Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
18. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
17. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
15. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
13. ágúst 2022
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
12. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
11. ágúst 2022
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
10. ágúst 2022
Sílamáfurinn hefur verið íbúum í Sjálandshverfi til nokkur ama að undanförnu, og jafnvel ráðist á fólk.
Náttúrufræðistofnun telur gagnslítið að stinga á egg máfa í Garðabæ
Náttúrufræðistofnun Íslands leggst gegn því að bæjaryfirvöldum í Garðabæ verði veitt leyfi til að stinga á egg sílamáfa í Gálgahrauni og hefur ekki mikla trú á að sú aðgerð muni fækka máfum sem gera íbúum í Sjálandshverfi lífið leitt.
9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
9. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
6. ágúst 2022
Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Hundrað ára hús verði ekki sjálfkrafa aldursfriðuð
Til stendur að leggja fram frumvarp á þingi um að í stað þess að 100 ára hús verði sjálfkrafa aldursfriðuð verði fundið eitthvað nýtt ártal til þess að miða aldursfriðun húsa við. Ekki er ljóst hvaða ártal verður lagt til.
5. ágúst 2022
Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ef svo fari að hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni verði slegnar út af borðinu myndi hann strax vilja ráðast í vinnu við að skoða aðra flugvallarkosti sem fjallað var um í skýrslu Rögnunefndarinnar.
5. ágúst 2022
Svigrúm til launahækkana sé „takmarkað“ eða jafnvel „á þrotum“
Tveir hagfræðingar sem Þjóðhagsráð fékk til þess að leggja mat á stöðu mála á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamningalotu segja að lítið svigrúm sé til launahækkana, ef það eigi að vera mögulegt að verja kaupmátt landsmanna.
5. ágúst 2022
Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Tvö fyrstu skotin hæfðu tarfinn í höfuðið – MAST með frekari rannsókn í gangi
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun fóru fyrstu tvö skot hvalveiðimanna sem lönduðu langreyðartarfi með fjórum sprengiskutlum í sér á mánudag í höfuð hvalsins. Stofnunin er nú með hvalveiðar sumarsins til „frekari rannsóknar“.
5. ágúst 2022
Hluthafafundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut.
Boðað til hluthafafundar hjá Sýn í lok mánaðar
Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar á síðasta degi ágústmánaðar, þar sem stjórnarkjör mun vafalaust fara fram að kröfu fjárfestingarfélagsins Gavia Invest, sem eignaðist stóran hlut í félaginu undir lok júlí.
4. ágúst 2022
Hópur fréttamanna og ljósmyndara á Bessastöðum fyrir nokkrum árum síðan.
Tuttugu og átta útgáfufélög sækjast eftir opinberum rekstrarstuðningi
Alls sækjast 28 félög eftir því að fá stuðning frá hinu opinbera vegna reksturs einkarekinna fjölmiðla í ár. Nítján fengu slíka styrki í fyrra, en 384 milljónir verða til úthlutunar í ár.
4. ágúst 2022
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Eitruð ræða Orbáns
Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands hefur reynt að lægja öldur vegna ræðu sem hann hélt í Rúmeníu undir lok júlímánaðar. Hann segist nú hreint ekki hafa verið að tala um að blöndun kynþátta væri óæskileg, þó að erfitt sé að lesa annað úr ræðunni.
4. ágúst 2022
Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli sem leikur með Everton er hér á hnjánum ásamt þremur leikmönnum Arsenal.
Hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki, eins og gert hefur verið undanfarin tvö tímabil. Samkvæmt framkvæmdastjóra deildarinnar óttast leikmenn að slagkraftur skilaboðanna fari þverrandi.
3. ágúst 2022
Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Útvarpsgjaldið afnumið í Frakklandi
Franska þingið samþykkti í nótt að afnema útvarpsgjaldið, sem notað hefur verið til að fjármagna France Télévision og Radio France áratugum saman. Frakklandsforseti hafði lofað því að afnema gjaldið í kosningabaráttu sinni og hefur loforðið nú verið efnt.
2. ágúst 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Enn stefnt að því að skila úttektinni til þingsins í þessum mánuði
Ríkisendurskoðandi segir að ennþá sé stefnt að því að skila úttekt á sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka til forseta Alþingis núna í ágústmánuði. Þá má vænta þess að þingmenn verði kallaðir úr sumarfríi til að fara yfir málin.
2. ágúst 2022
Þessi langreyðartarfur var með alls fjóra sprengiskutla í sér, samkvæmt samtökunum Hard to Port. Á myndinni sjást þrír þeirra standa út úr dýrinu.
Fjórir sprengiskutlar notaðir til að granda einum langreyðartarfi
Hvalur 8, hvalveiðibátur Hvals hf., landaði í gær tveimur langreyðum í Hvalfirði. Annað dýrið var með hvorki fleiri né færri en fjóra sprengiskutla í sér við komuna til hafnar og hefur því líklega háð ansi langt dauðastríð.
2. ágúst 2022
Hér sést fjallið Þorbjörn við Grindavík. Grindvíkingar hafa sumir lýst stóra skjálftanum á sunnudag sem þeim harðasta af öllum þeim skjálftum sem tengst hafa umbrotunum á Reykjanesskaga undanfarin misseri.
Hátt í sex þúsund skjálftar frá því á laugardag
Skjálftavirknin í nágrenni Grindavíkur hefur haldist stöðug frá því síðdegis á laugardag. Frá því á laugardagskvöld hafa alls 11 skjálftar sem voru 4 að stærð eða stærri, mælst á svæðinu.
1. ágúst 2022