Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
28. september 2022
Staða Strætó bs. hefur verið þung í kjölfar heimsfaraldursins, sem dróg verulega úr farþegatekjum. Í ár hafa svo orðið töluverðar hækkanir á olíu, sem stór hluti flotans er enn háður.
Strætómiðinn upp í 550 krónur – Gjaldskráin hækkuð um 12,5 prósent
Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að hækka gjaldskrána til að „draga úr þörf á frekari hagræðingu“ í leiðakerfinu. Einnig ætla sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að „skoða“ að leggja félaginu til aukið rekstrarfé.
27. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
26. september 2022
Verndarkerfið í baklás og nauðsynlegt að fá fleiri sveitarfélög að borðinu
Yfir 2.600 manns höfðu fyrr í mánuðinum sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu. Í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar voru á dögunum fleiri sem höfðu fengið stöðu flóttamanns en sem nam fjölda þeirra umsækjenda um vernd sem sveitarfélög þjónusta.
22. september 2022
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar á milli mánaða, vegna lækkunar á eignum í sérbýli.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar á milli mánaða – í fyrsta sinn frá 2019
Verð á einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,4 prósent á milli mánaða og vísitala íbúðaverðs heilt yfir lækkaði um 0,4 prósent. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar nú í fyrsta sinn frá árinu 2019.
20. september 2022
Olaf Scholz forsætisráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Framleiðsluverðsvísitalan í Þýskalandi tæpum 46 prósentum hærri en fyrir ári
Raforkuverðshækkanir í Þýskalandi skýra mikla og ófyrirséða hækkun á framleiðsluverðsvísitölunni í landinu. Á sama tíma berast fregnir af því að þýska ríkið hafi náð samkomulagi um þjóðnýtingu Uniper, sem er stærsti gasinnflytjandi landsins.
20. september 2022
Arnar Þór Ingólfsson
Land hinna umhverfisvænu bíla
17. september 2022
Sendiráð Íslands í Moskvu.
Sendiráð Íslands í Moskvu búið að gefa út 125 áritanir til rússneskra ferðamanna frá innrás
Frá því að rússneskur herafli réðist inn í Úkraínu í febrúar og fram í byrjun september veitti íslenska sendiráðið í Moskvu 125 rússneskum ferðamönnum skammtímaáritanir inn á Schengen-svæðið. Það er einungis brot af fjöldanum sem fékk áritanir árið 2019.
17. september 2022
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu.
Von á frumvarpi frá Bjarna um ný umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu
Ný gjaldtaka á akandi umferð á höfuðborgarsvæðinu er áformuð frá 1. janúar 2024. Fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um málið á næstunni, en lítið hefur heyrst af útfærslunni á þessum gjöldum, sem eiga að skila a.m.k. 60 milljörðum á 12 árum.
16. september 2022
Hér eru þau saman, Ulf Kristersson formaður Hægriflokksins (Moderatarna) og Magdalena Andersson formaður Sósíaldemókrata. Ulf mun á næstunni nær örugglega taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu.
Andersson biðst lausnar og segir Kristersson að hennar dyr standi ávallt opnar
Talningu atkvæða í Svíþjóð er lokið og stjórnarmyndunarviðræður hægra megin við miðjuna hafnar. Fráfarandi forsætisráðherra segir að Ulf Kristersson geti leitað til Sósíaldemókrata um samstarf ef viðræður við Svíþjóðardemókrata sigli í strand.
15. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tilkynnti starfsfólki félagsins á fundi í morgun að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins, sem fram fer dagana 10.-12. október.
15. september 2022
Yfir 70 prósent landsmanna hlynnt bæði leiguþaki og leigubremsu
Samtök leigjenda létu Maskínu framkvæma skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til bæði leiguþaks og leigubremsu. Í ljós kom að þessar hugmyndir, til að halda aftur af leiguverði, mælast mjög vel fyrir hjá þjóðinni.
14. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fundi um húsnæðismál, sem fram fór í húsakynnum HMS í dag.
