Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Gylfi hefði aftur kosið meiri vaxtahækkun en Ásgeir lagði til
Rétt eins og við vaxtaákvörðunina í júnímánuði hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega viljað sjá vexti Seðlabankans hækka meira undir lok ágústmánaðar en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði til og samþykkt var í peningastefnunefnd.
8. september 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri dróg fram nýlega skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Voga, í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni.
Dagur: Hvassahraun virðist „ein öruggasta staðsetningin“ fyrir innviði á Reykjanesskaga
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, yrði mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni í hverfandi hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.
8. september 2022
Tölvukubbar eru bráðnauðsynlegir í langflest raftæki, stór og smá. Bandaríkin ætla að setja mikið fé í að auka framleiðslu á þeim innanlands.
Bandaríkin munu girða fyrir fjárfestingar styrkþega í Kína
Bandarísk yfirvöld munu veita tugum milljarða dollara í að niðurgreiða framleiðslu á tölvukubbum á næstu árum. Fyrirtækin sem hljóta styrki mega á sama tíma ekki opna nýjar hátækniverksmiðjur á kínverskri grundu, samkvæmt viðskiptaráðherra landsins.
7. september 2022
Erling Braut Haaland framherji Manchester City er búinn að skora 10 mörk í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kostaði City svipað mikið og veiðigjöldin sem lögð eru á útgerðir á Íslandi í ár.
Félagaskiptaglugginn í enska boltanum í íslensku samhengi
Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met. Heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála.
5. september 2022
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður gefur ekki kost á sér í forsetaembættið
Starfandi forseti ASÍ hyggst ekki gefa kost á sér til þess að leiða sambandið á þingi ASÍ í október. Hann ætlar að einbeita sér að verkefnum Rafiðnaðarsambands Íslands, þar sem hann gegnir formennsku.
5. september 2022
Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata og fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó.
„Almenningssamgöngum er ekki ætlað að koma út í plús“
Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bendir á það í samtali við Kjarnann að almenningssamgöngur séu fjárfesting samfélagsins, sem eigi ekki að skila hagnaði, heldur ágóða í formi minni mengunar, bættrar umferðar og þjónustu fyrir fólk.
3. september 2022
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem upplýsingafulltrúi félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytisins.
Sigríður Víðis ráðin upplýsingafulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa sem upplýsingafulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Fyrir nokkrum árum var hún aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra.
2. september 2022
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála.
Grundvallarafstaðan til opinberra stöðuveitinga – og svo „heimurinn sem við búum við“
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar. Árið 2018 lýsti hún þeirri afstöðu sinni að almennt ætti að auglýsa störf forstöðumanna og segir þau orð standa, hvað sem öðru líði.
2. september 2022
Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata og fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó.
Óljóst hvenær og hvernig loforð um ókeypis strætó fyrir grunnskólabörn verður uppfyllt
Nýi meirihlutinn í Reykjavíkurborg lofaði því að hafa það á meðal sinna fyrstu verka að gera strætisvagnaferðir grunnskólabarna ókeypis. Ekki liggur fyrir hvað það kostar Strætó, né hvort nágrannasveitarfélögin ætla að taka þátt í því.
1. september 2022
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
„Ég ræddi þetta mál við Breka Karlsson“
Menningar- og viðskiptaráðherra segir við Kjarnann að hörð gagnrýni úr ranni Neytendasamtakanna á skipan nýs starfshóps um stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála hafi komið sér á óvart.
31. ágúst 2022
Veggverkið, sem málað var yfir daginn fyrir kosningar, hafði verið á þessum stað frá því síðasta haust.
Vegglistaverk Libiu og Ólafs þótti óleyfilegur kosningaáróður í Hafnarfirði
Yfirkjörstjórn í Hafnarfirði taldi sér ekkert annað fært en að láta mála yfir vegglistaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ólafur segir að allt eins hefði verið hægt að skikka N1 til að taka niður fána.
31. ágúst 2022
Minnisblöð sem áttu að geta spillt samningsstöðu ríkisins fengust afhent
Sjúkratryggingar neituðu að afhenda heilsugæslustöð minnisblöð sem send voru til heilbrigðisráðuneytisins og sögðu þau geta spillt samningsstöðu ríkisins í viðræðum við einkareknar heilsugæslur. Í þeim er tekið undir athugasemdir einkarekinna stöðva.
30. ágúst 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum. Námuvinnsla í fellinu og fyrirhugaður útflutningur á efni þaðan frá Þorlákshöfn hefur valdið styr á sviði bæjarmála í Ölfusi.
Útiloka að Litla-Sandfell verði flutt eftir Þrengslavegi – Námuvegir og færibönd
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi útiloka að jarðefni verði flutt með almennri umferð frá Litla-Sandfelli til Þorlákshafnar og horfa til lausna eins og sérstakra námuvega og færibanda. Slíkar lausnir eru ekki metnar í umhverfismatsskýrslu.
29. ágúst 2022
Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu senn geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki fyrir verkefni sín.
