Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
29. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
28. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
27. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
25. júní 2022
Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu.
Líkir aðgerðum Seðlabankans við það að „fara á skriðdreka til rjúpnaveiða“
Stefán Ólafsson gagnrýnir vaxtahækkun Seðlabankans og segir aðgerðir hans á húsnæðismarkaði bæði ómarkvissar, óskynsamlegar og óréttlátar. Hann segir vaxtahækkanir á alla skuldara til að hemja markaðinn vera eins og að fara á skriðdreka til rjúpnaveiða.
23. júní 2022
Sæbraut verði 1+1 vegur á löngum kafla í meira en tvö ár
Til að byggja Sæbrautarstokk þarf að grafa níu metra ofan í jörðina á rúmlega þrjátíu metra breiðum og kílómetralöngum kafla, þar af um fimm metra ofan í klöpp. Áætlað er að það þurfi 50-70 tonn af sprengiefni í framkvæmdina, sem á að taka yfir tvö ár.
23. júní 2022
Sósíalistar fengu tvo menn kjörna í borgarstjórn fyrir röskum mánuði síðan.
Vilja sjá sex strætóbílstjóra, sex strætófarþega og sex pólitíkusa í stjórn Strætó
Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á þriðjudag að vísa tillögum Sósíalista um að stækka stjórn Strætó upp í 18 manns til umræðu á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Vinstri grænna telur að tillagan verði svæfð þar.
23. júní 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sókn ráðherra í skipulagsvaldið umhverfis flugvelli milduð
Sveitarfélög munu hafa aðkomu að mótun tillagna um skipulagsreglur flugvalla, sem verða rétthærri en skipulag sveitarfélaga. Skipulagsreglur eiga þó ekki að binda hendur sveitarfélaga meira en flugöryggi krefst.
21. júní 2022
Sérbýliseignir hafa hækkað um 25,5 prósent á síðustu 12 mánuðum, en íbúðir í fjölbýli um 23,7 prósent.
Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu ekki verið meiri frá 2006
Samkvæmt vísitölu húsnæðisverðs fyrir höfuðborgarsvæðið hefur íbúðaverð nú hækkað um 24 prósent á síðustu 12 mánuðum. Árshækkunin er nú orðin meiri en hún var nokkru sinni á hækkanaskeiðinu á árunum 2016-17.
21. júní 2022
Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Meira en helmingur þeirra sem hafa prófað Klappið segjast óánægð með það
Rúm 53 prósent þeirra sem segjast hafa prófað Klappið, nýtt greiðslukerfi Strætó, eru ýmist mjög óánægð eða frekar óánægð með greiðslulausnina, samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó. Yfir 300 milljónum hefur verið varið í innleiðingu kerfisins.
21. júní 2022
Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Frétt um Boris og Carrie Johnson hvarf af síðum Times
Frétt um hugmyndir Borisar Johnsons, um að gera framtíðar eiginkonu sína að starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins árið 2018, var fjarlægð úr blaðinu Times á laugardag án nokkurra útskýringa blaðsins. Blaðamaður Times stendur þó við fréttina.
20. júní 2022
Arnar Þór Ingólfsson
Flokkurinn sem útilokaði sjálfan sig
18. júní 2022
„Sársaukinn við dæluna“ eykst: Lítrinn orðinn 72 prósentum dýrari en fyrir tveimur árum
Verð á lítra af bensíni á Íslandi er í dag frá tæpum 320 krónum upp í rúmar 350 krónur, þar sem það er dýrast. Olíufélögin eru einungis að taka til sín tæp 11 prósent af krónunum sem greiddar eru fyrir hvern seldan lítra um þessar mundir.
17. júní 2022
Festi hf. er móðurfélag félaga á borð við Elko, Krónunnar og N1.
Boðað til stjórnarkjörs hjá Festi í kjölfar umdeildrar uppsagnar forstjórans
Stjórn Festi hefur ákveðið að boða til hluthafafundar 14. júlí næstkomandi þar sem stjórnarkjör er eina málið á dagskrá. Kurr hefur verið meðal hluthafa sökum þess hvernig staðið var að uppsögn forstjóra félagsins og hún tilkynnt.
17. júní 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Vill minnka eða „hreinlega afnema“ skerðingar vegna atvinnutekna
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að það ætti að minnka eða afnema skerðingar vegna atvinnutekna til þess að mæta skorti á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit að þetta er mjög róttækt,“ sagði ráðherrann um tillögu sína.
16. júní 2022
Leið tekjulágra fyrstu kaupenda inn á markaðinn þrengist allverulega
Með ákvörðunum fjármálastöðugleikanefndar sem kynntar voru í gær er þrengt nokkuð að möguleikum tekjulágra fyrstu kaupenda til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Sjóðirnir sem eiga þarf fyrir lágmarksútborgun stækkuðu um milljónir með nýjum reglum.
16. júní 2022
Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar.
Vilja falla frá „bragðbanninu“ sem Willum lagði til
Meirihluti velferðarnefndar telur rétt að heimila áfram sölu á nikótínvörum með bragðefnum á Íslandi. Í nefndaráliti meirihlutans segir að það bann sem lagt var til í frumvarpi heilbrigðisráðherra hafi ekki verið nægilega vel undirbyggt.
15. júní 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á fyrsta landsfundinn í rúm fjögur ár í nóvember
Eftir tvær frestanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að næsti landsfundur fari fram í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember.
15. júní 2022
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fyrstu kaupendur þurfa nú að reiða fram að minnsta kosti 15 prósent kaupverðs
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að einungis megi lána fyrstu kaupendum fyrir 85 prósentum af kaupverði fasteignar, í stað 90 prósenta áður.
15. júní 2022
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Tillaga um niðurfellingu allra skólagjalda kolfelld í borgarráði
Tillaga sem Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna lagði fyrir borgarráð fyrir sveitarstjórnarkosningar var felld á fyrsta fundi nýskipaðs borgarráðs. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði tillögu Vinstri grænna popúlíska.
15. júní 2022
Formaður allherjar- og menntamálanefndar telur líklegt að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem meirihlutinn leggur til.
Einungis verði hægt að „taka tollinn“ í brugghúsunum
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill að ráðherra verði gert að setja hömlur á það magn áfengis sem brugghús mega selja beint frá framleiðslustað, og telur rétt að miða við sama magn og kaupa má í fríhafnarverslunum.
14. júní 2022
Bændasamtökin vilja að frumvarp fjármálaráðherra um tollaniðurfellingar til handa Úkraínu verði þrengt.
Bændasamtökin vilja takmarka niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur
Evrópusambandið og Bretland hafa fellt niður tolla á allar vörur frá Úkraínu til þess að styðja við ríkið og fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um hið sama. Bændasamtökin vilja þrengja frumvarpið og hafa áhyggjur af auknum innflutningi þaðan.
14. júní 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Bláu blokkinni boðið upp í dans
Forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins viðraði hugmyndir um stjórnarsamstarf yfir miðjuna á dögunum. Breið stjórn hefur einungis verið reynd einu sinni á friðartímum í Danmörku og endaði ekki vel, en kjósendum hugnast hugmyndin.
14. júní 2022