HMS og sveitarfélögin semja um aukna húsnæðisuppbyggingu
Átaki stjórnvalda og sveitarfélaga um aukinn hraða uppbyggingar íbúða var hrundið af stað með upphafsfundi í dag. Næstu skref eru samningagerð HMS við sveitarfélög landsins um uppbyggingu næstu ára og gerð húsnæðisstefnu með aðgerðaáætlun.
13. september 2022
Samfylkingin var formlega stofnuð árið 2000, með samruna afla á vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum.
Vilja breyta nafni Samfylkingar í Jafnaðarflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja það til á landsfundi flokksins í haust að flokkurinn fái nýtt nafn, Jafnaðarflokkurinn.
13. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR
Ragnar Þór ætlar í framboð til forseta ASÍ ef hann fær breiðan stuðning aðildarfélaga
Formaður VR ætlar að tilkynna á fimmtudag hvort hann bjóði sig fram til forseta ASÍ eða ekki. Hann segist vilja breiðan stuðning aðildarfélaga við það sem hann segir nauðsynlegar breytingar á Alþýðusambandinu.
13. september 2022
Kóngadans á vöku SD í gærkvöldi.
Åkesson dansar kónga: Útlit fyrir umpólun í Svíþjóð
Þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða er útlit fyrir að hægt verði að mynda ríkisstjórn til hægri í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar ætla að reyna að fá ráðherraembætti, í krafti þess að vera stærsti flokkurinn á hægri vængnum.
12. september 2022
Í fjárlagafrumvarpinu eru kynnt fyrstu skrefin í þeirri viðleitni stjórnvalda til að stoppa í það gat sem myndast hefur í tekjustofnum ríkisins vegna innreiðar rafbíla..
Fyrstu skrefin að breyttri gjaldtöku á bíla skili hátt í 5 milljörðum í ríkissjóð
Breytingar á vörugjöldum og bifreiðagjöldum, sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári, munu skila 4,9 milljörðum króna í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð ef áætlanir fjármála- og efnahagsráðuneytisins stemma.
12. september 2022
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar.
Útgönguspá í Svíþjóð sýnir þingmeirihluta til vinstri
Útlit er fyrir að hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn vinstra megin við miðju í Svíþjóð, undir forsæti Sósíaldemókrata, samkvæmt útgönguspá SVT sem birt var um leið og kjörstaðir lokuðu kl. 18 að íslenskum tíma.
11. september 2022
Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs við Þorlákshöfn þessa dagana.
Heimilt að veita Þorlákshöfn ríkisstyrk, samkvæmt mati Vegagerðarinnar
Þrátt fyrir að vörugjöld af bílum og tækjum í Þorlákshöfn séu einungis 43 prósent af því sem þau eru hjá Faxaflóahöfnum telur Vegagerðin það ekki raska samkeppni né koma í veg fyrir ríkisstyrki til uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn.
11. september 2022
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason bað ráðuneyti um að skilgreina fyrir sig hamfarahlýnun
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins segir að fyrirspurninni, um skilgreiningu á hugtakinu hamfarahlýnun, hefði ef til vill átt að beina til Stofnunar Árna Magnússonar, fremur en til ráðherra.
10. september 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif hækkunar fasteignamats.
Næstum 2.800 manns hætta alfarið að fá vaxtabætur vegna hækkunar fasteignamats
Fasteignamat hækkar að meðaltali um 23,6 prósent um áramót og þá sömuleiðis eignastaða þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það hefur þau áhrif að hátt í 2.800 manns hætta að fá einhverjar vaxtabætur, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins.
9. september 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið fjármagnar 87,5 prósent samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
Hlutur ríkisins í fjármögnun Borgarlínu og annarra uppbyggingarverkefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins nemur 87,5 prósentum. Uppreiknað m.v. byggingavísitölu í júlí er hlutur ríkisins í kostnaðaráætlun Borgarlínu 51,7 milljarðar króna.
9. september 2022