Ný tegund styrkja borin á borð fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn
Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu brátt geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki í Kvikmyndasjóð. Um er að ræða opinbera styrki sem verða endurheimtir ef framleiðsluverkefnið gengur vel á erlendum mörkuðum.
29. ágúst 2022
Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs.
Strætó í kröggum og telur sig þurfa 750 milljóna aukaframlag frá eigendum
Framkvæmdastjóri Strætó segir að til þess að geta sinnt nauðsynlegum fjárfestingum og náð sjálfbærum rekstri þurfi fyrirtækið um 750 milljóna króna aukaframlag til rekstursins á þessu ári frá eigendum sínum. Eigendafundur fer fram í byrjun september.
26. ágúst 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Atvinnulausir þurfi ekki lengur að treysta á jólagjöf frá ríkisstjórninni
Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar verður það ekki lengur háð ákvörðun ríkisstjórnar hvort atvinnuleitendur fái desemberuppbót. Réttur atvinnuleitenda til desemberuppbótar verður tryggður í lögum, ef frumvarpið fæst samþykkt.
26. ágúst 2022
Allnokkrar tegundir sveppa sem vaxa í náttúrunni innihalda efnið sílósíbin, sem veldur ofskynjunaráhrifum.
Virka efnið í ofskynjunarsveppum virðist geta hjálpað áfengissjúklingum að ná bata
Sterkar vísbendingar eru uppi um að notkun sílósíbins geti, samfara samtalsmeðferð, hjálpað áfengissjúklingum að draga úr drykkju eða hætta að drekka. Ný bandarísk rannsókn á þessu hefur vakið mikla athygli.
26. ágúst 2022
Hér sjást Bernhard Esau (t.v.) og Tamson Hatuikulipi (t.h.) ráðfæra sig við lögmann sinn.
„Fitty“ segist ekki hafa beðið tengdapabba um að redda Samherja kvóta í Namibíu
Tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu mætti aftur fyrir dóm í Namibíu í dag og hafnaði því þar að fjölskyldutengsl hans við ráðherrann hefðu verið það sem réði því að hann var fenginn til ráðgjafarstarfa fyrir Samherja í landinu.
24. ágúst 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Þorgerður segir „ógn við lýðræðið“ hafa falist í skilaboðum frá framkvæmdastjóra SFS
Formaður Viðreisnar segir að „ógn við lýðræðið“ felist í þeim skilaboðum frá framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að það hafi verið „sérkennilegt“ af fréttastofu Stöðvar 2 að ræða við hana í síðustu viku um samþjöppun í sjávarútvegi.
24. ágúst 2022
Næturstrætó fer úr miðborginni um nánast um allt höfuðborgarsvæðið, en síðustu vagnarnir rúlla af stað úr miðborginni laust fyrir kl. 4 á laugardags og sunnudagsmorgnum.
Fjórtán til sextán farþegar að meðaltali í hverjum næturstrætó
Notkun næturstrætó er þokkaleg, en þó er farþegafjöldinn undir væntingum, að sögn fyrirtækisins. Næturaksturinn hófst að nýju um helgar í júlí en ákveða á í september hvort honum verði haldið áfram.
24. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum á meðan hraunið rann þar enn stríðum straumum. Með ákvörðun sem tekin var 9. ágúst var börnum yngri en 12 ára meinað að ganga upp að gossprungunni.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist hafa horft til hagsmuna varnarlausra barna
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir í svari til umboðsmanns Alþingis að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við hættuástandi með því að banna börnum yngri en 12 ára að ganga upp að gosstöðvunum í Meradölum.
22. ágúst 2022
Sárafáar athugasemdir bárust við skipulag 735 íbúða hverfis í Hafnarfirði
Á tæplega 33 þúsund fermetra svæði ofan við Suðurhöfnina í Hafnarfirði er verið að skipuleggja byggingu alls 735 íbúða í 25 stakstæðum fjölbýlishúsum. Fáar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillögu reitsins, sem auglýst var í sumar.
22. ágúst 2022
Útlendingastofnun tilkynnti um breytt verklag varðandi afgreiðslu umsókna einstaklinga frá Venesúela um vernd hér á landi undir lok árs 2021. Þær breytingar virðast hafa verið heldur haldlitlar.
Flóttamenn frá Venesúela fá vernd í hrönnum eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála
Á þeim rúma mánuði sem er liðinn frá því að kærunefnd útlendingamála felldi úr gildi niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli einstaklings frá Venesúela hefur um 100 manns frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd. Rúmlega 300 mál bíða enn afgreiðslu.
22. ágúst 2022
Þau þrjú efstu á lista VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sjást hér á mynd. Íris Andrésdóttir sem sat síðasta borgarráðsfund fyrir flokkinn var í 4. sæti á lista í vor.
Vinstri græn lýsa yfir efasemdum um nýja eigendastefnu borgarinnar
Vinstri græn í Reykjavík segja það vera „tilraunarinnar virði“ að skipa tilnefningarnefnd til þess að skipa stjórnir fyrirtækja borgarinnar, en telja aðferðafræðina geta skapað þrýsting á aukna einkavæðingu grunnþjónustuverkefna.
21. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
19. ágúst 2022