í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp næsta árs er dregið saman að borgin telji sig eiga inni yfir 19 milljarða hjá ríkinu vegna vanfjármögnunar verkefna sem hún sinnir. Þar spilar málaflokkur fatlaðs fólks stærsta rullu.
11. október 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Hvergi“ í stjórnkerfinu rætt um að taka orku frá stóriðju til orkuskipta
Þingmaður Viðreisnar spurði formann Sjálfstæðisflokksins að því á þingi í gær hvort það væri „heppilegt“ að ríkisstjórnarflokkar töluðu „í austur og vestur“ um öflun orku og ráðstöfun hennar.
11. október 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn „mjög opinn“ fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki
Samkvæmt umræðum á Alþingi í dag eru tveir af þremur stjórnarflokkum alveg sammála um að Landsbankinn eigi áfram að verða í eigu íslenska ríkisins. Bæði Vinstri græn og Framsókn vilja skoða að bankinn verði samfélagsbanki.
10. október 2022
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala.
Landspítalinn segir þörf á tæpum 2,2 milljörðum í viðbót vegna leyfisskyldra lyfja
Landspítalinn segir að áætlanir í fjárlagafrumvarpi um að setja 11,95 milljarða í leyfisskyld lyf dugi ekki til, tæplega 2,2 milljarða þurfi til viðbótar. Annars sé hætt við að ekki verði hægt að taka ný leyfisskyld lyf í notkun árið 2023.
10. október 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem allir þingmenn VG sem ekki eru ráðherrar standa að baki.
Þingmenn VG vilja að hluthafar reikni sér laun fyrir að sjá um fjárfestingar eigin félaga
Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að eigendum félaga sem halda utan um fjárfestingareignir, t.d. fasteignir og hlutabréf, verði gert skylt að greiða sér laun fyrir þá umsýslu.
8. október 2022
Á undraskömmum tíma hafa rafhlaupahjól, svokallaðar rafskútur, orðið vinsæll ferðamáti. Í umsögn frá Hopp segir að 11 þúsund ferðir hafi verið eknar á deilirafskútum fyrirtækisins á hverjum degi að meðaltali í septembermánuði.
Efast um gildi aldurstakmarks og þungra refsinga við ölvun á rafskútum
Rafhlaupahjólaleigan Hopp og yfirlæknir á bráðamótttöku Landspítala eru sammála um að ekki sé ástæða til að kveða á um allt að tveggja ára refsingar við því að aka rafskútu undir áhrifum áfengis, eins og lagt er til í drögum að breyttum umferðarlögum.
7. október 2022
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fjöldi verkefna á borði stofnunarinnar hefur aukist mikið á undanförnum árum.
Persónuvernd verði ekki skylt að rannsaka allar kvartanir sem berast
Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram frumvarpsdrög sem miða meðal annars að því að draga úr álagi á Persónuvernd. Stofnuninni er í dag gert að kveða upp úrskurð um hverja einustu kvörtun sem til hennar berst.
7. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
5. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
2. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
1. október 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
30. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
29. september 2022